Heimkomur og pælingar um Newcastle-leikinn (uppfært)

Var að skoða á netinu og sá þá þetta

Miðað við það að Tevez spilaði sem senter í 34 mínútur held ég að erfitt verði að nota Mascherano, allavega frá byrjun.

Voronin, Gerrard, Hyypia, Riise, Babel og Crouch spiluðu 90 mínútur í sínum leikjum og Kuyt kom inná í hálfleik. Allir þessir leikir voru spilaðir í mikilli rigningu og kulda, svo ekki sé nú minnst á útkomu enska leiksins! Ég held að við fáum sérkennilega uppstillingu fyrir þennan leik sem væntanlega verður spilaður í miklu roki og rigningu eða snjó í í hádeginu í norð-austrinu. Gott að þessi ömurlegu landsleikjahlé eru í löngu fríi!

27 Comments

 1. Var að hlusta á fréttamannafundinn með Rafa og karlinn var fúlari en andskotinn. Vildi ekki svara neinu nema það að hann sagði að hann væri alveg til í að þjálfa enska landsliðið. Fréttamennirnir spurðu hann hvort að vikan væri búnin að vera honum erfið og hann játti því. Svo var núna að koma yfirlýsing frá Gillett og Hicks á opinberu síðuna um að þeir væru búnir að fjárfesta miklum peningum í leikmannahópnum og ætluðu ekki að ræða frekari fjárfestingar í þá átt fyrr en þeir koma aftur til Liverpool í desember. Það er virðist sem ekki sé allt í lagi á Anfield.

 2. Þetta er nú nokkuð mögnuð frétt af þeirri ástæðu einni að þetta er Echo sem slær þessu fram!!!
  http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2007/11/22/rafa-benitez-stunner-england-job-might-tempt-me-100252-20147578/
  …gæti samt trúað því líka að þeir á Echo hafi verið pirraðir sjálfir á pirringnum í Rafa (gæti samt trúað að það sé þreytandi að svara ALLTAF sömu spurningum sem misgáfaðir fréttamenn spyrja).
  En það virðist vera einhvað að og það er ekki jákvætt.

  En ég gæti trúað því að þeir sem voru ekki í landsleikjaprógramminu verði flest allir í byrjunarliðinu á móti Newcastle.

 3. Í fyrsta lagi spilaði Tevez bara 24 mínútur (ekki að það skipti öllu) og í öðru lagi er Tevez barbídúkka Mascherano er Járnmaður!! 😀 held við þurfum ekki að hafa áhyggjur af honum

 4. Og varðandi þetta mál held ég að það sé engin krísa í gangi, held að þetta sé bara smá keðjuverkun/spennulosun eftir leikinn í gær þ.e.a.s. Gerrard er mjög líklega í ekkert alltof góðu skapi og það kemur niður á öðrum. Ef fyrirliðinn er ekki að standa sig á æfingum held ég að það sé slæmt fyrir móralinn þar sem hann á að vera fyrstur mættur og síðastur til að fara þetta gæti valdið pirringi sem síðan skilar sér í formi þess að Benitez sé pirraður útí Gerrard fyrir að vera pirraður og það sé ástæðan fyrir þessum undarlega fréttamannafundi.
  Bara hugmynd hef engar inside-information finnst þetta bara svona líklega skýring

 5. haha vá Anton í alvöru? 🙂

  En þessar fréttir hljóma alls ekki vel, lykta all hressilega af því að Rafa finnist ekki vera hann fá sama stuðning og hann vill frá könunum. BTW hann hætti hjá Valencia við sipaðar aðstæður og ég vona hressilega að það sé ekki í uppsiglingu hjá okkur.
  En annars er ég ekki frá því að Rafa ætti að ráða sér aðstoðarmann og láta þann gaur gjörsamlega sjá um að tala við fjölmiðla!! Það er svipað leiðinlegt að hlusta á viðtal við Rafa eins og honum finns “gaman” að veita það.

 6. Ég las reyndar þessi ummæli Tevez fyrir leikinn gegn, hann talaði um að það væri erfitt að ferðast þessa löngu leið og spila tvo 90 mínútna leiki og eiga svo að vera í fullu formi helgina á eftir.
  Þannig að þetta komment er eitthvað tekið úr samhengi.

  Átta mig engan veginn á Benitez, mér finnst svona komment eins og um enska landsliðið óþörf, sérstaklega þegar hann virðist ekki hafa áhuga á að svara nokkurri einustu spurningu.
  Það er eitthvað í gangi bak við tjöldin sem er ekki jákvætt, held að það hljóti að vera.

 7. Mér líst ekkert á þetta viðtal við Rafa. Yfirlýsingin frá könunum kemur líka akkúrat á tíma þegar örugglega er verið að ræða framtíð Javier. Þessi yfirlýsing er líka ekkert smá gruggug. 1. Af hverju gefa þeir hana út. Fyrir mér kemur þetta out of nowhere. Fyrir mér er þetta memo til Rafa sem birt var óvart á heimasíðunni, 2. Er Rafa búinn að vera að tala um transfer peninga í janúar og þeir að setja fram ultimatum. Hmm hvernig á maður annars að skilja þetta. Þetta er það sem maður var hræddastur við þegar þeir keyptu klúbbinn. Kaupum einn háan og setjum undir körfuna og þá vinnum við alla leiki. Er það ekki þannig sem kanarnir vinna titlana.
  Fram til þessa hefur Rafa alltaf haldið uppi að það væri 100% á milli hans og eigendanna og núna svarar hann spurningunni “I focus on training my team”. Og hann að vera þjálfari enska landsliðsins. Jesús minn eini.
  Auðvitað gefur hann leiðinleg viðtöl, en hann veit best að svona umtal eyðileggur móral í liðinu. Ef sögusagnir, bara sögusagnir, fara að ganga um að hann sé á förum, þá fer allt til andskotans.
  Nú er ég orðinn alltof neikvæður. Ég sem bloggaði svo fallega um bjarta framtíð rétt áðan. Við skulum bara vona að þetta allt sé eitthvað bullshit.

 8. Ég segi bara hvað er málið,það er ekkert að.Hættið að gera Úlfalda úr Mýlugu. Við vinnum næsta leik .Gerrard er hungraður og fleiri.Áfram LIVERPOOL

 9. Sælir félagar
  Hvað er í gangi. Eruð þið að hrópa úlfur úlfur eða hvað. Þó ég hafi ekki alltaf verið hrifinn af Rafa þá er slæmt ef eitthvað er í gangi á bakvið tjöldin.
  Er þetta ekki bara einver Kremlólógía sem ekkert er að marka.
  Það er nú þannig

  YNWA

 10. Já, hann er fúll af því að hann hefur engan hóp til að vinna með á Melwood, þ.e.a.s. Rafa. Hann getur ekki kvartað, hann fékk að kaupa þá menn sem hann vildi inn í hópinn ! Leikmennirnir skila sér seint aftur sumir og jafnvel vel þreyttir sem mun bitna á leik okkar manna á laugardaginn, og hann er líka fúll yfir því.
  Hann mun ekki fá frekari fjárstuðning til leikmannakaupa standist liðið ekki þá raun að komast áfram í CL og Rafa veit það.
  Þannig er nú það !

 11. Er það bull í mér eða hefur heimsóknum á síðuna fækkað verulega eftir nafnabreytinguna?
  nú er til dæmis forsíðugrein á bbc vefnum sem fjallar um Rafa og pirringinn hans í vikunni en aðeins 8-10 comment á síðunni koma inná þetta mál.
  kannski er þetta stormur í vatnsglasi, slúður og allt það en klárlega fréttaefni í Bretlandi.

  erum við hættir að rífast hérna? 🙂

 12. Ingi, ef þú ferð á eoe.is/liverpool þá ferðu sjálfkrafa á kop.is. Annars er þessi umræða lituð af því að um hana er ekki fjallað í færslu á síðunni, heldur einungis í ummælum.

  Svo er þetta auðvitað bara stormur í vatnsglasi og ég til að mynda nenni ekki að ræða þetta.

  Við eyddum næstum því 100 kommentum í að ræða um SStein, þannig að nei, ég held að við séum ekki hætt að rífast hérna. 🙂

 13. Stormur í vatnsglasi? Ég læt ykkur dæma um það. Hérna er allt viðtalið (kann ekki að setja það flott upp, er notast við php skipanir eða bb-code í þessu ummælakerfi?)

  Liverpool boss Rafa Benitez’s controversial media conference yesterday has been printed in full.
  The Sun has broken down Benitez’s tetchy performance as it emerges today he’s fed-up with the lack of communication from Liverpool’s American owners Tom Hicks and George Gillett over transfer funds for the January market.

  Benitez, who last week turned down overtures from Bayern Munich, arrived 35 minutes late for his usual media briefing. This is how he dealt with the probing:

  How much will you have to spend in January?
  “As always I am focused on training and coaching my team.”

  Are there assurances you’ll have what you want?
  “As always I am focused on training and coaching my team.”

  So what is the long-term plan?
  “My plan is training and coaching the team.”

  Is there anything upsetting you?

  “As always I am focused on training and coaching my team.”

  Do you have anything to say?
  “As always I am focused on training and coaching my team.”

  Even off the record?
  “No.”

  It’s clear something is up.
  “You have my answer.”

  You’re very different from normal.
  “You have my answer.”

  You said after the Bayern story you were happy to stay here a long time. Is that still the case?
  “As always I am focused on training and coaching my team.”

  You’re not normally late. You were obviously preoccupied by something.
  “Because as always I was focusing on the training session.”

  Is there anything you’d like to say?
  “As always I am focused on training and coaching my team.”

  You always say you’re focused on that but usually give off-the-record answers to enquiries. How come it’s suddenly changed?
  “No off-the-record stuff. Nothing. I’m just focused on training and coaching as always.”

  You suggested you were open to the possibility of the England job. Is that something we should treat seriously?
  “It’s your decision. You never know what will happen in the future.”

  Were you serious when you answered it?
  “I was serious.”

  One day you’re looking to stay here a long time, the next who knows about the England job. That’s a contradiction.
  “The future is the future. Now, as always, I am focused on training and coaching my team, so I cannot say anything else. Just to keep preparing for the next game.”

  So what you’re saying suggests perhaps the future here is in question?
  “I am focused on training and coaching my team.”

  So who knows?
  “As always I am focused on training and coaching my team.”

  Are you being allowed to do that as you wish?
  “I am focused on training and coaching my team.”

  Does everyone at the club share that opinion?
  “As always I am focused on training and coaching my team.”

 14. Hvað er Benitez að pæla eiginlega, segir “As always I am focused on training and coaching my team.” svona fimmtán sinnum.

 15. Einar ég er alls ekki sammála þér um að þetta sé einhver stormur í vatnsglasi. Það er augljóslega eitthvað mikið í gangi núna á milli Rafa & G+H. Þessi yfirlýsing þeirra G+H í gær er vægast sagt mjög svo loðinn og virðist vera sett út í þeim tilgangi að slökkva einhverja elda. Og þegar Rafa fer í gegnum heilan blaðamannafund með þessum svörum þá er eitthvað mikið að.

 16. Benitez er bara í fýlu. Hann þarf öðru hvoru að sýna þessum nýju eigendum að hann ráði ferðinni. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera núna.

 17. Ætli hann hafi verið að leika í Little Brittain?

  Þessi blaðamannafundur er annaðhvort snilld hjá Rafa eða yfir meðallagi barnalegur.
  En ég vona bara innilega að það sé ekkert bull í uppsiglingu sem endar með því að Rafa hætti, vona að hann verði hjá okkur um ókominn ár……en hann mætti alveg láta einhvern annan um blaðamannafundina.

  Þetta hljómar fyrir mér allavega meira eins og stormur í vatnskönnu heldur en glasi 😉

 18. Jamm, hver sem ástæðan er þá er þetta mjög skrítið allsaman.
  Þetta hljómar svona eins og svör frá manni sem hefur verið skammaður fyrir að segja of mikið við fjölmiðla.

 19. Ég er kominn með svarið við þessu. Ensku strákarnir hafa farið á pöbbinn eftir leikinn til að drekjja sorgum sínum og Benitez hefur ákveðið að fara með til þess að efla liðsandann og hann hefur bara verið drulluþunnur á blaðamannafundinum og þessvegna ekki nennt að koma með neitt annað svar, er það nokkuð svo fráleit hugmynd 😀

 20. Benitez er of leiðinlegur gaur til að geta farið út að skemmta sér.

 21. Fyrir mitt leyti væri fínt að fá Portúgalann inn fyrir Spánverjann, ég yrði hæst ánægður með það!!!!

 22. Ég yrði hæst ánægður með það ef við fengjum einhvern inn fyrir Gumma Daða!!!!!! Er sammála Einari með því að Rafa er að sýna Hicks og Gillet hver það er sem á að ráða.

 23. Ég ætla ekki að gera lítið úr Rafa, hann hefur gert frábæra hluti, og það er enginn ósk hjá mér að hann hætti. Ég er ekki ósáttur við róteringu en mér finnst oft liðsuppstilling skrítin og innáskiptingar of seinar. Að hafa 2 framherja á köntunum á móti Arsenal er bara eitt dæmi. Ennþá hef ég samt trú á Rafa og að hann nái að byggja upp enn betra lið og að það eigi a.m.k. að leyfa honum að klára tímabilið.

  Ef, STÓRT EF, það er hins vegar málið að Rafa sé að hætta sé ég bara 2 aðila hæfa til að taka við, Mourinho eða Capello (Wenger og Ferguson ekki á lausu!!). Ég yrði alveg sáttur ef annar hvor þeirra tæki við. Allir aðrir væri skref niður á við að mínu mati.

 24. Sælir félagar.
  Mér sýnist að þetta sé meira en stormur í vatnsglasi. Það er því líkast að þeir félagar George og Hicks hafi tekið Rafa alvarlega niður og jarðað hann alveg niður á 6 fet.
  Þeir hafa gengið svo nærri honum að hann þorir ekkert að segja og endurtekur bara það sem þeir hafa sagt við hann; “Herra Rafael Benitez, nú skalt þú sýna að þú getir náð þeim árangri sem við getum sætt okkur við. Gerir þú það þá erum við til viðtals. Annars ert þú í vondum málum”. Einhvernveginn svona hafa þeir talað til hans að mínu mati. Hann er hræddur og reiður og þorir ekkert að segja. Maður sem talar svona og svarar svona er maður sem er hræddur um stöðu sína. Því miður
  Þetta segir mér að mórallinn í LFC er við frostmark. Það segir manni líka að erfiðleikum liðsins er ekki lokið.
  Því miður eru líkur á að svona staða komi niður á liðinu og leik þess. Það er ekki það sem okkur vantar núna. Peningar eru góðra gjalda verðir í þessum bransa. En það þurfa að vera menn með Liverpooljarta sem stjórna þeim peningum en ekki menn með hjarta úr dollaravöndlum.
  Það er nú þannig.

  YNWA

England ekki með á EM

Newcastle á morgun