Allir vinir?

Jæja, aðeins þrem dögum eftir að allir Liverpool aðdáendur voru á barmi taugaáfalls, Rafa stjórnaði leik í íþróttagalla og NOTW birtu frétt um að José fokking Mourinho væri að taka við Liverpool, þá virðiast hlutirnir líta talsvert betur út.

Við unnum auðvitað Porto í gær 4-1 og það þýðir að Liverpool dugar sigur á Marseille í lokaumferðinni. Við vitum auðvitað að þetta Liverpool á klárlega að taka þetta Marseille lið og ég tel það óhugsandi að Liverpool liðið leiki jafn illa gegn þeim og í fyrri umferðinni. Ef að Besiktas vinnur Porto í sínum leik, þá dugar Liverpool m.a.s. jafntefli (sjá [útskýringar](http://www.squarefootball.net/article/article.asp?aid=5088)), en auðvitað mun Rafa ekki hugsa um það og stefnir á sigur í Frakklandi. Marseille er núna í 14. sæti í frönsku deildinni, með jafnmörg stig og Toulouse, sem Liverpool tóku í kennslustund í ágúst.

Liverpool aðdáendur studdu auðvitað dyggilega við bakið á Rafa í gær einsog t.a.m. er fjallað um í [þessari grein á Guardian](http://blogs.guardian.co.uk/sport/2007/11/29/benitez_makes_his_point_but_ow.html). Þar voru einhverjir með borða, sem á stóð þessi skilaboð til Hicks og Gillett:

>”You are the custodians, but the club is ours. Rafa stays.”

Frábær skilaboð!

Svo eftir sigurinn í gær þá var Rafa í umtalsvert [betra skapi heldur en síðast](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/europe/7118206.stm) og virðist trúa því að ástandið milli sín og eigendanna muni batna:

>”I don’t have any personal problems with the owners. I’m sure we will talk and they will understand and I will understand their ideas. I know my English is not really good so maybe that’s the problem”

>”My relationship with them was good before and now we need to talk about what the problem was,” he said.

Já, rétt strákar – TALA saman!

>”It would be easier for me to stay here and do nothing and wait for the end of the month for my wages, but I prefer to do my best for the club. It’s not my ego, it’s my responsibility. I need to take care of my team, my squad and club because I need to do it.”

Fram að Marseille leiknum eigum við tvo leiki í deildinni, sem við eigum að vinna, gegn Bolton á Anfield og Reading á útivelli. Eftir Marseille leikinn er það svo eitthvað lúðalið á Anfield og síðan lærisveinar Ísraelans skælbrosandi í deildarbikarnum á Stamford Bridge. Síðasti leikurinn fyrir jól er svo gegn Portsmouth á heimavelli. Þannig að desember mánuður verður fjörugur.

19 Comments

  1. Ég vil nú samt heyra einhvað traustvekjandi frá USA, t.d. afhverju þetta rugl kom upp fyrir það fyrsta, afhverju Rafa eigi BARA að sjá um að þjálfa liðið og afhverju það er ekki hægt að ræða janúarinnkaupinn fyrr en 16.des þegar stjórinn vill vinna mikið hraðar.

    Ég skil allavega ekki ennþá afhverju það fór út í það að starf Rafa var komið (eða er) í hættu og afhverju þessi háværi orðrómur hefur ekki verið kveðinn í kútinn fyrir fullt og allt.
    Ég kenni könunum samt ekki um þetta að öllu leiti þar sem Rafa átti ekki góðan dag á fréttamannafundinum sem kom þessu af stað…..en þó getur verið að sá fundur hafi verið nauðsynlegur fyrir hann, hann gerði það að verkum að kanarnir vita núna að stuðningsmenn Liverpool eru klárlega á bakvið Rafa…..einhvað sem var (af einhverjum mögnuðu8m ástæðum) ekki alveg borðleggjandi fyrir.

    Vonandi fær Rafa góðan vinnufrið núna, lykilinn af árangri er að sýna góðum þjálfurum þolinmaæði þegar illa gengur. (slæmt gengi hjá Rafa eru nokkur jafntefli og tvö töp í CL hjá liðið í fairly miklum meiðslavandræðum).

  2. Hmm.. er jafnteflið nóg? Er það ekki misskilningur? Er það þá ekki innbirgðis viðureignir Liverpool og Marseilles sem telja? Þá hefur Marseilles yfirhöndina gegn okkur.
    Respect.

  3. Þurfum ekki að ræða þetta. Þetta verður auðveldur 0-3 sigur okkar manna. !

  4. Já, ok, ég áttaði mig ekki á að það yrðu 3 lið um sama stigafjölda. Æðislega spennandi riðill. Gaman að þessu og ég krefst sigurs í næsta leik.
    Yfir og út.

  5. “José fokking Mourinho” Ekki vera með svo rugl. Þetta var besti þjálfari Bretlandseyja undanfarin 15 ár. Ekki vara gramur.

    • “José fokking Mourinho” Ekki vera með svo rugl. Þetta var besti þjálfari Bretlandseyja undanfarin 15 ár. Ekki vara gramur.

    Farðu inn á bað og borðaðu sápu, þú ert búinn að láta allt of ljót orð út úr þér þarna gjörsamlega af tilefnislausu. 🙂

  6. Sælir
    Ég held að það sé alveg klárt að við verðum að vinna Marseille. Ef það fer jafntefli og við verðum jafnir Marseille að stigum verða þeir fyrir ofan vegna innbyrðis viðureignar! Ef að Besiktas vinnur sinn leik verða þeir með 9 stig og þá stigi fyrir ofan Liverpool og Marseille og pottþéttir áfram! Ég er nokkuð pottþéttur á þessu!
    kv. Gassi

  7. Gassi … lestu útskýringar sem Einar benti á hér og var einnig bent á í skýrslunni um leikinn – þar kemur skýrt fram að ef Besiktas vinnur Porto og Marseille og Liverpool gera jafntefli… þá vinnur Besiktas en hin liðin þrjú öll með 8 stig og sökum þess að Marseille vann Liverpool, Liverpool vann Porto, Porto vann Marseille, þá er það markatalan sem gildir og þar stendur Liverpool best að vígi.

    En auðvitað vinnum við Marseille!!! 🙂

  8. Tvímælalaust komment vikunnar “Farðu inn á bað og borðaðu sápu” 🙂

    og svo í lokinn kanské ættirðu að prufa að þamba hreindýr svona rétt fyrir jólin LOL

    kæru stuðningsmenn og aðrir, þetta var frábær leikur í gær og við áttum leikinn ekki spuring (allavegana frá minni hlið).
    Ég er bara sáttur við að þurfa bara einn sigur til að komast áfram, það er bara allt og summt og við gerum það leikandi með þetta lið

    AVANTI LIVERPOOL

  9. Nákvæmlega!

    Rosalega lítur liðið massívt út um þessar mundir…

  10. Liv er komið upp úr öldudalnum og á toppin á næstu öldu, og sú alda hefur ekki öldudal LIVERPOOL LIVERPOOL LIVERPOOL

  11. Er þessi Babú ekkert að vinna???

    En annars þá er ánægjulegt að sjá stuðninginn á bak við liðið og að sjá menn halda áfram að spila boltanum og reyna að skapa sér færi með spili og leggja mikla pressu á Porto í stöðunni 1-1, í stað þess sem áður var þar sem kýlingar og bara vona að við skorum aðferðin var alls ráðandi.

    Djöfulli er ánægjulegt að sjá Kewell sprikla á ný

  12. #
    þann 28.11.2007 kl. 15:3621
    Sævar Sig

    Torres mark á 3 mín
    Torres mark á 15 mín
    Gerrard mark 44 mín
    Babel mark 82 mín
    4 – 0
    og frakkarnir tapa
    ……………………………………
    er hægt a[ toppa svona

  13. Ég vill ekkert heira meira frá Liverpool nema að eigendurinir gefa út stutta yfirlýsingu um að allt sé í góð og svo ekki söguna meir.
    Benitez átti ekki að gagnrína eigendurnar opinberlega og því fór þetta útur böndunum.

    • Er þessi Babú ekkert að vinna???

    hahaha Bjartmar þetta kom svo sannarlega úr hörðustu átt!!!

    Ef ég er að tala við réttan Bjartmar þá er golfvöllurinn ekki beint erfiðasta starfið á þessum árstíma.:-)

    ……og nei ég sagði upp fyrir ca. 4.mín 😉

    (afsaka þetta barnalandslega spjall okkar Bjartmars)

  14. Sælir félagar
    Ég vil þakka Rafa, liðinu og stuðningsmönnunum fyrir leikinn. Þessir aðilar áttu allir góðan leik í gær.
    Að vinna Marseille er ef til vill ekki formsatriði heldur mætti kalla það forgangsmál. Það verður drulluerfiður leikur en ætti að hafast.
    Enn og aftur spái ég að minn maður Carrager muni skora sigurmarkið í þeim leik og ekki meira um það.
    Benitez er búinn að rétta fram sáttahönd og ég vil bara rétt vona að Tommi og Goggi með alla sína “dauðu forseta” í rassvasanum hafi vit á að taka hana góða og gilda. Annars mega þeir skríða í þann líkamspart hvors annars sem sólin skín síst á. Og hafa þar langa dvöl.
    Það verður gaman að sjá þetta Liverpool lið snýta Bolton Undrunum????? á sunnudaginn og sýna MU hvernig á að spila fótbolta.
    Það er nú þannig.

    YNWA

Liverpool 4 – Porto 1

Fernando Torres