Blackburn á morgun

Erfiður útileikur hjá okkar mönnum á morgun. Blackburn hafa verið á góðu skriði og hafa unnið 4 leiki í röð í deildinni. Okkur hefur yfirleitt gengið vel með Blackburn, allavega sjaldan tapað fyrir þeim. Við gerðum þar reyndar fyrir tæpu ári síðan, þegar leikurinn á Ewood Park tapaðist 1-0, en það var engu að síður einn ójafnasti leikur síðasta tímabils hjá okkur. Við áttum þann leik frá a-ö en töpuðum samt. Það þarf svo að leita aftur til ársins 1996 til að finna næsta tapleik þar á undan. Þannig að ekki er það þessi völlur þeirra sem ætti að hrella okkar menn.

Leikurinn á morgun er afskaplega þýðingarmikill (eins og reyndar allir leikir í deildinni). Blackburn hafa leikið 10 leiki í deildinni á tímabilinu (eins og við) og eru einu stigi fyrir ofan. Það er athyglisvert að fara aðeins ofan í tölfræði liðanna í deildinni. Blackburn eru með 21 stig og eru með markahlutfallið 15-9. Þeir hafa sem sagt skorað 1,5 mörk að meðaltali í leik og fengið á sig 0,9. Liverpool er með 20 stig og með markahlutfallið 17-6. Sem sagt 1,7 mörk skoruð að meðaltali og 0,6 fengin á sig. Ef við töpum okkur nú aðeins í tölfræðinni áfram þá hefur Blackburn átt 2.981 stutta sendingu í leikjunum og 538 langar. 74% allra sendinga heppnaðist hjá þeim. Liverpool aftur á móti hafa átt 3.129 stuttar og 659 langar, 76% heppnuðust. Blackburn hafa átt 196 fyrirgjafir fyrir mark andstæðinganna og 21 % þeirra heppnuðust. Tölfræði Liverpool í því eru 233 fyrirgjafir og 25% heppnaðar. Blackburn hafa átt 108 skot að marki andstæðinganna og þar af 44% sem hittu á markið. Liverpool hafa átt 146 marktilraunir og 40% þeirra hittu á markið. Og áfram höldum við (þeir sem eru orðnir leiðir á þessu geta hoppað bara í næstu greinaskil til að lesa áfram) og tökum næst fyrir tæklingar. Blackburn 248 og 72% unnar á móti Liverpool 272 og 73% unnar. Að lokum kemur svo að aukaspyrnum og spjöldum. Það hafa verið 147 aukaspyrnur dæmdar á Blackburn en 130 á Liverpool. Spjöldin eru svo 22 gul og 2 rauð á Blackburn og 15 gul en ekkert rautt hjá Liverpool.

Ef menn rýna bara í þessar tölur þá má sjá að Liverpool virðist halda boltanum meira innan liðsins, vera sókndjarfara en verjast betur. Blackburn aftur á móti virðast brjóta meira af sér og eru grófari. Samkvæmt tölfræðinni ætti því sigur að vinnast, en þetta er nú ekki svona einfalt. Þetta verður eflaust hörkuleikur og baráttan í fyrirrúmi. Menn verða að stíga upp og sýna hvað í þeim býr. Liverpool má hreinlega ekki við að tapa stigum og sér í lagi þar sem Arsenal og Man.Utd leika innbyrðis, þannig að það verður einhver sem tapar stigum þar.

Hjá Blackburn er ekki mikið um meiðsli. Robbie Savage er frá vegna meiðsla, en David Bentley er tæpur og mun ekki verða tekin ákvörðun um hans þátttöku fyrr en rétt fyrir leik. Mokoena meiddist í síðasta leik en er talinn vera í lagi og klár í slaginn. Þannig að þeir eiga nánast alla sína leikmenn klára í slaginn. Mikið hefur verið rætt um framherjapar þeirra. Markaskorun liðsins dreifist lítið og hafa þeir McCarthy og Cruz séð um þann þátt. Þeir hafa sín á milli skorað 9 af þessum 15 mörkum liðsins, sá fyrrnefndi hefur skorað 5 og Cruz 4. Framherjar Liverpool hafa líka skorað 9 mörk sín á milli í deildinni, eini munurinn er sá að þar er meira um rotation og skiptast mörkin því á þrjá framherja. Torres með 4, Voronin 3 og Kuyt 2. Ég hef persónulega alveg haldið munnvatninu yfir Benni McCarthy, hann hefur jú staðið sig vel, en þetta er ekki framherji sem væri á óskalistanum mínum. Hann gerir ákveðna hluti vel, engin spurning um það, en það er eitthvað við hann sem bara heillar mig ekki. Sama máli gildir um Cruz. Hann var alltaf ákaflega efnilegur, en mér hefur aldrei fundist hann taka skrefið yfir í það að vera virkilega góður leikmaður. Hvorugur þeirra er eitthvað öskrandi fljótur, þannig að ég hef fulla trú á að vörnin okkar nái að þagga þá niður.

En þá að okkar liði. Það vita allir að meiðslavandræði hafa verið að plaga liðið á þessu tímabili. Lykilmenn hafa verið að missa úr marga leiki og oft margir á sama tíma. Það var gríðarlegt áfall að missa Xabi aftur í meiðslapakkann og eins Torres. Ég er þó á því að við söknum Agger mest af öllum. Liðið er engu að síður nægilega sterkt og vel mannað til að fara til Blackburn og ná þar í 3 stig. Vörnin hefur verið algjörlega sjálfvalin í undanförnum leikjum, en núna eru þeir Arbeloa og Aurelio heilir á ný, þannig að samkeppnin er komin aftur. Ég efast samt um að Rafa breyti vörninni og því spái ég henni óbreyttri frá Arsenal leiknum, enda stóð hún sig alveg ágætlega varnarlega séð. Það er sóknarlega sem maður setur stórt spurningamerki við hana. Riise hefur verið alveg lost fram á við á þessu tímabili og ég hreinlega vil fara að sjá Aurelio taka þá stöðu. Finnan hefur sýnt þreytumerki og ég held að þegar líður á tímabilið, þá eigi Arbeloa eftir að byrja æ fleiri leiki í hægri bakverðinum. Þrátt fyrir góðan leik hjá Hobbs á móti Cardiff, þá er ég alveg pottþéttur á að þessi leikur sé ekki hans næsta tækifæri. Carra og Sami sjá um vöktunina. Sem sagt, bara Agger sem er pottþétt frá vegna meiðsla.

Þá er það blessuð miðjan. Xabi fjarri góðu gamni, sem og Pennant. Ég vil hreinlega sjá okkar menn keyra hratt á Blackburn og við hreinlega þurfum mann á miðjuna sem getur dreift spilinu vel. Ég er hræddur um að við eigum eftir að sjá Sissoko byrja við hlið Javier á miðjunni, þó svo að ég myndi svo sannarlega kjósa að Lucas myndi byrja inná. Momo hefur verið veikur undanfarið og því spurningamerki. Mér hefur reyndar fundist að menn hafi gert strákinn að ákveðnum blóraböggli, því aðrir miðjumenn hafa ekki verið að gera góða hluti þegar hann var að spila fyrir stuttu síðan. Javier er að koma tilbaka og svo er formið hjá Stevie óðum að koma. Ég vil því sjá Lucas og Javier á miðjunni og svo Stevie G á hægri kantinn (held þó að Momo byrji). Vinstri kantstaðan er aftur á móti erfiðari. Kewell er held ég ekki klár í að byrja leikinn og því stendur valið á milli þeirra Benayoun, Babel og Aurelio. Ég ætla að spá því að Yossi hefji leikinn. Það er reyndar ekkert útilokað að Rafa stilli aftur upp 3 framherjum eins og gegn Arsenal, en þá vil ég líka fá Babel inn fyrir Voronin. Á toppnum verður svo Crouch. Ég ætla því að setja fyrst upp draumauppstillinguna mína fyrir leikinn og svo minni spá um byrjunarliðið.

Óskaliðið:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Aurelio

Lucas – Maschareno
Gerrard
Kuyt – – – Crouch – – – Babel

Mín spá:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Gerrard – Sissoko – Maschareno – Benayoun

Kuyt – Crouch

Bekkurinn: Itjande, Arbeloa, Lucas/Kewell, Voronin og Babel

Nú er það ekkert elsku amma neitt. Ég vil bara sigur og ekkert annað og það skiptir engu máli hver uppstillingin verður. Ég er viss um að okkar menn koma baráttuglaðir til leiks og láti virkilega finna fyrir sér. Blackburn hafa náð að sjokkera lið eins og Arsenal með mjög hörðum leik, en ég vonast til að okkar menn láti hart mæta hörðu. Ég vona að Rafa eigi ennþá úrklippur úr blaðagreinum eftir leikinn í fyrra og hengi upp í búningsklefanum og leggi svo áherslu á að það er ekki nóg að yfirspila þá, við verðum að nýta færin okkar. Ég held að Liverpool skori snemma og klári svo leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Crouch á eftir að setja langþráð mark í deildinni og svo mun Gerrard halda uppteknum hætti og setja eitt mark. Ég spái því að við höldum loksins aftur hreinu og vinnum góðan 0-2 sigur og komum okkur af krafti inn í baráttuna um titilinn þar sem Arsenal og Man.Utd munu gera jafntefli.

48 Comments

 1. “Ég spái því að við höldum loksins aftur hreinu og vinnum góðan 0-2 sigur og komum okkur af krafti inn í baráttuna um titilinn þar sem Arsenal og Man.Utd munu gera jafntefli.”

  Meigir þú reynast sannspár!

  Ég er sammála óskauppstíllingunni þína. Mér líst rosalega vel á Gerrard frammi. Ég held að þetta sé framtíðaruppstilling fyrir Liverpool. Við höfum mannskapinn núna.

  Koma svo Liverpool. Sýna Blackburn hvar Davíð keypti ölið!

  YNWA

 2. nei enda á maður að vera bjartsýnn….en svo er líka hægt að vera raunsær, en liverpool liðið á að geta unnið hvaða lið sem er svo að sigur er option hvenær sem er

 3. Nei, enda að mínu mati þá á liðið að fara inn í alla leiki með það að markmiði að sigra. Við krefjumst þess af liðinu, og því spái ég okkar mönnum ávallt góðu gengi (yfirleitt alltaf). Ég til að mynda myndi aldrei tippa gegn Liverpool sigri á lengjunni.

  En að þessum leik, eru menn almennt á því að spái sé svo óraunhæf? Þetta verður erfiður leikur, ekki nokkur vafi á því, en leikkur sem við eigum alveg að geta unnið á normal degi. Stend því við mína spá.

 4. Það eru að mínu mati svik við klúbbinn að spá einhverju öðru en sigri, því liðið hefur svo sannarlega getuna til að sigra alla leiki en því vantar stundum bara neistann.

 5. Góð upphitun og sérstaklega ánægður með tölfræðina 🙂

  Likt og fyrir leikinn gegn Arsenal þá er ég skíthræddur við þennan leik. Sigur væri ótrúlega jákvætt þar sem ég sé Arsenal – Man U gera jafntefli og þar með gætum við unnið 2 stig á bæði lið. Hins vegar er ég hræddur við að við gerum jafntefli í hörkuleik. Umfram allt má þessi leikur ekki tapast.

 6. Gríðarlega erfitt að fara á Ewood Park og ætla sér að sækja öll stigin, en það er bara ekkert annað í boði, við verðum einfaldlega að vinna þennan leik ef við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni í vetur.
  Spái þessum leik 1-2 okkar mönnum í vil, Gerrard og Babel skora mörkin.
  Vill sjá byrjunarliðið svona;
  Reina
  Finnan-Carra-Hobbs-Aurélio
  Babel-Gerrard-Mascherano-Benayoun
  Crouch-Voronin

  Bekkurinn;Itandje, Arbeloa, Kewell, Lucas Leiva, Kuyt

 7. Sammála öllu sem þú ert að segja, nema hefði sett Arbeloa í stað Finnan
  spái 2-0 sigri Crouch með bæði en fer útaf meiddur eftir svona 60-65 mínútur eftir grófa tæklingu frá pirruðum Blackburn manni
  ekkert nema sigur á að koma útúr þessum leik!!
  áfram Liverpool

 8. Þetta verður erfiður leikur og ég er svartsýnn á að við vinnum, okkur vantar svo mikið af góðum leikmönnum. En oft er sagt að enginn sé ómissandi og maður komi í manns stað. Ég spái 1-1. En sigur væri til þess að bjarga helginni og ManUtd og Arsenal gerðu jafntefli.
  You Never walk alone!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 9. Reina
  Arbeloa-Carra-Hobbs-Aurelio
  Babel-Gerrard-Mascherano-Benayoun
  Crouch-Voronin

  vinnum 0-2

  Crouch og Gerrard með mörkin

 10. En svona í alvöru….ef Blackburn eru að gera okkur skíthrædda þá erum við nú ekki á góðum stað. Ég get ekki hugsað öðrvísi um þennan leik en skyldusigur…restin kemur svo í ljós

  áfram Liverpool

 11. Sælir félagar.
  Ég er eins og fleiri skíthræddur við þennan leik. Þó held ég að hann vinnist með hörku og seiglu. Ég vil fá draumauppstillingu SSteins og hafa bæði Benayoun og Babel inná.
  Við verðum að fara spila eins og í upphafi leiktíðar þar sem við sóttum þannig að liðin áttu nóg með að verjast og höfðu lítið aflögu í sóknina.
  Því á Gerrard að vera hægra megin, Babel og Kuyt frammi og Lucas á miðjunni með Mascherano og Arbeloa og Riise í bakverðinum. Spila svo allan leikinn til sigurs og pressa Blackburn alveg aftur í rassgat. Sókn er besta vörnin ekki síst af því að þeir reikna með okkur frekar pssívum fram á við. Setja 2 í fyrri og skipta svo um leikaðferð í seinni og bæta einu við og reikna með að missa einn bolta inn. Með þessu spái ég 1 – 3 🙂 Annars er ég hræddur um að þetta gangi ekki.

  YNWA

 12. Þetta er ekkert flókið krafan er sigur, allt annað eru mjög slæm úrslit miðað við stöðuna í deildinni í dag.

 13. Okkar menn taka þetta 2-0 og ekkert kjaftæði. Kuyt og Voronin skora.

 14. Þetta video er alveg búið að koma mér í gírinn fyrir leikinn á morgun 🙂
  http://youtube.com/watch?v=iTEngbRTjBU
  … djöfull á Benayoun þátt í mörgum mörkum liverpool það sem af er vetrinum!

  Tek undir með Sigtryggi og spái 1-3 sigri í skemmtilegum leik þar sem enginn liverpoolmaður fótbrotnar.

 15. Ég er ekki leikmaður eða þjálfari Liverpool og því ber mér engin skylda til að spá þeim sigri. Við getum vel unnið þennan leik en þegar ég spái fyrir um úrslit spái ég bara hvernig ég held að þetta muni fara. Og ég held að Blackburn vinni okkur svona 1-0 eða 2-0 á morgun.

  Ég held líka að tap á morgun muni ekki þýða heimsendi hjá liðinu né endalok baráttunnar um titilinn. Ég held samt að ansi margir aðdáendur muni stökkva fyrir strætó í kjölfarið á þessum leik. Ég held líka að ég muni verða kallaður já-maður a.m.k. þrjátíu sinnum næstu vikuna á þessari síðu, ef liðið tapar á morgun.

  Ég held er ekki það sama og Ég vona. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. 😉

 16. Ætla að vera frumlegur og spá 3-1 tapi.

  Spái liðinu svona:

  Reina
  Finnan Carra Hyypia Aurelio
  Benayoun Gerrard Sissoko Babel
  Kuyt Voronin

  Bekkur:
  Itjande
  Crouch
  Pennant
  Lucas
  Riise

 17. Það ber engum skylda til eins eða neins Kristján og það var ekki það sem ég meinti. Það hefur hver sitt viðhorf til liðsins og mitt er það að ég hef þá trú að liðið geti unnið alla leiki og þar sem svo er, þá spái ég þeim oftast sigri. Flóknara er það ekki. Þú hefur svo aftur á móti þína tilfinningu og gott og vel með það. Ég er ekkert bara að vona, ég HELD að við munum vinna leikinn og ég sé ekkert í spilunum af hverju ég ætti ekki að halda það.

  Ég er einnig sammála því að það þýði engan heimsendi þó við vinnum ekki, en með hverjum tapleiknum, þá verður baráttan sífellt erfiðari. Þetta er bara 11 leikurinn af 38 og þetta verður langt frá því að vera búið. Ég stend samt áfram við það að ég HELD, SPÁI og VONA að við sigrum leikinn 🙂

 18. “Ég held samt að ansi margir aðdáendur muni stökkva fyrir strætó í kjölfarið á þessum leik”

  Takk fyrir þetta Kristján Atli… ég er búinn að hlæja vel og lengi 🙂

  Takk fyrir tengilinn Biggi #15 .. Frábært að rifja upp mörkin svona.

  Við vinnum leikinn! Ekki spurning. Dreymdi Gerrard í nótt. 🙂 Hlýtur að vita á gott.

 19. Takk Biggi #15 gaman að sjá þetta, kemur manni alltaf í stuð að sjá Liverpool skora 😀

 20. Þetta verður rosalega erfiður leikur. Þess má geta að Arsenal hefur bara tapað stigum í vetur gegn okkur og Blackburn.

 21. Mér líst ekki á þessa rosalegu bjartsýni. Ég vona svo sannarlega að okkar menn vinni en ég ætla að vera raunsær og spá 2-1 því óskhyggjan má ekki ráða yfir manni. Hluti af ástæðunni fyrir tapinu er sú að menn verða með hugann við þriðjudagsleikinn og sennilega vanmeta Blackburn. Svartur dagur þessi laugardagur.

 22. þá bara sínum við að við erum betra lið en Arsenal með því að rústa blackburn 3-0!
  YNWA!!!!!

 23. Mig langar samt að forvitnast um eitt. Af hverju segja menn að það sé raunsætt að spá tapi, en óraunsætt að spá sigri? Væri gaman að fá svar við því.

 24. Óskaliðið hans SSteins lítur vel út, nema að ég myndi skipta Kuyt út fyrir Youssi. Þetta verður líkast til erfitt á morgun, ómögulegt að segja hvernig fer.

 25. Mér finnst ástandið orðið frekar slæmt þegar menn keppast um að spá Liverpool tapi á móti Blackburn – hvað er í gangi eiginlega? Ég er á því að Rafa komi á óvart á morgun og taki Riise út úr liðinu og spili 4-5-1/4-3-3

         Reina
  

  Finnan – Carra – Hyypia – Arbeloa
  Masch – Sissoko
  Gerrard
  Benayoun Babel
  Crouch

  Tökum þetta 3 – 1…Crouch með eitt og svo koma Kewell og Lucas inn og setja sitthvort. Væri alveg til í að veðja á að Hyypia skori fyrir Blackburn:-)

 26. Ekkert rugl strákar. Við erum fokking Liverpool og við tökum Blackburn og snýtum þeim. 0-3 og málið dautt.

 27. spái því að þegar leikmenn Liverpool sjá skíta úrslitin 0-0 úr Arsenal-man u fái þeir svona confidence boost og sýni öllum hvaða lið er besta liðið á Englandi og gjörsamlega valti yfir Blackburn, veit ekki hvað kom yfir mig en allt í einu er ég orðinn alveg úber bjartsýnn fyrir leikinn á morgun sannfærður um að þetta verður okkar besti leikur á tímabilinu (burtséð frá Derby 6-0 leiknum en það var nú varla challenge)

 28. Komaso! TAPA! TAPA! TAPA! TAPA! (Reverse psychology – það er næsta trix sem Rafa þarf að prófa) 🙂

 29. Liverpool aðdáendur um allan heim vilja sigur,og Liverpool leikmenn vita það,svo að þeir VINNA LEIKINN Á MORGUN!!!!!!!!!!!!!!!! ekki við heldur okkar lið=LOVERPOOOOOOOOOOOOOOOOOOL

 30. sheeeeeet!!!!
  Biggi! Thetta video kom mer i girinn, svo eg segi ekki meira.

  Ef vid hofum ekki tru a ad vid vinnum Blackburn tha getum vid gleymt thessu. Stefnir folk ekki a ad vinna deildina?

  Vid verdum trylltir og vinnum thennan leik!

  Thad er kominn timi a Babel, ef hann byrjar tha verdur hann madur leiksins (ad Stevie G undanskyldum). Eg hef trolla tru a honum og Benayoun. Er buinn ad raeda Benayoun og Babel mikid sidustu daga og hef verid ad tala um hversu godur their eru. Their koma til med ad skina i thessum leik! AEtla ad endurtaka thad sem eg hef sagt adur her um Aurelio, hann verdur godur og verdur lykilmadur i lok leiktidar.

  Audvitad aetlum vid ad vinna deildina og slatra Blackburn!

  KOMA SVO! AFRAM LIVERPOOL

 31. Ú je…..einsi………Loverpool : )
  Auðvitað vinnum við þennan leik !

 32. Þetta video er alveg búið að koma mér í gírinn
  nr 15 :Biggi vá hvað maður er til í leikin

  Blackburn 0 vs Liverpool 4
  Babel 2
  Gerrard 1
  Crouch 1
  Gaman
  Allir á Allinn–an

 33. Mjög góð upphitun….og ekki ert myndbandið síðra. Kemur mér á óvart hvað Kuyt kemur við sögu í mörgum mörkunum.

  En 0-1 í dag. Babel með markið fyrir utan teig..

 34. Þess vegna vill Rafa nota hann( Kuyt)svona oft, hann er andskoti drjúgur.Koma svo Liverpool(Loverpool):-)

 35. 24 – Það getur ekki verið raunsætt mat ef nánast allir gera ráð fyrir Liverpool sigri í hverjum einasta leik. Það kalla ég óskhyggju, því við viljum að liðið OKKAR vinni. Ekki viljum við að það tapi. Hvað gerðist í Beskitas leiknum um daginn. Allir spáðu rústi og rokkogróli fyrir Liverpool. Ég var sá eini sem minnti á að þetta væri tyrkneskur útivöllur sem er með þeim erfiðari. Hvað gerðist? Leikurinn tapaðist. Það eina sem ég gerðist sekur um var að vera ekki ofurbjartsýnn, köllum það raunsæi. Ég vona að ég hafi svarað spurningu þinni, SSteinn.

 36. Nei í rauninni ekki Helgi 🙂

  Mér finnst það ennþá að það var engin ofurbjartsýni að spá okkur sigri gegn Besiktas, enda áttum við óteljandi tækifæri á að klára þann leik og ef allt hefði verið eðlilegt, þá hefðu menn átt að skora meira en eitt mark úr þessum 28 marktilraunum sem við áttum þá. Auðvitað VITA menn aldrei hvernig leikirnir fara, en það var að mínu mati engin bjartsýni að spá sigri í þeim leik.

  Sama gildir með þennann leik í dag. Ég sé ekki hvernig það getur ekki talist raunsæ spá að spá okkar mönnum sigri. Ég fór yfir alla tölfræðina í upphituninni og það er ekki eins og að þessi völlur sé eitthvað jinx hjá okkur. Tölfræðin er með okkur, við erum með betra lið en þeir og menn ættu að vera mjög mótiveraðir. Þannig að ég get ennþá ekki séð fyrir leikinn (N.B. enginn veit hvernig hann mun í rauninni fara) af hverju það að spá tapi sé raunsæ spá, en að spá sigri sé óskhyggja. Kannski er ég bara of naive, en ég hreinlega hef ekki fengið minni spurningu svarað og hún er: af hverju er það ekki raunhæf spá að spá okkar mönnum sigri í dag? Hvað er það nákvæmlega sem gerir það að óskhyggju og einhverju sem er óraunhæft?

 37. Án þess að ég nenni að beina þessum þræði að þessari einu umræðu verð ég að segja að ég er ósammála mörgum með Dirk Kuyt. Hvaðan kemur þessi skoðun manna að hann sé allra ólíklegastur til að skora? Hann skoraði 14 mörk í fyrra, á sínu fyrsta tímabili, og í ár er hann þegar kominn með 5 mörk. Til samanburðar er Carlos Tévez búinn að skora 4 mörk fyrir United, Andryi Schevchenko búinn að skora 3 og Salomon Kalou 4 fyrir Chelsea. Kuyt er vinnusamur en hann skorar líka. Hann á sennilega aldrei eftir að verða markakóngur en hann skilar svo miklu fleiru en bara sínum 15 mörkum á tímabili. Af hverju er það svo glatað?

 38. 39 – Ég held reyndar að við séum að tala um sama hlutinn, bara mismunandi áherslur. Það fór í taugarnar á mér hvað menn voru bjartsýnir, eins og það væri formsatriði að vinna þennan leik. Það er ekki þannig, þó svo að tölfræðin sé okkur hagstæð. Tölfræði kemur ekki við sögu inni á vellinum. Hún er meira fyrir Excel-menn. Tölfræði vinnur enga leiki. Of mikil bjartsýnir, hvort sem hún er vegna ástar á liðinu sínu eða tölfræðinnar, er hættuleg. Þá tapa menn sér í óraunverulegum heimi. Því meiri bjartsýni, því meiri vonbrigði. Það er í raun það eina sem ég er að segja og vildi vara við henni. Með því að kalla það raunsæi vildi ég ná mönnum niður á jörðina. Mér sýnist ég vera í miklum minnihluta að telja sigur ekki sjálfgefinn. Liðið okkar er búið að sýna það í vetur að það skiptir engu máli hver er andstæðingurinn, Liverpool er óútreiknanlegt lið og það segi ég fullum fetum að sé algerlega á ábyrgð þjálfarans. Hann getur ekki hugsað sér að hafa sama liðið tvo leiki í röð. Þetta er ruglaður þjálfari, segi það og skrifa. Allt er tilviljunum háð, liðsskipan sem annað. Árangurinn er tilviljanakenndur eftir því. Leikmenn lifa í algerri óvissu og sjálfstraust þeirra flestra en komið niður fyrir fátæktarmrök. Meðal annars þess vegna er ég ekki ofurbjartsýnn á úrslit leikja.

 39. Gott að fá smá tölfræði!

  Í upphafi tímabils var Liverpool talið sigurstranglegt í deildinni. En ef við vinnum ekki þennann leik þá verður liverpool ekki nefnt á nafn í bráð sem sigurvegari. Það verður bara talað um arsenal, united og chelsea.

  Jákvætt þessa dagana hvað Gerrard er að skora og allur að koma til, ég held að hann muni gera gæfumuninn gegn Blackburn.

 40. Ég held að Liv, sé með 4 mjög góða framherja og þó að þeir séu ekki alltaf að skora eru þeir að leggja sig 100% fram og leggja upp mörk fyrir aðra. það er ekki slæmt .Ekki orð um það meir

 41. Það er eitthvað verulega mikið að ef menn eru orðnir hræddir við Blackburn þegar nánast enginn leikmaður í þeirra liði kæmist í byrjunarlið Liverpool. Skiptir engu máli þó þeir séu á heimavelli og eru í framför. Við eigum að yfirspila þetta lið eins og við gerðum í fyrra og sóknarmenn okkar að hafa sjálfstraust í að klára færin strax og vera 3-0 yfir í hálfleik.

  Hérna er síðan Morten Gamst Pedersen að tala um að Blackburn ætli að keppa við Liverpool……… um Meistaradeildarsæti. 🙁
  http://www.skysports.com/story/0,19528,11945_2844885,00.html

  Ef svona bull kveikir ekki í bestu leikmönnum Liverpool og öllu liðinu að sýna sitt allra besta þá hafa menn ekkert stolt. Skiptir engu þó Agger og Alonso vanti, Liverpool á að hafa menn í sínu liði sem eiga að geta átt stórleik og nógu sterka liðsheild til að pakka þessu Blackburn liði saman hvar og hvenær sem er.
  Nú þarf að sýna svart á hvítu að Liverpool er að berjast um enska meistaratitilinn en ekki sæti í CL og árangur í bikarkeppnum. Við þurfum að sýna styrk okkar og vinna þennan leik, helst með stæl. Bara verðum.

  Þá er það bara að halda áfram með 4-3-3. Láta Babel koma inn fyrir Voronin vinstra megin frammi og pressa Blackburn aftur. Cruz og McCarthy eiga ekki að fá neina þjónustu. Gerrard á að geta haldið Pedersen niðri á meðan hann tekur þátt í sókninni.

  0-1, 0-2, 1-2,1-3.

 42. svo ég rifji nú uppáhalds leik minn í tölfræði sem minnir mann bara á það að það eru MÖRKIN sem telja
  skot á mark: Man U-34 Rosenborg-1
  MÖRK: Man U-0 Rosenborg-1
  tölfræði segjir ekki rassgat þótt þú eigir bara 1 skot á mark eins og gerðist í þessum ágæta meistaradeildarleik fyrir nokkrum árum og úr því skoti kemur mark þá er það alveg nóg!

  síðan langaði mig bara að koma mönnum sem voru búnir að gleyma þessum leik í gott skap 😀

 43. Það kemur tölfræði lítið við að Liverpool er með langtum betri leikmannahóp en Blackburn og að við vorum miklu betri en þeir en þeir á Ewood Park í fyrra, vantaði bara að klára færin. Núna höfum við Torres til þess.
  Við eigum að vinna þetta lið. Punktur og basta.

  Nú rétt áðan voru Arsenal og Man Utd að gera 2-2 jafntefli og það gerir sigur á eftir jafnvel ennþá mikilvægari. Ef leikmenn Liverpool rífa sig ekki upp á rasshárunum á eftir og berjast eins og ljón útum allan völl þá veit ég ekki hvað ég geri við sjónvarpið.

  Áfram Liverpool!

 44. Tökum Riise, minn erkióvin út úr liðinu og snýtum þessum leggjabrjótum. Áfram RAUÐIR

Blackburn: allir meiddir

Chelsea í Deildarbikarnum!