Meiðslafréttir

Það þarf ekkert að fjölyrða um það hversu fáránlega stór leikur er framundan í deildinni. Eins og Rafa og aðrir hafa bent á mun þessi eini leikdagur í miðjum desember (Chelsea og Arsenal mætast líka á sunnudag) ekki hafa úrslitaáhrif á það hvert enski titillinn fer í vor, en engu að síður sér hvert heilvita barn að þetta er fáááránlega mikilvægur leikur þegar eftirfarandi atriði eru höfð í huga:

 • Þetta er manchester united. Á Anfield.
 • Við höfum ekki unnið þá á Anfield síðan 2001. Það er minnst átta árum of langt!
 • Ég pissa enn eilítið á mig í hvert sinn sem ég heyri minnst á John O'[ritskoðað]. Það lekur tár í brækur.
 • Þetta er manchester united. Á Anfield.

Nú koma fréttir af meiðslapésum Liverpool, en samkvæmt opinberu síðunni er þessi leikur of snemma fyrir Daniel Agger, auk þess sem Steve Finnan missir væntanlega af þessum leik líka með sama hnjask og hrjáði hann á þriðjudag. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Xabi Alonso er byrjaður að æfa. Við höfum saknað hans ógurlega á miðjunni, en það er ekki séns að mínu mati að Rafa láti hann byrja þennan leik og taki sénsinn á að missa hann í fleiri vikur. Hann fer á bekkinn.

Annars þýða þessar fréttir að vörnin hjá okkur á sunnudag verður nánast sjálfvalin. Ég myndi segja að eftirfarandi stöður séu öruggar; Reina – Arbeloa, Carragher, Hyypiä, Riise – Gerrard, Mascherano, Kewell – Torres.

Þá er bara eftir að skeggræða hver spilar hægri kant og hver verður með Nando frammi. Læt ykkur um að finna út úr því. 🙂

29 Comments

 1. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá að hann stilli upp óbreyttu liði frá síðasta leik.

 2. Væri til í að sjá Babel hægra megin bara.
  Finnst hann vera að koma góður inn en maður hugsar alltaf þannig og um leið og hann er í first11 þá er hann bara lélegur. En hann er frábær super-sub.

  En já, þetta er fáááránlega mikilvægur leikur eins og Kristján segir.

 3. hmm, nando er farinn.. Köllum Torres bara Torres. maður tekur ekki sjéns á jinxi.

  Annars sama lið og síðast, er það ekki bara??

 4. Ingi Björn, Nando er stytting á Fernando. Ef Steven Gerrard færi frá Liverpool og einhver annar Steven kæmi í staðinn myndi ég sennilega kalla hann Stevie líka. 🙂

  Moro, það var hins vegar uppnefni. Nando er bara stytting, mjög algeng meiraðsegja.

 5. Mjög slæmt ef Finnan verður ekki með…lýst ekki á það að setja norska Beckham í vinstri bakvörð á móti Ronaldo…

 6. Fernando Alonso er líklegur til afreka Sindri, ekki þessa vitleysu 🙂

  Tippa á að Babel komi inn fyrir Benayoun, sem eina breytingin frá síðasta leik.

 7. Ég gæti trúað að Gerrard verði ekki á miðri miðjunni í þessum leik. Hef ekkert á móti því svo lengi sem Momo verður ekki settur þanngað (s.s. Lucas eða Xabi með Mascerano á miðjunni). Kewell og Gerrard á vængjunum.

  vörn og sókn held ég að verði óbreytt.

  …og Riise á móti Ronaldo er ekkert æðisleg tilhugsun

  p.s. Pennant er meiddur fram yfir áramót held ég alveg örugglega

 8. Kuyt eða Babel frammi með Fernando og Benayoun á hægri, nema hann sé eitthvað eilítið tæpur, annars óbreytt eins og hjá Kristjáni;d Sigur á sunnudaginn!:)

 9. Gerrard verður fyrir aftan torres í fimm manna miðju sem verður Benayoun Alonso (í 70mín svo Leva) Mascherano kewell

 10. Er ég sá eini sem held að hann láti Kewell á bekkinn, og hafi Riise í bakverði og Aurelio fyrir framan upp á backup til að stoppa Ronaldo (eða öfugt, þ.e. Aurelio í bakverði og Riise á kanti)?

  Vona svo líka að hann spili 4-4-1-1 (eða 4-2-3-1) með Gerrard á bak við Torres, þar sem að þeir tveir eru óstöðvandi. Kuyt og Crouch mega halda bekknum heitum fyrir mér.

 11. Mjög sammála Halldóri í hans mati.
  Held auðvitað uppá Kewell en er á því að Rafa láti hann hvíla og setji Riise og Aurelio upp á móti Ronaldo. Riise er nú ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn en hann er okkar besti kostur að bremsa Ronaldo.
  Hef trú á því að Crouch verði með Torres.

 12. Ef ég fengi að ráða (sem ég fæ aldrei),þá sama lið og síðast

 13. Einfalt… Kuyt og Yossi… ekki flókið. Sem sagt sama byrjunarlið og í Frakklandi. Spái því að Rafa stilli upp sama byrjunarliði í annað sinn á ferlinum… 🙂

 14. Ef Finnan verður heill og í einhverju formi væri svosem ekkert vera að sjá hann í hægri bak og Arbeloa vinstra megin, finnst samt ólíkelgt að Benitez setji Finnan í byrjunaliðið strax eftir meiðsli, en maður veit aldrei

 15. Við spilum bara okkar leik með okkar besta mögulega lið í dag, skítt með einhvern Ronaldo.
  Sóknin er besta vörnin 😉

 16. Gæti trúað að hann myndi setja Sissoko eða Lucas á miðjuna með Mascherano og Gerrard á kantinn, Kuyt svo fram.
  Annar möguleiki í stöðunni er þriggja manna miðja með Gerrard framliggjandi fyrir aftan Torres. Yossi og Kewell á köntunum.
  Reynslan sýnir þó að það er ómögulegt er að giskra rétt á þetta, Rafa kemur manni alltaf á óvart…………………..

 17. ég held að það sé rétt hjá nr. 13 að Kewell verði á bekknum …það verður hugsað um að stoppa það sem stoppa þar. Við Rafa hugsum sem betur fer ekki eins… ég myndi bara vilja leggja allt kapp á sóknarleikinn og jarða þá snemma…láta þá hafa fyrir því að vinna boltann… en það er eitthvað sem segir mér að Rafa verði varkárari,enda hugsar hann taktískt öðruvísi og líklega betur en ég 🙂
  En guð minn almáttugur hvað ég er spenntur…

  Já og það kæmi mér ekki á óvart þó svo að Gerrard yrði á hægri kantinu… svei mér þá…þó ég vilji helst bara copy/paste hann úr síðasta leik

  kv..Carl Berg

 18. sem stoppa þarf átti þetta auðvitað að vera…bévítans fartölva..

 19. Ég held að það gæti einmitt verið ein aðalástæðan fyrir því að við höfum enn ekki unnið þá í deildinni.

  Við erum oft að hafa áhyggjur af þeim í staðinn fyrir að láta þá hafa áhyggjur af okkur.

  Vona innilega að Kewell byrji.

 20. Reina
  Arbeloa Carra Hyypia Riise
  Gerrard Momo Marche Kewell
  Babel
  Torres

  Held að sem flestir vilji sjá þetta svona en ég held samt að þetta verði með Kuyt í stað Babel og Yossi á hægri og Gerrard á miðju, Momo kemur svo inn fyrir Yossa ef að það þarf að stoppa einhvern vissan leikmann sem skarar framúr!!

  GO REDS!!

 21. Við vinnum þennan leik, sama hvaða liði Rafa stillir upp. Við höfum ekki unnið þá á Anfield síðan 2001, en það breitist núna.

 22. Ef Riise stoppar hann ekki þá tekur Reina hann bara 😀
  Avanti Liverpool

 23. Sigmar við vinnum ekki ef hann stillir upp sama liði og á móti reading

 24. Reina
  Arbeloa, Carragher, Hyypia, Riise
  Mascherano, Lucas
  Babel, Gerrard, Kewell
  Torres

  Sækja á þessa andskota og láta þá hafa fyrir hlutunum. Ég væri til í að sjá þetta svona, 4-5-1 án bolta og 4-2-3-1 með bolta…Babel og Kewell detta út á kantana þegar við verjumst.

 25. Það var verið að segja mér að Carra væri í banni, getur einhver sagt mér hvort það sé eitthvað til í því? Það væri nefnilega ekki svo töff…

 26. Hann er ekki í banni. Hann er kominn með 4 gul spjöld og fer því í bann við það næsta.

  Hins vegar er hægt að rökræða það hvort hann hefði átt að fá spjald þegar hann braut á Brynjari UTAN TEIGS gegn Reading þegar þeir fengu vítið…en hann fékk það ekki og er því klár.

One Ping

 1. Pingback:

KÖNNUN: Óskamótherjar í 16-liða úrslitum ECL

Uppboð