Marseille á morgun

Fyrsta tapið í deildinni leit dagsins ljós um helgina og alveg ljóst að menn voru ekki parhrifnir af því, eðlilega. Það veldur manni vissulega miklum áhyggjum þegar sigurhrynur eru jarðaðar eins og við sáum um helgina, sjálfstraustið verður að vera til staðar í næstu 2 leikjum sem eru vægast sagt stórir. Man Utd ætla að hvíla sína lykilmenn í leiknum gegn Roma á morgun og koma ferskir í slaginn um helgina við okkur. Á meðan þurfum við að spila úrslitaleik um það hvort við ætlum áfram í Meistaradeildinni eða ekki. Margir vilja meina að liðið hafi ekki farið af fullum krafti í Reading leikinn, vegna þess að það er að fara að spila enn og aftur “úrslitaleik” í Meistaradeildinni og Rafa “gafst upp” með því að taka þá Gerrard, Carra og Torres (hnjask, eðlileg skipting) útaf. Já, þriðji úrslitaleikurinn að fara að líta dagsins ljós og þessi verður að vinnast, ekkert jafntefli dugar okkur og við förum til Frakklands til þess eins að sigra leikinn.

Sömu fréttir og vanalega eru af meiðslum í okkar herbúðum, Alonso, Aurelio og Agger spila að öllum líkindum ekki leikinn (aldrei að segja aldrei samt). Annars ættum við að hafa alla aðra tilbúna til að klára verkefnið. Ég þarf örugglega ekki að hafa þau mörg orðin um mikilvægi þessa leiks. Það er ALLT undir. Framundan eru 90 mínútur af mikilli baráttu því Frakkarnir hafa sagt að þeir ætli að mæta dýrvitlausir til leiks og gefa ekki tommu eftir. Það er því ljóst að við erum að fara á erfiðan heimavöll þar sem allt verður snarvitlaust, bæði áhorfendur og leikmenn. Við munum öll hvernig síðasti leikur gegn Marseille fór, þá leðjuðum við upp á herðablöð með að tapa 0-1 á heimavelli og ekki orð um það meir!

Rafa Benítez hefur verið gagnrýndur mikið eftir leik helgarinnar en ég spái því að hann verði lofaður og hylltur eftir sigur í Frakklandi, af stuðningsmönnum Liverpool. Hann mun væntanlega stilla upp reyndum leikmönnum en jafnframt sókndjörfu liði. Hann mun alveg örugglega nota kantmenn og tvo framherja, þannig ég ætla að tippa á 4-4-2, gamla góða.

Ég sá um upphitun fyrir Bolton leikinn og var einungis með 2 vitlausa leikmenn í spá minni um byrjunarliðið, þannig stefnan er sett á að tippa á 100% lið. Ég hef verið að velta þessu mikið fyrir mér en ég spái eftirfarandi liði, rökstuðning á vali mínu má sjá neðan við “pitchið”.

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Riise

Yossi – Gerrard – Mascherano – Kewell

Torres – Kuyt

Reina klárlega í markinu.

Vörnin: Í hjarta varnarinnar verða reynsluboltarnir Carra og Hyypia, ég reikna með að sleppa við rökstuðning á því vali. Ég er í vandræðum með bakvarðaval en set því miður Riise í bakvörðinn vinstra meginn því hann hefur mikla reynslu og kann að spila svona leiki. Riise hefur reyndar ekki verið skugginn af sjálfum sér á þessu keppnistímabili það sem af er allavega, en maður vonar bara að hann negli okkur áfram, þá verður maður sáttur við hann í nokkra daga. Finnan hefur verið eitthvað tæpur og ég spái því að Rafa hvíli hann alveg fyrir Man Utd leikinn. Arbeloa er því einn eftir þar sem Aurelio er meiddur og kjúklingarnir þurfa bara að poppa heima í stofu yfir svona stórleikjum og láta sig dreyma, eiga ekki breik. Arbeloa hefur spilað vel og hann verður að öllum líkindum í hægri bak í fjarveru Írans.

Miðjan: Ég set Gerrard og Mascherano á miðja miðjuna því þeir eru báðir reyndir í Meistaradeildinni, hefði alveg getað valið Sissoko eða Lucas en ég efast um að Rafa velji þá þar sem Sissoko hefur ekki verið að finna sig og Lucas vantar reynsluna. Harry Kewell fer á vinstri kantinn að einföldum ástæðum, við þurfum á honum að halda! Hann var ljósið í myrkrinu gegn Reading um helgina og er allur að braggast eftir erfið meiðsli. Ég vona að hann verði á kantinum vinstra meginn. Þá reikna ég með að Yossi eða Babel verði á hægri kanti, ég set Yossi þar inn því hann er reyndari leikmaður. Hann er fyrirliði landsliðs síns og kann þetta allt, Babel kemur mjög sennilega fljótlega inná ef hlutirnir eru ekki að ganga upp og ógnar með hraða sínum og tækni.

Sóknartönnin: Ég vona að Torres sé heill eftir helgina og byrji. Rafa hefur látið hafa eftir sér að Torres sé ferskur eftir að góða hvíld um daginn og að hann geti alveg spilað 3 leiki í röð. Svo er það hinn framherjinn. Crouch, Voronin eða Kuyt? Ég vel Kuyt því ég þykist vera farinn að lesa Rafa svolítið. Hann Kuyt hefur verið lítið notaður upp á síðkastið, Crouch og Voronin hafa ekki virkað voðalega sannfærandi, auk þess sem að Voronin virðist vera notaður hvar sem er. Hann spilaði t.a.m sem kantmaður/framherji um helgina og það gefur sterklega til kynna að han sé ekki striker nr. 1 hjá okkur. Kuyt er sterkur, vinnusamur og reynslumikill með Liverpool liðinu sem skiptir gríðarlega miklu máli.

Mín spá: Ég spái miklum baráttuleik í Frakklandi þar sem við munum sigla fram úr í síðari hálfleik eftir erfiðan leik framan af. Lokatölur verða samkvæmt mínum kokkabókum 1-2 fyrir okkur. Cisse mun koma Frökkunum yfir en Harry Kewell og Dirk Kuyt munu klára dæmið fyrir okkur og sjá til þess að ég verði ekki í fýlu á jólunum.

Annars er gaman að gauka því að ykkur að SSteinn, einn af pennum bloggsins, verður staddur á leiknum og sögur herma að hann ætli að hlaupa út á völlinn á typpinu og öðlast heimsfrægð.

Ég varð að láta þessa fylgja. Ætlum við að gefa þetta eftir? Nei hélt ekki!!

76 Comments

  1. Marseille 1 / Liverpool 5
    Cisse-1
    ……………
    Arbeloa -1
    Yossi -1
    Gerrard -1
    Torres -1
    Babel-1
    ……………………………
    Ræða þetta eitthvað frekar Nei held ekki!

  2. 1-5? Sævar, það hljóta að vera einhver bjartsýnisverðlaun þarna úti fyrir þig.

    Ég ætla hins vegar að vera raunsær. 1-4 skal það vera. 🙂

    Nei annars, þá er þetta góð upphitun Olli. Það er hálf skrýtið að hugsa til þess að þetta sé þriðji „úrslitaleikurinn“ í röð í Meistaradeildinni, en þannig er nú samt raunin. Við urðum að vinna Besiktas og það gerðist, við unnum að virða Porto (boom boom tsk!) og það gerðist líka, þannig að nú stendur aðeins eitt í vegi okkar á leiðinni að sextán liða úrslitunum:

    Bolo Zenden. 🙂

    Sorrý, ég ætla bara að enda þetta hérna. Það er alveg fullljóst að ég mun ekki ná að hugsa skýrt fyrir þennan leik. Ég er of spenntur. Come on you Reds!

  3. sýnist hann vera á förum í janúar, nema Rafa nái að stilla til friðar..
    annars mættum við alveg við því að vera einum sissoko fátækari eftir janúar mánuð (miðað við spilamennskuna í vetur að undanskildum 1-2 leikjum)..við erum nú með 4 miðjumenn sem eru betri að mínu mati.

  4. Svo er kannski vert að þið lesendur veiti því athygli að “NÆSTI LEIKUR” er kominn hérna inn á bloggið eins og beðið var um, hægra megin fyrir ofan “nýjustu ummæli”.. 🙂

    alltaf e-ð nýtt á liverpool blogginu 😉

  5. Smá fréttir af varaliðinu líka,

    Voru að vinna varalið Middlesborough 4-0 😛

    Ronald Huth 1, Krisztian Nemeth 1, Jay Spearing 2

    Flottur sigur hjá þeim og komust þeir þarna á toppinn í varaliðsdeildinni

  6. Þar sem ég var að væla yfir að fá þennan næsti leikur reit, þá finnst mér við hæfi að ég þakki hér með kærlega fyrir mig.

    Annars líst mér vel á þennan leik, við erum ekkert að fara að tapa fyrir þessum marseille búðingum.

  7. Ég bara trúi ekki öðru en við klárum þennan leik á morgun. Vona svo innilega að liðið verði eitthvað í áttina að því sem þú spáir Olli því með þessa miðju getum við ekki tapað. Mundi samt ekki kvarta ef Finnan yrði klár og Riise yrði á bekknum þó það sé ólíklegt, Crouch mætti líka vera inni i staðinn fyrir Kuyt en það er bara ég.

  8. ég held að rafa geri tilraunir enn á ný og setji 4 framm og 6 í vörn

  9. Hehe, mér datt nú það sama í hug en fyrst maður er kvótaður beint, röflandi um að fjölskyldan í Frakklandi hefði hlakka svo mikið til að sjá hann spila, þá hlýtur hann að vita að hann byrji ekki inná. Ég get vel ímyndað mér Benitez hafi stjórnað síðustu æfingunum útfrá því leikkerfi sem hann ætli að nota (4-4-2) og notað byrjunarliðsmennina (Gerrard og Mascharno/Lucas á miðri miðjunni) í sértækum æfingum sem snúa að því. Sissoko veit því væntanlega óbeint að hann byrji á bekknum og svo getur nú alveg eins verið að Benitez hafi einfaldlega tilkynnt honum það.
    Er Setantasports ekki annars talin áreiðanlegur net-miðill? Eru þeir ekki að senda út Liverpool TV?

  10. Djö… er ég spenntur, er að fara út að borða með vinnunni á morgunn og svo strax að lokinni máltíðinni verðu farið á pöbb í nágreninu og meira að segja búið að panta borð og allt fyrir okkur. ÞESSI LEIKUR VINNST – MÉR ER NOK. SAMA HVERNIG HANN VINNST – HANN BARA VINNNNNNNNNNNNNNNNST

    OG KOMA SVO – VIÐ ERUM STERKIR STRÁKAR Á STRÖNDINNI…..

    SAGIÐ ÞETTA FYRIR SÍÐASTA STÓRSIGUR – TAKIÐ EFTIR ÞVÍ

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – KOP.IS

  11. Eruði vissir um að Aurelio sé meiddur? Kannski bara gamall vani að segja að hann sé meiddur? 🙂

  12. Hehehehe….,,Annars er gaman að gauka því að ykkur að SSteinn, einn af pennum bloggsins, verður staddur á leiknum og sögur herma að hann ætli að hlaupa út á völlinn á typpinu og öðlast heimsfrægð.” Þess má til gamans geta að þetta er stóri bróðir minn 😉 hehehehehe….efa ekki að hann láti þetta eftir sér ef hann fær séns á því.

    Ég ætla mér samt að spá því að þessi leikur fari 1-3 fyrir okkar mönnum…Torres 2 og Gerrard 1, finnst það svona líklegast. Helvíti að hafa þetta svona í miðri prófviku!! Maður sleppir þessu samt ekki!!

  13. Voronin og Sissoko eru norðan Ermasunds…. skildir eftir heima i dag en Finnan og Aurelio teknir með. Spái hinum Brasiliska í byrjunarliðið ef hann er frískur á kostnað Rise og Finnan eða Abeloa hægri bakvörður. Annars mikil spenna framundan og sammála byrjunarliðinu hjá Siguróla (utan Rise) og endar 0-2 fyrir okkur (Torres og Kuyt með mörkin).

  14. Eins og hefur margoft komið fram vita leikmennirnir ekki byrjunarliðið fyrr en stuttu fyrir leik, einhverjum klukkutíma eða tveimur. Þess vegna er eðlilegt að áætla að eina leiðin til að Momo viti að hann verður ekki í leiknum á morgun sú að hann hafi verið skilinn eftir heima á Merseyside.

    Spurningin er, ef hann og Voronin voru virkilega skildir eftir heima, er það til að hvíla þá fyrir United um helgina (tilhugsunin um aðra árás á United á Anfield með Momo fremstan í flokki er mér um megn eftir að hafa verið á síðasta leik liðanna) eða af því að þeir hafa ekki verið að leika nógu vel að undanförnu og eru dottnir aftarlega í goggunarröðinni?

    Spurningar, spurningar. Bara tíminn mun leiða í ljós hvað verður. En það verður líklegra með hverri svona fréttinni eins og hér að ofan að Momo yfirgefi liðið í janúar.

  15. Anton, stendur þó á BBC að þeir tveir kumpánar, Sissoko og Andrii Voro séu í hóp, veit ekki hversu áreiðanlegir hóparnir hjá þeim eru.

  16. Þettað verður þá ekki tapleikur fyrst að sissoko er ekki með.Varð að segja þettað:-)

  17. Sælir félagar
    Ég held að þetta verði svolítið erfitt og harðsótt framan af en svo kemur það. Ég er ánægður með uppstillingu Olla en hefði viljað sjá Babel frammi með Torres. Spái 0 – 2 með Torres og Kyut frammi og Carrager skorar annað markið. Með Torres og Babel frammi fer leikurinn 0 – 4, Torres með fyrsta Babel með næstu tvö og svo kemur Carra minn maður og setur eitt með fyrnafastri utanfótarbíru utan teigs. Með “Gamla settið” í hjarta varnarinnar skora síðfrakkarnir ekkert mark. 🙂 Það er nú þannig.

    YNWA

  18. Rétt að geta heimilda en gleymdi því… Norska síðan hefur reynst nokkuð áræðanleg en auðvitað er markt bull í gangi (kjaftasögur)en þeir detta ekki oft í þær. Ég held að eina von Sissoko til að spila frá byrjun í Man.Utd leiknum er að Benites stilli upp með 4-3-3 eins og á móti Reading eða 4-5-1 sem ég tel frekar ólíkleg leikkerfi svona á heimavelli. Fyrst vil ég fá sigur annað kvöld og pening í kassan. Því næst vonast ég til að fá pening í kassann fyrir Sissoko í janúar upp í Mascherano, hann er nagli með boltatækni.

  19. Sé fyrir mér svona týpískan taugaveiklunar leik, mikilbarátta og læti en minna um fótbolta. 1-0 fer leikurinn klárlega en spurning hvar markið dettur, er ekki kominn tími á smá heppni okkar megin og við setjum það.

  20. Reina
    Finnan Hyypia Carra Arbeloa
    Yossi Gerrard Masch Kewell
    Kuyt Torres

    þetta verður liðið… sanniði til 🙂 hefði stillt upp sama liði nema með Crouch á kostnað Kuyt

  21. Venjulega tekur maður svona fréttum eins og þessari með Sissoko sem helberu slúðri. En mikið rosalega má vera sannleikskort í þessu, ég er líklega svipað ósáttur við spilatíma Momo í vetur en bara á allt öðrum forsendum, ég kalla þetta mikinn spilatíma en hann lítinn. Ég skil samt að hann sé fúll að vera ekki í hóp þegar liðið hans er að spila í því landi þar sem fjölskylda hans er, því held ég að það væri alveg tilvalið hjá honum að fara bara í franska boltann eftir áramót.

    En það er hætt við afar löngunn vinnudegi á morgun, persónulega finnst mér að það ætti að vera frí í vinnu á stórum leikdögum 😉
    Eftir leikinn á móti Reading er manni alveg fyrirmunað að spá fyrir um þennan leik, bara hægt að vona það besta. Segi 1-2 og það verður Gerrard sem reddar okkur.

    p.s. góð upphitun Olli

  22. Já,,það er endalaust hægt að velta sér uppúr hæfileikum Sissoko en ég segi bara farið hefur fé betra. Væri fínt að fá pening fyrir hann í janúar og ekki væri vera að sjá Riise fara með honum. Hægt væri að nota peningin af þessum tveimur leikmönnum til þess að fjárfesta í úrvals vinstri bakverði.

    Það sem skiptir hins vegar mestu máli í dag er leikurinn gegn Marseille. Veturinn er hreinlega undir í þessum leik. Vil hreinlega ekki velta fyrir framhaldinu af vetrinum ef við töpum þessum leik. Sigur myndi þýða gríðarlegt boost fyrir mannskapinn í þeim leikjum sem framundan, stórir leikir í meistaradeildinni á næsta ári og aukið peningamagn til leikmannakaupa.

    Nú er að bara að bíða og vona….

  23. Jæja en einn spennuleikurinn frammundann,must win leikir er orðið annsi algeingir og kannski það besta við það er að leikmennirnir eru orðnir vanir spennunni sem fylgir svona leikjum og því er lítil hætta á að við panekum á morgunn og missum okkur í rugglið,það er orðið annsi áhugavert að vera Liverpool maður núna þegar maður er nánast kominn yfir spennustigið sem fylgir því að vera stuðningsmaður Liverpool,pressan sem fylgir þessum leik er eitthvað sem leikmennirnir borða í morgunmat og hafa gaman af því,hef því ekki áhyggjur af andlega þættinum hjá liðinu,og ef við bara spilum okkar leik og látum boltann ganga fram og til baka og nánast svæfum andstæðingana þá verður þetta öruggt…..
    En smá einbeitningaleysi gæti gert vart um sig EF við verðum OF öruggir með okkur og því ætti reading leikurinn að koma okkur að góðum notum á því sviðinu,synir okkur það að liðið er ekki alveg ósigrandi

  24. Burtséð frá mannavali og liðsuppstillingu, þá verður Liverpool að sýna að fórnartapið (eða þannig, sko) gegn Reading verði fyrirgefið með glæsilegum sigri í kvöld. Liverpool er með frábæran hóp manna og á pappír finnst mér að við ættum að sigra. En þetta verður erfitt, spennandi, brjálað, villt, en afskaplega ánægjulegt í lokin, því sigra munum við 1:2 – með mörkum frá Torres og Crouch. YNWA.

  25. …allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta bolta og spil 😀

    KOMA SVO UPP MEÐ STEMMINGUNA YEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEHA

    AVANTI LIVERPOOL – JÓLA HVAÐ (MEÐ RÖDDINNI HANS SKRÁMS)

  26. Koma piltar, taka þetta. Maður mun verða hálfur maður öll jólin ef þetta dettur ekki;) Spái 1-0 baráttusigri okkar manna. Leiðtoginn okkar setur hann í byrjun seinni hálfleiks!!! In Rafa we trust!!!

  27. Hvað væl er þetta í mönnum endalaus útaf Sissoko. Hættið að væla og reynið að vera jákvæðir og styðja við liðið. 1 tap og allir að væla. Sissoko er ekki búinn að vera góður en það að menn séu hér að væla yfir því er rugl. Hringið þið bara á vælubílinn. Áfram liverpool. Það á að styðja við liðið í blíðu og stríðu ekki væla og væla og væla og væla.
    Sigur í kvöld og á sunnudag.

  28. Mér sýnist bjartsýnin og væntingarnar vera of miklar fyrir leikinn í kvöld. Því miður held ég að Liverpool nái í mesta lagi jafntefli í kvöld, komist ekki áfram og Gerrard verður annað hvort rekinn út af eða meiðist á fyrsta hálftímanum. Ég vona þó að ég hafi rangt fyrir mér.

  29. 31 – ef við megum ekki ræða og “væla” yfir Sissoko hér, hvar þá?

    32 – gott að þú ert allavega jákvæður 😉

  30. Góð upphitun olli og er ég sammála þér með byrjunarliðið nema ég held að lucas verði þar fyrir Masch.
    Það eina sem maður gæti séð breytast annað frá þessari uppstillingu er Aurelio fyrir Rise ef hann er heill. Ef Aurelio verður með þá mun hann samt skipta við Rise, sennilega á 60 mín, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
    Annað sem gæti svo sem komið til greina er að Mascherano og Lucas spili báðir og Gerrard verði á kantinum þar sem Liverpool er jú að spila upp á líf og dauða þá vill senior Benites væntanlega ekki fá á sig mark.

  31. það voru allir jákvæðir fyrir síðasta leik og menn eru jákvæðir núna, en hvernig fer nú, veit nú enginn vandi er um slíkt að spá, boltaspil boltaspil, biðjum bara um frábært spil

  32. Spái liðinu: alveg eins og Olli nema ég spái Babel og Benayoun á köntunum.
    Síðan ætla ég að koma með 2 spár fyrir þennan leik.
    Úberbjartsýnissvínmunufrekarfljúgaenaðþettageristspáin: 5-0 Carragher með þrennu og Hyypia og Kewell sitthvort markið
    Ranhæfaspáin: 3-2 Torres 2, Gerrard klúðrar víti en Kewell fylgir vel eftir og skorar, Cisse og Zenden skora svo 2 heppnismörk undir lokin svona for old times sake.

  33. Við vinnum þennan leik. Ekki orð um það meir.
    Ég er orðinn verulega spenntur.

  34. tók eftir því að dómarinn er norskur…spurning hvort að Riise sleikji einhvern rass í kvöld..heyja norge!

  35. Robbi Palli #31
    það er aðeins einn maður sem er að væla og það er Sissoko 🙂

  36. Ef að allir leikmenn væru jafn ákveðnir og Torres ,þá væri ekkert vandamál að rúlla þessu upp í kvöld.Vona bara að hann peppi alla með sér

  37. Það er nokkuð ljóst að Helgi J. (#32)sér glasið alltaf hálftómt…

    Koma svo…úff spennan eykst, þetta er svo “krúsjal” leikur, fyrir Rafa og tímabilið hjá okkar mönnum…Er “möst” að komast áfram. Hver nennir að fylgjast með Meistaradeildinni í febrúarlok ef við verðum ekki þar, en er allt í lagi því ég veit að Rafa er með leynivopn í erminni einhvers staðar sem tryggir okkur sigurinn!!!

  38. “…Lucas vantar reynsluna”
    – ég get ekki séð annað en það vanti líka talsvert upp á getuna hjá honum.
    Svo hef ég ekki séð neitt sem réttlætir að Aurelio sé yfirhöfuð bendlaður við Liverpool. Báðir tveir sýnist mér vera í besta falli miðlungsleikmenn.
    Besti byrjunarliðskosturinn er að mínu mati tillaga Jónsa. Arbeloa hefur spilað báðar bakvarðarstöðurnar gríðarlega vel.

  39. Lucas er gríðarlega efnilegur og ég tel ekki mikið vanta upp á getuna hjá honum. frábærar sendingar, góður leikskinlningur, fín tækni, hraður og skemmtilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. hann er svona einn af þessum leikmönnum sem að “kann fótbolta”.

    ég allavega er á því að það vanti lítið upp á getu hans.

  40. Ég er spenntur fyrir leiknum og tel að við eigum fína möguleika á því að vinna þetta Marseille lið þótt þeir þykir afar erfiðir heima að sækja. Það er ennþá töluvert í “kick-off” og til að kynda aðeins uppí Liverpool aðdáun minni þá horfði ég á þetta myndbrot af Guð:
    There´s only one Robbie Fowler

  41. …ég hef ekki séð þennan hraða, ekki þessa fínu tækni og ekki nein sérstök skemmtilegheit … hann er hins vegar ágætur þegar kemur að sendingum og leikskilningi en ekkert sem er meira en meðallag.
    Hann er mjög linur í öllum návígum og vinnur ekki marga bolta – eða 50/50 bolta sem geta gefið færi.
    Sissoko er svo nokkurs konar andstæða hans. Sendingarnar hjá honum eru herfilegar – bæði ónákvæmar og illa tímasettar en hann er á við tvo í vinnslu. Ef hann geti skilað bolta betur frá sér væri hann í heimsklassa sem miðvallarleikmaður.

  42. Sigurður, viltu tómasósu með þegar þú þarft að éta þetta ofan í þig?

    (sinnep og remolaði líka í boði)

  43. Úfff….er ég einn um það að finna spennuna fyrir kvöldið. Maður hefur séð þó nokkra Liverpool menn í dag og þeir eru allir spenntir. Maður finnur spennuna!!

    Djöfull hlakkar maður til….stressið verður sigurvegari hjá mér yfir leiknum!!

  44. Benites hlýtur að láta varaliðið spila. Þeir eru að standa sig vel!!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  45. Ég er svo langt frá því að vera sammála þér Sigurður, ég sé gífurlega hæfileika í Lucas og er hrikalega spenntur fyrir framtíðinni hans. En gaman að menn geta haft misjafnar skoðannir.

  46. Bræður og systur, ég er búinn að vera að horfá á hin ýmsustu myndbönd frá youtube og fl.. í allan dag og ég er orðinn svo heittu að það er farið að loga í hjarta mér, nokkuð ljóst að myndbandið með Guði er hrikalega góð leið til að hita upp sjá link hjá #44 mæli með að sem flestir sjái hann

  47. Það er ekki að neita því að maður er orðing gríðalega spenntur fyrir leiknum í kvöld og einfaldlega kominn með sting í magan af spenningi. Ég er nokkuð sammála með uppstillinguna hjá siguróla, en ef eitthvað er þá er spurning með setja Lucas inn fyrir Yossa (og Gerrard á kantinn) en ég held að Bentíez kjósi að hafa reynslu meiri manninn inná.

    En er það ekki rétt skilið hjá mér að við getum komist áfram á jafntefli ef að besiktas vinnur porto? Ekki að ég hafi nokkura trú á því að menn fari í leikinn með það hugarfar né að leikurinn endi þannig. Ég spái leiknum 1-0 og sigurmarkið kemur á 80 mín frá Captaininum

  48. Hefðbundin spurning hjá mér. Vitið þið hvaða leikur umferðarinnar er í opinni dagskrá að þessu sinni?

  49. Það er ágætt að það sé einhver ánægður með Salif Diao, tæknitröllinu mikla.

  50. Tökum þetta 1-2 (áttið ykkur á því að við erum á útivelli, þeir sem að skrifa alltaf 1-0 eða X-0, það er sigur Frakkana)….El Nino og El Capitano láta til sín taka.

  51. Var einhver búinn að tékka hvort að leikurinn sé í opinni dagskrá á Sýn?

  52. Var Milan-Celtic ekki í opinni dagskrá? Sá leikur var náttúrulega í þessari umferð.

  53. Jæjæ jæja vildi ég bara seigja,er nokkuð kominn fiðringur í mannskapinn…En einn háspennuleikurinn frammundann

  54. Nú tala menn um það að Rafa hafi fórnað síðasta leik með uppstillingunni út af meistaradeildini,Ef það er svo að fórna kanski deildini til að komast áfram í meistaradeildini og fara svo ekki alla leið og líka að lenda kanski í 2-3eða 4 sæti er það góð starffræði eða er þettað kanski bull í mönnum.Ég veit satt að segja ekkert hvað er í gangi .en áfram Liverpool

  55. Vonum bara að hann viti hvað hann er að gera (100%) og komi okkur á flug í báðum deildum.

  56. Svona rétt fyrir leik þá er rétt að hafa það í huga að ekkert enskt lið hefur unnið á þessum velli með einni undantekningu. Enska rubby landsliðið vann Ástrali í æfingarleik þarna. Manutd, Chel$ki Tottenham ofl. hafa spilað þarna suðurfrá en ekkert náð að vinna. Nú er að brjóta þessa hefð. Áfram Liverpool.

  57. Nú er komið að því að KOYT sanni hvað hann er og hætti að hlaupa út um allan völl

  58. Anton ekki mest hressandi kommentið svona rétt fyrir leið, en þú getur líka bætt Liverpool á þennan lista.

    …en það verður smá söguleg stund í kvöld 😉

  59. Mig langaði að benda á í sambandi við Sissoko-umræðuna að tímabilið 2005-2006 náði Liverpool 82 stigum í deildinni, með Sissoko nær undantekningarlaust í byrjunarliðinu (og Gerrard á hægri kanti, en það tengist þessu kannski ekki).

    Gæti lítill spilatími kannski verið það sem er að hrjá spilamennsku hans?

Sunnudags-Pollýanna

Byrjunarliðið komið: