Rafa er maður fólksins

Ég var svo lánssamur að vera staddur í Liverpoolborg í síðustu viku þegar lið Porto kom í heimsókn. Ég hef verið á nokkuð mörgum Evrópuleikjum á Anfield, en það var svolítið öðruvísi andrúmsloft í borginni í síðustu viku. Allt snerist gjörsamlega um Rafa Benítez og stuðning við hann. Eins og áður þá hittir maður mikinn fjölda manna þegar maður er á ferð í borginni, og ekki einn þeirra var efins um stjórann okkar.

Það eru flestir sammála um það að atburðir síðustu vikna eru langt því frá að vera ásættanlegir. Það eiga allir sem að málinu koma sinn hlut í því. Rafa var að mínum dómi mjög unprofessional á blaðamannafundinum fræga (mjög ólíkt honum að vera það) og þessar fáránlegu fréttatilkynningar þeirra Gillett og Hicks voru að mínum dómi ekki síður heimskulegar. Hvað um það, ég hreinlega vona að menn séu nógu miklir menn til að klára þessi mál á réttan hátt á bakvið tjöldin, og er nú allt farið að benda til þess að það sé komið í réttan farveg. Það kom þó eitt afar jákvætt út úr þessu öllu saman. Menn fylktu liði og stóðu við bakið á stjóranum okkar á mjög áberandi og jákvæðan hátt.

Að vanda fór maður snemma á The Park fyrir leik. Stemmningin byrjaði rólega að vanda, en það þurfti ekki að bíða þess lengi að menn færu að hækka róminn og setja söngvana af stað. Þarna var sungið um flesta leikmenn, Liverpool söngvana sem heyrast oftast í gegnum sjónvarpstækin, en ekki síst Rafa Benítez söngva sem aldrei fyrr. Það er oft mikið sungið um kallinn, en ég er ekki í vafa með að hlutfallið hefur aldrei verið meira en þetta kvöld. Þegar nær dró leik þá var loftið orðið svo þungt (enda staðurinn yfirpakkaður að vanda) að maður varð að skreppa út í nokkrar mínútur til að anda að sér fersku lofti. Þar sem við stóðum á gangstéttarbrúninni þá sáum við mikið af blikkandi lögreglubíla ljósum nálgast og mikinn hávaða í fjarska. Rafa gangan var sem sagt farin af stað, og um leið var önnur á ferðinni um miðbæinn. Þetta liðaðist framhjá okkur næstu mínúturnar og þar var á ferðinni allt annað en þögn. Fólk af öllum stærðum og gerðum marseraði upp götuna og þarna var mikill fjöldi. “Rafa’s going nowhere, Rafa’s going nowhere, nahh nahh nah nah, nana nahh nahh” heyrðist stanslaust og myndum og borðum haldið á loft. Fólkið í göngunni var ekkert að “tralla” þessa söngva, nei þarna var mikill kraftur settur í að gera þennann samtakamátt hvað öflugastan. Það var hreinlega ekki hægt annað en að taka hraustlega undir, sem og allir gerðu sem stóðu hjá og höfðu ekki verið þátttakendur í göngunni.

Þetta var ótrúleg sýn og það er hvorki hægt að lýsa þessu í orðum, né hægt að upplifa þennann kraft í gegnum sjónvarpstækin. En eitt er víst, Rafa Benítez er hreint út sagt HRIKALEGA vinsæll meðal stuðningsmanna sem sækja leiki liðsins. Þegar inn var komið aftur þá var meira að segja kominn auka kraftur í Park söngfuglana og svo breiddist þetta út og færðist inn á Anfield sjálfan. Ég þarf væntanlega ekki að hafa mörg orð um leikinn sjálfan, menn vita allt um þau mál. Ég verð þó að segja að stemmningin var hrikalega góð, þó svo að mér skiljist á félögunum að lítið hafi heyrst í gegn af því hjá Sýn. Enda hafa þeir í gegnum tíðina (og aðrar íslenskar fótboltastöðvar) haft afskaplega lágt stillt í vallarhljóðinu á kostnað oft á tíðum stórbrotinnar lýsingar íslensku lýsendanna. En það er nú bara allt önnur Elín.

Þegar upp var staðið, þá var þetta frábært kvöld, Meistaradeildarvonir ennþá fullkomlega raunhæfar, USA bræður búnir að fá mjög skýr skilaboð og liðið komið í þann gír sem við viljum hafa það í. Nú getum við haldið áfram að ræða róteringar, skiptingar, taktík, leikmenn og atvik eins og áður. Það er jú það sem fótbolti gengur út á og gerir þetta svona skemmtilegt. En stuðningurinn við Rafa Benítez úti í henni Liverpoolborg er ótvíræður og var ég persónulega hrikalega ánægður með það.

Bring on Marseille

19 Comments

 1. Klassa pistill, þetta hefur verið agalegt.
  Meistari Benítez er að sjálfsögðu kóngurinn á Anfield.

 2. Flott mál. Reiknaði svo sem ekki með öðru því Rafael hefur haft gríðarlegan stuðning þegar ég hef spjallað við fólk þarna úti, síðast nú í haust. Það eru fyrst og fremst “sófaaðdáendur” sem hafa viljað hann út, hvort sem það er gott eða vont. Kannski blindar það fólk of mikið að sjá breytingar á umgjörð og stemmingu liðsins, sem er sko allt önnur en hefur sést síðustu ár!
  Vonandi hafa USA bræður fengið svipaðar fréttir af göngunni, því með virðingu fyrir því hvort Rafa er áfram eða ekki verða þeir að átta sig á hvílíkum klúbb og aðdáendum þeir ráða yfir!

 3. Fór inn á The Park til að hitta ssteinn. Ekki smuga að finna neinn þar en skemti mér samt frábærlega í Liverpool 2 leikir og 9 mörk

 4. Já það er mikið gott að umræðan hafi LOKSINS snúist Rafa í hag og heimskulegar athugasemdir við ALLT sem hann gerir heyrast ekki eins oft.
  N.B. að mínu mati er eðlilegt að rökræða einstaka ákvarðarnir sem maður er alls ekki sammála, t.d. skiptingar í einstaka leik og þess háttar, en þessi gagnrýni og neikvæðni var kominn út í svo heimskulega öfga að það var rosalegt og vægast sagt mjög pirrandi, þetta var líka farið að virka eins og snjóbolti sem var farinn að rúlla niður snæviþakta fjallshlíð og stækkaði og stækkaði. Misgáfaðir fjölmiðlar apa upp eftir hverjum öðrum og mata misgáfaðan almúgan á viskumolum sínum, ekkert sem var að hjálpa Liverpool og margir voru komnir á það að Rafa væri ekki á réttri leið, án þess þó að geta stutt það með neinum almennilegum rökum…………. og því segi ég bara, Fowleri sé lof fyrir stjórendur Liverpool bloggsins og Paul Tomkins á tímum sem þessum.
  Það er skárra að hlusta á þá sem fylga liðinu hvert fótmál og sjá heildarmyndina heldur en misgáfuðum “sérfræðingum” fjölmiðla sem vinna oft hratt og illa. ATH ég er samt ekkert á því að þeir, stjórendur hér eða Tomkins séu neitt enduilega einhverjir voðalegir já menn, þó þeir klárlega reyni frekar að horfa á jákvæðu punktana, lái þeim hver sem vill.

  Megi það tímabil sem menn gagnrýna Rafa helst fyrir að brosa ekki í stórsigrum halda áfram sem lengst.

  P.s. væri ekki ráð að bjalla í menn eins og Daða Rafns og fleiri sem ákváðu að taka sér frí frá Liverpool sökum þreytu á neikvæðri umræðu og segja þeim að það sé aftur orðið gaman að bæði horfa á og ræða Liverpool.

 5. „Nú getum við haldið áfram að ræða róteringar, skiptingar, taktík, leikmenn og atvik eins og áður. Það er jú það sem fótbolti gengur út á og gerir þetta svona skemmtilegt.“

  Steini, vertu ekki svona vitlaus. Þú veist vel að við ræðum bara róteringar og svæðisvörn þegar Liverpool eru að tapa. 😉

 6. Ég öfunda Steina ekki neitt … ég … ég … 😀

  Flottur pistill, takk fyrir hann. Það er ástæða fyrir því af hverju menn tala stundum um “ólýsanlega stemmningu” …

  kveðjur úr norðri!

 7. Ég er einn þeirra sem á eftir að upplifa HIMNARÍKI eins og svo margir aðrir hohohohoh erþagggi 🙂

  Avanti Liverpool

 8. Don Roberto…ég myndi skella mér sem fyrst því þetta er þess virði…..Einu mistökin sem é gerði voru að fara með Expressferðum..Var mættur á Park 4 tímum fyirr Liverpool-Arsenal og það rann af mér þegar ég sá grasið á vellinum

  drífðu þig drengur

 9. Þetta er nokkuð áhugaverður vinkill sem þessi http://www.thisisanfield.com/kopblog/ Liverpoolbloggari tekur á greinina hjá Bascombe og þá “virðingu” sem hann nýtur hjá stuðningsmönnum Liverpool.

  Hvað sem bjó að baki þessari grein hjá Bascombe þá er ég nú eiginlega sammála því að það beri að þakka honum einna helst fyrir þá einingu sem ríkt hefur um Benitez undanfarið, allavega leyfa honum að njóta vafans.

 10. Hann hafði næstum rétt fyrir sér bloggarinn sem sem Babu vísar í í færslu #12.
  Miðað við hvað Liverpool geta verið óútreiknanlegir þá myndi ég segja að þetta er eins gott og það gerist…

 11. Hann var að spá fyrir Bolton leiknum 🙂 Gleymdi að bæta því við…

 12. Ég hef einnig verið mjög ánægður með stuðninginn sem Rafa hefur fengið undanfarið. Hann hefur unnið mjög gott starf. Það er líka fagnaðarefni að fótboltinn sem liðið okkar hefur verið að sýna í undanförnum leikjum er mun betri en sá sem við fengum að “njóta” í einhverri 10 leikja hrinu fyrir skömmu. Ég vona að Rafa og strákarnir haldi áfram á þessari braut en ég mun alltaf gagnrýna leiðinlegan og takmarkaðan fótbolta eins og liðið okkar sýndi nokkra leiki í röð fyrir nokkrum viku.

 13. Ég fékk nú bara gæsahúð við að lesa þetta.. get ekki beðið eftir að fara á Anfield í fyrsta skipti og sjá Liverpool hamra Sunderland þann 2.febrúar!

 14. ..og svo ég bæti við; ég hreinlega elska þessa síðu og þá vinnu sem þið strákar leggið í hana. Algerlega til fyrirmyndar og er ég ykkur ævinlega þakkalátur.

 15. Frábært að heyra frá stemmingunni SSteinn . Það er vonandi að Gillett og Hicks hafi móttekið skilaboðin og láti það ekki hvarfla að sér eina mínútu að skipta um þjálfara.

  Ég er samt dálítið hræddur við þá Kumpána í Ameríkunni ef við töpum gegn Marseille .. og ég tali nú ekki um að allt fari alveg á versta veg og við lendum í fjórða sætinu í okkar riðli. Það er möguleiki að þeir verði harðari á buddunni ef Liverpool nær ekki áfram og við vitum öll hvað Rafa nokkrum Benites finnst um það.

  En vonandi eru þetta óþarfa áhyggjur og þessi ágreiningur sé bara að verða “water under the bridge”.

  Ég hef tröllatrú þeim mannskap sem við erum með núna. Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan. Hvernig ætli staðan verði þegar ég fer í mína jómfrúarferð á Anfield 3. maí 2008 -Síðasti heimaleikurinn á tímabilinu. Kannski verður Liverpool nálægt því að láta langþráðan draum allra stuðningsmanna rætast. 🙂 Mig kitlar í magann bara við það að láta mig dreyma. 🙂

  Koma svo Reds… klára Marseille og mæta brjálaðir í viðburð ársins 16.des!!!

  YNWA

 16. Mér finnst þessi punktur sem kemur fram í byrjun þessarar greinar vera einmitt mjög góður, það hefði vel verið hægt að klúðra þessu á þann veg að fara út í skítkast gegn þeim eigendum, en svo var ekki. Þetta var fókusað á stuðning við Rafa:

  Hérna

Af vara- og unglingaliðum

Góður sigur í “mini” derby