Uppfært: Arsenal-leikurinn

Sælt veri fólkið.

Upp kom óvænt ferð leikskýrsluritara til Reykjavíkur og til baka. Því vill ég að þessi linkur verði nýttur af þeim sem vilja tjá sig um leikinn áður en leikskýrslan dettur inn. Reikna með að vera búinn að setja hana inn ekki seinna en 20:30, fyrr ef ég kemst í tölvu í borginni. Þannig að ekki nýta þennan link fyrr en eftir leik og ég verð snöggur til…… Maggi.

**Uppfært (Kristján Atli):** Endilega spjallið um leikinn hér á meðan hann fer fram. Ég leysi Magga af í dag og set inn leikskýrslu um leið og leik lýkur. Vonandi verður það jákvæð skýrsla. 🙂

**Uppfært #2 (Kristján Atli):** Byrjunarliðin eru komin.

**Liverpool:**

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Riise

Gerrard – Alonso – Mascherano – Voronin

Torres – Kuyt

**Bekkur:** Itandje, Arbeloa, Benayoun, Babel, Crouch.

Mér líst vel á þetta lið. Þetta er sókndjarft, svo ekki sé meira sagt; þrír framherjar inni og einn annar á bekknum auk Babel og Benayoun. Mér sýnist Voronin byrja á kanti og Gerrard úti á hinum kantinum. Að mínu mati er lykilatriðið fyrir okkar menn það hversu ferskir Alonso og Torres verða eftir meiðslahlé. Ef þeir koma sterkir inn eigum við séns í dag, ef þeir eru ekki í leikæfingu og komast ekki í takt við leikinn mun þetta sennilega tapast.

**Arsenal:**

Almunia

Sagna – Touré – Gallas – Clichy

Eboue – Fabregas – Flamini – Hleb – Rosicky

Adebayor

**Bekkur:** Frekur Þjóðverji, Sissoko-wannabe, litli-Henry, brasilíski Fabregas, gamli fyrirliðinn og eflaust einhverjir fleiri.

Það kemur mér á óvart að Wenger skuli taka Walcott út úr byrjunarliðinu gegn Slavia Prague og setja miðjumanninn Rosicky inn í staðinn. Menn tala og tala um hið stórkostlega sóknarlið Arsenal og kannski ætla þeir að sækja í þessum leik, þrátt fyrir að þétta miðjuna og fórna framherja, en ég get ekki túlkað þetta öðruvísi en svo að Wenger vilji fyrst og fremst þétta miðjuna og reyna að missa ekki stjórn á leiknum þar. Þetta lið þeirra er vel megnugt að sigra okkar menn en þetta er allavega ekki þessi blússandi sóknaruppstilling sem ég held að flestir hafi búist við.

Sjáum hvað setur. Ég er orðinn spenntur og réttur hálftími í leik. **ÁFRAM LIVERPOOL – COME ON YOU REDS – YNWA!!!!**

27 Comments

  1. drulluhræddur fyrir þennan leik….

    Rafa segir… We can win Arsenal….

    Er ekki rétt hjá mér… þegar við vorm að spila gegn Chelsea í fyrra… þá sagði Rafa… We Will win Chelsea…. Sem segir mér a.m.k. að eitthvað hefur breyst síðan þá… trú hans á sigri… eða veit að liðið er ekki eins sigurstranglegt…. vona það besta þó….

    En við getum ekki talist sigurstranglegri…. fæ það ekki út

  2. Veit einhver hver staðan er með Agger og Alonso?

    Úffff hvað ég er orðinn spenntur…!!! 🙂

  3. Við höfum allt með okkur .Heimavöllur(höfum ekki staðið okkur nógu vel þar )en nú verða Liv, að sýna okkur að heimavöllur og stuðningsmenn vinna alla leiki svo einfalt er það

  4. Þetta er athyglisvert,
    “On each of the last seven occasions when Liverpool and Arsenal have met in the Premier League either at Anfield or in north London, the club playing at home has won.”
    Tekið af bbc.

    Eigum við ekki bara að segja að þetta haldi áfram í dag : )

  5. liðið í dag.

    Reina

    Finnan
    Carra
    Sami
    Riise

    Gerrard
    Masch
    Xabi
    Babel

    Torres
    Crouch

    Ég verð bara segja að eg er mjög ánægður með liðið í dag

  6. Ég var aðeins of fljótur á mér. Ég held að þetta sé liðið í dag.

    Reina
    Finnan
    Carra
    Hypia
    Riise
    Gerrard
    Mascherano
    Alonso
    Kuyt
    Voronin
    Torres

  7. já þetta er á SkySport news…. en ég hefði viljað sjá Babel þarna í stað voronin…. ánægður samt með Xabi og Torres

  8. Já er mundi líka vilja sjá babel þarna. Þetta er einmitt kerfi sem hann var vanur að spila. Og þá er ég að gefa mér það að Benitez ætli að spila með 3 frammi. En það er nátturulega vonlaust að gefa sér eitthvað þegar Benitez á í hlut.

    En ég er orðin gríðalega spenntur. Spái að við sigrum með einu marki.
    2-1 Torres og Gerrard með sitthvort markið

  9. Ég geri ráð fyrir að Hleb verði fyrir framan miðjuna, í meira sóknarhlutverki en hann hefur verið áður. Ef van Persie hefði verið heill þá hefði hann verið þarna með Ade, en þar sem hann er meiddur þá stóð Wenger í því að þurfa að velja á milli Hleb, Walcott eða Dudu. Dudu hefur væntanlega aldrei komið til greina þar sem hann hefur ekki alveg smollið inní spilið, þarf lengri tíma. Svo valið hefur verið á milli Hleb og Walcott. Hann hefur væntanlega tekið Hleb í stað Walcott þar sem þar er meiri reynsla. En hinsvegar er ekki slæmt að hafa Walcott á bekknum þannig að ef sóknin er ekki að gera sig þá kemur hann inná, eins og hann hefur gert nokkrum sinnum í vetur og breytt gangi leiksins. Wenger hefur stillt svona upp áður, t.d. í útileiknum á móti Sparta Prag og á móti Fulham heima.

    Þannig að varla er hægt að tala um stefnubreytingu hjá Wenger, heldur er þetta næsta val hjá Wenger þegar hann getur ekki valið bæði van Persie og Adebayor í liðið.

  10. Jáááááááááá!!!!! GERRARD:) ég hef trú á að Gerradr performance komi núna loksins, þá erum við í góðum málum!

  11. Getur einhver skilað því til Arnars Björnssonar að markvörður Liverpool heiti Pepe fokking Reina?

    Og ég held að ég horfi frekar á HD stillimyndina í stað þess að hlusta aftur á sömu spekinga og blésu út fyrir þennan leik á Sýn 2.

    Annars flott mark, en mér fannst Alonso og Masche ekki ná að stjórna miðjunni nægilega vel. Arsenal leikmenn fá fullmikið að senda boltann á þeirra svæði.

  12. Ekki málið kálið eins og vinur minn segir oft, GERRARD ER MAÐURINN

    AVANTI LIVERPOOL

  13. Glæsilegt að við séum yfir á móti arsenal í hálfleik. En enn og aftur erum við ekki að stjórna leiknum og persónulega finnst mér of mikið um háar sendingar…. þurfum annað mark og vonandi kemur það…..

  14. Gott hingað til að mörgu leyti en fullkomlega ljóst að Arsenal er frábært lið. Torres var ekki klár í þennan fyrri hálfleik, en gott að sjá að Crouch er að koma þar.

  15. Gerrard performance my ass!!!!! maðurinn er steingeldur eins og allt liðið!!
    Ég held að við þurfum annan ÞREKþjálfara!!

  16. Heppnir að hanga á jafnteflinu en stórmunur á þessum leik og leiknum í Tyrklandi ! Núna er að halda áfram á þessari braut og vona að Torres og Alonso verði fljótir að jafna sig.
    Hinsvegar má Rise alveg fara á séræfingar ! það er ljóst. Hann getur ekki gefið einfaldar sendingar helvískur.
    Common you reds.

  17. HRAÐI – HRAÐI – HRAÐI, var það sem hafði úrslitaáhrif í þessum leik. Arsene Wenger er búinn að búa til lið sem er skipað spretthlaupurum með fótboltagáfu. Liverpool hefur of fáa slíka og það verður að breytast. Allir varnarmenn Arsenal eru öskufljótir en aðeins einn framherja okkar telst fljótur (Torres). Það verður síðan seint sagt um þá Finnan, Riise og Hyypia að þeir séu fljótir. Í þeirri uppbyggingu sem nú er í gangi hjá Liverpool verður að fækka þeim leikmönnum sem eru hægir því með þeim erum við í eilífum eltingarleik.

    Mascherano og Gerrard voru mjög góðir í dag og liðið allt vann mjög vel en það mátti ekki miklu muna að við töpuðum leiknum. Það var ánægjulegt að sjá Torres og Alonso byrja leikinn en fyrirkvíðanlegt ef þeir verða aftur lengi frá. Fabregas varð til dæmis mun hættulegri eftir að Alonso fór útaf. Þó ekki næðsit sigur er liðið er þó farið að virka betur en undanfarið og það er ánægjulegt.

  18. Ég skil ekki þetta hatur Einars Arnar á þeim sem koma í settið fyrir leiki á Sýn 2. Er hatur þitt byggt á því að þessir menn tala íslensku og hafa spilað knattspyrnu í 30 ár hér á Íslandi en ekki í Bretlandi?

    Við erum að tala um leikmenn í Landsbankadeildinni með skilning á íþróttinni. Skoðanir manna á Liverpool eru misjafnar. Sumir eru sáttir, aðrir vilja meira. Jónas Grani er einn af þeim. Ef hann er ekki sömu skoðunnar og þeir sem eru sáttir, þá er hann bara rakkaður niður.

    Sýn og Sýn 2 bjóða upp á knattspyrnumenn og þjálfara sem eru menntaðir í faginu. Ég ætla að treysta þeim ágætlega og leyfa þeim að njóta vafans í þau skipti sem þeir segja vafasama og heimskulega hluti að mínu mati. Ekki ætla ég að setjast í hásætið og hrauna yfir þá eins og ég viti allt betur.

  19. Ég skil ekki þetta hatur Einars Arnar á þeim sem koma í settið fyrir leiki á Sýn 2

    Nei, enda “hata” ég engann. Alveg rólegur á stóryrðunum.

    Sumir eru sáttir, aðrir vilja meira

    Jesús, hvað ég er orðinn þreyttur á þessu. Er einhver hérna inni sem er “sáttur” við allt? Ég get svarað þessu: NEI! En það er eitt að gagnrýna liðið og annað að segja að allt sé að fara til andskotans.

    En annars, þá spáði ég lítið í því sem Jónas Grani var að segja, það voru starfsmenn Sýnar sem ég hef meira uppá að klaga. Ég ætla að reyna að koma saman pistli til að skýra þetta betur.

Arsenal á hvíldardaginn!

Liverpool 1 – Arsenal 1