Uppboð

Þriðja árið í röð stend ég fyrir uppboði á heimasíðu minni, þar sem ég sel hluti til styrktar góðgerðarstarfi Oxfam í Mið-Ameríku. Á næstu dögum mun ég bjóða upp sjónvörp, síma, dvd diska, xbox leiki, vínflöskur, kaffivélar, geisladiska og fleira. Endilega kíkið á þetta og bjóðið í hlutina. Allur ágóðinn fer til Oxfam, sem eru frábær hjálparsamtök.

Hérna er yfirlitssíða yfir uppboðið. Þessa stundina er hægt að bjóða í notaða síma, sjónvörp, ipod ásamt xbox 360 leikjum og dvd diskum. Fleiri hlutir munu svo bætast inn á hverjum degi. Allur stuðningur er mjög vel þegin.

Og ef þið getið, þá megið þið endilega kynna þetta sem víðast. Takk takk! 🙂

8 Comments

  1. Gott er ef fólk getur og vill hjálpa öðrum .En er þettað leifilegt.Nú er ég alls ekki að segja að þú sért óheiðarlegur,en það er stundum verið að vara mann við fólki sem segjast vera að safna fyrir einhver samtök og að þettað fólk þurfi að vera með einhvers konar leifi.Ég vil taka það fram enn og aftur að ég er ekki að meina að þú sért að svindla,þettað er meira forvitni í mér.Vona að allt gangi þér í hag.

  2. Frábært framtak hjá þér Einar og verðugur málstaður að styrkja. Þú átt hrós skilið fyrir að hrinda verkefninu í framkvæmd. Vonandi nærðu að leggja til ágætis summu.
    ps. Ég geri ráð fyrir því að þú sért ekki mikill safnari?

Meiðslafréttir

Man(/#&”er