Luton / Forest í FA Cup

Það er búið að draga í þriðju umferð í FA Cup og Liverpool ætti að eiga nokkuð auðveldan leik fyrir höndum, en þeir munu spila á útivelli gegn annaðhvort Luton eða Notthingham Forest. Leikurinn mun fara fram 5 eða 6.janúar 2008.

7 Comments

  1. Mættum við ekki einmitt Luton þegar við unnum bikarinn 2006 þarna þegar Alonso skoraði frá eigin vallarhelmingi, fór 4-2 ef ég man rétt svo ég ætla að halda með Luton í leiknum gegn gamla stórveldinu Nottingham Forest.

  2. Sælir! Því Berko nú mælir,

    Spá mín er 5-0 Liverpool í vil. Af hverju? Jú þar sem manni þykir bara orðið eðlilegt að sjá liðið sitt (Liverpool) rúlla yfir nánast hvaða andstæðing sem á vegi þeirra stendur. Það virðist heldur ekki skipta máli hversu mikið Benitez róterar því þetta endar allt með stórsigrum. Einnig vil ég gorta mig örlítið meira á spænska bangsanum okkar honum Rafael Benitez, því róteringarkerfi hans virðist gera það að verkum að allir eru á tánum og tilbúnir að leysa menn af þegar meiðsli eru annars vegar. Mikið þykir manni líka fyndið að sjá ”anti-róterana” halda K-joð-afti þegar svona vel gengur.
    Þvílík sigling, þvílík gleði og þvílík knattspyrna!
    Lífið gjörsamlega leikur við okkur púlarana þessar vikurnar og því eiga hvartanir ekki beint við núna.

    p.s. Upp með kampavínið, því að mínu mati eigum við besta striker Evrópu! Skál fyrir Rafa, skál fyrir Torres, skál fyrir Liverpool F.C. og skál fyrir geysispennandi titilbaráttu. Andskotinn hafi það, HALELÚJA!

    Með von um enskan meistaratitill í hjarta,
    Birkir Már

  3. JÁ SKÁL, SKÁL, JÁ OKKAR SKÁL, JÁ FÓTBOLTI ER OKKAR HJARTANS MÁL, VIÐ VINNUM BARA FEITT ÞVI HINIR GETA EKKI NEITT… LOL LOL held að laddi hafi sungið lag sem hjómar eins og þessar byrjuna línur mínar hehehehe á vel við

    21 mark í 5 leikjum, er einhver sem getur sagt mér, höfum við áður gert fleiri mörk í jafn mörgum leikjum? ég bara spyr 😉

    AAAAAAAAAVVVVVVVVVAAAAAAAAANNNNNNNNNNTTTTTTTTTIIIIIIIIII
    LIVERPOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOL

  4. Ég held að það hefur verið marg sannað í þessari bikarkeppni að maður á aldrei að vanmeta aðstæðingana, því þessi keppni kemur með á hverju ári að eithvað stór lið dettur út fyrir minni liði.
    Annars myndi þetta oftast vera Man utd, Chelsea, Liverpool og Arsenal í undanúrslitum ef þau myndu ekki dragast á móti hvert öðru fyrr.
    “21 mark í 5 leikjum, er einhver sem getur sagt mér, höfum við áður gert fleiri mörk í jafn mörgum leikjum?” ef þú ert að tala um 5 leikjir í röð þá er svarið aldrei áður en ég gæti alveg fundið stóra sigra hjá Liverpool og raða þeim saman og þá myndi dæmið líta öðruvísi út 🙂

  5. Skemmtilegra væri nú að fara á City Ground í Nottingham, einfaldlega því að það er stærri og betri völlur og skemmtilegt að spila við þann gamla risa.
    Sama hvort liðið verður heimtar maður replaylausan sigur!

  6. Já komdu með það, bara fyrir okkur til að ylja hjartaræturnar 😉

    Avanti Liverpool

Liverpool 4 – Bolton 0

Af vara- og unglingaliðum