Hobbs er tilbúinn í slaginn.

Jack Hobbs kom inná gegn Bolton á 51 mín. fyrir Carragher sem hafði meitt sig í samstuði við Reina fyrr í leiknum. Hobbs spilaði vel í leiknum og sá ég lítinn mun á vörninni eftir að hann kom inná. Hobbs segist vera klár ef þörf sé og að hann muni ekki bregðast traustinu. Ég trúi honum eftir að hafa fylgst með honum undanfarin ár.

Jack Hobbs kom til Liverpool tímabilið 2005-06 frá Lincoln City en með þeim náði hann að spila einn leik með aðalliðinu. Hann skrifaði undir atvinnumannasamning við LFC á 17 ára afmælisdaginn sinn. Hann er fæddur 18. ágúst 1988 og er því ný orðinn 19 ára gamall. Leikurinn gegn Bolton var hans fyrsti í deildinni en hann hefur áður spilað tvo leiki með aðalliðinu í Carling Cup.

Þar sem ljóst er að Carragher er tæpur að ná leiknum gegn Reading sem og Agger er ekki 100% ennþá kæmi það mér ekki á óvart að Rafa myndi gefa Hobbs sénsinn gegn Reading. Framundan eru mikilvægir leikir gegn Marseille og Man Utd og þá væri jákvætt að hafa bæði Carra og Agger klára.

25 Comments

  1. Þeir segja á opinberu síðunni að Carra hafi meitt sig í nuddi við Bolton leikmenn.
    Af hverju skil ég ekki. Hélt það væri augljóst að hann hefði meitt sig í árekstrinum við Reina.

    “With Jamie Carragher facing a race against time to be fit after bruising his ribs against Gary Megson’s men, …..” ?????

    http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N157924071205-0816.htm

  2. já ég vill sjá hobbs byrja gegn reading. hann hefur sýnt það að hann ræður alveg við leik á þessu kaliberi og ég vona að hann fari að fá að spila meira. líka passar vel núna þar sem carra er tæpur, gefa honum frí í einn leik og fá hann ferskann í mikilvæga leiki eftir reading.

  3. Þetta þarf nú ekki að þýða að þetta hafi verið nudd við Bolton-leikmenn, heldur aðeins að hann hafi meitt sig í leik gegn þeim. Hann meiddist klárlega í samstuðinu ógurlega við Reina.

    Það sem gæti hins vegar líka spilað inn í þetta er að Carragher vantar bara eitt gult spjald til að fara í leikbann. Ef hann fær það gegn Reading, verður hann í banni gegn Man. Utd.

  4. Ég held að hann myndi standa sig vel. Ég hef reyndar bara séð hann tvisvar spila en hann lýtur mjög vel út. Sterkur, fljótur og ákveðinn.

  5. Ekki spurning með manninn, hann er klár strákur og hefur það sem þarf fyrir svona leik AVANTI HOBBS og mikklu meira 😀

    Ein spurning, er eitthvað meira að frétta af stórsigrinum okkar 8-0 “brögð í tafli” eins og þeir á mogganum segja????

    AVANTI LIVERPOOL

  6. þetta er bara einhver bitur Arsenal maður eftir að Liverpool sló metið þeirra svona stuttu eftir að þeir settu það 😉

  7. Reyndar virðist UEFA eitthvað ætla að kíkja á þetta mál ef eitthvað er að marka soccernet. Sé ekki hvaða áhrif þetta ætti að hafa á Liverpool liðið og ef það reynist rétt að Besiktas hafi viljandi tapað þessum leik svona stórt þá þakka ég þeim bara kærlega fyrir að hafa fyllt Liverpool liðið af því sjálfstrausti sem hefur augljóslega skinið í gegn í þeim leikjum sem það hefur spilað síðan þá.

    Og já, Jack Hobbs treysti ég fullkomnlega á móti Reading, ef Agger verður ekki bara tilbúinn í nýju skónum sínum.

  8. Augljóst að Hobbs verður í byrjunarliðinu í næsta leik… Spilaði ekkert í varaliðsleiknum í gær… Og það var engin tilviljun…

    Hehe.. verð samt að segja það að það komu nokkur skot af Rafa og Parry uppí stúku…. Og af því sumir hafa verið að gagnrýna Rafa fyrir að brosa ekki:) Held að hann sé brosandi þegar við erum að spila… því hann var ekki brosmildur í gær þegar myndavélinni var beint að honum.. Virkaði frekar fúll… Vildi sennilega vera á hliðarlínunni…. En hörkugóður leikur í gær og þvílíkt efni Ungverski framherjinn okkar… Á eftir að spila fyrir Aðallið LFC alveg ljóst tel ég.

    YNWA

  9. Já og auðvitað var Foster Gillett hinum meginn við Rafa… Svo kannski ástæðan fyrir hversu hress karlinn virkaði:)

  10. Alltaf gaman að sjá þegar ungir leikmenn fá séns og hvað er þá betra en að fá séns þegart liðið er að spila vel.
    Spurning hvort Hobbs og Agger séu framtíðarparið..

  11. Ég vill ekki Hoobs strax í liðið. Hann á greinilega í smá vandræðum með staðsetningar en þeir sem þekkja dálítið til í varnarvinnu sáu á móti Newcastel að hann var ekki alveg með þetta á hreinu, þótt að Newcastle náði ekki að nýtta sér það/enda að spila skelfilega).
    Ég myndi frekar vilja Arbeloa í miðverðinum og Finnan í bakverði.

  12. Ekki skrýtið að hann hafi þá verið í vandræðum með staðsetningarnar. 🙂

  13. Gaman að sjá hvað sumir eru með allt á hreinu #12 🙂
    Snilldar svar frá þér Einar Örn
    Fékk Hobbs leikinn á móti Newcastle skráðan? hahahahahha 🙂
    YNWA

  14. Þessi frétt um Besiktas leikinn. Er þetta ekki dæmigert um þá umfjöllun sem Liverpool liðið er að fá. Eins og Paul Tomkins talaði um í nýjasta pistli sínum þá eru öll lið sem Liverpool vinnur spilandi illa og ef Liverpool vinnur ekki þá voru þeir ömurlegir (vitaskuld kemur það fyrir). Neikvæðnin í kringum liðið er mjög mikil. Það er eins og fréttamenn og þeir sem fjalli almennt um knattspyrnu séu yfirhöfuð rosalega mikið á móti Liverpool, ef það gengur vel þá finna þeir eitthvað slæmt til að tala um. Ef það gengur illa tönnlast þeir á því í margar vikur. Liverpool vinnur 8-0. Þá er ekki aðalatriðið hvað liðið gjörsamlega sundurspilaði andstæðinginn heldur að Benitez brosti ekki þegar Crouch skoraði áttunda markið.

    Sem dæmi tek ég hérna af bloggi Henrýs Birgis (trúði ekki öðru en þetta væri kaldhæðni en las svo þessa færslu, http://blogg.visir.is/henry/2007/04/24/verður-milan-einhver-hindrun-bolafærsla/ )

    “Það hlaut eitthvað að vera. Þetta var ekki eðlilegt. Liverpool á ekki að geta unnið neitt lið 8-0.”

    Eins hafa miðlar almennt verið á þessum nótum eftir þetta slúður (sem ég geri fastlega ráð fyrir)

    Sambandi við Hobbs lítur hann út fyrir að vera toppmaður og á framtíðina fyrir sér í þessu Liverpool liði. Engin spurning um að hann eigi að fá tækifæri á laugardaginn sama hvort Carragher verði klár eða ekki.

  15. Villi A og Búi S, plís ekki fara að lesa eitthvað sem henry skrifar, hann er lélegur penni sem kann ekki að gæta hlutleysis og ef maður vogar sér að koma með stöndug rök á móti honum þá bregst hann við með því að saka alla um húmorsleysi og skilja ekki hvað hann sé í raun sniðugur : )
    Fyri mér gildir það sama um hann og bjánana á andfótboltanum, don’t go there.
    Svo er bara að vona að stóri Sam sparki duglega í strákana sína í kvöld gegn nöllurunum !

  16. Hafliði #19 Nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa. Las þetta fáranlega blogg og varð snöggreiður við lesturinn… var byrjaður að skrifa í ummæli en hugsaði sem svo að ég væri bara að skemmta skrattanum með því að æsa mig yfir þessum skrifum. Þegar menn geta lagst svo lágt að leggja starfsheiður sinn að veði fyrir svona slúðurdálkabull… jæja verði þeim að góðu.

    Andbolti og henry…. Mun ekki lesið bullið þar í bráð.

  17. já tók einhver eftir því hvað Henry Birgir fór miklu offari í máli fyrrverandi landsliðsþjálfara? Ekki það að ég sé að verja Eyjólf en fyrr má nú vera fagmennskan. Hann gjörsamlega tætti hann í sig og það löngu áður en halla fór verulega undan fæti. Hann gekk svo langt að birta gamalt myndband á síðunni sinni sem gert var af Tindastólsmönnum, en þar var gert “góðlátlegt” grín af Eyjólfi og lék Henry meira að segja sjálfur í þessu myndbandi. Eyjólfur ku víst ekki hafa haft húmor fyrir þessu og kom það að sjálfsögðu fram í “fréttinni”.
    Djöfull kemur þetta Liverpool EKKERT en þetta átti samt við síðustu comment og ég er klárlega búinn að pússta út!!

  18. Henry er nú ekki að leggja starfsheiður sinn að veði með því að reyna að stuða okkur poolara á sínu eigin bloggi!!!

    Persónulega finnst mér hann langt í frá versti íþróttafréttamaðurinn og kippi mér nú afar lítið upp við smá bögg frá United manni.

    En Hobbs kom eiginlega ekki út í síðasta leik, Bolton komst ekkert nálægt honum 😉 Frábært að þessir guttar standi sig samt þegar þeir fá sénsinn og ég efa ekki að það fari að koma mun meira upp af kjúklingum í takt við hertar gæðakröfur í varaliðinu/unglingaliðinu. t.d. Nabil EL Zhar.

  19. Eru menn að hlusta á fréttir á RUV???

    Hversu áreiðanleg heimild er þetta þýska blað?

    Nú er búið að gera sigur Liverpool tortryggilegan það sem eftir er.

    Andskotans heitasta helvíti….

    Og … Babu.. Henry er bara víst að leggja starfsheiður sinn að veði að þvaðra þetta kjaftæði… –.–

  20. Ég verð að viðurkenna að ég kann að meta Henry Birgi. Sérstaklega þegar kemur að NFL. En mér fannst þetta í slappari kantinum hjá honum. Eflaust grín en samt slappt.

  21. Heheh auðvita átti þetta að vera Bolton hjá mér í svari númer 12.

    Hann var samt illa staðsetur í leik Liverpool-Newcastle, þar sem það var frekar stór gaur hliðin á honum og hann sá því ekki nema helming af leiknum 🙂

Góður sigur í “mini” derby

Kapteinn ofurbrók