Launin hans Riise

Okkar ástkæri og rauðhærði vinstri bakvörður, John Arne Riise er óumdeildur snillingur og uppáhaldsleikmaður flestra á þessu bloggi.

Af einhverjum ástæðum hefur það lekið út hversu mikið Riise fær greitt fyrir það að skemmta okkur í viku hverri.

Launin í lok mánaðar: 139.634 pund. Það er **17.361.289 íslenskar krónur**. Semsagt, 17 milljónir á mánuði. Það gerir 208 milljónir í árslaun.

Nú ætla Liverpool menn að rannsaka hvernig launa upplýsingarnar urðu opinberar. Ég er hins vegar með afar einfalda skýringu á þessu. Riise lak þessu ábyggilega sjálfur til blaðanna. Einsog margir kannast við þá hefur Riise verið óvenju frakkur við það að eltast við kvenfólk. Það hefur greinilega ekki dugað nógu vel að segjast vera vinstri bakvörður Liverpool, þannig að það að leka laununum sínum í blöðin er næsta skref í því að gera sig meira heillandi fyrir kvenþjóðina. 🙂

19 Comments

 1. Ég er svoddan illi í þessum launamálum leikmanna! Eru þetta mikil eða lítil laun fyrir knattspyrnumann í EPL?

 2. Þetta dæmi finnst mér sýna það svart á hvítu hversu mikið bull það er oft sem er verið að skrifa í blöðunum er varðar laun leikmanna. Menn hafa bara akkúrat enga hugmynd um þau. Það hefur lengi verið talað um vikulaun Riise á bilinu 45-60 þúsund pund á viku, sem er fjarri sannleikanum. Samkvæmt launaseðlinum hans eru vikulaunin hans (þessi föstu sem alltaf er talað um) innan við 30 þúsund pund. Hef það einmitt á tilfinningunni (og hef haft það lengi) að þær tölur sem verið er að tala alltaf um í fjölmiðlum, séu stórlega ýktar.

 3. Persónulega finnst mér að liverpool eigi að losa sig við Riise. Hann er duglegur utanvallar við það að koma sér í vesen og svo virsðist sem hugarfar hans sé ekki rétt fyrir Liverpool. Ein og um helgina þegar að Arsenal skoraði þá var Riise á jogginu til baka en Mascherano á fullri ferð og meiddur í þokkabót.

 4. Já en ef hann er með £30 þús í vikulaun þá gera það £120 þús á mánuði sem er ekki svo fjarri tolunni sem kom fram í fjölmiðlum.

  En með Riise þá er hann all svakalegur.. Sú saga gekk hér í fyrra að þegar hann fékk frí frá Livepool um sumarið. Þá fór hann til Noregs og tók Ferraríinn með sér, svo tók hann upp símann og sendi öllum fyrirsætum og helstu gellum Noregs SMS þar sem stóð “Kjellinn er mættur ! …. eigum við að taka dinner?” hehe og stelpurnar þekktust margar hverjar og töluðu sín á milli og engin fór á deitið svo endaði þetta með að allir fréttu þetta og þetta kom í böðin og allt… HEHE – Hann kann þetta

 5. Bjartmar, Þórhallur og fleiri, það er verið að ræða þessa frétt hérna, ekki knattspyrnugetu Riise. 🙂

  Ég tek annars undir með Einari. Maður sem er nógu frakkur til að reyna við meðlim Girls Aloud í fjölmiðlaviðtali, fara úr að ofan í norsku sjónvarpi og skora á þáttastjórnandann að benda á betri kropp innan landamæra og senda fjölda-SMS á frægt kvenfólk er alveg vís til að láta það berast hversu ógisslega mikinn peng hann á mar, djíses!

  Nei að öllu gamni slepptu, þá skil ég vel ef hann er pirraður yfir þessu. Ég myndi ekki vilja sjá launaseðilinn minn í DV. Eins hlýtur klúbburinn að taka þessu mjög alvarlega og rannsaka þetta til fulls, því þetta er talsvert mikill öryggisbrestur hvað þá varðar.

 6. Það er alltaf talað um vikulaun í fjölmiðlum, og ég hef persónulega aldrei séð jafn lága tölu og 30 þús. pund á viku hjá honum. Hef séð tölur frá 45 – 60 á viku. En það getur vel verið að þetta hafi verið þessi eina grein sem ég hef misst af síðustu árin 🙂

 7. Svo til að bæta við þetta, enn og aftur sýna þessir “íþróttafréttamenn” á Íslandi hversu afburða gáfaðir þeir eru. Kíkið á fréttina á visir.is í dag. Þar fer einn hreinlega á kostum. Hann fjallar um launaseðilinn og segir svo eftirfarandi:

  “Dregið er af honum vegna námslána”

  Sérhver maður með augun opin sjá það að það er liður á seðlinum, fastur liður líklega vegna unglinganna sem eru á launaskrá, sem er einmitt námslán. Það sér það hver meðalgreindur maður að þar er 0 í reitnum. Svo heldur þessi “snillingur” áfram:

  “Samkvæmt seðlinum er Riise með 6,9 milljónir útborgað fyrir mánuðinn þegar allt hefur verið dregið af honum”

  Meðalgreindur maður sér að upphæðin er 82.413,67 pund í net pay. Hvernig maðurinn fær það út að það geri 6,9 milljónir úborgað fyrir mánuðinn er ofar mínum skilningi. 🙂

  Frábær fréttamennska.

 8. Já tók eftir þessu á Vísi, þvílíkir snillingar.

  Ætti það annars ekki að varða við lög að borga rauðhærðum mönnum svona há laun.

 9. Gaurinn á myndinni sem Andri Fannar póstaði er með alvarlega skítuga putta! Þvoðu þér með sápu!

 10. Ég er bálreiður. Við þurfum að búa til undirskriftalista á netinu. Farðu í sturtu þarna!

 11. Ég ætla að benda á eina litla staðreynd. Yfirleitt þegar Bretar (breskir fjölmiðlar) tala um laun fótboltamanna, þá eru yfirleitt allar tölur gefnar upp eftir skatt. Þannig að þegar einhver er með 140.000 pund á mánuði … já well … eftir skatt … það er ansi mikið fyrir skatt

 12. Hvað hefurðu fyrir þér í þessu? Ég held að laun fótboltamanna séu alltaf gefin upp fyrir skatt enda er það eðlilegra þar sem álögur og annað geta verið misjafnar eftir landshlutum eða jafnvel landi sem leikmaður er með skráð lögheimili í. þ.e. hlýtur einhver knattspyrnumaður að vera með lögheimili á Cayman eyjum, Jersey eða Guernsey.

 13. Ég held að þú sért ekki að fara með rétt mál Dagur, mér skilst að laun fótboltamanna á Bretlandi séu töluð um sem laun fyrir skatta og utan bónusa.

 14. Hvað sem þessi drengur er með í laun þá ætla ég að vona að hann fari að gera eitthvert gagn fyrir liðið – eins og hann gerði fyrir 2-3 árum. Hann virðist hana týnt tötsinu. Kannski vegna vandræða utanvallar, t.d. er skatturinn búinn að vera á eftir honum.

 15. Ég man bara ekki hvar ég heyrði þetta í þá tíð með skattinn, en þetta klyngdi bara hjá mér þegar ég sá launamiðann, því að ég var búinn að heyra að Riise væri með 80.000 pund á mánuði sem passar svona nokkurn veginn við það sem hann er að fá eftir skatta. Já og þegar Liverpool eru búnir að draga af honum kostnaðinn við það að fæða hann eftir æfingar.

 16. Ég er nokkuð viss um að þetta sé rangt hjá þér Dagur, launin eru nær örugglega alltaf gefin upp fyrir skatt. Hér er t.d. formaður bresku leikmannasamtakanna að svara nýlegum ummælum íþróttamálaráðherrans um laun knattspyrnumanna og segir m.a. um laun Terry:

  Every labourer is worth his hire and Mr Abramovich (Chelsea owner) thinks he’s worth it. More than half of that money goes to the Government in tax.

  .

Fowler returns! – Cardiff á morgun!

Liðið gegn Cardiff