Af vara- og unglingaliðum

Sælt veri fólkið.

Sökum þess að “Mini-Derbyslagurinn” fer fram annað kvöld á Halliwell Jones Stadium datt mér í hug í að fara aðeins yfir vara- og unglingaliðin okkar. Auðvitað er varaliðsleikur Liverpool og Everton ekki eins heitur og hjá aðalliðunum en oft hefur nú ýmislegt gengið á, t.d. var Dudek hinn prúði rekinn útaf í slíkum leik í fyrra!

Eins og við öll vitum var eitt af markmiðum Rafa í vetur að styrkja vara- og unglingliðin og umgjörðina utan um þau verulega. Gary Ablett er nú á sínu öðru ári sem stjóri varaliðsins og allt þjálfarateymi unglingaliðsins var uppfært, með Hollendinginn Piet Hamberg yfir öllu í stað Heighway.

Fyrstu merkin eru góð. Þegar þetta er ritað hefur varaliðið leikið 9 leiki í varaliðsdeildinni (norður). Unnið 5 leiki, gert 3 jafntefli og einungis tapað 1 leik. Skorað 15 og fengið á sig 8. Þetta þýðir 66,67% árangur, 1,67 mörk skoruð og 0,89 fengin á sig í leik. Eftir sama leikjafjölda í fyrra höfðum við unnið 2 leiki, gert 2 jafntefli og tapað 5. 8 mörk skoruð og 12 á sig. Þetta þýddi 29,6% árangur 0,89 skoruð og 1,33 fengin á sig.

Þar sem ég keypti mér e-season ticket hef ég séð valda kafla úr leikjum varaliðsins í vetur. Strax fannst mér alveg ljóst að Lucas væri alltof sterkur til að vera þar, og Sebastian Leto hefur á köflum litið fáránlega vel út. Því miður hefur hann ekki náð að sýna það með aðalliðinu, en ég skil vel hví Rafa gaf honum sénsa. Insúa og Hobbs virka traustir og Plessis á miðjunni verður held ég góður leikmaður. Mikið hefur sést til Jordy Brouwer, fín tækni þar miðað við nokkuð stóran mann, en er því miður held ég of hægur. Á miðjunni hefur Jay Spearing verið að spila vel þó erfitt sé að þora að taka undir raddir um að nýr Gerrard sé á leiðinni. Unglingurinn Putterill virkar mjög sprækur, en vegna lægðar (ekki hæðar) sinnar er maður pínu hræddur að þar fari nýr Partridge eða Thompson, góður en ekki nægilega góður. Í síðasta leik vann varaliðið 3-2 og ungverskur unglingur, Nemeth setti tvö mörk. Fín mörk þar bæði og gaman verður að fylgjast með honum.

Varaliðið semsagt fínt, en unglingaliðið?

Við unnum FA youth cup í fyrra, eins og í hittifyrra, en í U-18 deildinni gekk ekki eins vel. Á þessum tíma í fyrra hafði liðið leikið 10 leiki í deildinni, unnið 3 leiki, gert 4 jafntefli og tapað 3. Skorað 12 mörk og fengið á sig 10. 43,33% árangur, að meðaltali 1,2 mark skorað í leik og 1 á sig.

Þetta árið eru búnir 13 leikir. Unnið 6, 4 jafntefli og 3 töp. Skorað 26 og fengið á sig 22. 56,41% árangur, skoruð mörk að meðaltali 2 og 1,69 fengin á sig. Þar er auðvitað stór hópur nýrra manna á ferð og erfitt að sjá hvað verður, en á yfirborðinu virðast menn fara þar betur af stað en áður. Hægt er að pikka út nöfn eins og t.d. danska markmanninn Martin Hansen, sænska miðjumanninn Astrit Ajdarevic, og framherjana David Amoo (enskan) og Marvin Pourie (þýskan) svona til að nefna einhverja sem hafa verið að spila vel í vetur.

Gaman verður svo að sjá hvort hinn raunverulegi árangur, sá að búa til aðalliðsmenn, batni í samræmi við betri úrslit þessara liða okkar.

Því það er jú það sem slík lið ganga alltaf útá. Maður gerir sér vonir að verið sé að búa til alvöru mann úr Jack Hobbs, sem væri virkilega flott!!! Megi fleiri fylgja.

12 Comments

 1. Takk fyrir þetta. Alltaf gaman að sjá hvernig þessi lið eru að standa sig. Persónulega myndi ég vilja meiri umfjöllun um þess stráka og ég myndi vilja hafa aðgang að leikjum þeirra (á því miður ekki e-season ticket) en mér finnst spennandi að fylgjast með framgangi þessara liða og einstakra leikmanna. Gaman að sjá að þessir strákar sem Bentiez hefur fengið til liðs við sig eru að gera góða hluti.

 2. Hjalti það er bara um að gera að fá sér e-season ticket (eiginlega algjört möst)..Sá ungliðana spila á móti bolton um daginn og þar var ungur Argentínu maður að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og þar var ekki um að villast að þar var mikið efni á ferðinni…Gaman að fylgjast með hvað varaliðið og ungliðarnir eru að gera og sérstaklega á meðan uppgangurinn í félaginu er svona mikill eins og hann er í dag

 3. Vitið þið hvort leikurinn verður sýndur á LFC-TV? Svona fyrst 365 virðist hafa séð af sér og hætt að blanda Arsenal-tv saman við á digitalinu.

 4. Til að bæta aðeins við umræðuna um U-18 ára liðið, þá er þetta gríðarlega sterkt sóknarlið. David Amoo og Marvin Pourie eru aðeins tveir af 5 efnilegum framherjum okkar, það eru einnig þeir Nathan Ecclestone (sem reyndar hefur aðallega verið að spila sem kantmaður, en er framherji að upplagi), Andras Simon (Ungverji sem kom á sama tíma og Neméth og svo hinn gríðarlega efnilegi Daniel Pacheco sem kom frá Barcelona.

  Á miðjunni eru svo Gerardo Bruna, sem kom frá Real Madrid, Alex Kacaniklic og Gary MacKay-Steven auk auðvitað Astrit sem lítur mjög vel út og er með frábært augu fyrir spili (auk þess sem hann lítur alveg eins út og Paddy Berger)

  Annar efnilegur er markvörður er Dean Bouzanis, ástrali sem átti að vera sá besti í sínum aldursflokki.

 5. Já Rafa hefur verið að sanka að sér efnilegum strákum sem er auðvitað bara frábært. Er t.d. fáránlega spenntur fyrir Plessis og Pacheco. Svo sá ég í FM að þessi Bouzanis sem Alex minnist á í færslu 5 er með virkilega góðar tölur þar. Jájá nú byrja menn: “FM er bara bull og þetta á ekki við og blabla” en ótrúlegt en satt hafa þessir gæjar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar haft rétt fyrir sér um efnilega unga leikmenn.

  Talandi líka um þessa ungu menn þá get ég ekki skilið af hverju enska deildin leyfir bara 5 varamenn. Þetta er otrúlegt. Hugsið ykkur t.d. í gær ef Rafa hefði getað verið með 2 extra kjúklinga á bekknum til að henda inn á í stöðunni 3-0. Þessar mínútur gætu skipt endalaust miklu máli fyrir þessa peyja. Haldiði t.d. að Hobbs hafi ekki tekið mikið úr þessum leik þar sem hann fékk að vera með sjálfum Hyypia í hálftíma ?

  Þetta kemur líka bara í bakið á Englendingum sjálfum því ungu ensku leikmennirnir fá aldrei sénsinn vegna þess að þeir eru ekki nógu góðir. Og af hverju er það eiginlega ?! Þeir fá jú aldrei að spila. Einn af þessum hltum sem ég skil ekki, það getur jú ekkert lið tapað á þessu.

  Gaman aað sjá svona umfjöllun um “hin” liðin. Meira af þessu:D Maður þarf að fylgjast með þessum gæjum.

 6. Skemmtilegur pistill. Vonandi verða til einhverjir aðalliðsmenn úr þessum ungu strákum. Það er alltaf skemmtilegast þegar mikið af uppöldum leikmönnum eru í byrjunarliðinu. Þetta hefur því miður ekki verið raunin hjá Liverpool undanfarið. Erlendir meðalmenn eru keyptir inn í byrjunarliðið í stað þess að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Salan á Warnock fer töluvert í taugarnar á mér. Það sem af er, hefur Aurelio ekki sýnt að hann sé betri leikmaður. Ég horfði á leik með Blackburn fyrir stuttu, og þar var Warnock einfaldlega maður leiksins, Hann var mjög duglegur að sækja og skoraði á endanum eitt mark. Ég hefði viljað sjá hann lengur hjá Liverpool. Vonandi verður Danny Guthrie ekki seldur þegar lánstímanum lýkur hjá Bolton. Hann hefur spilað frábærlega með þeim. Að mínu mati á hann að koma aftur í sumar og fá fleiri tækifæri á kostnað Sissoko.

  Það er allt í lagi að kaupa erlenda leikmenn ef þeir eru í heimsklassa, en stóru liðin í úrvalsdeildinni gera alltof mikið af því að kaupa erlenda meðalmenn þegar fínir ungir leikmenn eru fyrir hjá liðunum. Lítið verður úr þessum ungu leikmönnum þar sem þeir fá ekki tækifæri til að þroskast undir stjórn bestu stjóranna í deildinni. Þetta hefur orðið til þessa að það er frekar slöpp kynslóð af enskum leikmönnum sem mun koma til með að taka við af Gerrard, Lampard, Terry, Ferdinand, Owen og fleirum hjá Enska Landsliðinu. Núna er mjög efnilegur strákur að koma upp úr unglingastarfinu, Jack Hobbs. Hvort haldið þið að hann fái sénsinn, eða þá að það verði keyptur erlendur leikmaður á um 3-5 milljónir punda sem fáir hafa heyrt um?

 7. Vel gert Maggi.
  Maður heyrir alltof lítið af ungmenna liðunum okkar og eftir þennan pistil þinn virðist vera full ástæða til að fyllast spenningi.
  Gaman væri að fá reglulegt “uppdate” á þessu efni ef þú getur : )

 8. eitt stórt klapp fyrir magga..þetta er nauðsynlegt innlegg í umræðuna, flottur maggi 😉

 9. og þótt þau væru fleiri, ég held bara að hann eigi skilið THULE 😉

  Avanti Liverpool

 10. Að allt öðru. Veit einhver hvenær Liverpool v. West Ham á Anfield er ??
  Frestaði leikurinn semsagt, hinn frestaði er núna á miðvikudag, Newcastle v. Arsenal…… Hefði viljað sjá hann núna í vikunni. Klára þetta fyrir jólatörnina….

Luton / Forest í FA Cup

Rafa er maður fólksins