Hobbs byrjar inná í dag.

Jack Hobbs er í fyrsta skiptið í byrjunarliðinu í deildinni í dag en ekki fyrir Carragher heldur Hyypia sem er á bekknum. Torres og Crouch halda áfram að spila saman frammi en bæði Sissoko og Mascherano koma inní liðið frá síðasta leik. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða taktík Rafa ætlar sér að spila en ég skýt á tvær uppstillingar:

4-4-2:

Reina

Arbeloa – Hobbs – Carragher – Riise

Gerrard – Sissoko – Mascherano – Voronin

Crouch – Torres

4-2-1-3:

Reina

Arbeloa – Hobbs – Carragher – Riise
Sissoko – Mascherano

Gerrard
Crouch – Torres – Voronin

Bekkurinn: Itandje, Hyypia, Kewell, Kuyt og Babel.

Þetta er öflugt byrjunarlið og bekkurinn hreint út sagt frábær. Spurning hvort Sissoko nýti tækifærið í dag? Ég hlakka til…

26 Comments

  1. Líst mjög vel á þetta. Eina, sem ég hefði gert öðruvísi væri að hafa Lucas í staðinn fyrir Sissoko, en ég hef fulla trú á að þetta lið sé nógu gott til að klára þetta Reading lið.

  2. mjög sterkt byrjunarlið.. ég skýt á að hann noti seinni uppstillinguna frekar en þá fyrri… finnst reyndar frekar skrítið að hafa masche og sissoko saman þarna þar sem þeir eru báðir steingeldir sóknarlega.. hefði viljað sjá lucas inná eða allavega í hóp! YNWA

  3. Ég er sammála ykkur hvað varðar Lucas en eitthvað segir mér að Sissoko muni eiga topp leik í dag og sýna af hverju Rafa hefur ennþá trú á honum.

  4. Líst vel á. Vona samt að Kuyt fái að endurheimta sjálfstraustið sitt því hann er mikið betri en hann hefur sýnt. Sammála nonna um að ég hefði viljað hafa Lucas í stað fyrir Sissó eða Mascho þar sem turtildúfa er sókndjarfari en þeir tveir til samans. Held samt að við eigum eftir að eiga miðjuna. Spái 1-2. Torres og Kuyt.

  5. sterkt byrjunarlið. Kemur dálítið á óvart með voroin inn á en annars er þetta bara lið sem maður er til í að sjá spila inná rétt fyrir úrslita leikinn í riðlakeppnini á þriðjudaginn.

  6. Hvað er Carragher að pæla? Brynjar Björn er að út í horn og hann gæti tæplega skorað þó hann stæði fyrir opnu marki. Það er bara fyrsta regla hjá varnarmönnum að vísa manninum út ekki vaða bara beint í hann.

    Hvað er Meistari Rafa svo að spá að hafa bæði Maschs, Sissoko og Riise inn á. Vantar algjörlega Kewell, Lucas eða Yossi, menn sem geta spilað fótbolta. Er ekki frá því að Lucas sé mun öflugari en Mascherano. Sissoko og Mascherano eru að láta Brynjar Björn Gunnarsson taka sig hvað eftir annað, já Brynjar Björn!

    Hefði viljað sjá Babel í stöðunni þar sem Voronin er, ekta staða fyrir hann. Getur farið á mennina og bombað á markið. Ég er samt djöfull ánægður með Hobbs.

    Smá pirringur ég veit en svona er þetta núna 🙁
    Eins gott að þeir drullist í gang. YNWA.

  7. Þetta var ekki víti hjá Carragher. Hann var svona 50 cm utan teigar. Flott mark hjá Gerrard.

  8. skrýtinn vítaspyrnudómur sem reading fær.

    Andri Fannar: “Hvað er Meistari Rafa svo að spá að hafa bæði Maschs, Sissoko og Riise inn á. Vantar algjörlega Kewell, Lucas eða Yossi, menn sem geta spilað fótbolta.”

    Þetta er alveg skiljanlegt val hjá Rafa Andri minn. Sissoko hefur þann styrk að geta brotið niður sóknir og hefur spilað vel í fyrri hálfleik, sömu sögu má segja með Masch. Riise er þarna því hann er sterkur og reyndur, hvern viltu hafa í vinstri bak í staðinn? Hvernig helduru þá að liðið á móti Marseille verði, þar verða þýnir menn inná, trúðu mér. Það eru bara 3 dagar í þann leik og það er ekki hægt að keyra á sömu mönnunum, því miður.

    Steven Gerrard bara skorar og skorar og skorar 🙂 🙂 🙂

  9. Sælir félagar.
    Af hverju þessar breytingar á liðinu fer maður aftur að efast um Benitez. Af hverju að breyta því liði sem var að spila svo vel síðast. Óskiljanlegt. 🙁

  10. Ef Rafa sér ekki hversu lélegur norðmaðurinn er orðinn þá veit ég ekki hvað… Hversu oft töpuðum við boltanum þegar hann annað hvort sendi fyrir, upp völlinn, innkast, aukaspyrnu? Rafa hlýtur að sjá hversu miklu við klúðrum útaf þessum vinstra bakverði.

  11. Er þetta ekkert grín eða,
    Meistaradeildarhvíld, þvílikur aumingjaskapur. Gerrard gæti spilað þrjá leiki í röð sama daginn fyrir Liverpool.

  12. … Og hvenar var síðasti leikur sem Liverpool spilaði vel með Sissoko og Mascherano báða inná í einu?

  13. Djöfull er þetta búið að vera lélega spilaður leikur. Og dómarinn er náttúrulega bara fáránlega ósanngjarn. Þetta er READING! eruði ekki að grínast Liverpool? Það ætti að selja Sissoko og Crouch, og svo á ekki ðt nota Riise í aukaspyrnurnar.

  14. Sælir félagar.
    Loksins þegar maður heldur að Benitez sé að ná áttum og spila á þeim mönnum se eru að ná árangri á vellinum þá stillir hann allt í einu upp liði sem engin leið er að átta sig á hvaða hugsun liggur á bak við.
    Vængjalaus miðja, Masca með Sissoko sem virðist ekki hafa meiri leikskilning en hæna og Voronin sem kantmaður sem virkar alls ekki. Hobbs með Carrager í miðju varnarinnar sem má ekki fá spjald í þessum leik. Arsenal og MU að tapa stigum fyrir skömmu og þá stillir Benitez upp tapliði til að draga nú örugglega á þá.
    Þetta er óskiljanlegt og rifjar upp fyrir manni af hverju maður er oftar en einu sinni búinn að fá nóg af þessum manni. Djöfull bara og helv… 🙂 🙂

  15. Djöfull kúkaði Rafa upp á bak núna. Ég hefði frekar tekið áhættu í næsta leik en þessum. Að hafa Kewell og Babel á bekknum og Mascherano og Sissoko báða inná svo maður tali nú ekki um Voronin. Taka svo Gerrard útaf. Þetta er einn af myrku dögunum í taktískum tilþrifum Rafa. Vonandi lærir hann af þessu.

  16. Jæja.. þannig fór um sjóferð þá. Hefði verið yndislegt að skila 3 stigum í hús úr þessum leik. Vonbrigði. Ce..la vie.

    Menn með hugann við leikinn á þriðjudaginn.
    Dómarinn skelfilegur. Þessir dómarar í EPL eru bara drasl. Fyrirgefið orðbragðið … helvítis drasl. Ekki nóg með þeir dæma of oft snarvitlaust þá eru vel leikandi framherjar bara ekki að fá þá vernd sem þeir eiga skilið.

    En það þýðir svo sem ekkert að vera skrifa þetta á dómgæsluna alfarið.
    Ég verð að éta hatt minn og setja hauspoka á mig fyrir að stinga upp á þessari miðju sem við vorum að nota í dag.

    Verst að Benites fær aumt fyrir að spara menn fyrir Meistardeildina. Mér leiðist að lesa alla gagnrýnina sem hann fær fyrir vikið.

    Þetta er bara ekki okkar dagur .. Crouch með stangarskot á 90 mínútu. Ofan á allt annað. Stangarskotið hjá Gerrard og öll næstum því mörkin!!

    Jæja.. henda bara þessum leik út í hafsauga og horfa fram á við.

    YNWA

  17. DJÖFULLINN…nú er mér nóg boðið. Hvað er Sissoko að gera þarna. Þetta er sennilega lélegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Er það tilviljun að við byrjum að spila eins og aumingjar þegar hann er inni á. Hann getur ekki sent boltann, hefur ekki hugmynd um hvar á vellinum hann á að vera, getur ekki skotið og þvælist hreinlega bara fyrir. Af hverju erum við með Sissoko inná? Eigum við að vera að vinna boltann? Nei við eigum að vera með boltann. Ég hlakka til þegar Afríkukeppnin byrjar. Ég veit ekki hvort ég mundi vilja gera Juventus það að láta þá fá hann, þó mér sé mjög illa við Juve. Á meðan Sissoko er í okkar röðum verðum við ekki meistarar, þó hann sé að æfa með varaliðinu. Brynjar Björn lítur út eins og heimsklassa miðjumaður þarna miðað við Momo. Ég er hættur að svekkja mig á þessu djöfulsins rugli, ég ætla að fara að fá mér bjór. Bless

    og Riise má líka fara í Afríkukeppnina

  18. “Baros: Djöfull kúkaði Rafa upp á bak núna. Ég hefði frekar tekið áhættu í næsta leik en þessum. Að hafa Kewell og Babel á bekknum og Mascherano og Sissoko báða inná svo maður tali nú ekki um Voronin. Taka svo Gerrard útaf. Þetta er einn af myrku dögunum í taktískum tilþrifum Rafa. Vonandi lærir hann af þessu.”

    Í fyrsta lagi er rafa skítsama hvað þú hefðir gert. í öðru lagi þá horfði ég á leikinn þar sem enskir þulir sögðu að gerrard hefði haft íspoka á sér eftir að hann fór útaf, eðlileg skipting. í þriðja lagi slakið þið á, menn rjúka alltaf upp kolvitlausir hérna og ausa úr skálum reiðar sinnar yfir rafa og þykjast vita upp á hár hvað megi betur fara og blablabla. allar skiptingarnar voru fullkomlega eðlilegar, HANN lagði leikinn upp því hann er að vinna fyrir liverpool, en ekki þið sem betur fer, og þjálfari á þessu kaliberi veit nákvæmlega hvað hann er að gera!

    við eigum 2 stangarskot, hefðum átt að fá 3 víti augljóslega, og fengum hlægilega vítaspyrnu dæmda á okkur, hvað er hægt að gera gegn þessu??

  19. Eitt orð, óskiljanlegt! Óskiljanleg uppstilling á liðinu og óskiljanlegar skiptingar. Þessi 3 stig í dag skrifast alfarið á einn mann, Rafael Benitez. Ég sem hef alltaf stutt hann og bakkað hann upp þegar aðrir hafa gagnrýnt hann þegar hann á það ekki skilið, en hann er ekki yfir gagnrýni hafinn og í dag skrifast þetta á hann. Eins og Sigtryggur segir þá er liðið í dag bara ekki mikið betra en meðalllið, þarna eru alltof margir meðallmenn saman komnir t.d Riise sem getur ekki gefið boltann fyrir þegar aðrir hafa spilað hann í góða stöðu upp kantinn, reyndi 2-3 í góðri stöðu að gefa hann fyrir en hann loftaði ekki boltanum í öll skiptin og svo er þessi maður látinn taka horn í lokin! Maður sem getur ekki gefið fyrir? Og í þokkabót fékk hann þann heiður að bera fyrirliðabandið þó það hafi ekki verið lengi, það er skömm.

    Annar meðalmaður Sissoko, munið félagar að hvert lið er ekki betra heldur en veikasti hlekkur þess, með hann í liðinu er maður byrjaður að skamma samherja hans yfir þvi að gefa á hann, því þá eru sóknir okkar búnar, Sissoko er í sama gæðaflokki og Derby og þeir eiga ekki heima í þessari deild, ég get ekki sætt mig við það að svoleiðis menn séu í mínu liði, Liverpool eiga að vera betri en þetta.
    Voronin, hefur heillað mig á þessu tímabili en í dag var hann í sama gæðaflokki og hinir tveir hér á undan, byrjaði tímabilið vel en það er farið að fjara ansi mikið undir því og ég set spurningarmerki við hans getu.
    Svo eins og Sigtryggur segir erum við með kjúkling í hafsentinum, jújú einhverstaðar verða menn að byrja en eins og ég segi þá voru of mikið af meðalmönnum í þessu leik og þvi var þetta ekki rétti leikurinn. Þótt hann hafi staðið sig ágætlega, ég set samt spurningarmerki við stöðu miðvarðana í 3 markinu.

    Og þá er það vendipunkturinn sem gjörsamlega gerði mig bandbrjálaðan, í tapstöðu og loksins erum við farnir að sjá okkur eiga alvöru möguleika á deildartitli að þá tekur Rafa Kónginn Gerrard og okkar hættulegasta mann Torres útaf. Hvað er gæjinn að meina? Maður tekur ekki menn eins og þá útaf í svona stöðu, hefur tvo gelda menn fram á við á miðjunni í staðinn Sissoko og Mascherano, gjörsamlega fáranlegt. Afstökunin er örugglega að hvíla þá, en ef þú getur ekki spilað 2-3 leiki i viku, tala nu ekki um ef þú ert atvinnumaður og gerir ekkert annað en að spila fótbolta þá áttu ekki að vera í fótbolta, það er bara þannig. Haldiði að Sir Alex hefði tekið Ronaldo og Rooney útaf ef sama staða hefði verið hjá Man.Utd? Eða Chelsea hefði tekið Lampard og Drogba útaf í sömu stöðu? Eða Fabregas hjá Arsenal? Svarið er nei, hann drap alla okkar von með þessum skiptingum og meðan við höfum eins slaka menn inná og við höfðum i dag, sem ég taldi upp hér áðan þá erum við ekki betri en þetta.

    Við höfum sloppið með að hafa Sissoko i liðinu þegar Riise er á bekknum, og öfugt, og jafnvel verið með Voronin inná með öðrum þeirra, en þegar þeir allir eru komnir i liðið ásamt kjúklingnum í vörninni þá er orðið of mikið af meðalmönnum. Ég ætla vona að Rafa líti á þennan leik og læri af reynslunni því hann tekur þessu 3 stig á sig.

  20. hvað er að frétta af þessum skiptingum? tók fyrst torres út sem að mínu mati hafði verið eini framherjinn sem var að gera eitthvað nálægt viti.. lagði upp mark og svona og svo eina manninn sem var að standa sig vel gerrard.. svo má athuga það að það meikar lítinn sens að stilla þeim sissoko og masche saman þarna.. gerrard á að vera á miðjunni og babel og kewell á köntunum.. djöfullsinns bull

  21. Ég hefði frekar tekið áhættu í næsta leik en þessum

    Hvaða stórkostlega speki er þetta? Næsti leikur er úrslitaleikur í Meistaradeildinni og eftir það er það Man United.

    Og slakiði á þessum Sissoko fullyrðingum. Ég er ALLS enginn aðdáandi hans, en hann er langt frá því að vera “lélegasti maðurinn í úrvalsdeildinni” og mér fannst hann bara alls ekki svo slappur í þessum leik. Það kom t.d. meira útúr honum en Crouch og fleirum.

    Og ef þessi 3 stig skrifast á Rafa Benitez, af hverju hrósaðirðu honum ekki fyrir alla sigurleikina?

  22. Ha? hvenær höfum við ekki hrósað Rafa fyrir sigurleikina? Fólk veit alveg hversu góður þjálfari hann er.

    Og varðandis Sissoko, þetta er bara síendurtekin léleg frammistaða og þó að Crouch hafi verið slappur í dag tengist það lítið hve Sissoko er búinn að vera að spila illa upp á síðkastið.

  23. Ég man ekki eftir því að neinn hafi komið inn og sagt að Rafa hefði átt þennan sigur “skuldlaust”. Þú getur kannski bent mér á það tilvik. Það er eitt að segja að Rafa hafi gert mistök, annað að segja að tapið sé algerlega honum að kenna.

  24. Eins og ég sagði ég styð Rafa enþá heilshugar, en í dag klikkaði hann. Það er rétt hjá þér Einar að það eru margir leikir þar sem hann hefur gert hárrétt og leikirnir hafa unnist á hans skiptingum og uppstillingum, t.d Milan leikurinn í Istanbul, þegar hamann tekur kaka úr umferð. Og margir margir aðrir leikir, og Sissoko hefur reyndar átt mjög marga verri leiki en í dag, hann skilaði boltanum meira segja ágætlega frá sér miðað við oft áður, en það kemur bara ekkert út úr því, hann býr ekki til neitt, og þess vegna set ég spurningarmerki við það að stilla honum og masch saman á miðjunni. Það vantar útstjónarsemina í hann.

  25. 19 Olli – takk fyrir að segja mér að Rafa sjái um þetta á Anfield, ég var ekki búinn að átta mig á þessu, þú ert greinilega bráðskemmtilegur og vel að þér um marga hluti. Skemmtilegt einnig að enskir sáu íspokann á Gerrard, Rafa sagðist nú reyndar sjálfur hafa tekið hann af velli til hvíldar vegna þess að leikurinn var að hans mati tapaður. Ég er þér að segja alveg pollrólegur en skal hafa varann á næst til að taka þig ekki úr jafnvægi.

    22 EÖ “Hvaða stórkostlega speki er þetta? Næsti leikur er úrslitaleikur í Meistaradeildinni og eftir það er það Man United.”

    Æ, var þetta of mikilfengleg speki? Ég átti nú bara við að ég vil frekar fá stig inn í deildinni heldur en meistaradeildinni. Ég hefði því frekar viljað sjá Voronin, Riise, Sissoko og jafnvel Kuyt inná í þeim leik en þessum.

    Annars er ég ágætlega sáttur við Rafa, liðið hefur leikið prýðilega undanfarið, en í dag gerði hann mistök…. að mínu stórkostlega mati, en eins og Olli bendir á af sinni miklu visku, er Rafa skítsama um það.

Reading á morgun

Reading – Liverpool 3-1