Dagurinn eftir “Derby-ið”

Sælt veri fólkið.
Vona að ég sé ekki nú þegar að kæfa fólk með færslum, en einhvern veginn get ég ekki alveg orða bundist á þessum dásamlega sunnudegi.

Sá í kommentakerfinu að Einar Örn hafði þurft að eyða út kommentum vegna dónalegra ummæla um stjórann, og frekar en að ræða málið á linknum um leikinn í gær held ég bara að við ættum aðeins að ræða málið, velta upp einhverjum hliðum á málinu og vera málefnaleg takk.

Til að ræða stöðu Benitez finnst mér samt þurfa að spóla aðeins til baka. Ég er fæddur 1971 og því þekki ég þá sælutilfinningu að sjá Liverpool lyfta meistaratitlinum enska. Æðisleg tilfinning skal ég segja ykkur.

Daginn sem Dalglish hætti óraði mig ekki fyrir því sem var í gangi. Auðvitað hafði ég áhyggjur af skrýtnum kaupum kóngsins, Jimmy Carter, Mark Kennedy og David Speedie voru ekki magnaðir leikmenn.

Eftir sumarið var Souness svo ráðinn. Hann lýsti ástandinu sem “of margt gamaldags í klúbbnum. Ekki er lengur hægt að lifa í fornri frægð”. Reif allt innra starfið í tætlur, breytti áherslum í æfingum og keypti landsliðsmenn. En ekki góða leikmenn. Paul Stewart, Torben Piechnik og Mark Walters dugðu ekki. Hann tók sig þó til og treysti ungum mönnum í kippum, nokkuð sem aldrei sást hjá Liverpool áður. McManaman, Redknapp, Hutchinson og Fowler.

Ekki gekk það upp og Evans tók við.Gömlu gildin aftur, spila “flowing” fótbolta. Viðurkenndi þó að Souness hafi gert margar góðar breytingar, bara of margar í einu. Margir frábærir leikir sáust, en aldrei tókst að gera almennilega atlögu að titlinum og einn bikar árangur. Vantaði uppá breiddina miðað við United og Arsenal.

Houllier bætt inní og tók svo við. Akademían kom inní og GH setti mark sitt á liðið. Tók flæðið út og spilaði “árangursríkan fótbolta”. Nokkrir bikarar og ein alvöru atlaga að titlinum. Þá keypti hann fulla ruslatunnu af slökum leikmönnum, Diao, Diouf, Cheyrou í kjölfar Diomede, Traore, Baros og annarra snillinga. Árangursríki boltinn var leiðinlegur og hann var látinn fara.

Þannig var staðan þegar Benitez tók við sumarið 2004. Litlir peningar til, ekkert sjálfstraust í liðinu, 80 % leikmannahópsins varnarmenn, Owen og Gerrard vildu fara, Akademían engu að skila. Maðurinn m.a. ákvað að kaupa ekki C.Ronaldo af því að hann var með Le Tallec!

Þegar maður rabbar við fólkið á The Park segja allir manni sömu söguna. Benitez kom að risa í rjúkandi rúst. Ekki ósvipað og Alex Ferguson gerði þegar hann mætti á Old Trafford og byrjaði að reisa þann brauðfætta risa á fætur. Fyrsta verkið hans var að tala Gerrard til að vera áfram, en Owen stakk af. Þá kom að leikmannakaupum. Alonso og Garcia. Gæðaleikmenn Josemi og Nunez, ekki nægilega góðir og Morientes og Carson í janúar. Því miður virkaði ekki Morientes. Deildin gekk ekki vel en þjálffræðilegt afrek vannst í Meistaradeildinni.

Sumar 2005 og inn komu Reina, Crouch og Sissoko sem spiluðu mikilvægt hlutverk, guð kom heim í janúar og Agger birtist líka. 5 leikmenn sem virkuðu. Zenden lítt marktækt því mikil meiðsli. Gott deildarár og FA-bikarsigur.

Sumar 2006, ákveðið að gefast upp á Morientes og nýju leikmennirnir sem bættust við? Pennant, Kuyt, Bellamy og Aurelio auk þess sem Arbeloa og Mascherano bættust við í janúar. Fullt af peningum birtust í vösunum um vorið og eftir vonbrigði í deildinni og tap í Meistaradeildarúrslitum heimtaði Benitez stuðning, peningalegan og hugmyndafræðilegan.

Þann stuðning fékk hann í sumar. Hann skar allt unglinga- og varaliðskerfið upp, réð nýja menn í unglingabrúna og tilkynnti breyttar áherslur í varaliðinu. Fór svo í að styrkja liðið. Torres, að mínu mati okkar Cantona, Voronin, Lucas, Babel og Benayoun. Allt gæðaleikmenn. Því miður gerði hann að mínu mati mistök að treysta á Gabriel Heinze til liðsins og því vantar enn einn hafsent allavegana.

En staða liðsins í dag er þvílíkt heljarstökk áfram á þremur árum frá því Benitez tók við að það eitt og sér hefur haldið trú minni á stjóranum óbilaðri. Það er bara svo löngu liðin tíð að liðið okkar eigi einhvern sjálfsagðan rétt á titlinum, jafn leitt og það nú er. Í liðinu er nú enginn, hvorki leikmaður né starfsmaður, sem hefur unnið enska titilinn og það eitt og sér þýðir það að við þurfum enn að stíga stórt skref, sem Evans og Houllier náðu aldrei. Benitez hefur unnið titil í stórri deild. Þess vegna tel ég hann hæfastan í LFC til að vita hvað þarf.

Mér finnst honum hafa tekist að laða til liðsins heilan haug af gæðaleikmönnum og miðað við það sem maður les af unglingaliðinu og hefur séð af varaliðinu eru margir efnilegir leikmenn á Anfield. Án þess að nokkuð sé víst í þeim málum. Hann er líka pollrólegur og sýnir reglulega að hann hefur kjark til að taka erfiðar ákvarðanir.
Mér finnst margt líkt með honum og Ferguson, þó okkar maður sé pollrólegri.

Reikna með því að einhverjir muni eftir því að hægri kantmaður í liði United sat stundum á bekknum eða var tekinn af leikvelli á sérstökum stundum. Oft var það gagnrýnt, en á endanum sást árangurinn var það ekki? Kantmaðurinn heitir David Beckham.

Mikið hefur verið talað um “squad-rotation” og ég eins og aðrir er alls ekki alltaf sammála því. En málið er svo einfalt. LFC vissi af þessu kerfi Benitez áður en hann var ráðinn, því svona vann hann með Valencia. Í sumar fékk hann að kaupa fokdýra leikmenn sem varð til þess að við sáum allir að 2 dýrir leikmenn eru nú komnir um hverja leikstöðu. Þannig að alltaf verða einhverjir fúlir. Leikmennirnir þekkja þetta kerfi og þegar þeir skrifa undir hjá LFC vita þeir af því.

Benitez var spurður að því hvort hann hygðist breyta um stjórnhætti vegna umræðunnar að undanförnu nú nýlega á Lfc.tv. Hann svaraði, brosandi: “Ég hef unnið svona síðustu 7 ár og unnið einhverja bikara. Hvers vegna á ég að byrja núna að vinna á annan hátt”? Svar óskast.

En svo finnst mér líka vert að minnast viðtals við Guðjón Þórðarson þegar hann var að ræða feril sinn í Englandi. Kjarni þess viðtals var einfaldlega, “það er erfitt að vera útlendingur í enska boltanum”.
Augljós staðreynd. Í gær heyrðist t.d. lítið um þá ákvörðun Ferguson að hvíla Ronaldo gegn Aston Villa.

Ég hef ennþá mikla trú á Benitez, fyrst og fremst útaf því að ég fylgdist mikið með Valencia á Spáni og var hræðilega hrifinn af því sem hann gerði þar, auk þess sem mér finnast kaup hans á leikmönnum til Anfield frábær. Ég eins og allir aðrir vill vinna enska titilinn, mér er meira að segja nokkuð sama um Meistaradeildina í vetur.
Það þýðir auðvitað ekki að ég sé alltaf ánægður, öðru nær. En við verðum alltaf að skoða stóru myndina og stöðu liðsins. Það að vera taplausir í deildinni í lok október og stutt á eftir toppliðunum er ásættanlegt ekki satt?

Svo finnst mér með ólíkindum að þeir sem kenna þjálfaranum um jafntefli og töp séu fyrstir til að tala um heppni þegar við vinnum. Ef þjálfarar falla með ákvörðunum sínum verðum við að leyfa þeim að standa með þeim líka.

Annars verður aldrei neinn nógu góður fyrir okkur.

63 Comments

 1. Góð samantekt hjá þér Maggi, ég er sammála þér í flest öllu þarna og horfi…eða reyni að horfa að mesti leiti á þetta svona.

  Það breytir því þó ekki að ég er gjörsamlega kominn með nóg af Sissoko og sigurinn í gær var heppni og liðið er ekki búið að vera að virka vel undanfarið.
  En ég hef ennþá mjög mikla trú á Benitez og einnig á þessu squad rotation kerfi, þó að í gær hafi verið reynt meira á þolinmæði manns en nokkurntíma áður. Þ.e. skiptingin á Gerrard á þesum tímapunkti, í rauninni var það ekki skiptingin sem slík, heldur að Sissoko fékk að spila áfram sem fór í taugarar á mér

  En líkt og undanfarin ár þá er klúbburinn klárlega á uppleið þegar á heildina er litið, það eru alltaf að bætast sterkari og sterkari púsl við liðið, og þeir sem ekki passa eru fljótlega látnir fara (plííísss Sissoko) og því ekki langt að bíða að þetta hrökkvi allt saman í gír hjá Benitez.

  Til þess þarf hann þó að fá aðeins meiri frið og minna af heimskulegri gagnrýni, það er stundum alveg magnað að heyra spekingana úti, gamla leikmenn og þess háttar fjasa um hvað þetta rotation kerfi er lélegt og vitlaust meðan flest öll tölfræði vinnur með honum….og auðvitað sú staðreynd að hann hefur náð 50-90% meiri árangri sem þjálfari en þeir flestir.

  En í þessari færslu varstu að setja út á að sigurinn gær hafi verið kallaður heppnissigur!!! Þetta var klárlega mikil heppni og loksins voru hlutirnir smá að detta með okkur. Það er ekkert slæmt við það, góðum liðum fylgir ansi oft heppni (saga manU sl. áratug…..auðvitað alltsaman heppni;) og það er vottur um styrkleika að spila illa og vinna samt leikina…….svo ég tali nú ekki um þegar við höfum einhvern besta leikmann andstæðingana í okkar röðum og það í leikstjórnandahlutverki!!!

 2. Ég get bara ekki verið sáttur við Benítez meðan hann lætur Sissoko spila svona mikið. Benítez lætur liðið ekki beint spila skemmtilegasta fótbolta í heimi og ekki skánar það þegar Sissoko er inná. Ég er samt mjög þakklátur fyrir meistaradeildartitilinn. 🙂

 3. mjög góður pistill hjá þér og ég er sammála rafa með að heildarmyndin er það sem skiptir máli.

  við stuðningsmenn horfum æði oft á einn leik í einu og erum brjálaðir ef að stig tapast. menn fara að drulla yfir hinn og þennan og segja að þessi sé lélegur og þessi ekki starfi sínu vaxinn o.s.frv.
  svo þegar við vinnum þá eru allir hetjur og snillingar.

  rafa bendir mönnum á að horfa á heildarmyndina. ef maður gerir það þá á endanum sér maður hvað hann hefur gert góða hluti með lfc. þetta er framtíðarstjóri, stjóri sem mun vonandi vera hjá klúbbnum næstu 10-15 árin 🙂

 4. Mín aðalgagnrýni á Benítez er einfaldlega að knattspyrnan sem liðin hans spila er hreinlega hrútleiðinleg áhorfs. Ég man ekki eftir Liverpool-leik frá því hann tók við þar sem ég hugsaði að liðið væri að spila virkilega góða og skemmtilega knattspyrnu. Þetta vissi ég vel áður en hann kom til Liverpool enda fylgst með Valencia áður og þess vegna ákvað ég bara að gefa honum séns til að rétta liðið við og kannski yrði þetta allt í lagi. Ég meina stjóri sem byggir liðið sitt í kringum David Albelda og Rubén Baraja er augljóslega ekki sá ævintýragjarnasti í bransanum. Það sést líka þegar Liverpool spilar þá eru engar hugmyndir fram á við. Boltanum er yfirleitt kýlt fram á við af Reina eða miðvörðunum og ekkert gerists. Það er ekker plan fram á við, engin hugmyndafræði þegar á að sækja. Það sem lið Benítez hafa er hins vegar gríðarlega líkamlegur leikur og þegar þau eru í toppformi þá gjörsamlega kæfa þau lífið úr andstæðingunum. Þetta sást t.d. í mörgum leikjum við Man Utd og Chelsea í deildinni; liðið kæfði allt framtak andstæðinga langtímum saman en voru þó aldrei líklegir til að skapa neitt sjálfir og gjarna töpuðust þessir leikir (sbr. Utd heima í fyrra) eða enduðu í markalausum jafnteflum út af því. Liðið vantar einfaldlega að vera sókndjarfara og það er ekki að fara að gerast undir Benítez sem er í flokki með mönnum eins og Mourinho, Capello, Rehagel og fleirum sem eru að murka lífið úr fótboltanum.
  Þótt að það séu sennilega allir komnir með upp í kok af “Sissoko er rusl” deilunum þá verður bara að draga í efa hæfileika stjóra sem heldur að Malímaðurinn eigi eitthvað erindi í lið sem ætlar sér á toppinn. Það væri hægt að smella nánast hvaða leikmanni liðsins sem er í þessa stöðu og hann myndi sennilega leika betur en Momo hefur gert síðustu 2 tímabil.
  Svo er líka alltaf jafn undarlegt hvað Benítez virðist fyrirlíta leikmenn sem standa sig. Þegar Crouch byrjar að skora og skora er honum kippt á bekkinn strax. Þegar Torres byrjar á því er honum líka kippt á bekkinn. Maður fer að hallast að því að Jorge Valdano (sem kallaði m.a. leik Liverpool “skít hangandi á priki”) hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að þjálfarar eins og Benítez treysti ekki leikmönnum sínum og það sérstaklega um kreatíva leikmenn. Sást greinilega líka hjá Houllier t.d. með Litmanen. Svona neikvæðir þjálfarar eins og Benítez vilja hafa stjórn á öllu og leikmennirnir séu ekkert meira en vélmenni sem hann getur fjarstýrt að vild. Sóknarmennirnir eru óútreiknanlegri en varnarmennirnir svo Benítez virðist vantreysta þeim sérstaklega.
  Ef liðið vinnur deildina undir Benítez þá verð ég gríðarlega ánægður og glaður að það takmark hafi loksins náðst en það er nokkuð ljóst að ég á aldrei nokkurn tímann eftir að vera stoltur af knattspyrnunni sem liðið spilar undir þessum manni eins og t.d. Arsenal og Barcelona-stuðningsmenn geta verið.

 5. Ég man ekki eftir Liverpool-leik frá því hann tók við þar sem ég hugsaði að liðið væri að spila virkilega góða og skemmtilega knattspyrnu.

  Vá!

 6. Þetta er mjög góður pistill og ég get tekið heilshugar undir það sem þar er skrifað.
  Mér leiddist ótrúlega þessi neikvæða umræða eftir sigurinn í gær og menn tala um heppni hjá Benitez að skiptingar hans hafi gengið upp. Þessir sömu aðilar gagnrýna hann svo þegar skiptingar hans ganga ekki upp og eru ekki tilbúnir til að taka undir það að þegar skiptingar heppnist ekki þá séu þær óheppni.

  Mér fannst skiptingin hjá honum í gær, Gerrard út fyrir Lucas, frábær og það á alls ekki að líta svo á að Benitez hafi verið að senda Stevie einhverja pillu með ummælum sínum.

  Staðreyndin er sú að Lucas kom inn með flotta sendingargetu – var öruggur á boltann og rólegur og mig minnir endilega að hann hafi skapað nokkur færi með sendingum sínum og vision-i. Einnig á hann allan heiður af sigurmarkinu, allan.

  Höfum trú.

 7. Ok, nefndu mér nokkra leiki þar sem Liverpool hefur spilað skemmtilega knattspyrnu. Ætti að vera einfalt…

 8. Kjartan. Bara nokkrir. Ekki það að þetta sé nú mjög svaravert.
  Liv – Derby= 6-0, Sund. – Liv = 0-2, Liv – Che. = 1-1, Liv. – Tou = 4-0.
  Svo eitthvað frá í fyrra, nenni ekki að telja upp mjög marga.
  Liv – Che = 2-0, Liv – Ars = 4-1, Liv – Tot = 3-0
  Svo af því að þú talar um Barcelona þá manstu að við snýttum þeim á Nou Camp og áttum að vinna heimaleikinn örugglega, þ.e. ef talað er um spilið úti á vellinum……

 9. Ég skal samþykkja að Liv 4-1 Ars var skemmtilegur og frábær þrenna hjá Crouch en hinir leikirnir voru vel spilaðir sem er ekki það sama og skemmtilega spilaðir. Bolton spilaði t.d. vel gegn Arsenal þegar þeir voru að stríða þeim undir Allardyce en ég myndi seint borga pening til að horfa á það (ekki það að þessi Liverpool leikir hafa verið jafnslæmir). Liverpool voru mjög góðir gegn Barcelona en skemmtanagildi þeirra leikja var ekki hátt. Liverpool-Chelsea í undanúrslitum MD var vel spilaður af hálfu Liverpool þannig séð en engum nema Liverpool-mönnum fannst það skemmtilegir leikir.
  Það er ástæða fyrir því að hlutlausir áhorfendur halda ekki með Liverpool og fíla þá jafnvel illa.

 10. Ég er reyndar ekki alveg sammála að Liverpool hafi spilað skemmtilegan bolta í öllum þessum leikjum þó að úrslitin hafi verið góð, fyrir utan Chelsea-jafnteflið (sem mér fannst reyndar einna best spilaði leikurinn).

 11. Ég bara tek undir með Kjartani. Sjálfsagt er hægt að finna einhverja leiki þar sem við vorum góðir, en hversu marga fleirri leiki haldið þið að hægt sé að finna þar sem við vorum skelfilega lélegir? Benitez veit ekki hvað sóknarleikur er og er það mjög miður. Ég hef mikið álit á Benitez, mjög margt sem hann hefur gert sem er gott, en einhver verður að fara kynna hann fyrir hugtakinu “flæðandi og skemmtilegur sóknarleikur”.

  Einar í raun sannar mál Kjartans hér að ofan með ummælum sínum. Gefur í skyn eitthvað neikvætt um Kjartan og hans skoðun en í raun sýnir að það er margt til í henni með því að geta ekki einu sinni nefnt einn leik, hvað þá 10.

  Sóknarlega erum við ekki búnir að vera góðir einn leik í haust….hvað höfum við verið slakir sóknarlega marga? Ég skal fyrirgefa ef einn og einn leikur dettur inn þar sem ekkert virðist ganga hjá mönnum og liðið spilar illa….en þegar það er undantekning þegar liðið sínir sóknartilburði, þá er eitthvað að. Bara t.d. léttir þríhyrningar eða hreyfingar án bolta er ekki að sjá hjá okkur. Sjáið sóknarleikinn hjá Barcelona, Real Madrid, Man Utd Arsenal og fleirri toppliðum…við erum ljósárum á eftir þeim og það finnst mér óásættanlegt.

  Bottom line, Rafa Benitez hefur gert margt gott, ekki spurning, en hann verður að breyta spilamennsku liðsins ef hann ætlar ekki að fá stuðningsmennina upp á móti sér. Viðtal við Ryan Babel finnst mér gott dæmi um hugsanahátt Rafa. Hann var búinn að fara í gegnum allar varnarfærslur með honum og hvernig hann átti að hreyfa sig í varnarleiknum, en minntist ekki einu orði á sóknarleikinn…ÓTRÚLEGT! Þetta verður bara að breytast. Ég veit það fyrir víst að menn eru ekki jafn ánægðir með hann úti eins og í byrjun.

  Síðan má ég til að nefna eitt hérna. Maggi, þú segir að engin hafi sagt neitt þó Sir Alex hafi hvílt Ronaldo í gær. Þú veist að Man Utd rúllaði yfir þá er það ekki? …1-4 á útivelli. Ég þarf varla að taka það fram að Sir Alex mat stöðuna hárrétt og það ekki í fyrsta skipti.

 12. Af þessum leikjum sem þú nefnir Maggi þá bara get ég ekki verið sammála því að við höfum verið eitthvað áberandi góðir sóknarlega í þeim. Ég t.d. var á Tottenham leiknum í fyrra og við vorum frekar geldir, mjög heppnir að tapa ekki þeim leik þó úrslit leiksins láti mann halda annað. Mundu, við erum ekki að tala um leik þar sem góð úrslit náðust, heldur leiki þar sem Liverpool liðið spilaði skemmtilegan og árangursríkan sóknarbolta. Þetta Barcelona tal þitt sýndi svart á hvítu að þú misskyldir þetta eitthvað.

 13. Benni Jón, veit ekki hve gamall þú ert og því ekki hvort þú manst eftir Liverpoolliðinu undir stjórn Roy Evans. Fullt af skemmtilegum leikjum, en á 5 árum einn titill, Deildarbikarsigur.
  Auðvitað væri langbest að vinna alla leiki 5-0 og spila leiftrandi bolta. Í haust fannst mér mjög margt vera að færast í rétta átt og leikmenn eins og Babel, Benayoun, Lucas og Torres frábærir sóknarlega. Þetta viðtal við Babel er orðið soldið margrætt meðal þeirra sem tala niður til Benitez.
  Svo er ég ekki að draga úr réttmæti ákvarðana Ferguson. Sir Alex er snillingur sem hefur lengi notað squad rotation eins og ég tala um í pistlinum mínum. Ég er bara að segja að það virðist skipta máli hver á í hlut. Ferguson var að gera rétt, en Benitez rangt í gær miðað við marga. Þar er ég ósammála, þeir gerðu báðir rétt.
  Við verðum að sjá hvað gerist, en Valencia lið Benitez var leiftrandi skemmtilegt og vonandi tekst okkur að sameina leiftrandi sóknarlið og sigurlið….

 14. Það er ástæða fyrir því að hlutlausir áhorfendur halda ekki með Liverpool og fíla þá jafnvel illa.

  Fyrirgefðu, en var gerð einhver könnun, sem ég hef ekki frétt af?

  Einar í raun sannar mál Kjartans hér að ofan með ummælum sínum. Gefur í skyn eitthvað neikvætt um Kjartan og hans skoðun en í raun sýnir að það er margt til í henni með því að geta ekki einu sinni nefnt einn leik, hvað þá 10.

  Hvaða þvæla er þetta?

  Það var einfaldlega ekki svaravert þegar menn halda því fram að Liverpool hafi aldrei spilað skemmtilega undir stjórn Benitez. Maggi taldi nokkra upp, en ég og ansi margir aðrir værum búnir að tapa geðheilsunni ef við hefðum þurft að þola þrjú ár án þess að horfa á skemmtilegan Liverpool leik (væntanlega meira en 3 ár ef maður telur hörmungartímabilin hjá Houllier)!

  Það er alveg leyfilegt að gagnrýna Benitez og Momo og hvern annan sem menn vilja, en af hverju þurfa menn alltaf að vera svona fáránlega stóryrtir? Geta menn ekki rökstutt mál sitt án þess að fara með svona ýkjur?

  Og varðandi Ronaldo, við unnum Everton í gær þar sem að varamaður fékk vítaspyrnu sem sigurmarkið var skorað úr. Samt er fullt af fólki vitlaust yfir því að vitlaus maður hafi verið tekinn útaf fyrir varmanninn sem skoraði markið. Þetta sannar að mínnu mati það, sem ég hef sagt að sumir kjósa alltaf að horfa á neikvæðu hliðarnar í málinu.

  Ég var sítuðandi yfir leiknum í gær og öllu sem því viðkemur (vinir mínir eru vitni um það) en í lok leiks var ég bara svo glaður að ég nennti ekki að eyða orku minni í að gagnrýna allt, sem miður hafði farið. Já, það er ekki allt 100% við spil Liverpool og það er engin að halda öðru fram, en þegar að menn koma með svona komment einsog Kjartan og fleiri í gær, þá er ekki nema von að maður reyni að taka upp hanskann fyrir Benitez.

 15. “Benni Jón, veit ekki hve gamall þú ert og því ekki hvort þú manst eftir Liverpoolliðinu undir stjórn Roy Evans. Fullt af skemmtilegum leikjum, en á 5 árum einn titill, Deildarbikarsigur.
  Auðvitað væri langbest að vinna alla leiki 5-0 og spila leiftrandi bolta.”
  Það sem ég var að benda á var að Liverpool leikur ekki skemmtilega knattspyrnu, minntist ekkert á árangur. Þannig er t.d. ekki hægt að nota UEFA Cup leikina við Barca sem mótrök bara því árangurinn varð góður úr þeim 🙂 Hingað til hefur enginn efnislega mótmælt því að Liverpool spili hreinlega leiðinlegan fótbolta.
  Og ég btw, man eftir Roy Evans árunum og það var síðast sem ég man eftir liðinu spila virkilega skemmtilega á köflum. Á þeim árum náði liðið m.a. tvisvar sinnum þriðja sætinu.

 16. Ég er á 30. aldursári ef þú vilt vita það og já, ég man mjög vel eftir Evans tímabilinu. Ég vorkenndi Evans alltaf mjög mikið. Leikmenn sem hann vildi kaupa en fékk ekki hefðu örugglega getað breytt miklu. Leikmenn eins og Turam, Desailly, Sheringham og fleirri. Spáið í liðið á þeim tíma með þá landa Desailly og Turam saman aftast. Ef Sheringham hefði komið til okkar í stað Man Utd.

  En það er samt mikil einföldun að benda á að hlutirnir hafi ekki virkað hjá Evans og því eigi ekki að spila skemmtilegan bolta. Þarf ég nokkuð að telja upp lið sem spila skemmtilegan bolta og ná líka árangri? Er það nokkuð?

  Ég er sammála því að þetta leit vel út í byrjun, bæði með kaupum og byrjunin lofaði góðu. Við vorum ekkert eitthvað stórskotalið, en þetta virtist vera að taka skref í rétta átt. Núna höfum við spilað átta leiki frá Derby leiknum, skorað heil 10 mörk, þar af 4 gegn Reading í deildarbikarnum. Þetta er bara langt frá því að vera nógu gott.

  Ég vil bara spyrja þig, finnst þér í alvöru “sóknarboltinn” sem við spilum vera ásættanlegur…og þá er ég ekki bara að tala um í gær eða undanfarna leiki, heldur frá því að Rafa kom.

 17. Mig minnir einhvernvegin að Benitez hafi sagt fyrir tímabilið að hann vildi fara að spila meiri sóknarbolta og þá komu t.d. Torres, Babel, Voronin í hópinn sem klárlega eru sóknarsinnaðir leikmenn. Eigum við ekki bara að róa okkur aðeins og vona að með tímanum komi aukið sjálfstraust í liðið og skemmtilegri spilamennska og meiri sóknarbolti komi í kjölfarið.

 18. Hvað eru menn eiginlega að biðja um. Vilja menn árangur, eða bara stórskemmtilegan fótbolta sem skilar mögulega engu?

 19. Eitt af vandamálum Evans var viðvarandi agaleysi, því leikmennirnir urðu nokkrir stærri en klúbburinn. Prófaðu að lesa ævisögu Ruddock. Hrikalegt bull í gangi. Vissulega margir flottir leikir, en líka hryllileg töp!
  Það er bara eitt lið í enska boltanum í dag að spila leiftrandi sóknarbolta. Arsenal, United virðist þó vera að detta í gang líka. Við sjáum á sunnudag hvað gerist með það sóknarlið. Er alveg viss um að Benitez er að auka sóknaráherslurnar, leikmannakaup sumarsins sýna það.
  Mér fannst haustið lofa virkilega góðu, liðið að skapa sér haug af dauðafærum í öllum leikjum fram að fyrsta landsleikjahléi. Síðan þá höfum við ekki náð að kveikja alveg á öllum, en ég segi eins og Bjartmar, við verðum að gefa mönnum tíma. Uppstilling gærdagsins var til að svara líkamlegu áreiti Everton, en áður en kom að því höfum við farið í alla deildarleiki með vængmenn og 2 sentera. Uppleggið í leikjunum hefur verið að pressa hátt, en í gær gekk það engan veginn. Leikaðferð Benitez er einmitt sú, að pressa hátt uppi og klára hratt. Sú aðferð hugnast mér vel og er ennþá viss um að þeir leikmenn sem hafa verið keyptir að undanförnu munu færa liðið nær því markmiði hans. Liðið er ekki enn orðið liðið sem hann dreymir um, en vissulega á að sjá alvöru framfarir í vetur. Var mjög bjartsýnn í haust og vill sjá hvað gerist á næstu mánuðum.
  Mátt alls ekki túlka ummæli mín á þann hátt að ekki eigi að spila sóknarbolta. Það verður að gerast rökrænt, og fumlaust. Græðum ekkert á því að verða argandi sóknarlið nema að geta varist líka. Eftir mikil leikmannakaup síðustu tveggja ára þurfum við að færa liðið á næstu hæð, ekki reikna með að komast beint á þakið.
  Ég t.d. bíð enn spenntur að sjá hvort Kewell kemur ekki ferskur til baka og við fáum fleiri skemmtilega leiki……

 20. Kaupin í sumar sýndu að mínu mati að Benitez veit jafn vel og við flestir að vandamálin síðustu misseri hafa verið spilamennskan fram á við. En eins og kannski mátti búast við tekur það tíma að koma nýjum mönnum af stað og alltaf má búast við bakslagi. Fyrstu leikir tímabilsins sýndu þó að við getum vel verið hættulegir fram á við – þetta er kannski spurning um sjálfstraust, sem hefur verið ansi lítið í síðustu leikjum. Verður maður ekki að vona að þessi baráttusigur í gær komi mönnum í gang?

 21. Það sem mér finnst aðallega vanta hjá Liverpool eru bara svo basic hlutir sóknarlega. T.d. hreyfing án bolta hræðilega lítil, menn eru ekkert að bjóða sig þegar einhver nærri þeim fær boltann. Stundum eins og þegar menn eru búnir að gefa boltann þá finnist þeim þeir vera búnir með sitt í bili og fari að hugsa um eitthvað annað. Þá kemur oft upp sú staða en menn eru alveg einir og hafa enga sendingarmöguleika. Annað hvort er þetta alger skortur á sjálfstrausti eða að það er ekkert plan fram á við. Þess vegna t.d. vil ég ekki mikið vera að gagnrýna framherjana okkar, það er bara svo lítið sem er verið að skapa fyrir þá. Auðvitað skiptir máli að kunna að verjast og Liverpool hefur sýnt það síðustu tímabil að þeir kunna það en það sem hefur vantað upp á er að hafa gæðin og hugmyndirnar til að skapa sér færi og mörk. Þess vegna er ég að gagnrýna Benítez núna því það vantar hugarfarsbreytingu til að hleypa leikmönnunum úr þeim hlekkjum sem þeir virðast oft vera í sóknarlega.

 22. Mjög góður pistill Maggi og þú hittir að mínu mati naglann á höfuðið varðandi umræðuna um Benítez eins og hún er í dag. Hann er óþarflega gagnrýndur, bæði af því að hann spilar mjög taktískt og af því að hann er útlendingur.

  Ég er ekki sammála öllu hjá Benítez og tuða iðulega yfir því sem mér þykir hann gera illa í leikjum. Til að mynda finnst mér hann enn of varkár í skiptingum, þær koma yfirleitt of seint ef eitthvað er, og eins finnst mér hann eiga það til að krefjast of mikillar vinnusemi af framherjum sínum, sem hlýtur að vera ástæðan fyrir því að þeir eru oft fjarri teignum þegar liðið brýst upp kantana. Það getur ekki verið bara leikmönnunum að kenna þegar hver einasti framherji sem hefur leikið undir stjórn Benítez hjá Liverpool hefur leikið svona.

  En maðurinn nær árangri og fyrir það verðum við bæði að virða hann og viðurkenna hið líklega (sem sumir virðast þó ómögulega geta sætt sig við): kannski veit Rafael Benítez, knattspyrnustjóri sem fær borgaðar milljónir fyrir að stýra einum stærsta klúbbi heims, meira um knattspyrnu en við Lazy-Boy-sérfræðingarnir sem heima sitjum. En við vitum að þetta er að sjálfsögðu óhugsandi! 😉

  Varðandi skemmtanaheitið þá verð ég að viðurkenna að fátt pirrar mig jafn mikið í þessari umræðu. Spyrjið sjálfa ykkur hvort það hefur verið skemmtilegra að halda með Arsenal eða Liverpool síðustu þrjú tímabil? Hvort liðið hefur vakið ykkur meiri innblástur? Fabregas, sem er stórkostlegur, eða Alonso sem er líka stórkostlegur? Henry, sem var í þrjú ár markakóngur í liði sem ekkert vann, eða Baros/Morientes/Crouch/Cissé/Kuyt, sem voru vinnuhestar í liðum sem unnu titla?

  Það kann vel að vera að Arsenal-liðið sé betra í að hakka liðin í neðri hluta deildarinnar í sundur en þeirra vandi er sá að Wenger hefur fórnað ýmsu fyrir skemmtilegu knattspyrnuna. Til að mynda eru þeir stemningslið og ef menn eins og Fabregas eða Van Persie eru í óstuði dettur liðið úr því að vera topplið niður í að vera algjört miðlungslið, því þeir geta ekkert ef töframennirnir eru ekki að galdra. Eins vantar allt plan B hjá Arsenal. Það er barátta í þeim en taktískt séð kunna þeir bara að halda bolta innan liðsins, spila hraða þríhyrningaknattspyrnu og skora mörg mörk. Þegar það hins vegar er ekki að virka er liðið ekki að virka.

  Lítið yfir síðasta mánuð í deildinni. Liverpool-liðið hefur mátt þola krísu varðandi sjálfstraust. Gerrard, Carragher, Pennant, Mascherano, Sissoko, Crouch, Riise, Finnan og jafnvel fleiri lykilmenn (s.s. menn sem eru oft í byrjunarliðinu) hafa verið skugginn af sjálfum sér. Menn eins og Alonso, Agger, Kewell, og þar áður Gerrard og Carragher, hafa misst úr vegna meiðsla og Torres var frá í nágrannaleik á útivelli í gær vegna meiðsla.

  Á þessum erfiða tíma hefur liðið ekki tapað leik í Úrvalsdeildinni, heldur stöðu sinni sem það lið sem er með besta hlutfall allra á útivelli, og er enn í toppbaráttunni.

  Yfirfærið þetta svo á Arsenal. Ímyndum okkur að þeir hefðu þurft að spila útileik gegn Tottenham án Fabregas (þeirra Alonso), Van Persie (þeirra Torres) og Gallas (þeirra Agger). Ímyndum okkur að í þeim leik hefðu menn eins og Touré, Hleb, Rosicky, Glichy, Eboue, Adebayor og Almunia verið í krónísku óstuði. Hvernig heldurðu að sá leikur hefði farið? Hvernig heldurðu að Arsenal myndi spila í heilan mánuð við þessar aðstæður?

  Ég skal segja ykkur hvernig: verr en Liverpool. Eins og lokastaðan í deildinni síðustu tvö ár, auk bikartölfræði Benítez vs. Wenger síðustu þrjú árin, gefa til kynna.

  Ég er ekki að segja að Benítez sé fullkominn. Ég er ekki að segja að Sissoko sé stórkostlegur. En menn gleyma sér oft og ganga svo hart uppi í gagnrýninni að menn eru jafnvel reiðubúnir að fegra menn á borð við Wenger, Ferguson og lið þeirra til þess að reyna að koma höggi á sína eigin. Sitjið þið heima og öskrið á fjölskyldur ykkar fyrir að vera ekki jafn fullkomnar og aðrar fjölskyldur? Ég bara spyr.

  Benítez er ekki fullkominn en hann er að mínu mati rétti maðurinn til að fara alla leið með þetta lið. Hvort sem það verður í ár eða á næsta ári trúi ég því að sá þjálfari sem eigi betri séns með þennan klúbb sé ekki til í dag. Ef það að pirra mig yfir seinagangi í innáskiptingum og of mikilla krafa til framherja er það eina sem ég þarf að tuða yfir á meðan liðið vinnur stóra titla á nær hverju einasta tímabili undir stjórn Spánverjans hvarflar ekki að mér að steypa mér í þunglyndi yfir þessu.

  Síst af öllu daginn eftir útisigur gegn Everton. Þið sem sjáið svart í dag (og í gær) eftir slíkan leik verðið að spyrja ykkur til hvers í ósköpunum þið séuð að fylgjast með Liverpool FC, eða fótbolta yfirleitt, fyrst það færir ykkur svona litla gleði að sjá liðið ykkar vinna?

 23. Það sér engin okkar svart í dag Kristján Atli, þetta er kjánaleg tilraun til að reyna sverta okkur sem þorum og viljum benda á það sem betur má fara. Ég held að allir séu ánægðir með stigin þrjú og ég veit betur en margir hversu gaman það er að vinna Everton. Fullt af fólki sem áttar sig ekki á þessum ríg þarna á milli, en sökum fjölda ferða minna á Anfield þykist ég hafa smá hugmynd um þetta.

  En þú varst farinn í “ef” leik þarna með Arsenal. Hvað hefur Wenger unnið mikið með þessari sóknarknattspyrnu sinni? Hvað EF þeir hefðu haldið 1-0 gegn Barcelona með stífum varnarleik ala Liverpool? Þá hefði CL titill bæst við frábæran árangur Wenger, og það eftir að hafa selt nokkra máttarstólpana úr liðinu. Málið er bara að við spilum allt of passive og það þykir mér leiðinlegt. Þú talar um að Arsenal hafi ekki plan B(sem ég reyndar er langt frá því að vera sammála), en þeir hafa þó plan A í sóknarleiknum….við höfum EKKERT. …auðvitað eru þetta ýkjur að segja að við höfum ekkert, en við erum samt grátlega lélegir framávið.

  Síðan leyfirðu þér að spyrja til hvers við séum að horfa á þetta fyrst við erum svona svartsýnir(sem við erum alls ekki, heldur raunsýnir). Minn áhugi og það sem ég geri fyrir Liverpool er það mikill að ég er hálf móðgaður yfir þessum orðum þínum…ekki oft sem ég móðgast.

  Maggi: Nei, ég hef ekki lesið Razor bókina en las Fowler bókina og þar segir hann að honum hafi fundist gagnrýnin á Evans í sambandi við stjórnleysið mjög ósangjörn. Þannig að þarna erum við komnir með orð á móti orði hjá tveimur innanbúðarmönnum. Reyndar fékk Razor mikið stick fyrir agaleysi og lélegs form eftir að Evans tók við…maður er allavega fljótur að álykta gremju hans í garð Evans sökum þess. Það var samt ekki ætlun mín að gera lítið úr Razor eða orðum hans, enda einn af mínum uppáhalds í gegnum tíðna, heldur bara sýna að það voru ekki allir á sömu skoðun og hann.

  GBE: Menn eru að biðja um árangur, af sjálfsögðu. En til að ýta undir líkur á árangri þarf liðið að spila vel og ég hélt að það væri deginum ljósara að það væri það sem við vildum.

 24. Jiminn eini. Það er enginn að gera lítið úr því að liðið er taplaust í vetur og að vera búið að spila í úrslitum CL tvisvar. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að ef liðið heldur áfram að spila eins og það er búið að gera síðustu vikur þá sé voðinn vís in the long run en ég er ekkert að missa mig á meðan við erum ennþá að merja úrslit úr þessum vondu leikjum. Það er ennþá hægt að vinna deildina með að byrja núna að spila vel. Ég kynni vel að meta að menn myndu svo sleppa að alhæfa um alla sem gagnrýna Benítez eins og þeir séu með algerlega eina samleita skoðun. Það að ég gagnrýni Benítez fyrir leiðinlegan varnarbolta þýðir ekki að ég hafi verið þeirrar skoðunnar að Gerrard MÆTTI ekki fara út af á móti Everton etc.

  Líka mjög þægilegt að afskrifa alla gagnrýni með að segja að þeir sem gagnrýna séu ekki alvöru stuðningsmenn. Okkur finnst nefnilega ekkert skemmtilegra að sjá liðið sem við elskum spila ömurlega svo við getum rakkað þá niður. Það er bara okkar fetish greinilega.

  Þessi komment um Arsenal eru mjög misguided. Er þetta sama Arsenal liðið og fór í úrslit CL fyrir tveimur árum, vinnandi Real og Juve m.a. spilandi mikinn varnarbolta? Sama liðið og tapaði bara fyrir Barca eftir að hafa misst mann af velli í fyrri hálfleik. Og er það sem sagt betra að spila alltaf leiðinlegan fótbolta og ná upp og ofan úrslitum en að spila oftast mjög flottan fótbolta og ná upp og ofan úrslitum?

  Ég hef annars ekki mikinn áhuga á að ræða árangur liðsins per se. Eina sem ég var að benda á að knattspyrnan sem við spilum er fremur leiðinleg. Það hefur enginn getað neitað því efnislega hingað til. Af hverju geta menn sem eru svona móðgaðir við því ekki bara viðurkennt að þeim sé bara sama hvernig við vinnum svo lengi sem við vinnum? Það er einfaldlega sjónarmið út af fyrir sig sem er alveg hægt að færa rök fyrir.

 25. Kjartan, þú verður að nefna mælikvarðann á skemmtun. Þér t.d. fannst 6-0 sigur okkar gegn Derby ekki skemmtun. Hefðum hæglega, hæglega, getað unnið hann 10 – 0.
  Urrandi sóknarleikur hélt ég, en þú verður að skilgreina skemmtun held ég. Ég sé nú engan hugaðan með því að gagnrýna Benitez. Það eru nú ansi margir að því, hef hingað til ekki talið Andy Gray og Hemma Gunn hugaða í sínum árásum á Benitez.
  Svo sýnist mér Benni að þú sért að segja að tap Arsenal fyrir Barcelona í úrslitum CL hafi verið útaf því að þeir sóttu. Sá það nú ekki út úr leiknum á þeim tíma, þeir lentu manni færri og urðu að verjast allan leikinn. Eðlilega.
  Razor Ruddock var líka minn maður og hann var nú ekki að níðast neitt á Evans, heldur lýsa skemmtilegum fylleríum á leikferðalögum og í miðborg Liverpool, m.a. eftir leiki og á leikferðum.
  En auðvitað er maður undrandi að það virðist engu máli skipta hvort leikir vinnast, tapast eða enda með jafntefli. Alltaf gerir Benitez eintómar vitleysur, að mati hinna huguðu mest þó…..

 26. Já…. þú segir nokkuð Kristján Atli!

  Ég er Rafa maður!! Þess vegna sagði ég við sessunauta mína þegar að hann skipti Gerrard út af…. leikurinn verður að vinnast. Pressan og ákveðinn hluti stuðningsmanna hefðu rifið Benites á hol annars.

  Ég hef skrifað hér áður að Benites hefur nú þegar unnið sér inn réttinn til að gera í það minnsta tvær atlögur enn að Englandsmeistartitlinum. Það er bara svo einfalt. Við verðum að gera okkur grein fyrir þvílíkt stórkostlegur árangur Liverpool hefur verið í Meistardeild Evrópu. Árangur sem stuðningsmenn annarra liða (Lesist Man Unt. Arsenal og Chelsea) eru grænir af öfund yfir. Árangur sem sumir billjarðamæringar væru tilbúnir að greiða fyrir með margfaldri þyngd sinni af gulli!!!!

  Ég styð Bentites í gegn súrt og sætt. Það þarf mikið að ganga á til þess að ég fari að óska mér annars þjálfara. Ég hef bara heilmikla trú á því að Benites eigi eftir að gera Liverpool að Englandsmeisturum. Stundum er ég bullandi ósammála honum. Til dæmis datt af mér andlitið þegar hann tók Gerrard út af. En það er líka kannski vegna þess að ég er stuðningsmaður og hugsa meira með hjartanu en heilanum!! Enda kom á daginn að Rafa vildi eilítið minna “hjarta” í leik okkar manna á þessu
  mómenti í leiknum og meiri hugsun í aðgerðir okkar manna. Eftir á að hyggja þá dáist ég af kjarkinum hjá Benites. Hann er þjálfari sem er óhræddur við að fylgja eftir sannfæringu sinni.

  Ég dáist af Benites þegar hann hristir af sér spurningar blaðamanna um róteringar. Salla rólegur.. jarðbundinn. Trúr sinni sannfæringu. Þannig þjálfara vil ég hafa. Er hann varnarsinnaður þjálfari? Já. Er hann þjálfari sem getur unnið Englandsmeistara titil?? Já.

  Áfram Rafalution…

  YNWA

 27. Þú gerir þér grein fyrir því Maggi að þú nefnir einn leik af þessum níu sem við höfum spilað í deildinni. Að honum undanskildum höfum við skorað heil tíu mörk í átta leikjum. Þessi tölfræði sýnir svart á hvítu sóknargetuleysi okkar…og þetta er fyrir utan aðra leiki sem hafa nú ekki verið uppá marga fiska sóknarlega.

  Ég bara eiginlega neita að trúa að menn séu ánægðir með sóknarleik okkar manna í haust. Hann hefur verið bitlaus og tilviljunarkendur og það er nákvæmlega það sem við erum að gagnrýna. Mátt ekki falla í þá gryfju að setja alla “neikvæða” undir sama hatt. Gerrard-Lucas skiptingin sem slík hef ég ekkert út á að setja, enda gekk hún upp. Ég var hins vegar óánægður með hvað Sissoko hélst inni á vellinum. Af mínu áliti hefði hann átt að fara út í hálfleik…í það minnsta um leið og við urðum einum fleirri.

  Og að títtnefndum Arsenalleik, þá skil ég ekki alveg hvernig þú færð það út að ég hafi sagt að þeir hefðu tapað útaf sóknarleik…þeir einmitt töpuðu útaf varnarleik sem þeir voru skikkaðir til að spila eftir að hafa lent manni undir.

 28. Það er ekki hægt að skilgreina nákvæmlega hvað er skemmtileg knattspyrna. 6-0 á heimavelli gegn neðsta liði deildarinnar sem hefur verið slátrað af flestum skárri liðunum myndi ég ekki telja sem sérstaka skemmtun enda viðurkenndu menn það hér að spilamennskan þá var ekki í stíl við markatöluna í þeim leik. Eina dæmið sem ég man eftir um virkilega skemmtilegan leik Liverpool voru fyrstu 30 mín gegn Juve á leiðinni í úrslitin 2005 í CL enda voru jafnt Juveleikmennirnir sem og áhorfendur í sjokki yfir hvað Liverpool voru agressívir og keyrðu stíft á Ítalina.
  Jón H. Eiríksson: “Ég dáist af Benites þegar hann hristir af sér spurningar blaðamanna um róteringar. Salla rólegur.. jarðbundinn. Trúr sinni sannfæringu. Þannig þjálfara vil ég hafa. Er hann varnarsinnaður þjálfari? Já. Er hann þjálfari sem getur unnið Englandsmeistara titil?? Já.”
  Þetta er svar sem ég get sætt mig við við mína gagnrýni. Ekki einhverja stæla um að menn gleðjist yfir óförum liðsins.

 29. Var Tjélskí að spila skemmtilegan fótbolta þegar þeir urðu meistarar?? Eigum við ekki bara að bíða rólegir og sjá hvað árið 2007 – 2008 gefur okkur…það eru jú bara níu umferðir búnar!!?

 30. Benni og fleiri, það er margt sem við verðum greinilega að vera sammála um að vera ósammála. Ég hef alls ekki verið að reyna að láta sem allt sé búið að vera í himnalagi síðustu vikur og því síður að allt sem Benítez geri sé gott.

  Hins vegar hef ég verið að reyna að beita smá raunsæi á hlutina. Fyrir mér er það ekki raunsæi að koma hérna inn eftir sigurleik gegn Everton og vilja bara ræða neikvæðu hlutina. Af hverju hefur ENGINN viljað ræða hversu vel Kuyt stóð sig, að geta skorað úr tveimur vítum við erfiðustu aðstæður (fyrir framan hardcore Everton-aðdáendur) á Goodison? Af hverju hefur enginn hrósað Lucas eða viljað ræða góða innkomu hans? Af hverju vill enginn tala um það að í rúmlega níutíu mínútur héldum við Everton-liði sem skoraði þrjú gegn okkur í fyrra í skefjum og aðeins slysamark Hyypiä gaf þeim forystuna í þessum leik?

  Þetta er það jákvæða. En nei, menn vilja bara ræða hversu illa Sissoko spilaði, hversu vitlaust það var að taka Gerrard útaf (þótt sú ákvörðun hafi fengið uppreisn æru) og hversu illa sóknin okkar er að spila.

  Nota bene: framherjarnir okkar hafa í vetur skorað 16 mörk. Torres 7, Kuyt 5, Voronin 4 og Crouch 1. Hvað hafa framherjar hinna toppliðanna skorað? Ef þið viljið tala um steingeldan sóknarleik og/eða markaþurrð, ræðið það þá við Gerrard, Pennant, Babel og félaga. Meira að segja Sissoko er búinn að skora jafn mikið og Gerrard í vetur, og samt tala menn bara um hversu steingeldur Sissoko er fram á við. Er það raunsæi í ykkar huga?

  Raunsæi fyrir mér þýðir að horfa á bæði það jákvæða og neikvæða. Sissoko lék illa í gær, Kuyt vel. Við vorum slakir sóknarlega, en þó betri en í síðustu leikjum, á meðan vörnin var miklu þéttari en í síðustu leikjum. Við vorum heppnir með dómgæslu undir lok leiksins, sem vegur upp á móti óheppninni gegn Chelsea í ágúst. Ef við áttum skilið að missa tvö stig í gær áttum við ekki skilið að missa tvö stig gegn Chelsea, og því kemur lið Benítez út nokkurn veginn á sléttu það sem af er vetrar í “crucial” dómgæslu. En nei, menn vilja bara tala um heppni gærdagsins og nota það sem enn eina handsprengjuna til að varpa í átt að Benítez.

  Raunsæi fyrir mér þýðir að vega hið góða upp á móti hinu slæma. Þegar það er gert ætti niðurstaðan að vera augljós: VIÐ UNNUM E-V-E-R-T-O-N Á ÚTIVELLI Í DEILDINNI! Málið dautt.

  Og jú, liðið hefur verið að leika illa undanfarið. En er þó í fjórða sæti, með leik til góða, og fær toppliðið í heimsókn á Anfield eftir viku. Miðað við það að lið Benítez hafa venjulega hrokkið í gang upp úr mánaðarmótunum október/nóvember og farið að spila þrusuvel í deildinni get ég ekki séð af hverju maður ætti að örvænta núna. Ef liðið hefur verið að hefja nóvembermánuð í nánast fallsæti síðustu tvö tímabil, og samt náð þriðja sætinu, af hverju ætti ég þá að vera brjálaður yfir genginu í ár þegar liðið er í fjórða sæti, með um tíu stigum meira en á sama tíma síðustu þrjú ár, og með leik til góða?

  Miðað við að Arsenal virðast vera að toppa snemma, Chelsea-liðið virðist vera í molum og Liverpool-liðið – sem jafnan spilar betur en hin þrjú toppliðin á seinni hluta tímabilsins – hefur verið að byrja betur en oft áður, er þetta “raunsæi” ykkar kannski bara svartsýni eftir allt saman?

  Við erum ekki búnir að syngja okkar síðasta í Meistaradeildinni og liðið er enn á kafi í titilbaráttu í deildinni. Næst er leikur í Tyrklandi og svo Arsenal á Anfield. Hvernig væri að menn önduðu rólega þangað til að þeim leik lýkur og skoðuðu stöðuna þá?

 31. “Ég er reyndar þeirrar skoðunar að ef liðið heldur áfram að spila eins og það er búið að gera síðustu vikur þá sé voðinn vís in the long run en ég er ekkert að missa mig á meðan við erum ennþá að merja úrslit úr þessum vondu leikjum. Það er ennþá hægt að vinna deildina með að byrja núna að spila vel.” (#27)
  Ég vil meina að þetta sé raunsæi en ekki svartsýni 🙂

 32. Já en Kjartan, þú sagðist ekki geta munað eftir góðri eða skemmtilegri frammistöðu Liverpool undir stjórn Benítez, ekki einu sinni leikjum eins og 6-0 gegn Derby, 2-0 gegn Sunderland, 4-0 gegn Toulouse, 4-2 gegn Reading og 2-1 gegn Aston Villa. Og þá er ég bara að tala um þetta tímabil.

  Að mínu mati er það svartsýni hjá þér að vilja bara einblína á lægð liðsins síðasta mánuð og horfa um leið framhjá því að liðið lék þrusuvel fram að októbermánuði og var á toppi deildarinnar. Ef lægðin er núna búin sé ég bara enga ástæðu til að örvænta.

 33. Kristján Atli Kristján Atli….enn og aftur gengurðu í þá gildru að gera skoðanir og málstað annarra að okkar. Ég hef t.d. ekkert gagnrýnt Rafa með Everton leikinn sem slíkan. Ekkert gagnrýnt Gerrard-Lucas skiptinguna. Ég hef gagnrýnt spilamennskuna og það eðlilega. Við erum að spila illa sóknarlega.

  Þú ásakar okkur um að sjá bara það versta í stöðunni, en það sama má segja um þig, bara á öfugan hátt, þú kýst að sjá bara það jákvæða. Auðvitað var innkoma Lucas góð(ég meira að segja sagði á Players þegar þessi skipting kom að loksins sæi Rafa að Gerrard væri ekki ósnertanlegur) og auðvitað er hægt að tína til eitthvað jákvætt…en eftir situr samt alltaf að við erum steingeldir sóknarlega. Ég hef ekki ennþá séð neinn neita því eða færa rök fyrir öðru. Þó við höfum hingað til varla byrjað tímabilin fyrr en í nov(sem er nú annað sem er langt frá því að vera ásættanlegt) þá er ekkert sem segir að svo verði nú(þolþjálfarinn farinn)…þó við eigum Arsenal í næsta deildarleik þá er ekki þar með sagt að við munum vinna þá. Auðvitað er ekkert allt ómögulegt. Við erum taplausir og ennþá í fínum málum þannig séð í deildinni. En ekkert af þessu breytir því að við spilum illa sóknarlega. Ég skal lofa þér því að þó við vinnum næstu 10 leiki og spilum leiðinlegan og tilviljunarkenndan sóknarbolta þá mun þessi gagnrýni ennþá vera til staðar. Ég er reyndar mjög bjartsýnn alltaf fyrir alla Liverpool leiki(þó ég geti alveg trúað að margir hér kaupi það ekki) og ég hef alla trú á að við vinnum Arsenal, en það breytir samt ekkert því að við spilum tilviljunarkenndan og leiðinlegan sóknarbolta oftast nær. Þetta er eitthvað sem Rafa verður að laga og ég vona innilega að hann geri. Þangað til mun hann verða gagnrýndur og það eðlilega af mínu mati.

  Niðurstaða raunsæis hjá þér síðan segir mér að það er ekki hægt að ræða þetta við þig. Við unnum Everton, frábært auðvitað, en málið er langt frá því að vera dautt af mínu mati. Meira að segja Rafa sjálfur á erfitt með að hrósa mönnum og er alltaf að reyna finna leiðir til að bæta sig…lifir ekki endalaust í einhverri pólýönnu…þannig að það eru fleirri en við sem notum þessa “taktík”.

  Það verður síðan að horfa á heildarmyndina, ekki bara þennan Everton leik. Í haust(og flesta leiki undir Rafa ef útí það er farið) höfum við verið geldir sóknarlega og það er eitthvað sem þarf að bæta.

 34. Benni Jón, eins og ég hef sagt áður verðum við bara að vera sammála um að vera ósammála um það með hvaða augum við lítum liðið undir stjórn Benítez. Það er í góðu lagi mín vegna, ég þoli alveg að vera ósammála þér, en það fer í taugarnar á mér að þú virðist reyna til hins ítrasta að persónugera þetta. Við höfum oft rætt hlutina yfir leikjum og verið ósammála um ýmislegt en aldrei hefur það orðið persónulegt þar. Hér, í umræðu þar sem ég tel mig hafa verið 100% málefnalegan og ópersónulegan í orðum mínum, hefur þér fyrst tekist að móðgast yfir einhverju sem var ekki beint til þín persónulega og svo að lýsa því yfir að það sé “ekki hægt að ræða þetta” við mig. Hvernig væri að þú slakaðir á og tækir sama hugarfar og gerir þig að skemmtilegum sessunaut yfir leikjum á pöbbnum með þér inn á þessa umræðuvefi?

 35. Hvernig er ég að persónugera þetta Kristján Atli?…þ.e.a.s. á verri hátt en þú eða aðrir? Ég er bara ósammála því að sigur á Everton sé bara sigur og búið. Að það meigi ekki gagnrýna liðið fyrir slakan sóknarleik á eftir er ég bara alls ekki sammála. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála eins og þú segir.

  En ég er alveg rólegur. Ég hef bara áhyggjur af getuleisi okkar sóknarlega. Mér finnst Rafa vera langt frá því að ná því besta úr liðinu sóknarlega séð…það eru hellings hæfileikar til staðar, en það er lítið sem ekkert nýtt.

 36. Af hverju eru menn að tala um að liv, hefði verið heppið að vinna í gær.Var ekki everton heppið að Hyypia skoraði sjálfsmark og var liv, heppið að brotið var á Gerrard og var liv, heppið þegar boltin var á leið í mark og Neville varði með hendi. Ég bara skil þettað ekki,enda skil ég ekki allt og þaðan að sýður bull ‘Afram Liverpool og Rafa, og eitt enn Gerrard er ekki heilagur

 37. Já menn verða auðvitað að gera að upp við sig hvað er skemmtun og hvað ekki. Mér finnst til að mynda mun skemmtilegra að horfa á Gerrard (þegar hann er þá í sínu besta formi) spila af sinni grimmd og ákefð en að horfa á Ronaldinho og félaga með allar sínar krúsídúllur.

  Fyrir mér þarf skemmtilegur fótbolti ekki endilega að innihalda 3000 sendingar helst inn í teig andstæðingsins a la Arsenal heldur frekar að sjá hraðar og snöggar sóknir. Hver segir að skemmtilegur leikur geti ekki farið 0-0 ? Gagnrýnin á Rafa er að verða soldið innantóm og menn farnir að gagnrýna bara til að gagnrýna. Og þó að leikur liðsins hafi ekki verið neitt blússandi skemmtilegur upp á síðkastið þá verð ég nú bara fyrir mína parta að mér finnst boltinn sem Rafa spilar bara frekar skemmtilegur. Eiginlega bara mjög skemmtilegur en menn geta ekki ætlast til þegar 10 af 11 mönnum eru í lægð að fara að sjá einhvern brjálaðan sóknarbolta.

  Það ætlar t.d. enginn að segja mér að leikurinn í gær hafi verið leiðinlegur. Hraði, barátta, mörk, rauð spjöld og alvöru harka. Þetta qualifiar klárlega sem prýðilegasta skemmtun hjá mér a.m.k.

  Annars er það deginum ljósara aðal vandamál okkar þessa stundina að það vantar Agger. Hypia og Carra, með fullri virðingu fyrir þeim, hafa núll auga fyrir spili sem er eitthvað sem Agger hefur. Boltinn berst einfaldlega ekki úr vörninni til miðjunnar og þá detta menn í löngu boltana þegar bakverðirnir eru pressaðir.

 38. Maggi: Þarfur og góður pistill. Virkilega gaman að lesa þessa yfirferð og rifja upp hvað hefur gengið á undanfarna áratugi (ekki alltaf gaman að vera LFC stuðningsmaður).

  Ég hef klórað mig í gegnum umræðinu sem hefur spunnist hérna og langar að segja þetta:

  Öndum rólega og gefum Rafa tíma, hann veit hvað hann er að gera. Það er bara erfitt fyrir bæði hann og liðið þegar lykilmenn eru daprir. Vonandi fara þeir að sýna sitt rétta andlit.

  Síðan vil ég nefna eitt varðandi þessa Sissoko umræðu.
  Drengurinn er einungis 22 ára gamall og á því ekki að koma á óvart að hann detti niður þegar sjálfstraustið er lítið sem ekkert. Hann hefur marga kosti og ef hann nær að þróast vel næstu árin sem knattspyrnumaður mun hann verða gríðarlega mikilvægur hlekkur í Liverpool liðinu næstu áratuginn. Allt tal um að selja/gefa hann er ótímabært. Hann er búinn að vera slappur og það vita það allir, líklega hann manna best sjálfur.

 39. Rafa útskýrir hér ástæður sínar fyrir því að taka Gerrard útaf í stað Sissoko eða Mascherano. Ég held að menn hefðu gott af því að lesa þetta:

  “Sissoko was doing a fantastic job. If he didn’t give the ball away sometimes he would be the best player in every game because he runs more than anyone, he regains more balls than anyone and he covers all his team-mates.

  He needs to improve in front of goal, but I am really pleased with him.

  Mascherano was keeping the position in front of the centre-backs so I needed to change for a player who could play between the lines around the other midfielders.”

  Sem sagt, ákvörðunin byggist ekki bara upp á því hvernig menn eru að spila heldur líka því hvað hentar taktíkinni. Rafa ákvað greinilega að fórna ekki öðrum af þeim mönnum sem (a) vernda vörnina og (b) vinna boltann hvað oftast aftur til liðsins, og því varð Stevie að víkja fyrir manni sem gat látið boltann flæða kanta á milli og smurt hjólin, eins og sagt er, í spilamennsku liðsins. Þetta var hin taktíska ákvörðun Rafa og eins og Lucas spilaði eftir að hann kom inná, og sérstaklega vegna þess hve stóran þátt hann átti í sigurmarkinu, finnst mér einfaldlega ekki hægt að gagnrýna Rafa fyrir þessa skiptingu.

 40. En finnst mönnum í lagi að láta svona í blöðin eins og benitez um Gerrard, mér finnst það bull, okey að finnast að einn útsjónasamasti og besti leikaður í heimi spili bara með hjartanu, en AF HVERJU að fara og segja þetta í BLÖÐIN!?
  Það nær ekki nokkri átt, en sammála mönnum að Gerrard sé ekki heilagur en hann er fyriliði í þessu blessaða liði og þjálfari þar ekki að segja svona um fyrirliðann sinn?

  Það má rífast um þessa skiptingu mitt álit bull. Horfði aftur á allan leikinn og Gerrard var að koma sterkur inn eftir léglega byrjun og alla sóknir liðsins byrjuðu á honum, Benitez segjir að þetta var til halda taktík, common við vorum einum manni fl, Gerrard og babel hefðu verið mjög góðir þarna ínná saman…. En þetta skiptir nú engu máli, þetta virkaði hjá benna honum til mikilar lukku….

  skil þetta álit á sissoko maðurinn er bara bless, hann getur varla gefið boltann ef það er stutt og gleymdu hugmyndinni ef hún er löng, getur ekki skotið, okey hann er bara 22 en ef maður er búinn að æfa fótbolta í mörg ár þá er þetta eitt að því fyrsta sem þú lærir. okey ekki selja hann lána í burtu, þá getur hann lært að senda og kanski skjóta.

  En það sem Benni jón er að segja er ég sammála að vissu leyti en málið agger og alonso eru svakalega mikilvægir í sóknina, agger getur borið boltan upp, eitthvað sem hyypia og carra eru ekki góðir í og alonso dreifir spilinu. En það sem skiptir öllu máli er að vinnum dery slag úti og nú eru 3 eftir til að vinna.

 41. Já, heppni liverpool í gær snerist semsagt um liv voru yfir 60% með boltann, everton með 1 skot á ramman (og það frá hypiia) 6 skot framhjá, 80% sendingar liverpool rötuðu á samherja (sissoko og mascherano áttu sennilega þessi bróðurpartinn af þessum 20% en everton átti 1 skot á markið!!!) Það skildi þó aldrei vera að Benitez hafi verið að spá í því að allur sóknarleikur everton í leiknum fór í gegnum Lescott á kanntinum sem Gerrard var að spila á?? Ekki upp miðjuna og ekki upp vinstri væng liverpool. Neibb þetta var allt heppni. Lestur á sumum þessum kommentum minna mann á menn sem halda að aðrar reglur um aukaspyrnur gildi fyrir innan teig og utan hans af því að það er svo ósanngjarnt að dæma vítaspyrnur og senda menn útaf með rautt spjald … Sigurinn í gær var það mikilvægur að í staðinn fyrir að everton jafnaði okkur á stigum erum við með 19 stig í 4.sæti en ekki 16 stig í 8.sæti ef við hefðum tapað leiknum.

  Hlutirnir gerast aldrei á einni nóttu, stöðugleikinn kemur út frá vörninni og þaðan er byggt upp, títtnefnt Arsenal liðið spilaði blússandi sóknarbolta þegar þeir voru hvað bestir í kringum ’98 en lykillinn var hver? Ekki skildi það hafa verið sterkur varnarleikur og frábær markvörður? Ray Parlour, Petit og Viera voru allir sterkir varnarsinnaðir miðjumenn sem tóku á sig vinnu sem gerði öðrum leikmönnum kleift að njóta sín í sókninni og skapa þann blússandi sóknarbolta sem þeir voru svo þekktir fyrir. Þetta var ekki lið sem var byggt upp á einum degi en þetta er það lið sem mér fannst hvað skemmtilegast á síðasta áratugi og grunnurinn af því var varnarleikurinn! Wenger byggði síðan sóknina á þessari vörn með tíð og tíma en það gerðist ekki á einni nóttu og það mun svo sannarlega ekki gerast á einni nóttu hjá Liverpool heldur en Benitez er á réttri leið með þetta lið og það verður gífurlega gaman að sjá þegar ungu strákarnir fara að banka á dyr aðalliðsins með tíð og tíma. Þótt að Houllier hafi engan veginn valdið starfinu þá var hann samt sem áður með réttu hugsunina, hann klúðraði bara sóknarboltanum þegar hann átti að fara að rúlla aftur á Anfield, árangur Benitez er óumdeilanlegur, hjá Liverpool og hjá Valencia. Menn verða svo bara að eiga það við sjálfa sig hvort þeir eru sáttir við spilamennskuna eða hugmyndafræðina á bak við. Ég var alveg hundfúll þegar Gerrard var tekinn út af en þetta reyndist vera mjög góð skipting og ætli það sé ekki þess vegna sem ég sit heima í stofu eða á pöbbnum með bjór í hendi og blóta tækinu þegar ég er ósáttur við eitthvað hjá Liverpool (títtnefndur Sissoko oft á broddi tungunnar) Ég mundi t.d. ekkert gráta það ef hann yrði seldur til Juventus fyrir þann pening sem þeir voru tilbúnir að borga fyrir hann en á meðan hann klæðist treyjunni styður maður hann fram í rauðan dauðann. Þýðir samt ekki að maður megi ekki blóta honum eða hverjum þeim sem spilar undir getu en það þýðir samt ekki að maður horfi bara á aðra hliðina á liðinu hvort sem það er hið jákvæða eða hið neikvæða á meðan að liðið er enn að sýna batamerki með hverju árinu.

  “Þú ásakar okkur um að sjá bara það versta í stöðunni, en það sama má segja um þig, bara á öfugan hátt, þú kýst að sjá bara það jákvæða.”
  Þetta segir Benni Jón um Kristján Atla en ég get ekki annað en sagt að fyrir mína hönd hefur Kristján Atli bara staðið sig mjög vel í því að gagnrýna það sem betur má fara hjá Liverpool en á degi eins og þessum þegar við vinnum Everton á útivelli eftir þvílíka lægð okkar manna sé ég bara ekkert að því að sjá kannski meira af hinu góða en hræðilegrar frammistöðu t.d. Sissoko sem spilaði hreint út ömurlega þá man ég ekki betur en að Mascherano (sem er einn af mínum uppáhaldsleikmönnum) hafi skapað hættulegasta færi Everton í leiknum með skelfilegri sendingu á Riise að mig minnir (í að minnsta á vinstri væng okkar vallarhelmings) en það var annaðhvort Finnan eða Voronin sem björguðu á síðustu stundu í það skiptið. Fyrir mér hafa Einar Örn og Kristján Atli (sem og aðrir pennar á þessari síðu) ekki farið leynt með óánægju sína á því sem betur hefur mátt fara hjá Liverpool í gegnum tíðina og það hafa þeir ávallt gert á mjög málefnalegan hátt.

 42. Það eru ótrúlega fáir sem eru að gagnrýna að Gerrard hafi verið tekinn út af; þeir sem segjast hafa ferið fúlir yfir þessari skiptingu voru það fæstir því þetta var Gerrard að fara út af heldur því að það var ekki Sissoko að fara út af.

  Þetta quote í Benítez segir í raun allt um hvaða sýn þessi maður hefur á knattspyrnuna og mér fallast í raun bara hendur ef hann hefur látið þetta út úr sér í alvörunni. Ég sé ekki hvaða framtíð falleg knattspyrna á fyrir sér þegar Momo Sissoko-ar þessa heims eru alltaf Man of the Match og nánast allir þjálfarar sjá ekki sólina fyrir þessum “Makelele”-leikmönnum sínum. Það eru þjálfarar eins og Benítez/Mourinho/Rehagel/Capello/Sánchez Flores/Allardyce/Gaui Þórðar etc etc sem eru að ganga af knattspyrnunni dauðri.

  Spurning hvort að knattspyrnuaðdáendur eigi bara ekki skilið að fá Grikkland 2004/Chelsea 2004-2007/Wimbledon/Bolton fótbolta í hverjum einasta leik þegar þetta er orðið viðhorfið: “Mér finnst til að mynda mun skemmtilegra að horfa á Gerrard (þegar hann er þá í sínu besta formi) spila af sinni grimmd og ákefð en að horfa á Ronaldinho og félaga með allar sínar krúsídúllur. Fyrir mér þarf skemmtilegur fótbolti ekki endilega að innihalda 3000 sendingar helst inn í teig andstæðingsins a la Arsenal heldur frekar að sjá hraðar og snöggar sóknir.”

 43. Ég hef tekið virkan þátt í umræðum á þessari síðu mjög lengi. Mér finnst hún frábær. Ég hef fylgst með Liverpool og haldið gífurlega upp á liðið síðan á níunda áratugnum. Ég les of mikið um liðið og klúbbinn og pæli alltof mikið í öllu í kringum það til að teljast hollt. Mér finnst Liverpool stórkostlegur klúbbur og æðislega gaman að halda með því liði umfram önnur. Mér finnst Rafa mjög góður þjálfari og einn af fáum þjálfurum í heiminum sem eru nógu góðir fyrir Liverpool.

  Ég ætla hinsvegar að taka mér frí frá því að taka þátt hérna fram að áramótum. Ég ætla líka að taka mér “tilfinningalegt frí” frá Liverpool liðinu fram að áramótum. Ég ætla að nálgast það eins og ég nálgast íslenska landsliðið þessa dagana, með væntingarnar í botni.

  Ég er nefninlega búinn að súpa mikla fjöru með þessu liði en aldrei áður hefur það komið fyrir að ég hafi ekki fagnað mörkum á síðustu mínútu gegn Tottenham og Everton af óbeislaðri gleði. Það segir mér að ég þurfi að taka mér “tilfinningalegt frí”, hlaða batteríin og sjá hvort að ég finni gleðina á ný.

  Ástæða þess að ég er svona leiður á þessu finnst mér vera mikil neikvæðni í kringum liðið, utan vallar og innan. Liverpool var alltaf skemmtilegt lið með litríkum karakterum. Nú finnst mér vélmennin vera verðlaunuð mest af þjálfaranum, varnarleikur er aðalatriðið og ég er alveg sammála Kjartani og ég held að margir hafi misskilið punktinn sem hann var að koma með.

  Liverpool hefur átt góða skemmtilega leiki undanfarin ár en maður sest ekki lengur niður og á von á góðum, skemmtilegum leikjum. Í staðinn hefur maður áhyggjur af því þegar maður sest í sófann hvort að sá sem hefur verið að skora mest (Cisse, Crouch, Torres…) fái yfirhöfuð að spila. Maður hefur áhyggjur af því að umræðan öll snúist um rotation. Mestar áhyggjur hefur maður af bölvaðri miðjunni þar sem spilar núna einn versti fótboltamaður í nútímasögu Liverpool, Momo Sissoko (og þar eru því miður of margir sem keppa um þann titil). Ó guð, ef bara Torres, Kuyt og co gætu haft einn Scholes, Zola eða þannig leikmann hlaupandi með sér í seinni boltann af miðjunni. Í staðinn kemur Momo.

  Nú er þetta komment ekki um Momo sem er örugglega fínn strákur sem er allur af vilja gerður, heldur nota ég hann til að greina hvað mér finnst að í leik liðsins.
  – Sóknarlegar hreyfingar eru óöruggar. Framherjar eru of oft einir á báti eða allt of langt frá teig.
  – Ef einhver kemst í stuð og fer að setja mörk er hann rosalega oft “hvíldur”….það er bara óskiljanlegt!
  – Miðjan er ekki “settluð” það er endalaust verið að skipta á miðjupörum og menn fá aldrei tíma til að “spila sig saman”.
  – Manni finnst alltaf eins og leikkerfið hafi verið sett upp með leikkerfi mótherjanna í huga en ekki með það í huga að láta hafa áhyggjur af sér.
  – ÞAÐ VANTAR ALLA LEIKGLEÐI! Þegar talað er um Liverpool er talað um varnarleik, vélmenni, kerfi, baráttu, þrautseigju, vinnu osfrv. Það er lítið um bros, mikið um læti og mjög sjaldan eru leikmenn “bara að spila fótbolta” eins og SSteinn komst svo skemmtilega að orði hér fyrir stuttu. Þetta hvort sem manni líkar betur eða verr verður að skrifast á þjálfara að mestu leiti og fyrirliða að einhverju leiti.

  Vissulega er erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina og það er ekki sjálfgefið að menn hafi hugarfar í að spila skemmtilegan fótbolta. Rafa hefur gert flotta hluti eins og í Meistaradeild og FA bikar en það er svo skrítið að frægasta kommentið hans hefur snúist í höndunum á honum. Nú er búið að gefa honum sófa og mér finnst hann nota hann eins og lampa (s.s. flottir leikmenn í öllum stöðum en hann er ekki viss um hvernig hann vilji nota þá).

  Við höfum allir rétt á að styðja okkar menn hver á sinn hátt og enginn er meiri en annar í því. Umræðan hérna inni er orðin mjög neikvæð, annars vegar eru menn neikvæðir í liðið, spilastíl, þjálfara og einstaka leikmenn og hinu meginn eru menn sem eru neikvæðir út í heilbrigða gagnrýni. Aðeins einn maður hefur skrifað yfirvegaða grein um stöðu mála hjá Liverpool þessa dagana hérna og það var SSteinn um daginn. Jú við erum með góðan þjálfara en liðið er ekki “að spila fótbolta”.

  Ég geri fyrst og fremst þá kröfu til liðsins míns að ég hlakki til að horfa á það spila og að ég sé stoltur af því. Staðreyndin er einfaldlega sú að liðið okkar er hvorki að spila nógu árangursríkan né nógu skemmtilegan fótbolta svo að ásættanlegt geti talist. Ég er orðinn pirraður á að vera pirraður á því. Það er orðið allt of langt síðan að ég fann gleði í kringum liðið síðast og því ætla ég í Liverpool-frí og vonast til að Rafa og félagar kveiki í mér á ný og næst þegar ég tek þátt hérna inni verði það til að syngja englasöng til heiðurs afreka þeirra.

  Góðar stundir og áfram Liverpool!

 44. úff ég var svo lengi að renna í gegnum þetta að ég varla nenni að svara almennilega, mér sýnist ég vera að mestu leiti sammála Benna Jón og þ.a.l. sammála KAR um að vera ósammála honum í flestu. (ekki taka það persónulega Í GUÐSBÆNUM…..hef btw. ekki séð neinn vera með einhverjar persónulegar árásir á þig þó það sé verið að svara þínum svörum 🙂

  Eins og ég sagði í gær þá var það MIKIL lukka að við fengum þetta mark í lokin því umræðan og gagnrýnin hefði verið ansi mikið harðari annars.

  En smá varðandi það jákvæða sem KAR tók saman í leiknum við Everton í gær:
  “Fyrir mér er það ekki raunsæi að koma hérna inn eftir sigurleik gegn Everton og vilja bara ræða neikvæðu hlutina. Af hverju hefur ENGINN viljað ræða hversu vel Kuyt stóð sig, að geta skorað úr tveimur vítum við erfiðustu aðstæður (fyrir framan hardcore Everton-aðdáendur) á Goodison? Af hverju hefur enginn hrósað Lucas eða viljað ræða góða innkomu hans? Af hverju vill enginn tala um það að í rúmlega níutíu mínútur héldum við Everton-liði sem skoraði þrjú gegn okkur í fyrra í skefjum og aðeins slysamark Hyypiä gaf þeim forystuna í þessum leik?”
  – Fyrir það fyrsta var ekki bara verið að tala um neikvæðu hlutina, það voru allir sáttir við sigurinn en umræðan spanst út frá því sem menn voru ósammála um, eðlilega.
  – Kuyt skoraði úr tveimur vítum í gær, gott og vel, óvenjulegt hjá Liverpool leikmanni síðan the great Danny Murphy var og hét 😉 Fyrir utan það fannst mér hann ekki gera mikið af gagni sóknarlega og er farinn að hafa meiri og meiri áhyggjur af þvi hversu lítið þessi mikla vinnusemi hans skilar í raun (ATH það er líka vegna þess að hann spilar ekki nógu mikið frammi og fær stundum ekki úr mjög miklu að moða).
  – Er einhver búinn að tala illa um innkomu Lucas í leikinn?? ég held að hún hafi einmitt snúist um það að flestir ef ekki allir vilji hann frekar en Sissoko.
  – Flestir okkar (held ég, kannski að alhæfa) vildu hafa Gerrard áfram og Sissoko þar sem hann á að vera, aftarlega á bekknum.
  – “Héldum Everton liðið sem vann okkur 3-0 í fyrra í skefjum”!!!!!! Ég sé nú bara ekkert svo margt jákvætt við það, þó ég sé vissulega sáttur við sigurinn. Til þess að virðast líklegir þurftum við samt víti og rautt í leik sem virtist enn og aftur ætla að verða jafn mikil vonbrigði og hafa verið í gangi undanfarið.

  Það jákvæða við leikinn að mínu mati var, 3 stig, Lucas Leiva, unnum Everton á Goodison og enginn meiddist.

  Varðandi orð Benitez um Sissoko þar sem hann er greinilega að reyna að verja sinn mann og dempa gagnrýnina á hann þá er það gott og blessað. Ég hef bara áhyggjur af því að við þurfum að sóa mikilvægustu stöðu vallarins í svona leikmann þar sem hann er greinilega ekki að skapa NOKKURN SKAPAÐAN HLUT frammávið, sérstaklega þar sem við höfum Mascerano til þess. Gerrard er nokkrum ljósárum betri en Sissoko sem framliggjandi miðjumaður og hefur aldrei áður verið sakaður um að covera ekki nógu vel fyrir liðsfélga sína. Fyrir utan að stundum grínast maður með það að Sissoko sendi beinlínis á mótherjann til að geta náð boltanum af honum aftur.

  En vonandi nota þeir þennan leik til að motívera sig í næstu leikjum, þegar á heildina er litið erum við ennþá í fínum málum, en það gera sér held ég flestir grein fyrir að ef við höldum svona spilamennsku áfram þá verður þetta tímabil vonbrigða, það þarf að koma smá breaktrough hjá okkur, breaktrough sem er ennþá ekki alveg komið og því heldur gagnrýnin áfram.

  Vonandi að við “svartsýnu leiðindaseggirnir ” verðum þaggaðir niður. Ef þið komið aðeins niður af bleika skýinu þá sjáið þið að við höfum nú kannski einhvað smá til okkar máls.

  p.s. álit mitt á Benitez er að ég vil að hann verði ennþá róterandi liðinu í brúnni eftir 20 ár
  ……………..og ég held svei mér þá að ég sé ekki skarpari en skólakrakki 😉

  YNWA

 45. Vá, bara vá, orð í tíma tölu Daði! Sammála þér í einu og öllu.

 46. Babu, hver kallaði ykkur svartsýna leiðindaseggi? Ég sakaði ykkur um svartsýni, sem er málefnalegt, en engan hef ég kallað leiðindasegg. 🙂

  Daði, mér fallast hreinlega hendur þegar ég les ummæli þín. Ég man hreinlega ekki eftir tíma þar sem það var meira spennandi að vera Liverpool-maður en það er í dag. Ég er reyndar fæddur 1980 og man því bara óljóst eftir síðasta deildartitli Liverpool, en um þessar mundir er svo margt spennandi að gerast að það er ekki fyndið; nýr völlur, reglulegar ferðir út á leiki, beinar útsendingar í hverri einustu viku (ólíkt því sem áður var þegar menn sáu liðið kannski einu sinni í mánuði), endalaus netaðgangur og skemmtilegar umræður á þessari síðu um bæði það sem gott og slæmt er. Þú hefur sjálfur skrifað hjá okkur gestapistla um fjármála- og markaðshlið klúbbsins og þar var ekki að merkja annað en að þú værir jafn spenntur og við hinir.

  Ég gagnrýni ákvörðun þína samt ekkert. Ef þér líður í alvöru svona óska ég þér farnaðar í tilfinningalega fríinu og vona að liðið geti veitt þér innblástur til að snúa aftur til sín sem fyrst. 🙂

  Og fyrir þá ykkar sem vilja meina að ég sé já-maður af því að ég er ósammála þeim neikvæðustu hérna, langar mig að benda á þennan pistil. Ég hef skrifað fleiri slíka, og hinir bloggararnir allir líka, en það vill oft gleymast þegar ég er jákvæður að ég hef oft verið neikvæður líka. Þurfið þið annað dæmi? Leikskýrslan gegn Tottenham um daginn, þar sem ég var sakaður um að vera of neikvæður ef eitthvað er.

  Ég er enginn já-maður og heldur enginn nei-maður. Ég lifi ekki á neinu bleiku skýi né heldur í einhverju þynglyndiskasti. Ég tel mig vera raunsæismann sem setur hlutina fram með þeim hætti sem ég sé þá hverju sinni og ég stend við þá skoðun, sem og orð mín á þessari síðu.

 47. Ég er nú líka langt frá því að vera einhver NEI-maður Kristján. Ég er alltaf bjartsýnn fyrir leiki, er fljótur að sjá bjarta punkta í hlutunum og geri mitt svo að þessi klúbbur okkar hérna heima dafni vel. En ég er þó á þeirri skoðun að við spilum lélegan og leiðinlegan sóknarleik, og veistu hvað Kristján Atli, flestir(vil ekki alhæfa og segja allir) þeir sem sitja hjá mér á Players eru sammála því, sóknarleikurinn er alls ekki nógu markviss…langt frá því. Ég er virkilega kominn með leið á því að vera álitinn lítill minnihlutahópur afþví að ég er á þessari skoðun….vera álitinn svartsýnn og þunglyndur af því að ég er á þessari skoðun. Ég hef marg oft hrósað liðinu, bæði á þessari síðu og í hinu daglega lífi, mínir vinir og kunningjar fá of mikið af því frá mér ef eitthvað er. En hérna er umræðan um liðið, sitt sínist hverjum og eðlilega verður efst á baugi það sem menn eru ósammála um, í þessu tilfelli spilamennskan. Ég hef ekkert talað mikið um ágætan leik Kuyt eða góða innkomu Lucas og Babel einfaldlega vegna þess að það eru allir sammála um það og því þarf lítið að ræða það mál.

  Og Daði, þetta er kannski full mikil drama ef þú spyrð mig, en þetta sýnir samt návæmlega það sem getur gerst. Það er ástæða fyrir þessari miklu gagnrýni sem Rafa fær. Auðvitað er hún kjánaleg á köflum, t.d. offarið í kringum róteringarnar, but there is no smoke without fire.
  10 ára strákur sem er að byrja fylgjast með fótbolta, hvort haldið þið að hann velji Man Utd eða Liverpool? Ég man afhverju ég valdi Liverpool á sínum tíma, og ef ég væri svona gutti í dag, þá myndi ég velja Man Utd. Ég valdi Liverpool því bróðir minn sem býr í Svíþjóð og ég leit mikið upp til sagði mér að þetta væri eina liðið sem gæti eitthvað, og þetta verandi ca árið 1983 þá var það bara alveg hárrétt. Í dag erum við ljósárum á eftir liðinu á 9. áratugnum í sóknarleik.

 48. Þetta er ennþá uppáhaldskommentið mitt í þessum þræði:

  Sitjið þið heima og öskrið á fjölskyldur ykkar fyrir að vera ekki jafn fullkomnar og aðrar fjölskyldur? Ég bara spyr.

  Og varðandi þetta.

  10 ára strákur sem er að byrja fylgjast með fótbolta, hvort haldið þið að hann velji Man Utd eða Liverpool?

  Ég segi Man U af því að þeir eru enskir meistarar, en ekki vegna þess að þeir spili sérstaklega skemmtilega. Ég held að litlir strákar og stelpur haldi fyrst og fremst með liðum sem vinna leikina. Sjáið bara alla litlu krakkana, sem halda með Chelsea. Ég byrjaði að halda með Liverpool af því að þeir unnu leiki, ég hafði einfaldlega ekki nógu mikið vit á fótbolta á þeim tíma til þess að meta það hvort að þeir væru að spila sérstaklega fallegan fótbolta.

  Hvort haldiði til dæmis að fleiri hafi byrjað að halda með Real Madrid eða Sevilla í fyrra?

  Þess vegna held ég að Istanbúl hafi alið upp fleiri Liverpool aðdáendur en að spilamennska Arsenal hefur gert undanfarin 2-3 ár.

 49. Hugsanlega já Einar. En spilastíll okkar er það neikvæður á meðal fólks að ég held að það smitist út til ungra aðdáenda og mér finnst það áhyggjuefni.

 50. Ég held að árangurinn sé nánast allt. Ég þekki til dæmis fullt, fullt af Arsenal aðdáendum á mínum aldri (30).

 51. Hahaha nokkuð gott (#54)

  Og Liverpool er mikið mikið skemmtilegra á að horfa en það Arsenal lið.

  Annars er ég ekki neitt rosalega mótfallinn spuilastíl Liverpool in general, það þarf ekki að laga neitt rosalega margt til að þetta fari að detta og mér finnst uppbyggingin á liðinu einmitt miða að því.

  P.s. Daði, ég hef enga trú á þér í þessu fríi þínu 😉

  ….fyrir utan að sumrin eru til þess að taka svona frí.

 52. Sælir allir aðdáendur LFC

  Að mínu mati er heill haugur af leikjum með LFC sem hefur verið spilaður “entertaining attacking football” síðan RB tók við, þó ekki séu það allir leikirnir. Er samt sammála að hlutirnir hafa ekki verið að ganga upp eins og til er ætlast síðustu leiki.

  Síðustu tímabil hefur LFC verið það lið sem hefur verið að skapa sér hvað flest “færi” þó svo ekki hafi öll endað með marki. Ekki óvenjulegt að það færi vel yfir 20 skot í leik meðan andstæðingar okkar voru að fá 3-10 færi.

  Var ekki fyrr enn að Agger meiddist sem sást hvað sárvantar annann central defender sem getur borið spilið upp þar sem pressan sem andstæðingar settja á Carra og Hypia skapar verulegt caos í spilið hjá okkur.

  Það er fullt af talent og nokkrar stjörnur komnar í liðið nú er bara spurning um að þetta slípist saman.

  Síðan finnst mér svoldið hart vegið að Sissoko, drengurinn átti rosa leiki fyrir framan vörnina í fyrra, sérstaklega áður enn hann fékk spark í augað og þó hann sé kannski “on a bad run” er þetta ungur efnilegur leikmaður sem mörg önnur stórlið höfðu og enn hafa áhuga á að fá í sínar raðir. Um að gera að leyfa honum að spila sig í form og fá sjálfstraustið aftur og sína sitt rétta andlit.

  Við erum á réttri leið með RB og er ég fullviss um að EPL (og fleirri titlar) náist á þessu eða næsta tímabili!

  Vill þakka fyrir gæða síðu með góðu bloggi!

  YNWA

 53. Úff ég er loksins búinn að geta lesið í gegnum þetta alltsaman held að ég hafi ekki lesið svona mikið síðan ég kláraði sálfræðina:) En alla vega stór góður pistill. Það fer reyndar alltaf mikið í tauganar á mér þetta með að Liverpool sé að spila svona leiðinlegan fótbolta. Kjartan sagði að enginn Liverpool leikur hefði verið skemmtilegur síðan Benitez tók við en viðurkenndi síðan að leikurinn á móti Tottenham hafi verið góð skemmtun. Ég skal nefna tvo leiki í viðbót sem hafa verið taldir tveir af skemmtilegustu úrslitaleikjum í fótboltanum. Leikurinn á móti AC Milan 2005 og leikurinn á móti West Ham 2006 þessir leikir buðu upp á allt sem heitir skemmtun í fótbolta hvernig sem á það er litið.

  Ég hef sé fullt af leikjum þar sem Liverpool hefur sýnt skemmtilega sóknartilburði en líka leiki sem hafa verið hundleiðinlegir ber þar helst að nefna leikinn á móti United á Anfield í fyrra ( ef ég man rétt) sem lauk með 0-0 jafntefli en þá vara United ekki að spila skemmtilegri fótbolta en Liverpool ég hef líka séð hundleiðinlega leiki bæði með United og Arsenal. Þannig mér finnst þetta tal um leiðinlegan fótbolta bara vera fjarstæðukennt. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð marga leiki á þessu tímabili sennilega eru þeir ekki nema 4 og hafa þeir bæði verið leiðinlegir og skemmtilegir. Chelsea leikurinn var til dæmis mjög vel spilaður af hálfu Liverpool en síðan var leikurinn á móti Portsmout hundleiðinlegur.

  Varðandi leikinn í gær þá var Sissoko að gera mig gráhærðan og ég er nú ekkert sérstaklega ánægður með þessi ummæla Benitez um hann. Það getur vel verið að hann hafi staðið sig vel í að stoppa sóknir andstæðingana en ég held að hann hafi stoppað jafn margar sóknir Liverpool í leiknum. Ég er reyndar með þá kenningu að sjónin hans hafi versnað eftir slysið í fyrra því mér finnst hann líka vera með rangar tímasetningar í skalla einvígum t.d.
  Liverpool átti hins vegar alveg skilið að vinna þennan leik Voronin, Riise og Sissoko áttu allir fín færi til að skora í þessum leik. Everton átti ekki mikið af færum í þessum leik þeir náðu að skapa hættu í föstum leikatriðum og þá var það búið.

  Liverpool spilaði ekki vel í þessum leik en vann og eru það mestu gleðitíðindin því það er það sem hefur verið að hrjá okkur undan farin ár að vinna ekki leiki þegar við höfum ekki verið að spila vel. Okkur gengur vel á útivöllum en höfum verið að tapa mikilvægum stigum á heimavelli en það er hins vegar alveg ljóst að það mun ekki vera þannig í langan tíma.

  Besta byrjun Liverpool í deildini í mörg ár gefur manni bara tilefni til bjartsýni.

 54. Ég viðurkenndi aldrei að Tottenham-leikurinn hafi verið skemmtilegur!! Það var Arsenal 4-1 sem var verið að tala um. Liverpool spilar heilt yfir leiðinlegan bolta; það að önnur lið spili einstaka sinnum leiðinlega er ekki sönnun fyrir neinu öðru. Úrslitaleikir CL og FA voru ekki skemmtilegir því að Liverpool væri að spila skemmtilegan fótbolta heldur út af drama og sennilega úrslitunum.

  Þessu óviðkomandi þá fannst mér þetta komment mjög fyndið 🙂 :
  “Does anyone else think that England would benefit from $tevie Mbe sticking to a central midfield role, rather than the hybrid player/referee’s assistant role he’s been playing this season?”

 55. Fyrir það fyrsta, ég er ennþá að reyna að koma mér niður úr skýjunum eftir að hafa unnið Everton um helgina. Mér fannst þetta æðislegt og það er ekki neitt sem fær mig til að draga skugga yfir þessa sælutilfinningu sem ég fékk þarna í restina. Þetta er akkúrat það sem fótboltinn gengur út á, tilfinningar. Mér fannst þetta alveg stórskemmtilegur leikur með allt sem góður leikur getur boðið uppá.

  Svo er það skilgreiningin á skemmtun. Ég á bara erfitt með að trúa eigin augum þegar ég les það sem Kjartan hefur verið að skrifa hérna. Hann er eflaust haldinn sjálfspyntingarhvöt á mjög grófu stigi fyrst hann vill eyða þessum mikla tíma sem hefur farið í Liverpool leiki síðustu 3 árin, ef það er ekki EINN þeirra sem hefur verið skemmtilegur. Úff, ég er ekki frá því að þú ættir að taka þér Daða til fyrirmyndar. Það er allavega ljóst mál að ég mun ekki lesa eitt orð sem þú setur á prent héðan í frá, því þetta er svoddans endemis vitleysa að ég ætla mér ekki að eyða einni sekúndu meir í að lesa þetta.

  Ég hef allavega persónulega skemmt mér alveg hrikalega oft yfir Liverpool leikjum síðustu 3 árin og það er akkúrat það sem fær mig til að reyna allt hvað ég get til að missa helst ekki af einni mínútu af leik liðsins. Auðvitað væri maður stundum til í sókndjarfara kerfi á móti sumum liðum. Það fer reyndar alveg jafn mikið í taugarnar á mér að sjá slakan varnarleik, það pirrar mig eiginlega meira þegar illa gengur, heldur en þegar framherjar eru að klúðra færum. Það eru allir sammála um það að það er margt sem þarf að bæta hjá liðinu. En eins og fram hefur komið, þá erum við í býsna góðri stöðu í deildinni og hver man ekki hvað gerðist árið 2001 eftir að við unnum Everton á Goodison í uppbótartíma 🙂

  Skipting, taktík, mistök, snilld…á þessari stundu er mér andskotans sama, við unnum þá bláu og þetta var svooooooo sætt að það hálfa væri nóg. Lífið er yndislegt, YNWA 🙂

 56. “Svo er það skilgreiningin á skemmtun. Ég á bara erfitt með að trúa eigin augum þegar ég les það sem Kjartan hefur verið að skrifa hérna. Hann er eflaust haldinn sjálfspyntingarhvöt á mjög grófu stigi fyrst hann vill eyða þessum mikla tíma sem hefur farið í Liverpool leiki síðustu 3 árin, ef það er ekki EINN þeirra sem hefur verið skemmtilegur. Úff, ég er ekki frá því að þú ættir að taka þér Daða til fyrirmyndar. Það er allavega ljóst mál að ég mun ekki lesa eitt orð sem þú setur á prent héðan í frá, því þetta er svoddans endemis vitleysa að ég ætla mér ekki að eyða einni sekúndu meir í að lesa þetta.”

  Ok ,þetta er oficially málefnalegasta kommentið hingað til. Þegar ég er að tala um skemmtilega knattspyrnu þá er ég að tala um fallegt spil, halda boltanum vel, hugmyndaríki fram á við í stíl við Arsenal, Barcelona, Man Utd, Argentína etc etc. Eru Liverpool-aðdáendur virkilega það hörundsárir að þeir megi ekkert misjafnt heyra um liðið sitt þótt það sé frá einum af þeirra eigin félögum?

  Það sem ég sagði upprunalega var að liðið væri ekki búið að SPILA fallega eða skemmtilega frá því að Benítez tók við, ég sagði ekkert um að enginn leikur Liverpool hefði verið skemmtilegur á þessum árum. Liverpool hefur þvert á móti tekið þátt í mörgum skemmtilegum leikjum undir Benítez en það hefur ekki verið endilega vegna fallegs eða skemmtilegs spils. Það hlýtur að vera ástæða fyrir að menn verða svona sárir þegar er sett út á leikstíl liðsins, gæti verið að menn viti bara upp á sig sökina? Það virðist a.m.k. allir vera að misskilja mitt point alveg herfilega eins og Daði bendir á hérna að ofan.

  Auk þess er eina ástæðan fyrir að ég byrja að tala um þetta er að mér finnst það sem vantar í leik Liverpool liðsins þessa stundina til að taka næsta skref í átt að titlabaráttu sé aðeins meiri hugmyndaauki fram á við og vilji til að sækja og halda boltanum. Það er það eina sem ég hef verið að benda á. Það er með hreinum ólíkindum hvað menn eins og EÖE, Maggi, SSteinn og fleiri geta tekið þetta óstinnt upp og mistúlkað. En SSteinn á náttúrulega ekki eftir að vita það því hann mun ekki lesa þetta 🙂

 57. Það hlaut að vera þar sem leikurinn var allan tímann undir stjórn Clattenburg, því ef hefði átt að setja hann í bann þá ætti að setja flesta dómara í bann eftir hvern einasta leik.

 58. Sælir félagar

  Nú er ég loksins búin að pæla í gegnum öll kommentin hérn fyrir ofan. Ég verð að segja að flest gleður mig verulega því hér eru menn að tala sem standa með LFC hvað sem tautar og raular. Standa með klubbnum sínum þó þeir séu ekki alltaf ánægðir. Já jafnvel þó þeir séu verulega óánægðir og verði að fara í pásu (Daði) vegna þess tilfinningalega álags sem það hefur í för með sér. Ég held að vísu að Babu hafi rétt fyrir sér #55).
  En hvað um það. Menn eru ósammála um ansi margt hér á þessari síðu og færa yfirleitt rök fyrir því og það er í góðu lagi. Mér finnst samt að komment eins og hjá Ssteini í garð Kjartans ekki sóma sér vel.
  Ég er sammála þeim sem segja að kraftur og bit liðsins okkar frammávið sé ekki til staðar (Bennijón/Kjartan). Og ég skil skoðanir þeirra og rök svo að þeir styðja liðið af lífi og sál en hafa eðlilegar áhyggjur af sóknarleik liðsins. Ég held aðþað séu ansi margir sem hafa það.
  Þeir hafa líka áhyggjur af skemmtanagildi leikskipulags Rafa. Ég lái þeim það ekki. Og ég lái ekki heldur mönnum sem eru argir yfir skiptingunni Gerrard/Leiva. Ég hefi ekki enn hitt mann (í holdinu, en þeir eru nokkrir/fáir hér á spjallinu) sem er ánægður með þá skiptingu. Mér er nákvæmlega sama hvernig Rafa réttlætir það (og svo geta menn deilt um hve smekklega hann gerði það), sú skipting var út úr öllu korti verandi einum fleiri og full ástæða til nað láta kné fylgja kviði.
  Menn verða að fá að gagnýna Rafael Benitez hér á þessu spjalli án þess að fá kárínur fyrir. Menn verða að mega tjá sig um skemmtanagildi leikstíls liðsins án þass að vera skammaðir. Og menn verða að geta skilið að hægt er að skilja á milli skemmtunar sóknarleiksins og árangurs.
  Liðið hefur verið í lægð undanfarið og leikur þess hefur boðið upp á miklar áhyggjur og talsvert vonleysi. Það leggur talsvert á líðan manna og því eru þeir ekki alltaf í besta gírnum í umfjöllun sinni um liðið. Mér finnst allt í lagi að fyrirgefa mönnum það. Fyrirgefa en ekki skamma þá fyrir að hafa þessar áhyggjur. Hughreysta menn frekar.
  En vonandi fer landið að rísa. Ýmislegt hefur gengið á og sumt af því sem Rafa hefur gert orkar tvímælis. Við skulum vona að sá tími sé liðinn og við getum öll stutt liðið og stjórann heils hugar og glöð í framtíðinni.

  YNWA

Everton 1 – Liverpool 2

Hversu mikið kapp á að leggja á Meistaradeildina?