Bolton á morgun (uppfært – hægt að kommenta á færslu)

Á morgun mætum við Bolton á Anfield Road kl. 15:00.

Mikið hefur verið talað um titring innan Liverpool síðustu daga. Ýmislegt hefur komið okkur á óvart sem við lesum í fjölmiðlum og fjalla þessar fréttir um einhvern núning á milli Rafa og eigenda Liverpool, þeirra Gillet og Hicks. Svo í framhaldinu birtist frétt um að Hicks ætlaði að selja sinn hlut í Liverpool en Rick Parry vinur okkar vísaði því á bug og sagði þessa frétt vera þvætting.

Rafa hefur sýnt að hann og strákarnir eru á góðri siglingu eftir 2-0 sigur á Fulham, 0-3 sigur á Newcastle og 4-1 sigur á Porto núna í miðri viku. Ljóst er að mikið sjálfstraust er innan hópsins og sóknarleikurinn hefur batnað mikið eftir að Fernando Torres kom til baka eftir meiðsli. Það hefur auðvitað mikið að segja þegar margir lykilleikmenn eru meiddir, liðið var í ströggli fyrir nokkrum vikum síðan og gerði mikið af jafnteflum. En við virðumst vera komnir á flott skrið sem verður að halda áfram. Við megum ekki gleyma að við erum enn taplausir í deildinni þrátt fyrir óheppni með löng meiðsli lykilmanna og það er rosalega sterkt. Liverpool eru sem stendur í 5. sæti með 27 stig, 3 stigum á eftir Man Utd sem eru í 2. sæti og eiga leik til góða á þá. Hvað er búið? Er deildin búin? Nei félagar, hún er rétt hafin, Liverpool eru að endurheimta taktinn og komast í sitt venjulega form. Það hefur verið stórskemmtilegt að horfa á liðið í undanförnum leikjum og mann hlakkar alltaf til leikja til að vera öruggur um að verða vitni af góðri spilamennsku og mörgum mörkum. Það hefur því miður verið tilkynnt að þeir Alonso, Agger og Aurelio spili ekki leikinn vegna meiðsla og sem fyrr er Pennant meiddur. Þetta eru slæmar fréttir að sjálfsögðu en við vonum að Alonso og Agger fari að koma fljótt aftur því þeir eru nauðsynlegir byrjunarliðsmenn.

En að leiknum á morgun aðeins nánar. Liverpool eru ,sem kunngjört hefur verið, taplausir í deildinni og eru á miklu skriði. Bolton vann Man Utd um síðustu helgi 1-0 með góðu marki frá Anelka sem er sjóðandi heitur um þessar mundir. Þeir gerðu svo 1-1 jafntefli á fimmtudagskvöldið við lítt þekkt lið Aris. En aðal ógn Bolton manna er klárlega Anelka sem þeir leita mikið uppi. Hyypia og Carra þurfa að taka lýsið sitt á sunnudagsmorgun og hvíla kynlífið á laugardagskvöldið ef þeir ætla að ráða við hinn kraftmikla Anelka sem hefur margsýnt að hann þarf ekki mikið svæði eða tíma til að klára sín færi. En besta leiðin til að stöðva hann er að vera með boltann og spila sóknarbolta eins og venjan er á Anfield.
Bolton eru í töluverðum meiðslum eins og er og þeir Joey O’Brien, Heiðar Helguson, Ricardo Vaz Te og Dzemaili eru allir meiddir. Svo verða þeir Danny Guthrie, Nicky Hunt og Kevin Nolan að öllum líkindum fjarrverandi og því væntanlega ekki í hóp.

Ég ætla núna að tippa á 100% rétt lið og setja mig almenninlega í spor Rafa. Rétti andinn er kominn yfir mig þannig að ég tel mig verða heitann í þetta skiptið.

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Yossi – Gerrard – Mascherano – Kewell

Torres – Crouch

Bekkurinn: Itandje – Arbeloa – Lucas – Babel – Voronin.

Byrjum á byrjuninni. Reina verður klárlega í markinu sem fyrr. Finnan heldur stöðu sinni í hægri bakverðinum eftir fínan leik gegn Porto. Carragher og Hyypia verða á sínum stað og ég held að Riise komi aftur í liðið. Ástæðurnar fyrir því að ég held að Riise byrji eru þær að Rafa veit að þetta verður líkamlega erfiður leikur og þar ætti Riise að vera í S-inu sínu og Riise hefur ekki spilað mikið að undanförnu. Það verður að halda öllum ánægðum, en leikurinn hentar Riise vel og því held ég að hann verði valinn. Yossi verður settur á hægri kantinn, hann hefur spilað vel fyrir liðið og sannað sig fyrir Rafa í nóvember mánuði. Gerrard verður að sjálfsögðu kóngurinn á miðjunni ásamt Massa. Svo set ég Kewell þarna inn því að Bolton munu koma til með að liggja aftarlega á vellinum og Rafa sagði um daginn í viðtali að Kewell væri fullkominn á móti svona liðum. Babel kæmi þá hugsanlega inná fyrir Kewell í síðari hálfleik þegar þreytan hjá Ástralanum verður farin að segja til sín.
Framlínan er erfið að venju. Ég tel að Torres byrji, þar sem hann ætti að vera nr. 1 í þessari sóknartönn okkar. Pétur Pan mun spila við hlið Torres þar sem hann skoraði gegn Porto, skoraði með Englandi gegn Króatíu og virkar heitur þessa dagana. Rafa sagði líka í viðtali við opinberu heimasíðuna að Crouch væri ekki til sölu og að hann væri ánægður með enska landsliðsmanninn. Ég held að hann gefi Crouch sénsinn á morgun og leyfi honum að sýna sig.

Ég geri eðlilega kröfu um áframhaldandi velgengni og sóknarbolta. Við erum að fara að spila á heimavelli gegn Bolton og ekki annað hægt en að biðja um sannfærandi sigur.

Mín spá er að við sigrum leikinn 2-0. Fernando Torres og Javier Mascherano skora mörkin og við göngum sáttir af Anfield á sunnudaginn. Þá verður tilvalið fyrir Hyypia og Carragher að fara heim og setja Barry White undir nálina…það er nú orðið langt síðan að Carra skoraði.

20 Comments

 1. spái liðinu svona:
  Reina
  Arbeloa-Carragher-Hyypia-Riise
  Benayoun-Gerrard-Sissoko-Babel
  Crouch-Kuyt
  ég ætla að spá því að leikurinn fari 3-0 þar sem við munum vaða í færum en það á eftir að ganga illa að skora og öll mörkin koma í seinni hálfleik og mun Carragher brjóta ísinn með þrumufleyg af 35 metra færi síðan kemur Sissoko með frábært einstaklingsframtak þar sem hann tekur þríhyrninga-spil við Gerrard eftir að hafa komist framhjá 3 varnarmönnum Bolton og bætir við öðru markinu og síðan skorar Babel eftir hornspyrnu frá Benayoun.
  Ég skal alveg viðurkenna að þetta er ekki mjög raunhæf atburðarás og að það sé mun líklegra að ég muni sjá svín fljúga en þetta gerast á morgun, en þar sem ég er mjög bjartsýnn vona ég að ég muni sjá bæði rætast 😀

 2. Fín upphitun.Sammála með liðið ,en spurning með Yossi er helv… góður en dettur stundum niður en samt ekki mikið.Vil sjá Torres og Crouch saman en Rafa er eins og hann er ,held jafnvel að Kout verði frammi með öðru hvorum þeirra. en eitt veit ég að LIVERPOOL aðdáendur vilja sigur Óli:-)

 3. Já ég get ekki sagt að mig hlakki til Bolton leikjanna þar sem þeir stíga yfirleitt up á móti stóru liðunum, en ég vona að sjálfstraustið sem komið er í liðinu fari í gegnum þennan leik og aukist enn meir.

  2-1 sigur og Babel og Crouch með mörkin

 4. Já gleymdi að tippa.Ef Torres og Crouch eru frammi 3-o en ef Torres og Koyt 4-0. Crouch og Koyt 2-0

 5. Fín upphitun og heimavöllurinn mun stuðla að fínum heimasigri. Vert er þó að taka fram að heimavöllur Liverpool heitir Anfield og stendur við Anfield Road en mikill misskilningur er að hofið heiti Anfield Road.

 6. Alltaf erfitt að eiga við þetta fjandans Bolton lið. Þeir hafa verið að standa sig ágætlega síðan Megson tók við og það verður án efa nokkuð erfitt að brjóta þá. Ég spái 1-0 sigri, Torres með markið á 81. mín.

 7. Erfiður leikur framundan. En ég hallast að því að okkar menn klári þetta.
  Ég er sammála byrjunarliðinu hjá Siguróla að mestu leyti. Nema ég held að Kuyt verði í liðinu.

  Áfram Liverpool… Koma svo

  og koma svo Aston Villa… Do a good jop .. Do a good job 🙂

 8. Well, allaf jafn erfitt að ráða í byrjunarliðið. Rafa mun prófa að ég held:
  Held að þetta verði:
  Reina,
  Arbeloa, Hyypia, Carrager, Riise
  Sissoko, Mascherano
  Benni, Gerrard, Babel
  Torres

  Þetta fer: 4-2 fyrir Liverpool

 9. Árni eg held að Reina láti ekki skora hjá sér.Hann heldur hreinu.Sammála Jóni H að Kuyt verði með Torres KOMA SVO LIVERPOOL ÁFRAM ÁFRAMMMMM

 10. Rökin um að Torres njóti sín ekki nógu vel þegar lið liggja aftarlega á vellinum voru skotin á kaf á miðvikudaginn. Vonandi sá Benitez það.
  Ansi þröngar aðstæður sem hann var í þegar hann skoraði annað markið sitt.
  Þannig að ég vona eftir honum í byrjunarliðinu, nokkuð sama með rest 😉

 11. Sælir félagar
  Það er ekki aðalmálið hvernig Rafa stillir þessu upp drengir mínir heldur hvenær okkar menn skora fyrsta markið. Ef það kemur eftir svona korters tuttugu mínútna leik fer leikurinn 6-7 á móti einu sem Hyypia skorar heima bara til að halda ballans á leik sínum.
  Ef okkar menn skora snemma þurfa Bolton undrin að koma framar á völlinn og þá verður mokað á þá mörkum. Slefdýrið spýtandi verður rekið útaf um miðjan fyrri hálfleik fyrir að spýta á dómaratríóið hvern og einn þeirra. Allir fá væna slummu og verða blindir um stund og það er allt í lagi því slefdýrið fýkur útaf í kjölfarið.
  Það sem verður merkilegast við þennan leik er það að Carrager, minn maður, mun setja þrjú og öll með skalla fyrir utan teig. Hyypia skorar svo heima og því munu miðverðirnir setja helming markanna sem skoruð verða. Þetta verður því býsna skemmtilegur leikur get ég sagt ykkur og hlakka ég verulega til.
  Það er nú þannig. 🙂

  YNWA

 12. Sigtryggur ertu að grínast eða ertu drukkinn ,og ef svo er að þú ert drukkinn ,vertu það áfram heima hjá þér

 13. Einsi: Anelka límir sig við Hyypia og tekur hann tvisvar a.m.k.
  Þeir munu spila hratt á hann allann leikinn, ef þeir komast upp með það. Auðvitað vill Reina ekki fá á sig þessi mörk, but ….

 14. Árni ég held að Hyypia lími sig við Anelka og hann lætur ekki taka sig(nema kanski eftir leik).But er hann í Bolton? Bíð speeeeeeentur eftir leiknum.Ars og Chelsia drulluðust að vinna and,,,,,helv,,,,,,,

 15. Reina
  Arbeloa, Carragher, Hyypia, Riise
  Benayoun, Gerrard, Lucas, Kewell
  Torres, Crouch.

  Subs: Itandje, Mascherano, Babel, Kuyt, Hobbs.

  Vonbrigði að sjá Riise þarna. Er annars sáttur með þetta lið, ánægður að sjá Lucas vin minn og King Kewell á kantinum.

 16. Sælir félagar
  Einsi hvernig dettur þér í hug að ég sé að grínast? Ertu að grínast? Drukkinn? Drekk ekki. Hinsvegar er Carra minn maður. Hann er tröll sem étur járn og skítur keðjum.
  Það er nú þannig.

  YNWA

Fernando Torres

Crouch og Lucas í byrjunarliðinu.