Rafa á eftir Garay? (uppfært)

Marca heldur því fram að Liverpool sé á höttunum eftir Ezequiel Garay, 21 árs gömlum argentískum varnarmanni, sem spilar fyrir Racing Santander. Fjölmargir enskir fjölmiðlar taka svo upp þessa sömu frétt í dag, þar á meðal [Daily Mirror](http://www.mirror.co.uk/sport/football/2007/11/14/liverpool-in-hunt-for-garay-89520-20105349/).

Garay hefur að sögn spilað frábærlega í spænsku deildinni fyrir Santander og þrátt fyrir að hann sé bara 21 árs gamall þá hefur hann nú þegar spilað fyrir argentíska landsliðið. Hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. Talið er að Rafa vilji kaupa hann í janúar og að verðið verði um 10 milljónir punda.

Þjálfari Santander hefur þegar líst því yfir að líkur séu á að Garay fari til stærra liðs á næsta ári. Garay er jafnhár og Daniel Agger og einu ári yngri en Daninn.

**Uppfært (EÖE)**: Hérna er grein í [Echo um Garay](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=rafa-benitez-lines-up-move-for-argentine-defender-ezequiel-garay%26method=full%26objectid=20105267%26siteid=50061-name_page.html).

100 Comments

  1. Gaman að sjá þetta!! ánægður með að Rafa sé að setja markmiðið hátt. loksins höfum við efni á því að blanda okkur í baráttuna á leikmannamarkaðnum og vonandi kemur þessi ungi og efnilegi Argentínumaður til okkar því ég efast ekki um að hann er framtíðarmaður í vörninni okkar 😀

  2. Já, hann getur heldur betur skorað.

    Þetta sá ég á official Santander síðunni:

    Ha jugado 31 partidos en los que ha marcado 10 goles, siendo el defensa que más goles ha marcado de Europa

    Semsagt hann hefur skorað 10 mörk í 31 leik, sem gerir hann að markahæsta miðverði í Evrópu. Rosalega hljómar það vel!

  3. Já það er rosalegt. Til samanburðar á seinasta tímabili skoraði Peter Crouch 9 mörk í 32 deildarleikjum, Craig Bellamy 7 mörk í 27 deildarleikjum og Dirk Kuyt 12 mörk í 34 deildarleikjum.

  4. Auðvitað gott að sjá að við erum enn að skoða unga menn í Evrópu. Ég reyndar hefði hug á því að við myndum reyna við leikmann sem getur spilað strax í ensku deildinni, reyna t.d. að fá Micah Richards, Steven Taylor eða Danny Gabbidon í janúar, skoða svo aðra kosti í vor.

  5. Líst vel á þennan kappa, virkar teknískur og með flottar spyrnur. Hann og Agger gætu orðið helvíti solid, spurning hver ætti að vera leiðtoginn þá – þegar tími Carragher er liðinn.

  6. Hvers oft hefur maður heyrt þetta!!! mér líst vel á þennan, hann virkar góður o.s.frv.
    Ég vill ekki hrósa eða kvarta yfir leikmani fyrr en maður sér hann spila nokkra leiki fyrir Liverpool. Palletta átti að vera rosalegur varnamaður og hvar er hann núna???
    Hvað er liverpool að hugsa las maður þegar liverpool fékk einhvern ungan dana til þess að leysa Hyypia af hólmi.
    Áttu ekki Diouf og Diao að tryggja Liverpool titilinn???
    Var Bellamy ekki einmitt maðurinn sem Liverpool vantaði, fljótur og tekur menn á???

    Ég hef ekkert séð þennan mann spila nema í gegnum einhvern myndbönd á netinu en þau sína oftast bara góðu hliðarnar(það er hægt að gera svoleiðis hjá öllum leikmönum).

    Við skulum bara bíða og sjá til hvað gerist???

    p.s ég vill frekar fá Richards, sem er búinn að sanna sig vel í deildini og með landsliðinu(tel það samt ólíklegt að við fáum hann).

  7. Munurinn á honum og Paletta er að Garay hefur sannað sig, vitum það nú samt allir að þótt menn geti eitthvað í spænsku deildinni sé það ekkert samansemmerki að þeir geti eitthvað í ensku deildinni en hann er A-landsliðsmaður, með mikla reynslu miðað við aldur og er raunhæft markmið í Janúar. Mín skoðun Garay inn , Hyypia út(hann hefur skilað sínu en er bara orðinn of gamall því miður 🙁 )

  8. Siggi, þú getur tekið þennan neikvæða tón á alla leikmenn sem við erum orðaðir við. Eða að maður getur lesið það sem aðrir hafa skrifað og gert sér upp hóflegar væntingar um að maðurinn muni standa sig.

    Fyrir hvern Diouf þá get ég nefnt Garcia, fyrir hvern Diao get ég nefnt Mascherano og fyrir hvern Bellamy get ég nefnt Torres.

    Auðvitað er enginn að segja að þessi strákur muni pottþétt standa sig hjá Liverpool, en miðað við lýsingar þá hljómar hann gríðarlega vel.

  9. lýst vel á þennan strák..virkar góður á boltann og frekar teknískur..ef rafa skoðar hann vel og lýst vel á hann þá á bara að kaupa hann, engin spurning..

  10. Ég hef mikið dálæti af argentískum leikmönnum, en þessi á víst að vera helvíti góður. Með góðan leikskilning, væri flott að hafa hann og Agger saman í hjarta varnarinnar í framtíðinni.

  11. Við erum nú með félaga hans úr landsliðinu (Insuia) og svo erum við með braselískan bakvörð (Aurilio) og spænskan (Arbaloa), svo ekki sé minnst á alla aðra spænskumælandi leikmennina… þannig að hann ætti ekki að eiga erfitt með að aðlagast…

  12. Jammm, Arbeloa – Agger – Garay – Insúa. Er ekki bara vörnin komin fyrir næstu árin? 🙂 Nei, ég segi svona.

  13. Garay lítur vel út og gæti verið frábært back up fyrir Carragher og Agger í stað Hyypia. Og ef vel gengur þá arftaki Carra?

  14. Hvað með Hobbs? Eru menn bara búnir að afskrifa hann um leið og það kemur frétt af einhverjum Argentískum kjulla? Ég vildi nú allavega sjá Hobbs spila með aðalliðinu áður en hann er afskrifaður. Hefði viljað sjá Rafa gefa honum meira tækifæri á meðan Agger var meiddur en annars virðist vera eins og Rafa þori ekki að gefa þessum ungu strákum tækifæri í deildinni.

  15. Garay er nú 2 árum eldri og er talinn hafa verið einn af bestu miðvörðunum á Spáni, þannig að hann er ekki “einhver argentískur kjulli”.

  16. Já spennandi kostur en ég er sammála því að það ætti frekar að reyna að fá Richards frá Man City en það er svo sem ekki víst að hann myndi vilja koma til LFC, var hann ekki eitthvað að tala um Arsenal um daginn ?

  17. Rosalega er enskudeildarhrokinn orðinn mikill þegar að leikmaður sem er fastamaður í yngri landsliðum og búinn að sanna sig í 2-3 tímabil í bestu deild í heimi “verði ekkert endilega góður í enska boltanum”. Ólíkt þessum örfáu hetjum úr enska boltanum sem hafa dyrfst í hina áttina eins og Eiður, Woodgate, Beckham…oh. 😀

  18. ekki það að ég vilji rifja þetta upp en þá erum við að tala um leikmenn eins og morientes, sem tókst á einhvern undarlegan hátt að brillera í spænsku deildinni, koma til englands skíta uppá bak og fara síðan aftur til spánar þar sem hann er farinn að brillera með Valencia
    það eru örugglega til fleiri dæmi, en hann var ´sa fyrsti sem kom upp í hugann

  19. Anton #21
    Er það alveg pottþétt ensku deildinni að kenna? Getur ekki bara verið að hann hafi ekki passað í Liverpool liðið?
    Hann var allavega orðinn nokkuð stórt nafn áður en hann kom til okkar fyrir góða frammistöðu á spáni, Frakklandi og í CL.

    Þó menn vilji Hobbs í liðið þá er ég mjög sammála því að gera það mjög rólega, hann hefur ekki sannfært mig mikið það sem af er og það er mikilvægt að setja þessa gutta ekki of snemma í of stóra leik til að rústa ekki sjálfstraustinu hjá þeim. Þannig að ég segi klárlega Hyypia frekar en Hobbs, sérstaklega þar sem liðið hefur ekki verið að virka of traust undanfarið. (það er þó að braggast)

    Þessi Garay lítur ágætlega út þó ég hafi nú bara aldrei heyrt um hann áður, ef hann er kominn í liðið í La Liga 21 árs gamall og farinn að banka á landslið Argentínu þá ætti hann að geta einhvað. Það er samt ósanngjart að ætlast til þess að menn og það sérstaklega ungir menn aðlagist eins hratt og Agger gerði.

  20. Babu…auðvitað er hætta á að það fari ill með sjálfstraustið að standa sig illa í stórum leikjum en það getur líka gert menn að betri leikmönnum, þetta veltur allt á því hvernig menn taka því og hvernig stutt er við þá ef þeir standa sig illa. Það má heldur ekki gleyma því að ef menn fá sénsinn og standa sig vel getur það gert gæfumunin fyrir framhaldið. Pressan ætti bara að hvetja menn áfram. Ég segi að ef menn eru nógu góðir þá eru þeir nógu gamlir.
    Í mínum augum er 21 árs gamall leikmaður ekkert annað en kjulli – Það er ekki eins og reynslan leki af þeim og ég er ekki að segja að Garay sé óspennandi eða lélegur leikmaður með því að segja að hann sé kjulli.
    Ég var bara að benda á að við eigum leikmann sem ég væri til í að sja meira af.

  21. Babu #22 nei það þarf ekkert endilega að vera enska deildin ég var bara að taka dæmi um mann sem hafði verið mjög góður í spænsku deildinni, CL og í frakklandi, notaði Morientes af því hann er svona nýjasta “tilfellið” ef svo má að orði komast og afþví hann var hjá Liverpool muna kannski fleiri eftir honum en einhverjum hjá öðru liði eða sem var lengra síðan, veit ekki ástæðuna fyrir því að hann passaði ekki í liðið og fannst það mjög leitt enda verið mikill aðdáandi hans síðan ég sá hann spila á spáni ’98 og var virkilega glaður að hann kom á Anfield en sú gleði entist því miður ekki þar sem hann reyndist ekki vera sá maður sem hann var á sínum tíma ég vonaði að hann væri, þessvegna þótti mér leiðinlegt að nefna hann en hann var bara fyrstur sem kom uppí hugann

  22. Ég vil meina að málið með Morientes haf verið að honum hafi einfaldlega verið spilað asnalega. Sama á við um Kuyt. Og Cissé. Og Crouch. Öllum þessum mönnum hefur verið spilað alltof langt frá boxinu og sérstaklega með Kuyt og Morientes þá voru þeir látnir hlaupa svo mikið og vinna til baka að þeir höfðu aldrei tíma til að vera mættir inn í box líka. Bara mín kenning!

  23. notaði Morientes af því hann er svona nýjasta “tilfellið”

    Ég held að það sé glórulaust að halda því fram að það séu einhverjar ákveðnar líkur á að menn spili illa í ensku deildinni ef þeir byrja ferilinn í þeirri spænsku. Þetta er að mínu mati algjörlega einstaklingsbundið. Þetta er svipað og menn byrjuðu að svitna þegar að Houllier keypti nýja menn úr frönsku deildinni og menn sögðu að menn úr frönsku deildinni gætu ekki meikað það á Englandi.

    En svo sjá menn leikmenn einsog Drogba og Essien og sjá að það er rugl. Torres virðist pluma sig fínt úr spænsku í ensku, sama má segja um Fabregas, Alonso, Benayoun, etc etc etc.

  24. Áhugaverður leikmaður, ekki spurning. En framtíðarmaður í stað Carra?! Kóngurinn á allavega 10 ár eftir á Anfield svo það er eins gott að stráksi sé þolinmóður 🙂

  25. Bjarki #23
    Er Hobbs ekki bara 19 eða 20 ára? Hann er þá ennþá meiri kjulli en þessi 21 árs Argentínumaður, það sem ég er að meina er að Hobbs mun líklega fá sín tækifæri í ár í minna mikilvægum leikjum eins og deildarbikar og kannski einhverjum deildarleikjum, en ég hef alls ekki saknað hans núna og tel það frekar risky að setja hann í liðið…. og það í miðvörðinn.

    Er annars sammála Kjartani varðandi strikerana, aðallega Cisse og Moriantes, fannst þeir aldrei fá að spila í sinni réttu stöðu……..en á móti má segja að þeir bara pössuðu ekki inni í leikkerfið sem þjálfarinn vill spila. Mér finnst Crouch alveg fá að spila á réttum stað þegar hann fær að spila, mættum bara reyna meira að spila boltanum í lappirnar á honum.

    og Anton, ég er sammála EÖE, ég held að nú sé ekki rétti tíminn til að halda því fram að leikmenn frá spáni plummi sig ekki í ensku deildinni!!!!

  26. Kjartan :

    Þú ert sérfræðingur um spænska boltann. Hvernig stendur á því að ensku liðin ná alltaf að stela þessum ‘undrabörnum’ af spænsku liðunum sbr. linkinn hér að ofan frá The Sun? Er það eitthvað í lagaumhverfinu sem hindrar liðin í að negla niður leikmennina fyrir 16 ára aldur eða eitthvað? Þetta virðist vera að gerast trekk í trekk.

  27. legg til að þessum link á sólskinsblaðið og síðan þessu svari mínu verði eytt.

    Það á tæplega að líðast að það sé vitnað í sólskinsblaðið

  28. Ég meinti þetta ekkert illa, var bara að meina að það er alveg magnað hvað við höfum verið óheppnir með leikmenn sem hafa staðið sig vel annars staðar það var allt og sumt, tók það t.d. fram í #9 að ég vildi hann inn í janúar :S
    kannski tók ég bara Morientes afþví ég var virkilega svekktur að hann hafi ekki náð að sína hvað hann getur þegar hann spilaði með Liverpool, ég vil þennan mann til Liverpool afþví ég held að hann og Agger séu fullkomnir saman og ef ég hef á einhvern hátt valdið þeim misskilningi að ég haldi að hann eigi eftir að floppa á englandi biðst ég afsökunar á því, Garay er líka ungur og hefur því tíma til að aðlagast ensku deildinni (ef hann þarf þess yfirhöfuð þ.e.a.s.)
    þetta hefur bara verið okkar saga undanfarin ár, Þegar Arsenal fær Fabregas fáum við Cheryou. Þessvegna finnst mér jákvætt að Garay sé að koma því það merkir að við séum að gefa öðrum liðum ekkert eftir á leikmannamarkaðnum, sérstaklega þegar kemur að ungum og efnilegum leikmönnum.

  29. þetta hefur bara verið okkar saga undanfarin ár, Þegar Arsenal fær Fabregas fáum við Cheryou

    Má ég bara rifja upp þessa STÓRKOSTLEGU færslu frá mér – þótt hún sé merkt Kristjáni, þá var þetta ég sem var að benda á þessa grein. Ef maður gæti bara farið aftur í tímann og hrist Houllier aðeins til.

  30. Af hverju í andskotanum er ekki hægt að setja inn link af einhverri annarri af þeim fjölmörgu síðum sem eru að fjalla um þetta mál gudnifreyr? Að koma með link í sorpritið er and Liverpool hegðun af verstu sort. Ég trúi því bara ekki að menn séu almennt að lesa þennann sora.

  31. Svona svona SSteinn, Guðna Frey til varnar verð ég nú að segja að það vita hreint ekkert allir af þessu máli milli sorpritsins og Liverpool.
    Sjálfur vissi ég ekkert af þessu fyrr en ég las um þetta hræðilega mál einmitt á þessari síðu : )
    Ég vil gefa honum það að hann hafi bara ekki vitað betur : )
    Paige 3 er nú alltaf klassík samt : )

  32. Hvaða viðkvæmni er þetta Sigursteinn? Ertu að boycotta allt sem Murdoch snertir? Horfirðu aldrei á leiki á SKY? Flettirðu aldrei Times eða News of the World? Hefurðu aldrei horft á Simpsons? Allt kemur þetta frá Murdoch kallinum. Þetta ‘boycott’ Liverpool-stuðningsmanna á The Sun er grátbroslegt. Að refsa einum miðlinum en að styðja annan í eigu sama mannsins er með hreinum ólíkindum.

  33. Murdoch situr ekki í ritstjórnum allra sinna fjölmiðla og er tæpast að velta sér upp úr því sem er birt í þeim dag frá degi. Það var S*n sem skrifaði viðbjóðslegar lygar undir fyrirsögninni “The Truth” um fólk sem horfði bjargarlaust á 96 ættingja sína og vini kremjast til dauða. Og baðst ekki afsökunar fyrr en fjölmörgum árum síðar þegar í ljós kom að Liverpool-búar ætla ALDREI að fyrirgefa viðbjóðinn og blaðið er fast í algerri sölulægð á Merseyside. Ef það er ekki ástæða til að boycotta þennan miðil þá veit ég ekki hvaða ástæða ætti að vera betri.

  34. Situr Murdoch í ritstjórnum einhverra fyrirtækja sinna, hvað kemur það málinu við? Maðurinn á fyrirtækin í gegnum News Corp. Murdoch hefur verið viðloðandi Sun síðan 1969. Til hvers að boycotta eitt fyrirtæki en stunda síðan viðskipti við önnur í eigu sama mannsins? Ef menn ætla að ná einhverjum árangri í þessu boycotti sínu verða þeir að gera það yfir alla línuna.

  35. Finnur: Er ekki búið að breyta þessum lögum í Evrópu þannig að menn geta ekki verið að stela krökkum frá öðrum liðum? Ég man reyndar bara fljótt á litið eftir tveimur tilfellum þar sem þetta hefur gerst, þ.e.a.s. frá Spáni til Englands, Fábregas og Fran Mérida til Arsenal og ég veit að Arsenal voru dæmdir fyrr í haust til að borga Barcelona að mig minnir 2 milljón punda fyrir “stuldinn” á Mérida.

  36. Mér finnst nú magnaðast þegar menn ætlast til þess að allir aðrir taki þátt í þeirra sniðgöngu. Ssteinn velur það að sniðganga tiltekinn fjölmiðil, sem er í fínasta lagi, en það þarf ekki að þýða að allir aðrir þurfi að gera það. Burtséð frá því hvort menn séu Liverpool aðdáendur eða ekki. Ekki það að ég sé á þeirri skoðun að the Sun sé eitthvað sérstaklega innihaldsrík eða holl lesning, en maður hlýtur að mega lesa það eða linka í það án þess að menn taki trylling. Ef linkurinn truflar, þá er hægt að sleppa því að smella á hann eða bara bölva í hljóði ef þú stenst ekki freistinguna að tékka á forboðna ávextinum.

    Skil líka ekki þessa þörf þína Ssteinn til að æsa þig yfir svona hlutum. Hef nokkrum sinnum orðið var við það við lestur síðunnar að þú átt það til að urra á menn sem eru ekki endilega á sömu línu og þú eða fylgja ekki nákvæmlega þeim boðorðum sem þú kýst að lifa eftir. Þú hefur eðlilega fullan rétt til að urra, gelta eða slefa þegar aðrir tjá sig, en mér persónulega finnst það nú gefa ansi neikvæða mynd af þér. Ég upplifi þetta sem gríðarlegan “Liverpool aðdáandi #1” hroka. Ekki ósvipað og þegar hörðustu aðdáendur hljómsveita fussa vegna þeirra sem þekkja bara hittarana en hafa ekki lært alla textana utanbókar. En það er nú bara mín upplifun, ég hef nú haft rangt fyrir mér endrum og eins.

    Til að hlífa mér við múgsefjun og móðursýkislegum upphrópunum um blaðaumfjöllun Sun gagnvart Liverpool, þá vil ég taka fram að ég veit hvað Sun sagði ljótt (og ljótt var það sannarlega), ég sé bara ekki ástæðu til að missa legvatnið útaf því.

  37. Mér finnst það nú bara réttur þeirra sem reka þessa síðu að kippa út linkum á Sun fréttir. Ef ég væri með bloggsíðu og einhverjir myndu setja fullt af linkum á Ku Klux Klan eða einhvern álíka djöfulgang þá myndi ég líka ritskoða það 🙂

  38. Hvaða f###ings varnir eru þetta til handa The S*n!!!

    Þetta er Liverpool síða og það önnur af tveimur stærstu síðum sem tengjast Liverpool hér á landi, að sjálfsögðu er allt sem tengist S*n fordæmt hérna!!!!

    Þið sem vitið ekki forsöguna af því afhverju langflestir sem fylgja Liverpool (og margir Everton menn víst líka) lesa ekki þennan klósettpappír er bent á að kynna sér það.

  39. Úff, er það Sun-umræðan einu sinni enn? Maður má ekki líta af ykkur í einn dag … 🙂

    Ég verð að taka undir með Togga og öðrum hér að ofan. Ég persónulega veit um hvað Sun-málið snýst, hvað sá snepill gerði af sér og hvers vegna hann er sniðgenginn á meðal stuðningsmanna Liverpool. Fyrir vikið finnst mér sjálfsagt að sniðganga hann sjálfur, en það er þó ekki svo mikil ofsatrú hjá mér að ég geti ekki smellt á tengil ef því ber að skipta.

    Hins vegar, þótt ég sniðgangi hann sjálfur að vissu leyti, ætlast ég ekki til þess af neinum öðrum, jafnvel ekki einu sinni Liverpool-aðdáendum. Maður getur varla reiðst því í níu af hverjum tíu tilfellum vita menn ekki betur, en jafnvel þótt menn viti allt um Sun-málið og velji samt að lesa blaðið eða skoða vefsíðuna er það ekki mitt að siða viðkomandi til.

    Ég er samt alveg til í að útskýra málið fyrir hverjum þeim sem vill vita af hverju Liverpool og The Sun geta ekki þrifist undir sama þaki.

  40. “Situr Murdoch í ritstjórnum einhverra fyrirtækja sinna, hvað kemur það málinu við?”

    Það kemur málinu þannig við að hann getur í besta falli verið ábyrgur á mjög óbeinan hátt og því væri fáránlegt að ætla að boycotta hann og hans fyrirtækjasamsteypu í heild. Sky, Times, Fox eða MySpace gerðu nákvæmlega ekkert af sér í þessu máli og eiga því ekki skilið neitt boycott. Þótt mér finnist DV viðbjóðslegt og vilji gera það litla sem ég get sem neytandi til að það geti ekki haldið áfram sinni starfsemi (sem er að kaupa hvorki blaðið né lesa dv.is) þá get ég alveg verslað í Bónus, eða hvað?

    Það er verið að boycotta fjölmiðil ekki eitthvert móðurfélag – sem réð engu um það hvað var gefið út daginn eftir Hillsborough.

  41. Vá hvað margir halda hérna að þeir séu einhverjir Bretar. Það er það eina sem ég hef að segja.

    Það geta allir verið sammála um að það getur verið áhugavert að lesa The Sun og meira að segja sumt sem er sagt þar reynist síðan rétt og satt, en maður á bara að taka þessu með fyrirvara. Ef einhver vill hins vegar ekki lesa blaðið, þá er það bara í góðu lagi. Hver hérna þykist hafa rétt til að fordæma hvað fólk les?

  42. Hvað eru margir starfsmenn eftir hjá Sun í dag sem unnu þar árið 1989? Ertu þá ekki að refsa þeim starfsmönnum sem ekkert hafa gert af sér? Hverjum ertu að refsa með því að boycotta Sun? Vörumerkinu Sun? Starfsfólki Sun í dag eða árið 1989? Hverju hafa þeir áorkað með þessu boycotti sínu? Murdoch er ríkari en nokkru sinni fyrr og Sun hlýtur að eiga ríkan þátt í þeirri velgegni.

  43. Vita menn hérna inni ekki söguna á bakvið Sun? Þið sem þekkið ekki málið hvet ég ykkur til að kynna ykkur það. Þið hinir sem þekkið málið en lesið blaðið samt, þið um það, ég mun ALDREI lesa þetta blað. Þetta er auðvitað mikið tilfinningamál og Sun komu mjög illa fram svo vægt sé nú til orða tekið.

    Þetta er liðið ykkar og liðið ykkar byggir á sterkri fjölskylduhefð. Ýmindið ykkur ef þeir hefðu gert svona fréttaefni um ykkur eða ykkar fjölskyldu. Svona ósvífin framkoma er einfaldlega óafsakanleg.

    Mér er alltaf minnistætt viðtal sem ég las einhverntíman við Kenny Daglish. Þá var hringt í hann daginn eftir “The Truth” fyrirsögnina af einhverjum háttsettum hjá Sun(hvort það var Murdoch sjálfur man ég nú ekki). Viðkomandi sagði að þeir hefðu búið þetta til frá grunni og óskaði eftir aðstoð Daglish um hvernig þeir gætu bætt fyrir þetta. Daglish sagði þeim að gera jafn stóra fyrirsögn daginn eftir með orðunum “We Lied” en viðkomandi sagðist ekki geta gert það. Daglish sagðist þá einfaldlega ekki getað hjálpað honum.

    Reiðin og gremjan sem skók Liverpool borg eftir þessa “blaðamennsku” var það mikil að blaðið hefur aldrei náð einhverjum hæðum aftur á svæðinu. Ófyrirgefanleg framkoma af hálfu Sun og mjög eðlilegt af mínu viti að sniðganga snepilinn.

    Hvernig menn geta reynt að verja þennan snepil, en kallað sig Liverpool menn í sömu andrá, er mér algjörlega hulin ráðgáta.

  44. Persónulega var ég tveggja ára þegar þetta gerðist og þess vegna væri það mjög falskt ef ég myndi hata þá svona mikið. Þetta væri svipað og ég myndi hata alla Tyrkja út af tyrkjaráninu eða alla þjóðverja útaf Adolf Hitler og nasistönum. Kannski aðeins ýkt dæmi, en það er samt bara þannig.

  45. Og, já. Samkvæmt Benni Jón þá er maður ekki Liverpool maður ef maður les The Sun. Vá hvað þú hlýtur að vera [ritskoðað] í meira lagi.

    Vinsamlegast sýnið hver öðru virðingu í umræðunum á þessari síðu. Ég vil síður þurfa að ritskoða fleiri ummæli. -Kristján Atli

  46. þetta er líka betra svona, þá getur fólk ímyndað sér enn ljótari orð, hehe.

  47. KVÓT: Hvernig menn geta reynt að verja þennan snepil, en kallað sig Liverpool menn í sömu andrá, er mér algjörlega hulin ráðgáta.

    Ég er semsagt ekki Liverpool maður eða ekki alvöru Liverpool maður af því ég les eitthvað slúðurblað sem gerði eitthvað af sér fyrir 18 árum. Er það ekki ágæt ástæða?

    Svo sagði ég bara að hann væri heftur, sem er bara galli sem sumir þurfa að lifa með. Ekki endilega verri manneskjur, heldur akkurat öfugt eiginlega. Alveg pottþétt fínn gaur.

  48. Ég hef ekki lesið öll ummæli hér,en eru menn ekki farnir út af veginum og eru að spóla í drulluni.Sem sagt,í upphafi skal endirinn EKKI skoða.Y N W A

  49. Stefán minn, ég fæ bara kjánahroll á að lesa þetta hérna eftir þig. Veit ekki alveg hvað ég á að halda. Ég sagði ALDREI að þeir sem læsu Sun væru minni menn Stefán minn, þvert á móti sagði ég “þeir um það”. Ég sagðist bara ekki skilja að þeir sem verja blaðið og gjörðir þess gætu kallað sig Liverpool menn sökum þess sem á undan er gengið. Tvennt mjög ólíkt.

    Mig langar samt að spyrja þig minn ágæti Stefán, veistu um hvað málið snýst? Eða ertu bara að gaspra útí loftið? Sökum ungs aldurs fynnst mér ekki ólíklegt að þú hafir litla sem enga vitneskju/skilning á þessu máli. En að kalla mig einhverjum illum nöfnum afþví að ég fordæmi þetta blað sökum verka þeirra í garð liðsins míns er í besta falli kjánalegt. Kynntu þér málið Stefán litli og tjáðu þig svo.

  50. Jú, ég hef lesið allt um það og þessi gaur sem skrifaði þetta væri ekki boðið í afmælið mitt, en rólegur. Þetta er ekki sama blað og fyrir átján árum síðan!

  51. Kiddi: Sama blað, ekki endilega sama starfsfólk. Það er líklega það sem Stefán á við. Þá vaknar sú spurning hvort maður sé í raun að sniðganga rétta aðila í þessu máli, þó ég taki enga afstöðu í því máli. Þó blaðið sem slíkt sé það sama, eru þá endilega sömu menn að skrifa fréttirnar? Eru kannski saklausir blaðamenn sem eru að gera sitt allra besta hafðir að skotspóni fyrir syndir forvera þeirra í starfi? Ekki óeðlilegt að velta þessu fyrir sér.

    Menn geta verið ósáttir við stefnu blaðsins og jafnvel sniðgengið það algjörlega, en þetta ofsafengna hatur er barnalegt.

  52. Toggi: Mér finnst þú heldur betur vera að hleypa af fallbyssu úr glerhúsi. Hefur þú einhvern meiri rétt en hver annar til að skjóta skotum? Kryddar hlutina upp úr öllu valdi, sakar menn um hroka og ég veit ekki hvað og hvað.

    Byrjum á byrjuninni, þ.e. þessi umræða um sorpritið. Svo virðist sem margir viti ekki út á hvað það mál gengur eða hreinlega sjá bara ekkert slæmt við þetta mál. Þetta er aftur á móti mikið hitamál fyrir mér og hefur það ekkert með það að gera að ég sé að þykjast vera Breti eins og kom fram í einhverjum ummælunum hérna að framan. Þetta snýst um fólkið og þá sem lentu í þessu hræðilega slysi, beint eða óbeint. Ég hef nokkrum sinnum rætt við aðila sem voru á staðnum þegar þetta átti sér stað, voru uppi í stúku og/eða úti á vellinum og upplifðu þessa hörmung. Það er ólýsanlegt að heyra þessa aðila tala um reynslu sína og svo það að sjá þessa frásögn í sorpritinu daginn eftir. Mér finnst því afar sorglegt þegar ég sé talað um skoðanir á þessu riti sem barnalegar. Væri til í að sjá þessa aðila segja það beint í andlit þessa fólks.

    Hvað varðar álit þitt á mér, þá verð ég nú bara að segja eitt, mér gæti ekki verið meira sama. Ég hef í gegnum tíðina sagt mínar skoðanir umbúðalaust og reynt að hafa þær lausar við persónulegar árásir. Það er allavega meira en hægt verður að segja um þín skrif hérna. Þeir sem mig þekkja vita vel hvernig persónu ég hef að geyma, og það eru eflaust einhverjir sem líkar ekki við þá persónu og ég hef oft séð það á Internetinu að það eru fjölmargir sem eru ósáttir við mig og mín skrif. Þeim er það velkomið, en ég ætla að reyna að halda mig áfram fjarri þeirri gryfju að fara út í persónulegar árásir og mun áfram segja mína skoðanir á Liverpool og öllu því tengdu.

    Í þessari umræðu hefur einn verið kallaður þroskaheftur, annar sakaður um hroka og svo einn skoðanahópur sagður barnalegur. Ég veit svei mér ekki hver það í rauninni er sem er að sýna fram á hroka hérna, dæmi nú hver fyrir sig. En þér getur haldið áfram að líka illa við mig, því eitt get ég sagt þér. Ég missi ekki svefn yfir því.

    Þeir sem vilja lesa sorpritið, endilega gerið það ef það er ykkur mikilvægt. Ég mun þó alveg pottþétt kommenta á neikvæðan hátt þegar linkur á það er settur hérna inn, alveg þar til ritstjórarnir banna mig. Ég heimsæki fjölmargar Liverpool síður á netinu, og ég veit ekki um eina sem styður það að linka á þetta rit. Ég hreinlega skil ekki þörfina til þess að nota þetta rit, eitt er að vita ekki um söguna í kringum þetta, en það er enn verra ef menn segjast vita allt um málið en finnst þetta bara í fína lagi. Þið um það, ég er einfaldlega ekki sammála og mun aldrei vera það. Ég ætla mér ekki að kommenta frekar á þetta mál, enda finnst mér í rauninni fáránlegt að stuðningsmenn Liverpool séu að rökræða um þessa hluti. Over and Out.

  53. Ég get ekki annað en velt því fyrir mér Ssteinn hvort þú hefðir ekki gott af því að fara á eitthvað reiðistjórnunarnámskeið. Eða í það minnsta að reyna að nálgast einhverja þjálfun í að koma skoðunum þínum á framfæri án þess að tapa þér í valdhroka, mikilmennskubrjálæði og pirringi.

    “Mér finnst þú heldur betur vera að hleypa af fallbyssu úr glerhúsi.”
    Hvernig þá Ssteinn? Nákvæmlega hvaða glerhús ertu að tala um? Ekki varð ég heldur var við að ég væri að hleypa af neinum skotum, hvað þá úr fallbyssu.

    “Hefur þú einhvern meiri rétt en hver annar til að skjóta skotum?”
    Sagði ég það? Benti ég ekki einmitt á að þú hefðir rétt á að nota hvaða málflutning sem þér finnst henta best. Ég tjáði bara mína skoðun á því hvernig þú lætur hluti frá þér og hvernig þeir gefi hugsanlega ranga mynd af þér. Má ég ekki hafa skoðun? Er það endilega svo slæmt að ég velti fyrir mér hvort hrokafulla fíflið sem birtist hér endrum og eins og tjáir sig úr LFC merktum fílabeinsturninum sínum, sé kannski ekki jafn mikið fífl og hann virðist; hann sé bara klaufi við að koma hlutunum frá sér?

    “Kryddar hlutina upp úr öllu valdi, sakar menn um hroka og ég veit ekki hvað og hvað.”
    Bentu mér á hvar ég er að krydda hlutina uppúr öllu valdi í þessum kommentum mínum. Endilega. Ertu það heilagur Ssteinn að ekki megi nokkrum manni finnast þú hrokafullur? Er það ekki hroki í sjálfu sér?

    “Mér finnst því afar sorglegt þegar ég sé talað um skoðanir á þessu riti sem barnalegar.”
    Ég sagði aldrei að skoðanir á The Sun væru barnalegar. Ég sagði að hatrið væri barnalegt og ég stend við það, enda má vel færa rök fyrir því að hatur sé alltaf barnalegt, hver svo sem uppsprettan er. Ef þú myndir nú hugsa pínulítið og anda smá áður en þú tekur mikilmennskutrylling, þá hefðirðu séð það.

    “Ég hef í gegnum tíðina sagt mínar skoðanir umbúðalaust og reynt að hafa þær lausar við persónulegar árásir.”
    Þó þú kallir mann ekki fífl, þá þýðir það ekki að þú sért ekki að gera á hann persónulega árás. Mér finnst t.d. ansi grimmt þegar þú talar ítrekað niður til annarra sem kommenta hér, í ljósi yfirburða þekkingar þinnar á LFC og öllu sem klúbbnum tengist og því að þú virðist telja sjálfan þig einhvern talsmann LFC og þarft reglulega að setja ofan í við aðra sem kannski tjá aðra skoðun en þína. Smeðjulegt orðalag eins og “vinur” getur í vissu samhengi virkað hræðilega hrokafullt. Þú ert ansi laginn við að finna þann farveg.

    “Það er allavega meira en hægt verður að segja um þín skrif hérna.”
    Bentu mér á öll þessi komment þar sem ég hef verið með skítkast, ómálefnalega stæla, frekju, yfirgang, hroka, leiðindi og rugl. Það væri gaman. Ertu svona mikill trúður í alvörunni? Er ég alltíeinu orðinn einhver terroristi á liverpool blogginu? Í kommentum mínum við þessa færslu fólst engu persónulegri árás en þær sem þú hefur stundað. Raunar fólst bara engin árás í þessu. Ég lýsti bara þeirri skoðun minni að þinn málflutningur virkaði oft hrokafullur. Ég verð sífellt sannfærðari í þeirri trú minni.

    “þér getur haldið áfram að líka illa við mig, því eitt get ég sagt þér. Ég missi ekki svefn yfir því.”
    Hvern ertu að reyna að sannfæra? Mig eða þig? Viltu fá medalíu fyrir að missa ekki svefn yfir því? Klapp á bakið kannski? Koss frá Rafa Benitez? Hversvegna í ósköpunum heldurðu að ég hafi nokkurn áhuga á þínum svefnvenjum eða hugarástandi?
    Og hví ertu svona viss um að mér líki illa við þig? Ég hef aldrei hitt þig, aldrei talað við þig og hef enga skoðun á þér sem manneskju. Ég veit ekki hvernig þú lítur út, hvað þú heitir fullu nafni eða hvað þú starfar við. Enda er mér, líkt og þú orðar svo smekklega, skítsama. Ertu með einhverja minnimáttarkennd?

    “Ég ætla mér ekki að kommenta frekar á þetta mál, enda finnst mér í rauninni fáránlegt að stuðningsmenn Liverpool séu að rökræða um þessa hluti. Over and Out.”
    Hviss, bang, búmm…Elvis has left the building! Umræðan búin.

    Hroki, einhver?

  54. Ja, hérna. Nú held ég að botninum (eða toppnum) sé náð í persónulegu skítkasti á síðunni. Til hamingju Toggi.

  55. Hvernig finnurðu það út Ssteinn? Hvaða persónulega skítkast ertu alltaf að tala um? Ég bara get ekki séð að ég hafi nokkurntímann verið með yfirdrull hérna inni. Ef þú myndir raunverulega lesa það sem ég skrifa, í stað þess að túlka alla skapaða hluti út frá þínu brenglaða sjónarhorni, þá efast ég um að þú sæir það heldur.

  56. Toggi, það er persónulegt skítkast að segja að menn þurfi að fara á reiðstjórnunarnámskeið, segja menn séu með valdahroka og mikilmennskubrjálæði. Bara mín skoðun.

    Annars, þá finnst mér það vera partur af því að vera stuðningsamaður Liverpool að maður finnur til samkenndar með öðrum stuðningsmönnum, hvort sem þeir eru hérna á Íslandi, í Víetnam eða í Liverpool borg. Ég horfi allavegana alltaf pínulítið öðruvísi á fólk þegar ég veit að það er Liverpool aðdáendur.

    Partur af því er að þegar ráðist er á okkar stuðningsmenn á jafn viðbjóðslegan hátt og var gert af The Sun daginn eftir hörmulegasta daginn í sögu þessa klúbbs, þá er það lágmarkstillitsemi við þá sem þjáðust þann dag að við séum ekki að vísa á heimasíðu þess blaðs.

    Við erum ekki haldnir neinum ranghugmyndum um það að við séum Englendingar, en ég er þó Liverpool aðdáandi og stend með Liverpool aðdéndum í öðrum löndum. Það er partu af því að fylgja þessu liði og partur því hvers vegna aðdáendur Liverpool virðast oft vera mun æstari í stuðningi sínum en aðdáendur annarra liða.

    Þess vegna erum við sem ritstýrum þessari síðu sammála um því að vísanir í þetta blað eru afskaplega illa liðnar. Ég get á vissan hátt verið sammála um að það er óþarfi að æsa sig útí menn ef þeir þekkja ekki söguna. En ef menn þekkja söguna og halda samt áfram að kaupa eða vísa í The Sun, þá finnst mér það afskaplega dapurt.

  57. Hjartanlega sammála Sigursteini og Einari Erni. Lýsingar The Sun á atburðum 15.apríl 1989 voru þvílíkur viðbjóður, uppspuninn lygi sem aldrei hefur verið tekin til baka.
    Það er nefnilega málið, The Sun hefur aldrei tekið almennilega á þeim lygum sem birtu, t.d. sögur að “ræningagengi” Liverpool aðdáenda hafa stolið af líkum og slösuðum, auk þess sem talað var um að kófdrukknir áhorfendur hefðu kastað vatni á líkin!!!! Auðvitað var líka talað um það að áhangendur Liverpool hefðu ráðist inn á völlinn, alóðir.
    Allt hefur þetta auðvitað verið afsannað og Murdoch þvingaður til að viðurkenna að Sun hafi ekki farið með rétt mál. Hann hins vegar lét það út úr sér í fyrra að hann hefði ekki átt að segja það, þetta hafi “bara verið fréttir”.
    Staðreyndin er vissulega sú að eftir að maður fer almennilega yfir sögu þessara samskipta skil ég fullkomlega og er sammála því að ég les ekki Sun, mun aldrei kaupa það og finnst ekki við hæfi að setja hér inn tengil á síðu þess blaðs.
    Toggi, næst þegar þú ferð til Liverpool skaltu fara í rólegheitunum upp á The Park og spjalla við heimafólk um blaðið. Ég var á Liverpool-Arsenal í fyrra þar sem rifjað var upp þetta ógeðslega mál í kjölfar fyrrgreindra ummæla Murdoch. Dreifblöðungur gekk fyrir utan völlinn þar sem í stuttu máli var farið yfir þá óvirðingu sem fjölskyldum látinna á Hillsborough var sýnd.
    Hillsborough slysið verður ávallt í sögu LFC. Það að vera áhangandi liðsins finnst mér snúast um meira en það að bölva töpum og fagna sigrum. Ég er bara ekki með neinn hroka þegar ég segi það að þetta slys snerti mig verulega á sínum tíma og tel viðbrögð félagsins við því og frá þeim tíma vera eitt af því sem gerir mig svo stoltan af því að vera stuðningsmaður. Náði að upplifa messu á The Kop einn 15.apríl og var gríðarlega hræður!
    Ef það er hroki Toggi að hata The Sun fyrir fréttaflutninginn á sínum tíma og læt það ennþá pirra mig, þá er það bara í fyrsta skipti sem ég hef fengið á mig stimpilinn hrokagikkur.
    “No Liverpool fan with self-respect or respect for other Liverpool fans will ever be linked to the trashpaper named The Sun”.
    Ég fann þetta ekki upp, en skrifa það eftir dreifblöðungnum frá Anfield í fyrra.

  58. Auðvitað ruglaði ég saman M&M liðinu í málinu, það var McKenzie sem baðst afsökunar, en sagði svo í fyrra að eigandi The Sun, Murdoch kallinn hafi þvingað sig til þess að óþörfu.
    Annað stendur.

  59. Strákar, þessi linkur á að vera um unga menn sem við viljum veiða til klúbbsins. Öll slagsmál og svívirðingar eiga að fara fram, úti !

  60. Eins og ég hef einstöku sinnum upplifað áður, þá efast ég stórlega um að lesskilningur ykkar sé upp á sitt besta.

    Ég hef aldrei varið the Sun á neinn hátt. Ekki í kommentunum við þessa færslu eða neina aðra. Ég bara skil ekki að menn æsi sig, blóti og taki tryllingsköst þegar einhver vísar í frétt hjá þeim. Ef ske kynni að greinin sé nú fyllilega rétt og vel skrifuð, er hún þá bara strax ógild og ömurleg af því þetta er the Sun? Og nú veit ég vel að þetta er ekki háklassablað, þannig að líkurnar á góðum greinum, eða réttum, eru hverfandi. En möguleikinn er til staðar þrátt fyrir það og þá vaknar þessi spurning eðlilega. Er sannleikur prentaður í the Sun ekki jafn mikill sannleikur og sá sem prentaður er í öðrum miðli, jafnvel þó innihald textans væri nákvæmlega það sama? Lesið fyrsta komment Ssteins við þessa færslu og þá skiljið þið vonandi hví ég velti því fyrir mér.

    Svo er spurning hvort eðlilegt sé að hata fjölmiðil? Er eðlilegt að æsa sig af því einhver kýs að lesa hann eða linka á hann, þó maður geri það ekki sjálfur? Ég sé ekkert að því að þið sem haldið úti síðunni viljið ekki fá þessa linka hér inn, enda hef ég aldrei sett út á þá stefnu ykkar, þar sem þetta er nú einu sinni ykkar síða. En það er vel hægt að koma þeim skilaboðum á framfæri kurteislega og án þess að æsa sig, ekki satt?

    Maggi: Nánast allt sem þú segir eru tilfinningarök. Sem eru ekkert slæm rök sem slík, en þau hafa ekki alltaf nógu sterkar stoðir. Þó ég tæki göngutúr um the Park, hitti vini og ættingja hinna látnu, þá breytir það engu um það sem ég er að segja. Ég hef aldrei sýnt þessu máli neina óvirðingu eða gert lítið úr því. Ég er bara að benda á að þó ykkar skoðun sé sú að blaðið sé ljótt og ógeðslegt, þá hafið þið engan rétt á að krefjast þess að aðrir séu sammála ykkur. Með því að hneykslast á öðrum sem linka/lesa/kaupa blaðið, þá eruð þið að setja ykkur á háan hest og í því felst hroki. Svo einfalt er það. Sé ekki hvar á að felast skítkast í því. Svo sagði ég aldrei að það væri hroki að hata the Sun, ég sagði að það væri barnalegt að gera það. Ætlar einhver hér inni virkilega að reyna að halda því fram að hatur sé nokkrum til góðs? Að hatur sé ákjósanleg tilfinning sem eðlilegt sé að ala á? Ég myndi ekki treysta mér í það allavega. Það er hinsvegar hroki að vera svo viss um réttmæti eigin skoðana að maður trúi og láti líkt og þær séu æðri skoðunum annarra.

    Einar: Ég er ekki sammála þér með þína skilgreiningu á persónulegu skítkasti, í það minnsta ekki í þessu samhengi. Lestu fyrsta kommentið mitt við þessa færslu og bentu mér á hvar ég er með skítkast í því. Seinna komment mitt var eðlilega pínulítið agressívara, eftir furðulega harkaleg viðbrögð Ssteins við fyrsta kommenti mínu. Það var í því samhengi sem ég nefndi reiðistjórnunarnámskeið, sem er alls óvitlaus lausn ef menn fuðra upp af æsingi við kurteislegri gagnrýni. Persónuleg gagnrýni er nefnilega alls ekki það sama og persónulegt skítkast. Ég held þú sért að rugla þessu tvennu saman. Að nefna mikilmennskubrjálæði, þarf ekki að fela í sér að Ssteinn sé að plana heimsyfirráð eða fjöldamorð á minnihlutahópum, það á einungis við um hegðun hans á þessari síðu og þá aðallega í kommentum gagnvart þeim sem honum eru ekki sammála. Í mínu fyrsta kommenti kom samt skýrt fram að þetta væri tilfinning sem ég hefði við lestur kommenta hans, en ég hefði engan sérstakan hug á að fullyrða neitt þar sem ég hef átt það til að misskilja menn og jafnvel gera mistök. Sá reiðilestur sem hann hellti hér inn eftir mitt fyrsta komment fól í sér svo margar órökstuddar og hreinlega vitlausar fullyrðingar um mínar skoðanir, skrif og hegðun að mér fannst fullkomlega eðlilegt að leiðrétta hann og benda honum á að viðbrögðin væru óeðlileg. Við því kom þetta skítkasts svar hans, hugsanlega vegna skorts á skynsamlegum svörum við athugasemdum mínum. Mitt fyrsta komment var kurteislegt, þó í því fælist gagnrýni á skrif og framkomu Ssteins. Má það ekki hér? Eru einhverjir súkkulaði? Hafið þið ekki agiterað fyrir því að gagnrýni og skoðanaskipti séu í lagi, svo lengi sem menn rökstyðji og kasti ekki fram einhverri drullu með dónalegu orðbragði eða hreinu níði. Hefurðu einhverntímann séð nokkuð þannig frá mér á þessari síðu?

    Megnið af því sem þið allir skrifið annars snýr að athugasemdum og skoðunum annarra en mín. Einhverra hluta vegna hafið þið viljað klína því á mig, alsaklausan, og það finnst mér óskiljanlegt. Því efast ég um lesskilning ykkar eða getu til að anda rólega áður en þið æðið af stað í mótsvar.

    Ég hef aldrei nokkurntímann skrifað neitt inn á þessa síðu sem jaðrað gæti við skítkast. Gagnrýni já, skítkast nei. Þið verðið að læra að þekkja muninn á þessu tvennu.

    Það sem ykkur væri hollt er að lesa vel og vandlega þær athugasemdir sem þið ætlið að svara, melta þær í smá tíma og svara þeim svo. Annars er mikil hætta á að þið séuð ekki að skilja rétt og þá verður umræðan eðlilega svolítið brengluð í kjölfarið.

    Ég birti þetta svar í nagandi ótta yfir að nú hafi ég enn og aftur slegið met í persónulegu skítkasti. Viðkvæmnin er nefnilega svo mikil hérna að ég þori varla annað en að tipla um líkt og á jarðsprengjusvæði.

  61. „Hafið þið ekki agiterað fyrir því að gagnrýni og skoðanaskipti séu í lagi, svo lengi sem menn rökstyðji og kasti ekki fram einhverri drullu með dónalegu orðbragði eða hreinu níði. Hefurðu einhverntímann séð nokkuð þannig frá mér á þessari síðu?“

    Nei, enda höfum við aldrei ritskoðað eða eytt út ummælum frá þér Toggi. Það er ósanngjarnt af þér að gefa í skyn að þú fáir ekki að gagnrýna Steina eða einhverja aðra á þessari síðu þegar öll þín ummæli um hann hafa fengið að standa óhreyfð og öllum sýnileg. En rétt eins og þú mátt gagnrýna og rökræða má hann svara fyrir sig, og aðrir taka þátt í umræðunni eins og þeim þykir hæfast.

    Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna sjálfa en vildi bara koma þessu á framfæri.

    Umræðan er að mínu mati much ado about nothing, svo ég sletti ögn. Við erum öll sammála um að The Sun hafi hagað sér illa gagnvart Liverpool-aðdáendum, en sumir segja að á meðan blaðið ekki biðst afsökunar eigi að halda áfram að sniðganga það á meðan aðrir segja óhæft að refsa núverandi starfsmönnum miðilsins fyrir syndir þeirra sem áður störfuðu þar. Ég fell persónulega í fyrri hópinn en ætla ekki að skipa mönnum að elta mig þangað. Ég held því hins vegar heilshugar fram að við hljótum að geta fundið eitthvað betra við tímann að gera (eða skemmtilegra að ræða um) en að kvabbast yfir því hver er dónalegur og hrokafullur og hver ekki.

    Djö… ég sem ætlaði ekki að taka þátt í umræðunni. Gat ekki stillt mig.

  62. Aðalástæðan fyrir spurningunni sem þú vitnar í Kristján er sú að mér skilst að mér hafi tekist að ná nýjum botni í persónulegum árásum á síðunni. Finnst það bara magnað.

    Auðvitað mega þeir svara umræðunni, enda dettur mér ekki í hug að banna þeim það. Hinsvegar er eðlilegt þegar svona umræða fer af stað að menn rökstyðji mál sitt og einnig að þeir lesi vel þau ummæli sem þeir ætla að svara. Mér t.d. finnst afar furðulegt að setja fram gagnrýni, m.a.s. með kurteislegum fyrirvara um óvissu, og fá þá einhvern trylling til baka þar sem mér eru auk þess gerðar upp fleiri sakir en ég hef unnið fyrir. Upphaflega átti þetta nú bara að vera kurteisleg ábending sem sumir hefðu kannski nýtt sér til að bæta sinn stíl eða í versta falli hunsað, en aðrir sjá sem skotárás og halda að persónuleg óvild, sem auk þess er sérstaklega hönnuð til að valda svefntruflunum, sé á ferðinni. Hversvegna í ósköpunum ætti mér t.d. að líka illa við Sstein? Ég hef aldrei hitt manninn. Mér má hinsvegar finnast hann hrokafullur og jafnvel allt að því dónalegur á köflum, þó sú skoðun mín sé enginn stóri sannleikur. Það felur ekkert hatur í sér, bara mín upplifun. Kannski er það helber vitleysa sem ég einn upplifi, en kannski er eitthvað til í því. Ef svo er, var þá ljótt af mér að benda honum á það? Maður spyr sig.

    Málið er semsagt það að ég skal taka allan minn skít, umorðalaust. En ég tek ekki nokkurn skapaðan hlut umfram það. Ég hef engan áhuga á að ef t.d. einhver treggáfaður þorskur blótar einhverjum í sand og ösku og segir að það eigi að hauskúpunauðga frænda hans með kylfu, að það sé skyndilega orðin mín skoðun bara vegna þess að ég var í grenndinni. Það virðist gerast í hvert einasta skipti sem ég kommenta á þessa síðu. Allavega upplifi ég það þannig, það gæti þó verið dramatíkin að tala.

    Það sem ég legg aðaáherslu á í öllum samskiptum er að það er fleiri en ein hlið á öllum málum, heimurinn er ekki svartur og hvítur. Það á við um þetta Sun mál, eins og allt annað. Auk þess leiðist mér tilhneiging fólks til að stjórna öðru fólki, beygja það undir sínar skoðanir annaðhvort með lagni eða látum. Ég gerist sekur um það eins og aðrir, það er jafn hvimleitt fyrir því.

    En já, það er spurning hvort nokkur okkar sofi í nótt, þetta er búinn að vera svo mikill tilfinningarússíbani að ég er úrvinda á sál og líkama.

  63. Toggi, fyrstu málsgreininni í mínu svari var beint til þín, þær síðari voru bara mín skoðun á því almennt hvort að menn ættu að æsa sig á Íslandi yfir The Sun. Það var kannski ekki nógu skýrt og því óþarfi að taka allt kommentið til þín. Að öðru leyti ætlaði ég ekki að blanda mér í deilur milli þín og Sigursteins, bara að benda þér á svarið við spurningunni þinni.

    Annars tel ég mig hafa lent í meira skítkasti en þetta á þessari síðu, þannig að ég tel að það hafi verið ýkjur hjá Steina.

    Það virðist gerast í hvert einasta skipti sem ég kommenta á þessa síðu. Allavega upplifi ég það þannig, það gæti þó verið dramatíkin að tala.

    Þú virðist reyndar aðallega blanda þér í umræður sem eru nokkuð heitar fyrir. Allavegana hefur mér fundist það að undanförnu, þannig að það skýrir kannski af hverju þú færð þetta á tilfinninguna. Sem er slæmt, því þótt að SSteinn geti eflaust rifist við þig til eilífðarnóns, þá hef ég mjög gaman af þínum innleggjum hér og sakna enn bloggsins þíns.

  64. “Hversvegna í ósköpunum ætti mér t.d. að líka illa við Sstein? Ég hef aldrei hitt manninn. Mér má hinsvegar finnast hann hrokafullur og jafnvel allt að því dónalegur á köflum, þó sú skoðun mín sé enginn stóri sannleikur. Það felur ekkert hatur í sér, bara mín upplifun. Kannski er það helber vitleysa sem ég einn upplifi, en kannski er eitthvað til í því. Ef svo er, var þá ljótt af mér að benda honum á það? Maður spyr sig.”

    Þú ert ekki einn að upplifa þennan hroka Toggi, langt frá því. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar SSteinn kom inn á þessa síðu sem “stjórnandi” og sagði þetta þann 16. ágúst 2006:
    “Ánægjulegt að fá fleiri penna á þessa góðu síðu en ég vona að SSteinn tali ekki niður til þeirra sem hafa aðrar skoðanir en hann og að hann skilji að skoðanir hans eru ekki endilega þær einu réttu þó svo að hann hafi starfað mikið í hinum íslenska Liverpoolklúbb.
    Gunnar sendi inn – 16.08.06 17:32 “

    Og afhverju á ég þessi ummæli mín ennþá? Jú vegna þess að ég copy/paste-aði þau inn í Word og geymdi því að ég vissi að hann myndi ekki “valda mér vonbrigðum”…

    SSteinn, reyndu nú að taka þessa gagnrýni Togga á þig og nota hana til að bæta þig sem einstakling. Það getur vel verið að þú sért ekki svona leiðinlega hrokafullur “in real life” en þú ert það svo sannarlega þegar þú skrifar á Netið um Liverpool. Einhverskonar Mr. KnowItAll eða Besserwizzer. Algjörlega óþolandi týpur hvorutveggja.

  65. Og aðeins til að árétta, þetta var skrifað árið 2006, ca. 15 mánuðir síðan…

  66. Vá, 15 mánuðum seinna tókst þér að finna annað dæmi um meintan hroka í Sigursteini. Til hamingju!

    Alveg finnst mér þetta sorglegt.

  67. Rangt hjá þér Einar því miður. Ég hef séð þennan hroka margoft síðan en ekki nennt að kommenta á það mikið en þó minnst á það. Hann hefur þá yfirleitt svarað með skætingi. Fannst þó ég þurfa að styðja Togga því að þið sjáið ekki(eða viljið ekki sjá) það sem við sjáum, sem er sorglegt. Leitt að þurfa að leiðrétta þig svona.

  68. Ég verð að taka undir með Einari. Þetta er sorgleg langrækni hjá þér, Gunnar. Þú gætir gert það sama við hvern einasta mann sem kommentar hérna inn og sannað þannig að viðkomandi væri hrokagikkur.

    Svo verðurðu að taka eitt með í reikninginn. Þú segist hafa skrifað þetta í færslu þar sem Steini var kynntur sem glænýr Liverpool bloggari. Það er, hann hafði ekki skrifað svo mikið sem einn pistil á þessa síðu og þá varst þú strax farinn að saka hann um hroka. Og svo ertu hissa á því að maðurinn sé stundum í ofsafenginni vörn gagnvart ummælum á þessari síðu? Ég veit að Steini á það til að stökkva upp á nef sér hér inni (sem er ólíkt ljúúúúfmenninu sem maður mætir utan netheima) en ég sver að ég myndi sennilega bregðast eins við ef ég þyrfti að þola sömu fyrirfram mynduðu skoðanir í minn garð og þú sýnir í garð hans.

  69. Neineinei, þvílía þvælan er þetta til að verja sinn mann. Þið eruð ekki að skilja neitt sem ég segi en ég er kannski sekur um að kynna málið ekki nógu vel, enda hef ég ekki áhuga á því að eyða miklum tíma í það. Þó að SSteinn hafi verið kynntur sem glænýr Liverpool bloggari hér þá fæddist maðurinn ekki þann dag sem hann gerðist bloggari hér. Auðvitað hafði ég lesið það sem hann skrifaði inni á Liverpool.is! Og auðvitað hafði ég myndað mér skoðanir út frá því. Hvurslags bull er þetta???

    En allavega, þú staðfestir það sem ég og Toggi erum að segja með þessu: “Ég veit að Steini á það til að stökkva upp á nef sér hér inni (sem er ólíkt ljúúúúfmenninu sem maður mætir utan netheima)”.

    En ertu annars að segja að SSteinn hagi sér svona hér á Liverpool-blogginu vegna þess að ég hafði myndað mér skoðun á honum? Ég verð þá að passa mig í framtíðinni ef ég mynda mér skoðun á fólki, greinilegt að mínar pælingar móta fólk. Ég er greinilega gríðarlega áhrifamikill að þínu áliti.

    En þú ert þá í ágætismálum því að mér finnst þú nokkuð góður í því sem þú ert að gera hér Kristján. Þú ert ekki hrokafullur en ert með skoðanir og ert held ég tilbúinn til að sætta þig við að aðrir eru líka með skoðanir og talar ekki niður til fólks.

    Og sorgleg langrækni er þetta ekki, köllum þetta frekar að hafa rétt fyrir sér….:) Mér fannst þetta mjög fyndið að maðurinn skuli alltaf haga sér eins og að ég, þekkjandi manninn ekki neitt, skuli hafa haft rétt fyrir mér með hann.

    En er ekki annars sorgleg langrækni að hata The Sun? Nei örugglega ekki, það kallast staðfesta líklega… Það fer bara eftir því hver hefur skoðunina.

  70. Gunnar, þú leggur greinilega annan skilning en ég í orð mín. Ég meinti ekki að Steini væri skapbráður hér inni en ljúfur þess utan. Ég meinti það að hann er skoðanaglaður maður á báðum stöðum en það er einfaldlega annað að tjá skoðanir sínar í rituðu máli hér inni en að orða þær þess utan. Ef hann hefði sagt þér sína skoðun á Sun-málinu í eigin persónu hefðirðu brosað með honum og eflaust tekið undir. Hérna hins vegar skil ég hvernig sterkar skoðanir manns eins og Steina geta virkað illa á einhverja.

    Ég er hins vegar ekki sammála því að með því að tjá skoðanir sínar á ákveðinn hátt sé Steini að sýna af sér hroka eða mikilmennskubrjálæði, sem virðist vera sá skilningur sem lítill hluti lesenda okkar leggur í orð hans. Þess vegna komum við sem hann þekkjum persónulega jafnan að umræðunni til að verja hann, af því að við vitum að það er ekki til hroki í Steina.

    Ég gæti tekið sjálfan mig sem gott dæmi. Þegar ég ræði málin við fólk í eigin persónu á ég það stundum til að verða yfirlýsingaglaður og jafnvel styggja fólk með sterkum skoðunum mínum og þeim hætti sem ég set þær fram. Það gerist auðvitað ekki alltaf, yfirleitt er maður rólegur og yfirvegaður, en ég á það til að hitna í hamsi yfir góðum umræðum. Þegar kemur að rituðu orði hef ég hins vegar getað tamið mér að róa þennan skoðanaofsa minn og setja mál mitt fram á allt að því rólegri hátt en mér er eðlislægt. Það fylgir því að vera vanur penni og ég fer ekkert í grafgötur með það að ég er vanari penni en Steini. Hann er þó ekkert verri fyrir vikið og frábær penni engu að síður.

    Sem sagt, Steini kann að virka árásargjarnari í lesnu máli en ég en það er frekar af því að ég held mikið meira aftur af mér en hann og segi ekki alltaf hlutina eins og mig langar helst til að segja þá. Í persónu er hins vegar vandfundið meira ljúfmenni en Sigursteinn Brynjólfsson, á meðan ég gæti átt það til að valta yfir menn fyrir jafn saklausa hluti og að voga sér að gagnrýna Rafa eða segjast ekkert eiga sökótt við The Sun. Steini er svona týpa sem segir alltaf sína skoðun og kemur fram við alla af sömu virðingu og þeir koma fram við hann. Fyrir það ber að mínu mati að virða hann, ekki að sitja afsíðis og bíða færis á að geta úthrópað hann fyrir eina og eina illa orðaða setningu.

    Getum við ekki bara lokið þessari umræðu í bili? Getur það nægt ykkur sem þekkið Steina ekkert að ég segi ykkur að hafið þið lagt þann skilning í orð hans að hann sé hrokafullur eða líti niður á ykkur að það sé alrangt? Get ég sagt ykkur að Steini sé ekki hrokafullur og við látið þar við sitja? Ég vona það, því ef menn ætla að halda áfram í snjókasti og tína til eina og eina ófullkomna setningu héðan og þaðan hjá manni sem hefur skrifað fleiri þúsundir setninga inná þessa síðu gætum við setið við langt fram á næsta ár.

  71. Ergo, SSteinn er leiðinda hrokagikkur í lesnu máli. Ég er tilbúinn til að fallast á það. Enda það sem ég er búinn að segja frá upphafi.

  72. Það sagði ég ekki. Ég er hættur að ræða þetta við þig ef þú ætlar ekki að beita neinu öðru en fordómum í þessu máli. Ég hef annað og betra við tímann að gera. Þú verður bara að fá að hafa þína skoðun á Steina í friði, enda greinilegt að þú ert ákveðinn í því að láta engan segja þér annað en að Steini sé leiðindaseggur.

  73. Sko Kristján, þú ert svolítið þver. Hvernig stenst þetta sem þú skrifar hér að ofan þegar ég er áður búinn að skrifa:

    “SSteinn, reyndu nú að taka þessa gagnrýni Togga á þig og nota hana til að bæta þig sem einstakling. Það getur vel verið að þú sért ekki svona leiðinlega hrokafullur “in real life” en þú ert það svo sannarlega þegar þú skrifar á Netið um Liverpool.”

    Þú varst greinilega ekki búinn að lesa þetta breiðletraða, en ég skil það svosem að ekki sé hægt að grípa allt.

    Ég er fullkomlega meðvitaður um að SSteinn getur verið hinn besti náungi “in real life” eins og ég segi þarna. En sem ritari á Netið um Liverpool-mál er hann hrokagikkur, ekki alltaf en of oft.

    Og að kalla mig fordómafullan er sennilega ofnotkun þess orðs, ég dæmdi SStein eftir að ég hafði lesið það sem hann skrifaði. Það kallast ekki fordómar.

  74. Kristján: Í kommenti þínu komstu inná punkt sem ég einmitt hef reynt að benda á. Ég hef aldrei haldið því fram að Ssteinn sé hrokafullur, leiðinlegur eða illgjarn maður, enda þekki ég hann ekki neitt. Hinsvegar sagði ég að oft hafa skrif hans virkað á mig sem hrokafull. Það var nú aldrei planið að hrinda af stað einhverjum nornaveiðum með því, það var einungis mín skoðun og í sannleika sagt sett fram sem gagnrýni en ekki sem yfirdrull.

    Ef ég ætlaði að drulla yfir Sstein eða einhvern annan, þá hefði það algjörlega verið hafið yfir allan vafa. Ég held að þeir sem muni eftir blogginu mínu geti staðfest það.

  75. Ég get svo svarið það, við þyrftum að stofna hliðarblogg þar sem lesendur gætu skrifað sérstaklega um það í fari okkar sem fer í taugarnar á þeim.

    Menn eru ekki fyrr hættir að ræða um hrokann og leiðindin í mér áður en þeir byrja að gagnrýna stafsetningarkunnátu Kristjáns og nú er komið að meintum hroka í Sigursteini.

  76. Svona eru landsleikjahléin, fínt að nýta þau í þetta… Ég hjó eftir því Einar um daginn að þú þoldir ekki þegar einhver kallaði þig “vin” hér í kommentum, einhver sem þú varst að þrasa við. Þetta fór í taugarnar á þér og þú komst því á framfæri(ég þoli þetta ekki heldur þegar menn gera þetta). Nú erum við að koma einhverju á framfæri sem við þolum ekki og hvað er rangt við það? Er einhver stéttaskipting í gangi? Menn eiga að koma fram við hvern annan hér inni af virðingu, eins og alltaf. Ef menn eru ekki að því, eins og SSteinn, þá finnst mér í lagi að menn komi því á framfæri. Alltaf hægt að laga hlutina þó að þeir séu ágætir. Eins og ég sagði áðan, fínt að nýta þessi blessuðu landsleikjahlé í það… 🙂

  77. Finnst öllum hér í lagi að eyða nú um 25 póstum í persónuna Sigurstein, án þess að hann tjái sig?
    Mér finnst það ekki lengur allavega. Vona innilega að Gunnar og Toggi hafi nú fengið nægilega útrás fyrir skoðun sína á Sigursteini Brynjólfssyni. Ég verð nú að viðurkenna það að mér liði betur ef Gunnar og Toggi myndu láta síðasta pistil sinn hér við þennan þráð vera að gefa upp fullt nafn sitt, því ég held að ummæli eins og eru að falla hér eigi ekki að falla í nafnleysi. Vel getur verið að einhverjir viti hverjir þið eruð en mér finnst það verða að koma fram.
    Sigursteinn, til hamingju með að hafa ekki látið draga þig inn í þessa umræðu að undanförnu. Það eina sem menn hafa uppúr því að henda skít er að verða skítugir sjálfir um hendurnar.
    Við lesendur síðunnar langar mig að segja að mér finnst alveg hörmulegt að eina umræðan sem hefur farið á flug hér er orðin persónuleg og okkur hér til vansa. Á meðan að 10 – 20 ummæli hafa komið um fótboltamál eru nú komin yfir 80 ummæli, flest um The Sun og Sigurstein við þessa frétt.
    Mér hefur ekki fundist Sigursteinn hrokafullur, það að hann sé í miklum tengslum við aðdáendur úti og sé afar fróður um allt varðandi Liverpool er mikil gæfa fyrir þessa síðu. Hann er vakinn og sofinn aðdáandi LFC sem skín í gegnum allt sem hann skrifar. Ef hann reiðist og svarar gerir hann það vitandi að allir vita hver hann er og fyrir hvað hann stendur. Sumir virðast eiga erfitt með að lesa það.
    En svo vona ég að ég fái að sjá fullt nafn þeirra sem kalla aðra “þvera”, “hrokagikki í lesnu máli”, “mr knowitall” og”besserwisser”. En svo vona ég líka að menn fari að hugsa um fótbolta……

  78. Maggi: Nákvæmlega hvaða skít hef ég verið að henda í síðustu ummælum? Ég hef nú eytt langmestu púðri í að reyna að útskýra að yfirdrull hafi ekki verið meiningin af minni hálfu, heldur að ég hafi verið að benda á að skrif Ssteins geta geta gefið ranga mynd af manninum. Hvað þarf ég að gera til að þú skiljir mig? Ssteinn hefur allan rétt til að verja sig ef ég eða aðrir drulla yfir hann, en að sama skapi er alveg hreint fáránlegt af þér og sumum öðrum að vilja sífellt eigna manni eitthvað rugl sem býr hvergi annarsstaðar en í þínu ímyndunarafli. Lestu kommentin mín áður en þú tjáir þig um þau.

    Hverju breytir það fyrir þig “Maggi” hver ég er? Hvernig líður þér þá betur? Ertu að reyna að halda því fram að ég kasti fram athugasemdum í skjóli nafnleyndar og sé að reyna að fela mig eitthvað? Það er engin leið að komast að því hver ég er, raunar má segja að ef það er einhver lesandi þessarar síðu sem auðvelt er að finna út hver er, þá er það ég. Finn ég þig kannski í þjóðskrá undir nafninu Maggi? Voðalegur fíflagangur er þetta.

  79. Mitt fulla nafn er Gunnar Aron Ólason. Það breytir engu hvaða nafn ég gef upp, gæti verið að ljúga þess vegna. En þetta er nafnið mitt. Togga þekki ég ekki og ekki SStein heldur. Þetta er bara mín skynjun á það sem ég les og skítkastið hef ég ekki séð ennþá hjá mér, fullfrjálslega með það orð farið finnst mér. Ég tilheyri ekki þeim hluta manna sem segir bara já og amen við öllu sem aðrir segja, hvort sem þeir heita stjórnendur eða ekki. Ég er langoftast sammála Einari og Kristjáni í þeirra málflutningi og hef í sjálfu sér ekkert út á þá að setja og langoftast er ég sammála SSteini í hans málflutningi nema að mér finnst það skemma mikið fyrir hvernig hann bregst við þeim ummælum sem styðja ekki hans. Ég er maður í fullri vinnu og hef því ekki tíma til að skoða öll ummæli SSteins og “analisera” þau. En ég tók eftir þessu fyrst á Liverpool.is fyrir mörgum árum síðan og hef síðan tekið eftir þessu öðru hverju hjá honum. Ég vil undirstrika það, öðru hverju en alls ekki alltaf. Þó það nú væri.

    En allavega, ég heiti Gunnar Aron og þoli ekki hroka, yfirlæti, Bessserwizzera. Og ég áskil mér rétt til þess.

    Vona að menn þoli smá gagnrýni. Ég held í vonina að SSteinn taki þetta til sín sem Toggi, og ég síðan, vorum að tala um. Batnandi mönnum er best að lifa. Hann þarf sennilega bara að skólast til í pennanum eins og Kristján talaði um. Sennilega er hann hinn ágætasti maður þegar hann talar, man nú eftir einhverju viðtali við hann í íþróttaþætti og þá fannst mér hann koma vel út.

    Nafnleyndin getur haft sína kosti og galla. Það væri til dæmis fróðlegt ef stjórnendur hér skrifuðu undir dulnefnum öðru hverju bara til að sjá hvort að þeir færu að gagnrýna málflutning hvers annars á annan hátt fyrir vikið. Það mætti segja mér það…

  80. Mér persónulega finnst þetta málið gengið alltof langt, finnst þetta fásinna að menn séu að rífast eins og smábörn um skoðanir sínar á hinu og þessu, nú hef ég ekki lesið öll commentin hérna þar sem þau eru öll í lengri kantinum sem segir mér að mönnum er heitt í hamsi, sem undir venjulegum kringumstæðum væri gott mál en þetta er bara gengið of langt, þessi færsla snerist upprunalega um þann orðróm að Rafa væri á eftir einum efnilegasta varnamanni í spænska boltanum og er komið út í asnaleg rifrildi um The S*n og persónuleika bloggara.
    Skil hreinlega ekki hvernig fullorðnir menn sem báðum er greinilega mjög annt um lítið lið á Mersey Side í Liverpoolborg og kallast Liverpool Football Club, fara úr umræðu um jákvæðan hlut fyrir framtíð liðsins yfir í skítkast myndi einhver orða það, eða nornaveiðar eða persónulegar árásir eða what ever það skiptir ekki máli, ef menn geta ekki verið sammála um eitthvað eiga þeir bara að láta kyrrt liggja og líta á hið jákvæða.
    Ssteinn er mjög fróður um Liverpool, gott mál nú þekki ég manninn ekkert og hef bara lesið skoðanir hans hér og það sem ég hef séð er að hann hefur gífurlegan áhuga og þekkingu í þokkabót og hefur það skilað mörgum góðum pistlum frá honum, þessu hljóta menn að vera sammála, og ef einhver er ósammála er það bara hans mál.
    Þetta comment mitt er orðið miklu lengra en það átti að verða, það sem ég er að reyna segja er að við styðjum allir Liverpool(ok flestir, veit að stuðningsmenn annara liða lesa þetta líka) og eigum rétt á okkar skoðunum, hvort sem við höfum haldið með Liverpool í 20 ár eða 20 daga á ekki að skipta máli, það sem á að skipta máli er að “Ef þú getur ekki sagt neitt jákvætt HALTU ÞÁ KJAFTI!!” eins og elskulegur faðir minn myndi orða það.
    Við styðjum okkar lið í gegnum súrt og sætt, og þótt við höfum mismunandi skoðanir ætti það eitt að skipta mestu máli
    takk fyrir mig

  81. Ég veit að Steini er mjög tilfinningaríkur í garð Liverpool og því geta skrif hans sjálfsagt stundum virkað hrokafull. En ég get lofað ykkur því strákar, hafandi þekkt manninn í þónokkur ár, að meiri ljúfling er erfitt að finna. Þetta er sá maður sem hefur gert hvað mest fyrir klúbbinn okkar hérna heima og á að baki ómælda vinnu í hans garð. Fróðleikurinn og áhuginn hjá honum á Liverpool er gríðarlegur. Hef setið með honum í stjórn klúbbsins, eytt ófáum tímunum með honum á Players, farið í nokkrar ferðirnar með honum út á leiki og umgengist hann “utan” Liverpool og alltaf er hann sami ljúflingurinn. Mér finnst mjög sorglegt þegar jafn mikill Liverpoolmaður og Steini er stimplaður einhverjum neikvæðum stimplum. Ef einhver Liverpool aðdáandi hér á landi á skilið mikla virðingu er það Steini. Ég tel sjálfan mig mikinn Liverpool mann, sit í stjórn klúbbsins og hef gert í nokkur ár, fer oft út á leiki og eyði miklum tíma bæði í vinnu fyrir klúbbinn og í netskoðanir um liðið, en ég hef ekki tærnar þar sem Steini hefur hælana. Fyrir mér er Steini hinn íslenski Mr. Liverpool.

    Ef ykkur finnst hann hrokafullur og leiðinlegur, flott mál, lesið þá bara ekkert skrifin hans. Einfallt mál ef þið spyrjið mig. Held að við ættum bara að láta staðar numið hér og einbeita okkur að liðinu okkar. Meintur hroki Steina er eitthvað sem á ekki heima hér og alls ekki við þessa færslu sem var um hugsanleg kaup okkar á Ezequiel Garay…sem btw mér lýst bara ágætlega á.

  82. “Held að við ættum bara að láta staðar numið hér og einbeita okkur að liðinu okkar.”
    Og svo eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir 😉

  83. Benni Jón: Ef þú lest komment mín hérna, þá sérðu að ég hef aldrei lýst yfir persónulegri óvild í garð Ssteins eða að mér finnist hann leiðinlegur eða vondur maður. Mér bara myndi ekki detta það í hug, þekkjandi manninn ekki neitt. Mér finnst líka hálf grátlegt að sjá ykkur stökkva svona til handa og fóta að verja manninn, ekki vegna þess að hann sé ekki þess verður eða þá að þið megið ekki gera það. Þið ættuð bara ekki að þurfa þess, allavega ekki hvað mig varðar, þar sem árás á persónu hans var nú aldrei ætlunin og ég held, þó einhverjir telji kannski annað, að ég hafi nú aldrei blammerað hann neitt sem manneskju.

    Þar sem þú nefnir neikvæða stimplun á Ssteini, þá finnst mér rétt að benda á að hvorki hef ég stimplað hann né hvatt til þess að aðrir geri það. Ég upplifi stundum neikvæðar tilfinningar við að lesa sumt sem hann skrifar, en mér finnst nú yfirleitt heiðarlegast að segja það hreint út við viðkomandi, sem ég gerði og það án skítkasts fannst mér (og finnst enn). Ég efaðist t.d. aldrei um hollustu hans og áhuga gagnvart LFC, tók það m.a.s. sérstaklega fram að hann hefði yfirburða þekkingu á klúbbnum og málefnum hans, sem er ekkert annað en jákvætt.

    Mér finnst Ssteinn hinsvegar ekki yfir gagnrýni hafinn, ekki frekar en ég eða aðrir. Þessvegna gagnrýndi ég hann, ekki til þess að vera leiðinlegur heldur vegna þess að ég tel að sumt geti hann bætt.

    Anton: Ef elskulegur faðir þinn heldur að best sé að halda kjafti ef maður hafi ekkert jákvætt að segja, þá er hann að mínu mati á villigötum. Ef þetta væri raunverulega málið þá væri aldrei nein stjórnarandstaða, engin mótmæli, engar rökræður, engin þróun í einu eða neinu. Þetta er bara bull, svo einfalt er það.

  84. Æi er þetta ekki komið gott, Toggi?

    Ég myndi loka á þessa umræðu, en þá verður eflaust allt vitlaust. Þannig að ég bið menn bara að hætta þessu og tala um eitthvað skemmtilegra. Við erum t.a.m. búnir að setja inn 5 færslur síðan að þessi var sett inn.

  85. komiði bara með eitthvað djúsí slúður og þá verður þetta gleymt og grafið mál, og menn geta farið að rífast um fótbolta ekki um aðdáendur

  86. Einar: Hvaða helvítis djöfulsins skítafokking drullupussu tælendings útikamar!!!

    Nei djók. Síðasta komment átti nú bara að vera til að veifa hvíta fánanum, ekki til þess að valda frekari vandræðum 🙂

  87. Ja H’erna

    Bid menn velvirdingar a tvi ad eg get ekki notad islenska stafi.

    eg held ad menn hafi farid allverulega yfir strikid mig langar ad kommentera adeins a sum skrifin herna tar sem Sigursteinn hefur verid hengdur allt ad tvi i beinni utsendingu af tveimur adilum herna og er nu samkvaemt 2 adilum her yfirlystur hrokagikkur to Toggi feli tad undir ros tar sem hann er auljoslega godur penni.

    i fyrsta lagi til ad taka af allan vafa ta geta menn ekki kallad sig Liverpool addaendur og lesid The Sun a sama tima(sma hroki eg veit)

    sarsaukinn her i Liverpool er en slikur ad The Sun er ekki lesid af folki sem fylgist med fotbolta hvorki af Everton ne Liverpool monnum.
    tegar tu kallar hatur a the Sun barnalegt ert tu ad segja ad 90% Liverpool studningsmanna og verulegur fjoldi Everton manna seu barnalegir.(reyndar agaet ad halda i barnid sem lengst heldur manni ungum)
    astaedan fyrir tvi ad menn geta ekki fyrirgefid The Sun er ad tad var ekki fyrr en i fyrra sem teir badust afsokunar. tad er en svo ad Liverpool og Everton leikmenn gefa ekki einkavidtol i the Sun. W rooney gerdi tau mistok einu sinni og var allt ad tvi hengdur her i Liverpool borg. onnur astaeda fyrir tvi ad menn haldast heitir yfir tessu er ad tetta mal hefur aldrei verid til lykta leitt og malaferli eru en i gangi og The truth samtokin eru en a fullu ad leita eftir rettlaeti.

    Ef tid hefdud upplifad tad ad fara i ferd med Sigursteini tegar hann var Fararstjori hja okkur i Liverpoolklubbnum ta myndud tid vita ad hann er sannarlega drengur godur og a ekki skilid tennan hrokastimpil sem tid viljid klina a hann, hann hefur ju akvednar skodanir a hlutunum og ver synar skodanir til hins ytrasta, en er tad hroki er ta ekki lika hroki tegar tu Toggi skrifar “Eins og ég hef einstöku sinnum upplifað áður, þá efast ég stórlega um að lesskilningur ykkar sé upp á sitt besta.” tu ert semsagt yfir okkur hina her a sidunni hafinn og mmed yfirburda lestrarskilning sambanborid vid okkur hina. Finnst tad hjakatlegt tegar menn eru ad setja ut a hroka annarra og koma svo med slik komment. serstakelga tegar tu ert ad allhaefa tetta um fjolda manns her inni.
    Og Gummi to ad tu og toggi viljid meina ad Sigursteinn se hrokafullur i skrifum synum gerir tad ekki tad ad verkum ad hann se tad to ykkar skodanir seu jafn godar og okkar hinna ta gera taer ekki tad ad verkum ad taer seu rettar.

    “Maggi: Nánast allt sem þú segir eru tilfinningarök. Sem eru ekkert slæm rök sem slík, en þau hafa ekki alltaf nógu sterkar stoðir. Þó ég tæki göngutúr um the Park, hitti vini og ættingja hinna látnu, þá breytir það engu um það sem ég er að segja. Ég hef aldrei sýnt þessu máli neina óvirðingu eða gert lítið úr því. Ég er bara að benda á að þó ykkar skoðun sé sú að blaðið sé ljótt og ógeðslegt, þá hafið þið engan rétt á að krefjast þess að aðrir séu sammála ykkur. Með því að hneykslast á öðrum sem linka/lesa/kaupa blaðið, þá eruð þið að setja ykkur á háan hest og í því felst hroki.”

    Nu veit eg ekki hvort tu er Liverpool studningsmadur eda ekki en sidan hvenaer er fotbolti eithvad annad en tilfinngar ef tilfinningarok eiga ekki vid i tali um okkar astkaera klubb og ta sem tengjast honum hvenaer eiga tau ta vid. og eg held tu aettir ad lita i eigin barm med hrokastimpilinn ef tu villt meina ad ef tu myndir hitta tad folk sem en a um sart ad binda eftir tetta hraedilega slys myndi ekki breyta neinu i tinum skrifum ta ert tu sannarlega hafinn yfir okkur hina a tynum haa stalli. og en og aftur Tu getur ekki baedi verid Liverpool studningsamdur og lesid The Sun, tu getur sagt annad og truad tvi sjalfur en tetta a bara ekki samann. og tu ert enginn studningsmadur nema ad nafninu til ef tu stidur ekki lidid og tad sem tad stendur fyrir. Hluti af tvi ad vera sannur studningmadur er ad hafa samkend med odrum studningsmonnum og standa med teim og lidinu i gegnum s’urt og saett. (tetta er nu bara min skodun en held einnig ad tetta se skodun flestra studningsmanna Liverpool get ekki allhaeft tad)

    Bidst en og aftur afsokunar a ad vera ekki med Islenskt lyklabord, og minni mjog svo lelegu stafsettningu.

    Nidurstadan er semsagt su ad nu hofum vid 2 hrokagikki her inni Toggi og SSteinn, spurning hvort amdur saeki um i klubbnum tar sem tad ma allveg orugglega finna eithvad hrokafullt i minum skrifum. Ad kalla menn hrokafulla af tvi teir standa med synum skodunum og verja taer med kjafti og klom er odyr leid ut ur umraedunni

    Sigurdur Hjaltested over and out eins og einhver sagdi hera ad ofan

Nýtt lén!

Crouch og Sissoko á leið burt í janúar?