Besiktas á morgun

Leikur á morgun í Meistaradeildinni, og ég hef ennþá ekki náð að þurrka af mér brosið eftir sigurinn á erkifjendunum. Ég held það verði ekki fyrr en við kick off annað kvöld sem ég get sett mig almennilega inn í Meistaradeildargírinn. Það hefur oft verið sagt að allir leikir séu mikilvægir, sama í hvaða keppnum þeir eru og á móti hvaða liði er spilað. Það er að vissu leiti rétt. Engu að síður er þessi rúma vika sem við erum inni í núna alveg HRIKALEGA mikilvæg fyrir liðið. Hún byrjaði vel eins og áður sagði, og nú er það næsta skref. Leikurinn annað kvöld er kannski ekki algjört do or die fyrir liðið, en það er nálægt því svo sannarlega. Sigur annað kvöld setur okkur beint aftur inn í baráttuna í riðlinum. Tap setur okkur aftur á móti upp við vegg, ekkert flóknara en það. Þá þurfum við hreinlega að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru í riðlinum (ekkert ómögulegt svo sem, en mun erfiðara). Það er nefninlega bara þannig að næstu tveir leikir okkar eru við Besiktas og á meðan leika hin liðin tvö sín á milli, heima og heiman. Takist okkar mönnum að landa 6 stigum út úr þessum tveim leikjum, þá er þetta algjörlega í okkar höndum upp á framhaldið að gera. Porto og Marseille eru með 4 og 6 stig og draumurinn væri hreinlega að þau myndu gera jafntefli í báðum leikjunum. En það er nú bara draumur.

Liverpool liðið hefur verið að leika illa í undanförnum leikjum, en mér fannst ég sjá miklar framfarir í leiknum gegn Everton. Þá er ég ekki að tala bara um þegar við vorum orðnir einum fleiri, heldur sagði ég einmitt við sessunauta mína eftir fyrstu fimmtán mínúturnar að mér finndist annað og betra yfirbragð á liðinu. En það sem mikilvægast var kom í restina. Við lönduðum sigri og það getur haft gífurlega mikið að segja upp á sjálfstraust leikmanna að gera. Við sáum hversu mikið menn fögnuðu í leikslok og vona ég svo sannarlega að það sem vottur um það sem koma skal. Meiri leikgleði og að menn fari að leika afslappaðan fótbolta á ný þar sem menn hafa bullandi sjálfstraust. Þetta gerðist árið 2001 við svipaðar aðstæður og það væri ekki ónýtt að það sama yrði upp á teningnum núna.

En að liðinu. Ég ætla hreinlega að sleppa því að spá í mótherjana. Mér hefur fundist Rafa oft spá of mikið í þeim í sambandi við uppstillingar og annað og ég hreinlega tel okkur ekki þurfa að leggjast undir feld og breyta okkar leik vegna þeirra. Við þurfum að spila okkar bolta og því ætla ég einungis að fjalla um okkar menn hérna. Það er talsvert um meiðsli hjá okkar mönnum, engin langvarandi þó, en nægilega mikil til að þeir Daniel Agger, Alvaro Arbeloa, Fabio Aurelio, Harry Kewell og Fernando Torres ferðuðust ekki með liðinu til Tyrklands. Góðu fregnirnar eru þær að Xabi Alonso er klár í slaginn á nýjan leik. Ég er svolítið hissa á því að þeir Insúa og Leto hafi ekki ferðast með hópnum, en það getur vel verið að þeir hafi þó gert það. Þetta er allavega sá hópur sem ég hef séð á netinu að hafi farið með í ferðina:

Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Riise, Benayoun, Gerrard, Mascherano, Sissoko, Alonso, Pennant, Crouch, Voronin, Kuyt, Babel, Lucas, Hobbs, Itandje.

Ég held að það sé algjörlega ljóst að varnarlínan verður sú sama og gegn Everton. Það eru bara 5 varnarmenn í hópnum og sá fimmti er Jack Hobbs, sem ég efast um að verði settur beint út í djúpu laugina. Það er akkúrat vegna þessa sem mér finnst svolítið skrítið að Insúa sé ekki í hópnum. En það kemur í ljós. Það er aftur á móti nóg af miðjumönnum og sem fyrr er afar erfitt að ráða í það hvernig þeim verður stillt upp. Persónulega vil ég sjá Lucas Leiva byrja leikinn á miðjunni með Javier. Ég er þó alveg handviss um að Sissoko verður þarna inná og hinn brasilíski byrji á bekknum. Hvort BenniJón verði á kantinum, eða Pennant, eða Babel er ekki gott að segja til um. Ég held allavega að Rafa setji Xabi ekki beint inn í liðið. Það er hreinlega útilokað að segja til um þetta eins og er. En auðvitað lætur maður vaða á þetta. Ég ætla að spá því að Gerrard verði á hægri kantinum, Pennant á þeim vinstri (og með tilheyrandi víxlun kanta á milli hjá þeim) og á miðjunni verði þeir Javier og Momo. Við erum á útivelli í Meistaradeildinni og þetta eru þeir leikir sem Momo hefur blómstrað einna mest í, í gegnum tíðina og því spái ég honum inni (eflaust við miklar vinsældir manna). Ég ætla svo að spá því að Babel og Crouch hefji leikinn frammi. Liðið verður því svona samkvæmt þessari spá:

Reina

Finnan – Carra – Sami – Riise

Stevie – Momo – Javier – Pennant

Crouch – Babel

Bekkurinn: Itandje, Benayoun, Alonso, Voronin, Kuyt, Lucas, Hobbs

Þar hafi þið það. Eflaust enginn sammála þessu, en ég læt þetta vaða svona. Ekki kannski draumauppstilling mín, en hver spyr að því. Engu að síður mjög sterkt lið og ennþá menn á bekknum sem geta breytt leiknum ef ekki vel gengur. Ég ætla ekkert að bregða út af venjunni og spái auðvitað okkar mönnum sigri í erfiðum leik. Eigum við ekki að segja 1-2 og það verði þeir Stevie og Crouch sem setji mörkin.

39 Comments

 1. Vona að liðið verði ekki í handbremsu og Alonso byrji því frekar inná (held samt og óttast um að Momo byrji). Efast líka um að Babel verði hugsaður sem annar framherjana.

  En miðað við það sem í boði er fyrir þennan leik þá vildi ég helst vilja sjá þessu stillt upp svona……….
  Reina

  Finnan – Carra – Sami – Riise
  (Steve) Javier
  (Stevie) Alonso – Lucas
  Stevie (Stevie) Babel
  Stevie Crouch

  …og ég hef auðvitað enga trú á því að þetta verði raunin 😉

 2. (vúbbs þetta kom mun betur og skiljanlega út þegar ég setti þetta upp:-( )

 3. Ég held að Rafa gangi enn lengra í að pirra menn í uppstillingunum núna og láti Stevie byrja á bekknum. Alonso eða Lucas verði með Javier á miðjunni og Pennant og Babel á köntunum. Voronin og Chrouch frammi. Ég er sammála þér með yfirbragðið á liðinu í seinasta leik, ekki fallegasti bolti í heimi, en loksins voru menn þó að reyna að spila boltanum á milli sín, ekki einhverjar kílingar frá Hypia yfir miðjuna, og vonandi verður áframhald á því.
  Þar sem ég er nú að kommenta hér í fyrsta skipti (er búin að fylgjast með síðunni lengi), þá ætla ég að láta þetta nægja að sinni. Eitt í viðbót, takk fyrir frábæra síðu strákar.

 4. Gerrard og Alonso á miðju Pennant á v/kanti og Kuyt á h/kanti , Voronin og Crouch frammi, Kuyt getur svo alltaf skipt við Gerrard eða Voronin. Momo má svo koma inná þegar Liv er búið að skora svona 3-4 mörk. Bjartsýnn ? Að sjálfsögðu 🙂

 5. Flott upphitun Sigursteinn! Ég ætla að spá Babel sem markaskorara á morgun, gæti vel trúað því að hann blómstri – sjáum jú auðvitað til. Mín spá: 2-3 okkar mönnum í vil (Babel skorar tvö og Voronin eitt). Þetta verður skemmtilegur leikur, ég er sannfærður um það!

 6. Góð upphitun SSteinn. Það er enginn vegur að meta hvernig Rafa byrjar með liðið en ég er næstum 100% á því að Alonso byrjar inná og þá með Mascherano. Gerrard verður framliggjandi laus á miðjunni og Pennant og Benayoun á köntunum. Einn uppá topp verður Kuyt eða Crouch. Við byrjum rólega og smám saman tökum öll völd, síðasta hálftímann eða svo verður skipt í 4-3-3 með Babel inná fyrir Pennant.

  Hvað varðar Besiktas þá spiluðu þeir 4-3-1-2 taktík á móti Porto á heimavelli þar sem Porto skoraði á síðustu mín. Í þeim leik voru 7 tyrkir í byrjunarliðinu ásamt Cissé, Delgado, Tello og og Bobo. Higuaín kom inná í leiknum. Besiktas er í fínu formi um þessar mundir og eru sem stendur í 3ja sæti með 20 stig í Superlig, 2 stigum á eftir toppliðinu Sivasspor. Í síðasta deildarleik vann Besiktas góðan útileik 3-2 þar sem þeir lentu 0-2 undir eftir aðeins 6 mín. Yilmaz, Delgado og Bobo skoruðu mörkin fyrir Besiktas.

  Þetta er s.s. erfiður leikur þar sem við þurfum virkilega að vera klárir og með okkar sterkasta lið. Og við munum hafa okkar sterkasta lið og vinna þennan leik, það er ég viss um. 0-1 sigur með marki frá fyrirliðanum?
  Góðar stundir.

 7. Ég held að byrjunarliðið verði svona.

       Reina
  

  Finnan Carra Hyypia Riise
  Alonso Mascherano
  Pennant Gerrard Babel
  Crouch

  Svona miðað við liðið sem lék á Bad-ison og skiptingarnar þar.

  Segi einnig að fremri línan á miðjunni skori mörkin, þ.e. Gerrard, Babel og Voronin (kemur inn fyrir Babel í 0-2)

 8. Ég er sáttur með að MOMO sé kominn inn, hann er ótrúlegur í baráttunni og mikilvægur. Ég spái því að hann eigi eftir að eiga toppleik á morgun.

  Ég er hrifin af Babel en annars væri ég til í að sjá Voronin með Crouch líka.
  Treysti þó Pennant-Gerrard-Babel og Javier til að bakka hann vel upp og sækja af fullum krafti … annað ætti ekki að koma til greina.

 9. Fín upphitun SSteinn:)
  það er alltaf gaman að velta vöngum yfir líklegu byrjunarliði en ég held að ég hafi aldrei getað spáð réttu liði, það hefur þá ekki gerst oft. en ég spái liðinu svona:
  ——–reina——–
  finnan-carra-hyypia-riise
  pennant-gerrard-alonso-benayon
  ——babel———-voronin——-

  Babel setur 1, Alonso 1 og Riise 1 í 3-0 sigri, flóknara er það ekki!!

  ef við vinnum þá erum við komnir á beinu brautina á ný og förum að klára fl. leiki, en ef við töpum eða gerum jafntefli þá erum við, eins og SSteinn bendir á, komnir upp við vegg og á brattann að sækja í CL.

 10. skýt á þetta lið:

  Reina
  Finnan Carragher Hyypia Riise
  Pennant Masch Sissoko Benayoun
  Gerrard
  Crouch

  mundi þó sjálfur hafa Stevie á miðjunni í stað Sisqó og Kát frammi með Pétri

  The Big Fellow kemur sterkur inn
  0-1
  Crouch

 11. ég væri sáttur við hvaða byrjunarlið sem er svo lengi sem sissoko fær ekki að spila, vonandi verður alonso kominn aftur en ef hann verður ekki kominn ætti lucas að vera annar kostur.. en ég mundi fíla þetta best svona:

  Reina

  Finnan – Carra – Hyypia – Arbeloa

  Gerrard – Alonso/Lucas – Masche – Babel/riise

  Kuyt – Crouch/Babel

 12. .. svo getur maður náttúrulega ekki beðið eftir agger!! veit einhver hversu langt er í hann?

 13. Það naumast að menn hafa áhyggjur af uppstillingu á liðinu hjá Rafa. Eigum við ekki bara að fagna því að Eiður sé í byrjunarliðinu í kvöld hja Barca; að hann skori; og vona svo að Liverpool vinni á morgun alveg sama hvernig byrjunarliðið verður? 🙂

 14. Mér gæti gjörsamlega ekki verið meira sama um það hvort Eiður spilar fyrir Barcelona eða ekki. Hef aftur á móti mikinn áhuga á að spá í uppstillingu Rafa á morgun og er sammála þér í því að ég vona að þar komi sigur, hvernig sem byrjunarliðið verður. En þangað til byrjunarliðið er vitað, þá er það efst á áhugalistanum hvað varðar fótbolta í dag. Eiður er þar ansi hreint neðarlega og þess þá síður hvort hann skorar eða ekki.

 15. Hehe…ok!
  Reina
  Finnan – Sami – Carra – Riise
  Gerrard – Alonso – Masche – Benayoun
  Crouch – Kuyt
  Spá: 1-3

  Áfram Liverpool!

 16. Er á því að Alonso spili frá byrjun, sem og Pennant og Crouch. Vona að þetta gangi það vel að við sjáum Hobbs aðeins.

 17. Sælir félagar
  Mér líst vel á hugmyndir SSteins með Babel frammi. Hinsvegar vil ég Benayoun frekar en Pennant á kantinn. Pennant er bilaður og mjög óáreiðanlegur. Benayoun sýndi þða í fyrri hálfleik gegn Everton hvað hann er góður leikmaður, hættulegur og skapandi.
  Annars er bara að vinna helv… leikinnhvernig sem stillt er upp og hvernig sem spilast og hverjir spila 🙂

  YNWA

 18. Pennant er bilaður

  Ég velti því fyrir mér af hverju svona margir eru sannfærðir um að Jermaine Pennant sé einhver geðsjúklingur. Jú, hann hefur gert margt heimskulegt, en varla mikið verra en við höfum gert þegar við vorum 23 ára (fyrir utan kannski það að keyra fullur).

  Inná vellinum hjá Liverpool hefur hann ávallt hegðað sér vel og aðeins klúðrið í Port hefur sett slæman blett á hann. Af hverju þurfa menn að tala svona um hann?

 19. Ætli það sé ekki bara útaf því að hann hefur í gegnum tíðina ekki verið að sýna fram á miklar gáfur á vellinum, og það að vera ungur er varla afsökun fyrir því : )
  En svo er aftur á móti full gróft að segja hann bilaðann að mínu mati, hæfileikar hans ná bara ekki upp í haus.

 20. ekki verið að sýna fram á miklar gáfur á vellinum

  Hvað áttu við með þessu?

  Veit ekki betur en allt vesenið hafi verið utanvallar. Og fátt af því var mikið verra en að halda kynsvall með 5 hórum.

 21. ekki hef ég séð pennant gera mikið slæmt af sér inná fótboltavelli…

  hegðun hans utan vallar hefur hins vegar verið annað mál í gegnum tíðina, þó langt síðan það hefur verið vesen á honum.

 22. Auðvitað eigum við að spila okkar leik og ekki pæla í rauðan dauðan í andstæðingnum. Andstæðingurinn á að óttast Liverpool. Því miður hefur Rafa tekist að búa þannig um hnútana að Liverpool hræðist liðið sem það spilar við. Ég sakna gömlu daganna þegar það var ekki þannig. En vonin um að þeir dagar komi aftur lifir enn.

 23. Því miður hefur Rafa tekist að búa þannig um hnútana að Liverpool hræðist liðið sem það spilar við

  Hvaða þvæla er þetta? Hefur Rafa búið til það andrúmsloft að Liverpool er hrætt við lið í Meistaradeildinni? Aha!

 24. Örbylgjuofninn minn er snarbilaður. Þegar ég keypti hann fyrir 2 árum gekk allt vel í smátíma (þurfti þó 1 sinni að láta gera við hann) en í dag hefur hann ekki virkað lengi.

  Það sama má segja um Jermaine Pennant. Hann var keyptur í Elko. Frekar ódýrri búð sem selur merkjavöru. Ég taldi mig vera að fá einfalda en ágætis vöru fyrir sæmilegt verð en sé núna að ég hefði getað gert mun betri kaup.
  Þessi 7.þús kall dugði ekki lengi.

  Ég bið ekki um neitt ægilega flott og er ekki snobbaður. Ég bið bara um vöru sem ég get notað sæmilega lengi, virkar nokkurn veginn alltaf og þarf ekki að skammast mín fyrir þegar ég býð fólki í heimsókn.

  Mesti gallinn var reyndar að maturinn kom alltaf sveittur og gufusjóðandi útúr honum. Ég hef komist að því að örbylgjuofnar henta víst alls ekki til að elda alvöru mat og notast aðallega í að poppa popp. Pennant er einmitt soldið eins og popp (spriklandi í 2-3 mín í einu, heitur í smástund en kólnar mjög fljótt niður).
  Mig langar orðið að finna alvöru bragð af matnum sem ég elda. Ég er orðinn þroskaðri og farinn að gera meiri kröfur.

  Nú hef ég líka meiri pening milli handanna en þegar ég var yngri. Ætli ég kaupi mér ekki núna góðan blástursofn. Ég mun ekki kaupa hann í Elko.

 25. ok, very nice.

  “Það sama má segja um Jermaine Pennant. Hann var keyptur í Elko.”

  segðu.

 26. Ég hef gaman að myndlíkingum, en Pennant=örbylgjuofn í ekki of háum klassa … ég er bara ekki sammála því. Er Birmingham = Elko? Fyrir mér er popp alltaf popp – bara mismunandi feitt og mismunandi saltað. Þessa líkingu má þá yfirfæra á hvern sem er í liðinu. Popp er mjög gott – og vinsælt að auki – en það koma alltaf fyrir þeir tímar, þegar ákveðinn skammtur mistekst. Þá poppum við bara meira, og reynum aftur. Ég vil alla vega ekki trúa því, að eftir 3-4 vonda poppskammta, að ég gefist upp … nei, ég held áfram að poppa og veit að ég næ bragðinu góða.

  Ég er þroskaðri í dag en ég var sem strákur. En mér hefur alltaf fundist popp gott…

 27. Reina
  Finnan Hyypia Carragher Riise
  Pennant Sissoko Masch Babel
  Voronin Crouch

 28. Var að sjá færsluna um að þið ætlið að reyna að verða ekki einhverjir persónugervingar síðunnar, þið höfuðpaurarnir. Vil alls ekki að þið hættið að skrifa ykkar greinar. Mæli samt með því sem fyrsta skrefi að fjarlægja þessa tengla á síðurnar ykkar hér að ofan. Þeir eiga algjörlega ekki heima á svona síðu. Kannski er þessir tenglar góð leið til að ná í stelpur, maður spyr sig.

 29. Einar #23, það sem ég á við er að MÉR hefur fundist hann verið að taka rangar ákvarðanir inni á vellinum, mér er fyrirmunað að muna við hvaða lið við vorum að spila fyrir nokkrum vikum (nenni ekki að grafa það upp) þá var Pennant í verulega skrítnu skapi og réðist á menn fram og til baka.
  Hann fékk gult en það hægði ekkert á honum og hann fór í hverja glórulausu tæklinguna á fætur annari og var á endanum rekinn af velli fyri tæklingu aftan við endamörk.
  Persónulega er mér alveg sama hvort hann sé að eiga við hórur eða ekki, mér kemur það bara ekki við, þessir menn eiga sitt líf utanvallar.

 30. Vá afsakið get ekki orða bundist, var að reka augun í comment #26.
  Einar, er ekki í lagi að menn segi sína skoðun í commentum án þess að það sé kallað þvæla ?
  Eitt að vera ósammála og annað að gera lítið úr því sem mönnum finnst ; )

 31. Þú ert að tala um Porto leikinn Hafliði þar sem Pennant virtist vera eini maðurinn sem hafi snefil af áhuga á að vinna? Auðvitað fór kappið hjá honum of langt, en hann sýndi í það minnsta mikinn vilja, meira en allir aðirir(leikmenn og þjálfarar) gátu sagt.

 32. Hafliði, þetta var þvæla. Ég var ekkert að gera lítið úr því hvað Helga finnst, bara að benda á því að þetta var þvæla.

  Það að halda því fram (í upphitun fyrir leik í Meistaradeildinni nota bene) að Liverpool menn undir stjórn Rafa Benitez séu hræddir við önnur lið er, með fullri virðingu, þvæla. Ég get verið sammála mörgu varðandi sóknarleikinn sem menn hafa gagnrýnt, en þetta er á tíðum komið útí vitleysu.

  Og Hafliði, ég er sammála Benna Jón (!!!) varðandi Porto leikinn og Pennant.

  Kannski er þessir tenglar góð leið til að ná í stelpur, maður spyr sig.

  Kristján Atli er búinn að vera í góðu sambandi í mörg ár, svo ég held að hann sé ekki í kvennaleit.

  Og ég þarf, takk fyrir, ekki á aðstoð tengla á Liverpool blogginu að halda til að ná mér í stelpur.

 33. Já ok, gott mál, þá erum við bara ósammála í báðum tilvikum : )
  Annars verður athyglisvert hvernig viðureign Liverpool og Arsenal verður á sunnudag ef að við náum ekki góðum úrslitum í kvöld (verður reyndar athyglisverð hvort eð er) Arsenal á fáránlegu flugi og okkar menn……..tja.

 34. Nafni minn verður kárelga í byrjunarliðinu og setur eitt kvikindi. Besti leikmaður í heimi setur hitt í 0-2 sigri.

  Ef þetta gengur eftir, þá býð ég Kristjáni og Einari út að borða á tælenska veitingastaðnum Siam í Hafnafirði 😀 …ég hlít að fá góðan díl hjá eigandanum, hann verandi harður Liverpool maður 😀

  …og btw, ef þið eruð í vafa hver besti leikmaður í heimi er, spyrjið þá Steina, hann veit hver það er af mínu áliti 🙂

Dida

Andfótbolti