Síðumál

Ég biðst velvirðingar á því að síðan var niðri í gærkvöldi, sem var afleitt því loksins höfðu menn ástæðu til að koma inná síðuna í góðu skapi.

Allavegana, við ætlum að skipta um hýsingaraðila, enda með ólíkindum hversu oft hún liggur niðri. Ef einhver er með tillögur að góðum hýsingaraðila, þá megið þið endilega senda póst á mig (einarorn – hjá – gmail.com) eða Kristján Atla (kristjanatli hjá gmail.com).

5 Comments

 1. Já ..takk fyrir það. Að skipta um hýsingaraðila. Reyndi mikið að koma hér inn í gærkvöldi til að fagna.. 🙂

  Leikurinn í gær var stórkostlegur. Reyndar var Besiktas algjörlega heillum horfið og bara ekki sama lið og við mættum í Tyrklandi. En frábært að sjá að við höfðum “killer instict” til að nýta okkur það og slátra þeim í orðsins fylstu merkingu.

  Vonandi er þetta upphafið að nokkrum sigrum í röð.

  YNWA

 2. Já, ég stóla sko alveg á ykkur strákar til þess að vita hvernig Liverpool gengur. Var sko alveg í stökustu vandræðum í gær, þurfti að fara á einhverjar erlendar síður og svona, bara til að vita hvort ég ætti að óska bóndanum til hamingju með sigurinn eða tala um eitthvað annað!!!! Þessi síða er sko til margs gagnleg 😉

  Ég hýsi síðuna okkar Mödda hjá Hosting Matters, en ég veit ekki alveg hvort ég eigi að mæla með þeim. Hef verið hjá þeim í c.a. 5 ár held ég en það hefur alveg komið fyrir svona eins og einu sinni á ári að sörverarnir fari í fokk hjá þeim. Annars eru þau ágæt. Ætli þið viljið ekki líka íslenskan hýsingaraðila…

 3. Ég trúi nú ekki öðru en að einhver lesandi taki sig til og bjóðist til að hýsa síðuna fyrir ykkur. Koms svo!

Liverpool 8 – Besiktas 0 !!!!!

Auglýsing!