Dida

Þetta er [skandall](http://football.guardian.co.uk/championsleague200708/story/0,,2196792,00.html).

10 Comments

  1. Viðbjóðsleg skömm fyrir UEFA, FIFA eða hvaða batterí það nú er sem ræður þessu. Eins leiks bann fyrir jafn augljósan leikaraskap sem greinilega var framinn til þess að fá úrslitum leiks breytt fyrir dómstólum er fáránlegt. Þetta eru skelfileg skilaboð um að leikaraskapur og óíþróttamannsleg framkoma sé í “tiltölulega” góðu lagi og harðar beri að taka á öðrum hlutum.

  2. Það hefði frekar átt að þyngja refsinguna, setja hann í fjögurra leikja bann þannig að hann missti af þeim leikjum sem eftir eru í riðlakeppninni.

  3. Það er erfitt að tala um einhverja aðra skandala, en það að Kuyt hefði átt að fá rautt um helgina, og Carragher hefði átt að fá víti á sig.

    Mér finnst þetta blikna í samanburði við það.

  4. Vá er ég ekki sammála þér Halldór, það gerðíst á vellinum og íleik, dómarinn dæmir það og bæði eru það atvik sem…..æ vá ég nenni ekki að fara út í það. Þetta eru alveg gjörólík mál.
    Fyrir utan að ég efa að Liverpool sé komið á parið hvað varðar ósanngjarna dóma á þessu ári.

    Dida var augljóslega að reyna að fá úrslitum leiks breytt með því að gera sér upp meiðsli…..hann var bara of seinn að fatta það en því miður fyrir hann …of heimskur að fatta að það væri of seint að gera sér upp meiðsli svo trúverðugt gæti talist.

    Annars skiptir lengd bannsins ekki svo miklu, Dida, þessi bölvaði aumingi, er búinn að sverta mannorð sitt all hressilega með þessu uppátæki og þetta á líklega eftir að fylgja honum ANSI LENGI.

  5. Hvað er málið Halldór? Það er annar þráður hérna á forsíðunni sem fjallar um Everton leikinn og það sem í honum gerðist. Hérna er verið að ræða Dida og ef þú getur það ekki, til hvers að kommenta í þráðinn? Endilega komdu skoðun þinni á framfæri í hinum þræðinum ef þér liggur eitthvað á hjarta.

  6. Allt þetta mál í kringum Dida og Celtic aðdáandann er algjör farsi og skömm í hattinn fyrir UEFA. Dida á að fá mikið lengra bann, það gefst ekki betra tækifæri til að setja hart fordæmi sem hræðir menn frá leikaraskap en UEFA vantar alveg beinin í nefið til að gera það. Það er alveg ljóst að á meðan refsingarnar eru ekki harðari en þetta að þá hætta menn ekkert að kasta sér niður í von um spjöld á andstæðingana eða eitthvað þeim mun verra. Að minnka refsinguna er svo algjör brandari.

    Nú eru hibbert og neville á leiðinni í 3. leikja bann fyrir rauðu spjöldin sín í derby leiknum og er það vel, en ég verð að játa að a.m.k. í tilfelli neville hefði ég gert nákvæmlega það sama og hefði viljað sjá hvern einasta leikmann Liverpool gera það í sömu stöðu. Leikurinn er að verða búinn og hann gefur allavega markmanninum tækifæri á að bjarga liðinu frá tapi og stuðningsmönnunum frá því að þurfa að fela sig í nokkra daga. Hvor afbrotin þykja ykkur verri, frá dida eða þeim bláu? Línurnar sem Uefa setur virðast vera skýrar. Barátta og blóðhiti á að hverfa úr boltanum en leikaraskapurinn er kominn til að vera, fótbolti verður sýningargrein á broadway með þessu áframhaldi.

    Eins hneykslaður og ég er á þessarri ákvörðun UEFA er ég samt enn fúlli yfir refsingu Celtic í málinu, ég sé hreinlega ekki í hverju munurinn liggur á ábyrgð Celtic á Parkhead og Dana á Parken í júní. Í báðum tilfellum sleppur áhorfandi inn á völlinn og “slær” til einhvers þar. Danir fá 70 þúsund evrur í sekt og 3 heimaleikjabann en Celtic sleppur með 35 þúsund evrur og þurfa ekki að borga nema helminginn af því nema annað tilfelli komi upp á næstu 2 árum. Samræmi er greinilega ekki til í orðabók aganefndar UEFA.

  7. Var ekki dreigið af þeim viss fjöldi stiga fyrir nokkru og svo var það minkað niður i einhvern akveðinn fjölda stiga ur 38 i 15 minnir mig svo þeir höfðu akurat næginlegann stigafjölda til þess að geta tekið þatt i CL sem þeir unnu svo okkur öllum til mikilla ama og leiðinda……Man ekki betur en að það hafi verið svoleiðis

  8. Lítur allt út fyrir það að Torres verði ekki með á morgun, þar sem að hann var skilinn eftir í Liverpool þegar að liðið flaug til Istanbul í morgun. Drengurinn verður þá bara eldheitur og til í slaginn við Arsenal á sunnudaginn;)

  9. Dída. Djók. En þetta sannar enn einu sinni að það skiptir mestu máli fyrir hvaða klúbb þú spilar. Spilling og klíkuskapur á æðstu stöðum ræður för því miður.

Hversu mikið kapp á að leggja á Meistaradeildina?

Besiktas á morgun