Búningurinn

Auðvitað geta allir séð söguna með því að kanna hinar og þessar síður á netinu, en þrátt fyrir rannsóknareðlið í mér, þá hef ég aldrei pælt í sögu búningsins fallega og rauða hjá okkar mönnum. Þegar bruggarinn John Houlding, og eigandi Anfield-svæðisins, stofnaði Liverpool FC í mars 1892, þá spilaði liðið í búningum sem Everton-liðið (já!) skildi eftir, því þeir höfðu þá skipt yfir í rúbínrauða búninga. En sem betur fer stóð vitleysan ekki lengi yfir … tveimur árum seinna var rauði liturinn kominn, en þá með hvítum buxum sem héldu sér alveg til 1964. Þá varð til þessi fallegi alrauði búningur, með mismunandi línum auðvitað í gegnum tíðina.

1892-1894

1963-1964

2006-2008

Búningar frá þremur öldum … ég fann þetta hér: Historical Kits

Mér finnst búningurinn í dag flottastur … 🙂

16 Comments

  1. Þetta voru gif myndir og ég prófaði að vista þær upp á nýtt sem jpg og setti þær á mína síðu og linkaði svo hér. Vonandi dugar það.

  2. 1993-1995 búningurinn er of flottur, annars er núverandi mjög öflugur ef þeir mundu losa sig við þennan vibba kraga.

  3. Sjálfum finnst mér Adidas búningarnir frá 1989-1995 hafa elst frekar illa og rendurnar á öxlinni eru skelfilegar. Það er líka of mikið hvítt í þeim búningum en auðvitað á hann nánast eingöngu að vera rauður. Gott dæmi um það er búningurinn frá 1964-1970. Búningurinn í dag er svo sem ágætur.

  4. Everton búningurinn væri nú flottari svona en sá sem þeir nota núna. En við tókum náttúrulega allt það almennilega frá þeim!
    Á aldarafmæli félagsins, 1992, var pælt í að hafa gamla búninginn sem varabúning. Það þótti hins vegar ekki gáfulegt, því það var blátt í honum! Í staðinn kom upp skemmtilegur búningur, hvítur og grænn, með svörtum buxum.
    Menn nefnilega eru með rétta forgangsröð. Ekkert blátt takk!
    Annars er það Umbro ’83-’85 og Adidas ’95-’96 sem eru flottastir.
    En óskaplega var það nú flott hjá Shankly að breyta okkur í alrautt lið!!!!

  5. Gaman að skoða alla búningana… en líka gaman að sjá að það er bara einn búningur þarna sem er ekki með auglýsingu sem byrjar á “C”

  6. Það er ekki almenn sátt um það hvort allra fyrsti búningurinn sem liðið var í hafi verið svona eins og myndin í færslunni sýnir eða hvort treyjan hafi verið fjórskipt, s.s. 4 ferhyrningar, uppi blár og hvítur og niðri hvítur og blár, svipað og varabúningurinn okkar 1996 (FA Cup á móti Man U), nema að það var hann grænn og hvítur. Um þetta má m.a. lesa í frábærri bók sem ég mæli með sem heitir Tops of the Kop, sem kom út í vetur. Svo virðist sem heimildir stangist á í þessu efni. Svo er annað mál hvers vegna ég nenni að setja þetta komment inn kl. 3 að nóttu, en það verð ég bara að eiga við sjálfan mig.

  7. Ég veit að þettað kemur ekki þessum link við.En hvað segja menn um það að Kewell sem er búinn að vera meiddur og ekki geta leikið með Liv nema smávegis í síðustu 2 leikjum að hann sé að spila með Áströlum VINÁTTULEIK. Hvað er í gangi?

  8. Er Kewell að spila landsleik? Maður á nú bágt með að trúa því miðað við ástandið á honum að undanförnu. Má þá ekki bóka meiðsli hjá honum næstu vikurnar?

  9. Lesið landsleikjafréttir á liv.klúbburinn.Bóka meiðsli?Hann er meiddur í höfðinu eða hvað?

  10. Jæja, það jákvæða við þennan landsleik sem Kewell spilaði var að hann var leikinn í London. Vonandi er hann ekki á leiðinni til Nýja Sjálands eða á Suðurheimskautið til að spila næsta leik 🙂

  11. Það eru 23 dagar síðan Kewell spilaði með varaliðinu og stimplaði sig inn af meiðslalistanum. Það að Rafa sé búinn að vera spar á hann þýðir ekki að hann geti ekki spilað æfingaleik í London. Mér finnst þetta bara gott mál. Hann þarf einmitt að spila leiki.

  12. Við skulum vona það besta .Hann ætti frekar að æfa í Liverpool með þeim sem ekki eru að spila landsleiki finnst mér

  13. Candy búningarnir frá 89-91 er flottastur að mínu mati.

    Það er ein hver classi yfir þeim, svo einfaldir en samt svo flottir með þetta munstur. Svo skemir það ekki að þetta voru þeir búningar sem lyftu síðast englandsmeistara titlinum “okkar”

  14. Candy búningurinn frá 89-91 og síðan Candy/Carlsberg búningurinn frá 91-93 eru ótrúlega klassískir. Þvílík nostalgía að sjá þetta.

    Ég er ansi hræddur um að ég sé að fara að versla mér gamlar treyjur á næstunni 🙂 Það fer enginn í jólaköttinn þessi jólin.

Ungliðarnir okkar (uppfært)

Football weekly