Byrjunarliðið komið:

Jæja, byrjunarliðið er komið og það er ekki margt þar sem kemur á óvart.

Liðið er:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Riise

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Kewell

Kuyt – Torres

**BEKKUR:** Itandje, Finnan, Aurelio, Hobbs, Lucas, Babel, Crouch.

Það kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart að Kuyt sé í byrjunarliðinu, eftir að hann var hvíldur algjörlega gegn Reading. Hins vegar er stórkostlega mikið ánægjuefni að sjá að Torres er líka í liðinu, en hann hefur þá væntanlega jafnað sig eftir meiðslin gegn Reading. Annars er gaman að sjá bæði Kewell og Benayoun í liðinu. Rafa ætlar sem sagt að spila vængbolta í dag! 🙂

Þetta verður RRRRRRRRRRRosalegt! Áfram Liverpool!!!

13 Comments

 1. Þetta er nákvæmlega eins lið og Siguróli hafði sagt í upphituninni, vel gert. Mér líst vel á þetta og núna er bara að klára þessa sniglaétandi lið!

  ÁFRAM LIVERPOOL.

 2. Það sem kemur mest á óvart við þetta lið er eins og menn hafa bent á að þetta er nákvæmlega sama lið og spáð var í upphituninni. En mér líst líka feykivel á þetta lið og ef allt er eðlilegt er það meira en nægilega gott til að leggja þessa frönsku sauði að velli.

 3. Frábær spá – og fyrst liðsvalið var rétt hjá Olla þá sé ég ekki annað en úrslitin verði það líka. 1:2 sigur okkar manna!

 4. Ok, svo ég geti ekki þóst vera vitur eftirá, þá vil ég bara segja að þetta er 100% einsog ég hefði stillt liðinu upp. Og já, ég er á því að Kuyt eigi að vera þarna. Crouch var svo lélegur um helgina að hann á ekki skilið að vera í liðinu í kvöld.

  Við hljótum að vinna þennan leik. Annað er ekki hægt!

 5. Liðið hjá Marseille (4-5-1)

  Mandanda
  Bonnart – Givet – Rodriguez – Taiwo
  Ziani – Cana – Cheyrou – Zenden
  Valbuena
  Niang

 6. Vil bara benda á að þetta er líka 100% einsog ég hefði stillt upp liðinu.

 7. GERRARD!!! þvílíkur kónguR!!!!!!!!! þessi drengur er ótrúlegur!!!! 7 síðustu leikir hafa endað með marki frá honum!! elskann!!

 8. Vil óska Siguróla til hamingju með að vera fyrsti, að ég held, í sögu Liverpool-bloggsins með að spá réttri uppstillingu hjá Rafa.

  Áfram Liverpool!

Marseille á morgun

Marseille 0 – Liverpool 4!