Kuyt og Voronin frammi, Alonso á bekknum.

Kuyt og Voronin byrja frammi í dag og Gerrard er með Mascherano á miðjunni en lítur annars á byrjunarliðið í kvöld:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia- Riise

Pennant – Gerrard – Mascherano – Babel

Kuyt – Voronin

Bekkurinn: Itandje, Hobbs, Alonso, Sissoko, Lucas, Benayoun, Crouch.

Það væri synd að segja að SSteinn hafi verið nálægt því 🙂 en ég tel samt líklegt að við vinnum þennan leik, t.d. 2-4 þar sem Besiktas er gríðarlega sókndjarft lið og bæði liðin þurfa sigur.

29 Comments

 1. Flott að sjá Babel loksins í byrjunarliðinu, líst vel á þetta og spái okkar mönnum 1-3 sigur með mörkum frá Gerrard, Babel og Kuyt.

 2. gaman að sjá að babel er kominn í byrjunarliðið, hann og pennant verða mikilvægir í skyndisóknum!

  ég vona að þetta eigi eftir að verða skemmtilegur leikur með fullt fullt af mörkum!!

 3. Vá talandi um vandræðalega illa spáð hjá SSteinn.
  Spái okkar mönnum 1-0 sgri þar sem Riise neglir honum inn

 4. Minni bara á að þetta er útivöllur og þeir tyrknesku eru ekki eðlilegir. Hafið þið komið þangað? Það er lífsreynsla af einkennilegri tegund.

 5. Ef að ég væri að sjá Liverpool í fyrsta sinn að þá ætti ég í vandræðum með að segja til um í hvaða stöðu hann Kuyt væri, er hann miðjumaður, kantari eða sóknarmaður. ÞAÐ VANTAR MENN INNÍ TEIGINN!!!

 6. Sælir félagar
  Það vantar meira en menn inn í teiginn. Það vantar hugmyndir og frumkvæði, kantspil og fyrirgjafir og menn inn í teiginn. Er Rafa búinn að drepa allt frumkvæði úr þessu liði????????
  Vonandi hressast okkar menn og dru… til að vinna þetta

  YNWA

 7. Við vinnum þennan leik og eftir jöfnunarmarkið sem kemur á 52 mín. þá verður þessi leikur okkar eign. Endar 1-3 með mörkum frá Hyypia, Gerrard og Voronin.

 8. Ég spái 1-2 og sigurmarkið kemur í uppbótartíma eftir hornspyrnu þar sem Carra stangar hann inn. Benayoun eða Alonso með fyrra markið 🙂

 9. arg.. sit hér í hollandi við tölvuna og filgist með live á sky… hvað er í gangi… hyppia með sjálfsmark nr 2.. í 2 leikjum í röð.. hvða er að gerast í liðinu… á skjánum hjá mér er bara ekkert að gerast .. hversu pirraður verður maður…
  Kv frá Maassuli í hollandi.. með heineken í hönd.. engin Carlsberg :S

 10. Menn geta nú svo sem sagt hvað sem er um sendingagetuna hjá Sissoko en það virðist nú bara vera þannig þessa dagana að Liverpool menn og það allir með tölu (tek Reina reyndar út úr þeim pakka) geta ekki sent einföldustu bolta sín á milli, því miður!!!!!

 11. Þetta lítur hræðilega illa út…. 15 mín. eftir og við erum undir 0-1… andskotinn.

 12. Lið okkar er vel mannað en hefur verið að spila hugmyndasnauðan og geldan bolta í síðustu 7-8 leikjum eða frá sigurleiknum við Derby fyrir hið fræga landleikjahlé. Mér varð á að gagnrýna dapra frammistöðu eftir sigurleik gegn Everton þar sem við unnum leikinn með hjálp dómarans. Döpur frammistaða liðsins virðist ætla að halda áfram og mér þykir það sem fyrr áhyggjuefni, mér finnst eitthvað vera að, hvað finnst ykkur!. Kannski er ég einn um það en mér þykir þetta allt eitthvað svo niðurnjörðvað og gelt og leikir okkar undanfarið ekki mikil skemmtun. Veit ekki hverju um er að kenna og ætla ekki að halda neina Rafa ræðu, vona bara að við förum að hysja upp um okkur. Leikurinn er ekki búin þegar þetta er ritað svo ég ætla að vona að við setjum hann en akkúrat ekkert bendir til þess.

 13. 2-0 og Porto var að jafna gegn Marseille…. þá er meistaradeildin í ár lokið!!!!!

 14. Rafa burt! Þessi leikur(og síðustu 5 þar á undan) sýnir það að maður er uppiskroppa með hugmyndir, þetta er farið að minna á íslenska landsliðið.!

 15. 2-1 Gerrard… fyrirliðinn heldur lífi í meistaradeildinni….

 16. Hversu ömurlegur verður þessi vetur? Maður bara spyr þótt maður sé kjaftstopp eftir þennan leik. Ég ætla ekki að hlusta á Rafa segja eina af uppáhaldssetningum sínum: Create a lot of chances. En það er ekki nóg að vera í rauðri treyju og dúlla með boltann. Það þarf að skora. Það er ljóst að liðið er andlaust fram á við og ótrúlega kauðskt í vörninni. Reyndustu og bestu menn eru að klikka og það er bara ein skýring á því: stjórinn er búinn að berja alla náttúru úr mönnum, sjálfstraust og frumkvæði er ekki til staðar. Þetta ömurlega kerfi spánverjans er bara ekki að virka. Kannski með öðrum mannskap í öðru lífi. Já, ég kenni stjóranum um frammistöðu leikmanna. Til hamingju Rafa með stigið í Meistaradeildinni. Ég vona að einhverjir Liverpool menn séu ánægðir. Ég er það ekki og frábið ég fyrirfram allt tal hér á þessari síðu um að maður sé andsnúinn liðinu þegar maður gagnrýnir þann ósnertanlega. Hann verður rekinn í vor og í staðinn fenginn maður sem ekki brýtur niður. Hann líklega klórar sér í skegginu á leiðinni heim í kvöld og spyr sig: Hvað klikkaði?

 17. fuck… jæja þá eru okkar vonir um áframhaldandi þátttöku í meistaradeildinni lokið. Ótrúlega döpur frammistaða.

  Ég ætla ekki að hugsa um Liverpool næsta sólarhringinn.

 18. Halló halló halló sko!!!!! það er enn von. Ég er allavegana ekki von laus :c)
  Bara svo að það sé á hreinu þá var ekki RAFA sem var inni á vellinum, Það var lið sem hann stjórna og ef að þeir menn sem hann hefur undir sinni stjórn geta ekki klárað leikinn eins og upp lagt var… á þá að reka RAFA. NEI NEI NEI Ó Ó Ó NEI

  AVANTI LIVERPOOL

 19. Sælir félagar
  A la Houllier. Hvað hefur breyst frá Húlli var við stjórnvölinn??? Mér er spurn?
  Og lái mér hver sem vill. Hvernig verjendur Rafa ætla að finna út vörn í þessu máli er mér ráðgáta.
  Það eru engin batamerki á liðinu. Hugmyndaleysið, skortur á frumkvæði, bjargarleysi innan vallar sem utan. Og ég endurtek; engin batamerki. Því miður. Hjakkað í sama dauðafarinu og alltaf eru við með “lið sem á að hafa getu til að klára þetta”????
  Ef svo er hvað er þá að? Ef getan er fyrir hendi hvers er þá að ná henni fram hjá leikmönnum??? Nei, nú er ég alveg bit!!!!!

 20. Og Jesús minn leikurinn um helgina á móti Asenal. Best að skjóta sig strax

 21. RAFA kaupir þá leikmenn hann telur styrkja liðið, hann stjórnar æfingum og undirbúningi, hann velur byrjunarliðið og leggur upp leikskipulagið, hann ræður öllu sem máli skiptir í sambandi við liðið og eftir svona frammistöðu leik eftir leik þá hljóta menn að fara að skoða hans hlut í málinu, ég held að við séum farnir að sjá hvað Paco virðist hafa verið okkur gífurlega mikilvægur og spurningin hvort við létum ekki rangan mann fara í september.! Síðan við unnum Toulouse og Derby samtals 10-0 höfum við spilað 9 leiki, 3 sigrar, 4 jafntefli, 2 töp markatalan 12-10, þetta er bara ekki ásættanlegt, og mér datt í hug varðandi leikskýrslu fyrir þennan leik að taka bara umfjöllunina um Ísland-Liechtenstein og skipta á Eyjólfur/Benitez og Íslenska Landsliðið/Liverpool.

 22. við þurfum að fá Paco aftur hann var að vinna þessa leiki ekki Rafa
  eg er kominn á þá skoðun

Andfótbolti

Besiktas 2 – Liverpool 1