Crouch og Lucas í byrjunarliðinu.

Siguróli var alls ekki langt frá því að geta til um byrjunarliðið. Kannski það óvænta er að Finnan fær frí í dag. Lucas og Kewell halda sætum sínum frá því gegn Newcastle um síðustu helgi en þeir áttu þá báðir fínan leik. Ætli Crouch geti endanlega ýtt Kuyt á bekkinn með góðum leik í dag?

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Riise

Benayoun – Gerrard – Lucas – Kewell

Torres – Crouch

Bekkurinn: Itandje, Mascherano, Babel, Kuyt, Hobbs.

Mér líst vel á þetta lið og vonandi heldur Kewell áfram að nálgast sitt besta form. Crouch og Kewell setja´ann!!!!

15 Comments

 1. Öruggt fjögur núll, Torres með tvö, Gerrard með eitt og kewell setur eitt stykki í restrina. Kewell með 2 stoðsendingar. lucas skítur í stöng en á stjörnu leik.

 2. Þetta lið er SNILLD! Mikið rosalega líst mér vel á þetta. Ég get ekki sett útá neitt við þessa uppstillingu.

 3. Skemmtileg liðsuppstilling.
  Þetta verður erfiður leikur gegn camelljónunum í Bolton. Eftir sigur gegn man utd og svo jafntefli gegn óþekktu liði í evrópukeppinni gæti liðið komið öflugt til leiks en það gæti jafnframt verið brotthætt, sérstaklega ef við náum að skora í byrjun leiks.
  Ég ætla að giska á það seinna og spái 3:0 /4:0 sigri okkar manna.
  3:0 Torres skorar eitt, Kewell eitt og Kuyt kemur af bekknum og skorar eitt.
  4:0 Lucas gæti verið líklegur til að skora í þessum leik með langskoti sem hann fékk lánað frá Gerrard 🙂
  YNWA

 4. Sælir félagar.
  Þetta er magnað og ég stend við mína fyrri spá. 😉
  Það er nú þannig

  YNWA

 5. úfff mér finnst við full bjartsýnir hér, höfum oft farið flatt á því. ég segi þá bara að við vinnum 1-0 og riise með markið

 6. Ég vara líka við of mikilli bjartsýni. Bolton hafa verið þéttir upp á síðkastið og það verður eflaust erfitt að brjóta þá á bak aftur. Ég spái 1-0 sigri en vonandi hef ég rangt fyrir mér og mörkin verði mun fleiri. En aðalatriðið er að fá 3 stig þar sem fjandans “snillingarnir” í Arsenal halda áfram að vinna alla sína leiki.

 7. Djöfull líst mér vel á þetta lið, átti ekki von á að sjá Lucas en mér líst mjög vel á að fá hann inní þett lið.

  Ég segi 4-1 sigur aftur, Torres með 2, Gerrard og nýliði Lucas setur sitt fyrsta mark.

 8. Auðvitað ætti maður að vera með vaðið fyrir neðan sig í þessari spá. Lið Bolton getur strítt stóru liðunum eins og dæmin sanna. En miðað við gengi Liverpool í síðustu leikjum og leikstemningu sem er inná vellinum (farnir að fagna mörkum sem hópur og með aukið sjálfstraust vegna tilkomu heimsklassa leikmans eins og Kewell. Er bjartsýnin einnig farin að skína eins og jólastjarna 🙂

  Liðið er komið með marghleypu, ekki aðeins Gerrard sem getur breyt gangi leikja, Kewell og Torres eru nýjasta dæmið um hvernig liðið getur tætt upp völlin og skorað mörk í öllum regnbogans litum 🙂

  Gaman að sjá Hobbs í hópnum. Vonandi kemur strákurinn inná.
  YNWA

 9. Frábært mark hjá Hyypia, mjög mikilvægt til að opna leikinn, núna neyðast Bolton til að færa liðsrútuna frá markinu sínu og reyna að sækja á okkur. Sem þýðir auðvitað bara Happy Hour fyrir Torres frænda.

  Og jesús hvað það var góð stemmning á Anfield síðasta miðvikudag!

 10. Rosalega flott mark hjá Torres. Leit upp og sá að markmaðurinn var sestur og þá chippaði hann bara létt yfir hann.
  Og sendinginn hjá Gerrard var algjört gull. Í gegnum hálft Bolton liðið

Bolton á morgun (uppfært – hægt að kommenta á færslu)

Liverpool 4 – Bolton 0