Everton 1 – Liverpool 2

Það var mikið í húfi á Goodison Park í dag þegar Everton mætti Liverpool. Ég var frekar smeykur þegar ég sá byrjunarliðið rétt fyrir leik og gerði mér grein fyrir því að við höfðum engan Torres, engan Agger og engan Alonso. En byrjum á byrjuninni.

Lið Liverpool var eftirfarandi:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Gerrard – Sissoko – Mascherano – Benayoun

Voronin – Kuyt

Á bekknum voru Itandje – Pennant (inn fyrir Sissoko ´88) – Lucas ( inn fyrir Gerrard á ´71) – Crouch – Babel (inn fyrir Benayoun ´68).

Lið Everton var eftirfarandi:

Howard

Hibbert – Yobo – Stubbs – Lescott

Jagielka – Arteta – Neville – Osman

Yakubu – Anichebe

Á bekknum voru Wessels – Baines – Carsley – Pienaar – McFadden.

Mörk Liverpool: Kuyt ´54, 90´+2
Mörk Everton: Hyypia sjálfsmark ´38.

Spjöld Liverpool: Kuyt (gult), Carragher (gult).
Spjöld Everton: McFadden (gult), Hibbert (rautt), Neville (rautt).

Leikurinn á Goodison Park byrjaði á mjög háu tempói og greinilegt að Liverpool ætlaði að hefja leikinn af krafti og koma marki á Everton sem fyrst. Þeir voru ansi nálægt því þegar að Benyoun gerði vel, hefði getað þrumað á markið en ákvað að leggja boltann á Voronin sem harmaði beint á Howard, Kuyt hefði svo sannarlega getað náð þessum bolta en amma gamla hefði hugsanlega verið nær því að ná þessum bolta þó hún hefði verið í vöðlum! Ég var mjög ósáttur við Kuyt þarna því menn eiga alltaf að vera á tánum, t.d. var Lescott miklu fjær Howard heldur en Kuyt, hann var komin á vettvang á sama tíma og Kuyt.

Eftir þetta datt leikurinn niður og Liverpool spilaði þokkalega, Voronin dró sig mikið út til hægri og skipti stundum um kant við Benayoun. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn tók kæruleysið við hjá Liverpool og Everton gengu á lagið. Þeir voru miklu betri og virkuðu miklu meira lið heldur en Liverpool, allir að berjast fyrir alla. Erfitt að var að byggja upp spil fyrir Liverpool því Everton voru klikkaðir inn á miðjunni og því fórum við að beyta háum boltum sem skiluðu nákvæmlega engu! Mikill hiti var farinn að koma í leikinn strax eftir 20 mínútur og greinilegt að ákveðnum aðilum var farið að hitna í hamsi. T.d. þá tapaði Alan Stubbs geðheilsunni við Clattenburg og Carragher virkaði mjög pirraður í þessum leik.

Liverpool komu sér aftur inn í leikinn og fengu aukaspyrnu á hættulegum stað en Riise nelgdi rétt framhjá. En svo kom tuskan framan í okkur. Hornspyrna kom á 38. mín frá Arteta (sem er frábær spyrnumaður), boltinn barst hægra meginn í teiginn þar sem hinn funheiti Stubbs sendi fyrir og **Sami Hyypia** gerði sér lítið fyrir og sendi boltann í stöng og inn, óverjandi fyrir Reina. Spurning hvort Hyypia hefði ekki átt að fagna þessu marki því það var stórglæsilegt og fallegasta mark leiksins að mínu mati.

Síðari hálfleikur byrjaði hræðilega. Liverpool leikmennirnir voru eins og vagínur aftast og menn virkuðu hálf kærulausir í tæklingum, ef þeir tækluðu þá á annað borð. En svo kom að vendipunkti leiksins. Voronin fékk boltann á miðjunni, sendi frábæra sendingu á Gerrard sem hljóp í átt að teignum. Þá kom Tony Hibbert og ýtti við Gerrard og bað hann um treyjuna sýndist mér, allavega togaði pínu í treyju Gerrards og Clattarinn ekki í vafa um að þetta væri víti og rautt, þar sem Hibbert var aftasti maður. **Dirk Kuyt** kom og settann örugglega og jafnaði metin. Í fagninu þeyttust krullurnar um og minntu óneitanlega á vindasaman dag í Hríseyjarhöfn, myndrænt augnablik það (þarna datt ég út í smá stund og fór að dreyma um heimahaga). Eftir markið var Kuyt eini leikmaðurinn sem virkaði ferskur og var að skapa eitthvað af viti. Svo átti hann eina sérstökustu tæklingu sem ég hef séð í fótbolta þegar hann var úti við hliðarlínuna og tók eina flugtæklingu, ef svo má að orði komast, og nauðlenti á Everton manni og uppskar gult spjald.

Við vorum einum fleiri frá 54. mín en það var sko ekki að sjá. Við kannski vorum meira með boltann eftir þetta rauða spjald, en við sköpuðum lítið sem ekki neitt, með Sissoko sem farþega á miðjunni. Svo á 71. mín brá mér rosalega. Rafa tók Gerrard útaf og setti Lucas inn. Ég átti ekki orð. Að taka fyrirliðann útaf á þessum tímapunkti fannst mér hneyskli, ég var að fara fagna því að Sissoko væri búinn í dag, en nei, þá gékk fyrirliðinn af velli. Ótrúlegt.

Liverpool fengu nokkur færi og þ.á.m fékk Sissoko deddara sem hann klikkaði og það var eins og hann væri að reyna að skora ekki. Hikandi og eins og hann væri villtur.

Í uppbótartíma þá ákvað Phil Neville að bregða sér í hlutverk markmanns, verst að hann hafði ekki tíma til að setja á sig hanskana. En hinn ungi og krúttlegi Lucas átti þrumuskot sem litli Neville varði á frábæran hátt og spurning hvort Steve McLaren, landsliðseinvaldur Englands, skoði það ekki að velja Neville í stað Robinson í markið gegn Króötum. En víti var dæmt og aftur rautt. **Kuyt** fór aftur á punktinn og synd að Neville hafi farið af velli því hann hefði pottþétt varið vítið líka. En Kuyt skoraði í sama horn og í fyrra vítinu og fagnaði ógurlega.

Nokkrum andartökum fyrir lok leiksins stigu Lescott og Carragher vangadans inn í teig Liverpool sem endaði með hælkrók Carraghers, en dómarinn dæmdi ekkert. Ég er ekki viss með þetta atvik, var þetta víti eða ekki? Gylfi Orra gat því miður ekki hitt mig eftir leik en allavega þá dæmdi Clattenburg ekki neitt og Moyes stjóri Everton lét öllum illum látum á hliðarlínunni, enda svekkjandi fyrir hann og hans menn að tapa þessu á lokamínútunum.

Það eru nokkrir hlutir sem er þarft að ræða eftir þennan sæta leik. Í fyrsta lagi þá er það val Rafa á miðjunni. Í hálfleik fór ég að velta vöngum yfir ýmsu, ég spurði mig, er ég sáttur við þetta lið sem er að byrja þennan leik. Svarið var einfalt: NEI. Ég ætla að lýsa yfir mikilli óánægju með það að Rafa skuli oft velja fáránlega miðju fyrir leiki. Í fyrsta lagi finnst mér ekki hægt að hafa Sissoko og Mashcerano saman á miðjunni. Þeir eru afturliggjandi miðjumenn báðir tveir, nema Mascherano er mun betri leikmaður og Sissoko hefur nákvæmlega ekkert sjálfstraust. Þeir eru báðir leikmenn sem stoppa sóknir andstæðingsins, en hvorugur leggur mikið upp úr því að sækja fram á við. Þeir geta ekki brotið upp leikinn eins og Gerrard og Alonso, en það er það sem þarf til að skora mörk. Koma með eitthvað óvenjulegt, eitthvað sniðugt sem kemur andstæðingunum í opna skjöldu. En þessir tveir eru fyrirsjáanlegir sóknarlega að mínu mati og virka engan veginn saman sem miðjupar. Þeir eru fínir til síns brúks með þá manni sem getur sótt af viti, Alonso eða Gerrard. Akkúrat núna þurfti eitthvað svona óvenjulegt til að brjóta upp mynstur Liverpool, hætta jafnteflum og fara að vinna. Það þurfti sókndjarfa miðju og leikmenn sem geta komið andstæðingnum á óvart. Getur vel verið að ég sé að bulla en ég sé þetta svona, tveggja manna miðja er þannig uppbyggð að þar spili tveir ólíkir leikmenn, annar spilar aftarlega og hinn framarlega.

Svo að hafa Voronin þvælandi þarna út á köntunum?? Því í ósköpunum velur hann ekki Babel eða Pennant og setur annanhvorn þeirra á kantinn? Gerrard var í einhverskonar “free role” fyrir framan miðjumennina og ekkert við því að segja svosem, engin föst staða sem hann lék. En ég fer að verða frekar þreyttur á þessum furðulegu miðju-uppstillingum hjá Rafa.

Ég var ánægður með Lucas Leiva sem kom inn á og breytti leiknum fyrir okkur því hann fór að halda boltanum betur innan liðsins og kom svo og kláraði þetta. Þetta er leikmaður sem mun skipta sköpum í framtíðinni og frábært að sjá svona ungan og efnilegann leikmann í rauðu treyjunni. Ég vona að hann fái fleiri sénsa í næstu leikjum og Sissoko verði hvíldur. Svolítið fyndið var reyndar að sjá hvað Lucas var hissa á hörkunni í leiknum, en hann mun vonandi aðlagast fljótt með fleiri tækifærum á næstunni.

Vörn Liverpool lék ágætlega, engin brilliant leikur hjá þeim en Everton fengu heldur ekki mikið af marktækifærum. Carragher og Finnan stöðugir að vanda og Hyypia átti ágætan leik fyrir utan sjálfsmarkið, sem var hrein og klár ólukka. Riise var ágætur og svo sem ekkert yfir honum beinlínis að kvarta.

Miðjan var sæmileg, mér fannst Mascherano leika vel, öruggur og flottur á miðjunni. Sissoko var hræðilegur og ég hreinlega skil ekki af hverju þessi maður er í byrjunarliði Liverpool, en læt bara Rafa um það. Benayoun átti nokkra fína spretti og kom vel frá leiknum sem og Gerrard, hann er allur að braggast kallinn.

Sóknin var betri en ég átti von á. Voronin fór illa með eitt eða tvö færi en átti ágætis leik. Hins vegar var Dirk Kuyt frábær og sýndi mikla fagmennsku í báum mörkunum, hann skapaði nokkur færi og virkaði mjög líflegur og sá leikmaður sem var hættulegastur.

**Maður leiksins:** Ég ætla að velja **Dirk Kuyt** því hann var bersýnilega sá maður sem maður man mest eftir úr þessum leik. Hann kláraði Everton í dag og átti fullt af góðum sprettum og sendingum í leiknum. Hann berst alltaf eins og ljón og gefur allt í leikina og það kann ég að meta.

Tilþrif leiksins: 3 atriði sem verða í minnum höfð eftir viðureignina. Það eru, sjálfsmark Hyypia, glæsileg markvarsla Phil Neville og flugtækling Kuyt. Ég er viss um að margir flugstjórar hefðu skammast sín að taka á loft við hliðina á Kuyt þarna við hliðarlínuna!!

Dómarinn Mark Clattenburg sem var fjórði dómari á leik Íslands og Letta hér fyrir viku stóð sig mjög vel og átti fínan dag. Leikurinn flaut vel og þannig viljum við hafa þetta í grannaslögum sem þessum.

Sanngjarnt eða ekki sanngjarnt? Mér er alveg skítsama hvort þetta var sanngjarnt eða ekki. Við fengum 3 stig og það var það sem þarf! Jafntefli hefði orðið hræðileg úrslit því við verðum, hreinlega verðum að sigra þessi meðallið í deildinni, það er ekkert flóknara. Ef við töpum stigum á móti þessum liðum þá þurfum við að vinna þau til baka í stóru leikjunum, sem er erfitt. Ég hef trú á því að nú sé sjálfstraustið að koma aftur, eigum Torres inni sem og Agger og Alonso þannig að þetta liggur bara upp á við héðan af.

Næsti leikur í deildinni er gegn Arsenal á sunnudaginn eftir viku og það verður rosaslagur. Leikurinn verður á Anfield og þá verðum við að sýna Wenger og félögum hverjir ætla að vinna þessa deild!!

YNWA.

61 Comments

 1. Óþarflega neikvæð leikskýrsla það þýðir ekki að hafa einhverja léttvigtarmenn á miðjunni á móti Everton betra að vinna baráttuna þar. Aftur á móti hefði maður viljað sjá aðeins meira frá könturunum Gerrard og Benayoun. Gerrard fékk free role frá hægri kanti og Voronin átti að dekka fyrir hann ef hann skyldi vera að flækjast hinu megin á vellinum. Aftur á móti kom Babel frábærlega inní leikinn fannst mér og var ógnandi sem og Lucas sem sýndi að hann hefur alla burði til að verða frábær leikmaður. Tók færið sitt vel og átti að skora sitt fyrsta mark. Benitez sýndi mikið hugrekki með að taka Gerrard útaf og það sýndi sig í lokin að þetta var rétt ákvörðun ( má rífast um það endalaust hvort Gerrard hefði ekki bara skorað þrennu ef hann hefði verið áfram inná en við vitum aldrei betur). Ég veit ekki hversu margir aðrir þjálfarar hefðu þorað þessu.
  En í Derby slag þá skipta stigin máli, ekkert annað. Ekki er hægt að gera kröfu um að lið spili glimrandi bolta í þessum leikjum þar sem hitinn er svo mikill, reyndar spila fá lið glimrandi bolta á móti Everton sem spilar alltaf af mikilli skynsemi og leggur mikið uppúr föstum leikatriðum.
  Frábær sigur og einstaklega gaman að horfa á hann í HD, eitthvað bara svo fallegt við það. Verst að helvíti arsenal er að vinna Bolton en við fáum færi til þess að sækja á þá eftir rúma viku.

 2. Klassa leikskýrsla, klassa sigur.
  En Lucas strax inn í liðið fyrir Sissoko, mörgum ljósárum framar en hann í öllu sem tengist fótbolta og Insúa inn fyrir Riise 🙂

 3. Flott leikskýrsla og flottur sigur. Ég er sammála flestu sem þú segir Olli, en vil þó bæta við nokkrum punktum:

  1. Rafa tók Gerrard útaf fyrir Leiva þegar allir bjuggust við að sjá Sissoko eða Mascherano víkja. Þessi skipting kom mér líka á óvart en í stað þess að æsa mig yfir henni ákvað ég að sjá hvað Rafa var að pæla. Það var augljóst: um leið og Leiva kom inná fór liðið að halda boltanum betur og spilið að dreifast betur út á kantana og það skilaði sér í sókninni sem skóp sigurmarkið, þar sem Leiva átti skotið sem Neville varði. Gerrard er snillingur og fyrirliði okkar en hann var orðinn þreyttur eftir erfiða landsleikjatörn og farinn að spila af of miklu offorsi eftir jöfnunarmarkið, þannig að í ljósi þess að leikurinn vannst og framlag Lucas Leiva skipti sköpum held ég að við þurfum bara að þegja yfir þessari skiptingu og viðurkenna hið sanna: Rafa hafði rétt fyrir sér.

  2. Momo Sissoko-umræðan er komin út í algjört rugl að mínu mati. Hann var svona allt í lagi í dag, ekkert meira en það. Gaf fáa bolta frá sér en vann heldur ekki eins marga og hann er vanur. Hann var skárri en í síðustu leikjum, þar sem hann hefur verið hörmulegur. Málið er bara það að það nákvæmlega sama er hægt að segja um Javier Mascherano, sem átti fleiri misheppnaðar sendingar en Momo í dag og hefur verið alveg jafn skelfilegur í undanförnum leikjum. Samt skamma allir bara Momo?!? Er Mascherano í svona rosalega miklu uppáhaldi hjá mönnum? Þeir þurfa báðir að gera betur en þetta. Ég sakna Alonso og tek undir með mönnum að Leiva hefur unnið sér inn frekari séns í liðinu eftir frammistöðuna í dag. Það má alveg setja Mascherano og Sissoko á ís í nokkra leiki á meðan Leiva og Alonso eru heilir.

  3. Við unnum EVERTON í dag. Ég er hamingjusamur! 🙂

  Fleira var það ekki í bili. 😉

 4. Ágætis leikskýrsla og frábær sigur, óþarfi að ræða um sanngjarna eða ósanngjarna vítaspyrnudóma í ljósi fyrri leikja Liverpool á þessu tímabili.

  Hins vegar þá vil ég biðja Siguróla endilega um að lesa leikskýrslur og pósta frá hinum Liverpool bloggurunum og taka sér málfar þeirra til fyrirmyndar, þetta var óþarflega unglingslegt hjá þér. Annars gott framtak.

 5. þakka þér kristján atli við að aðstoða mig við tæknilegu atriðin í þessari skýrslu. ég fer að braggast í þessu fljótlega og þá hætti ég að hanga í pilsfaldi þínum með svona atriði 😉

 6. Sissoko allt í lagi!!! Hann var ömurlegur, getur bara ekki gefið á samherja. Týpískt dæmi um þetta var þegar hann gaf með vinstri beint út af undir engri pressu þegar Riise stormaði upp kantinn. Everton fór í sókn og fékk mark. Er ekki að segja að markið sé bara honum að kenna en ef við höldum ekki boltanum á miðjunni þá er ekki von á góðu.

  Annars mjög hressandi leikskýrsla, sammála henni í einu og öllu. “Eins og vagínur” – Brilliant!

 7. Gylfi, Olli er yngri en við hinir og einmitt þess vegna völdum við hann. Við viljum fjölbreytni á síðuna og ég fíla rithátt hans einmitt vegna þess að hann er ferskur og unglegur. Ólíkt okkur hinum sem höfum legið of mikið yfir Hávamálum og erum á tíðum allt of háfleygir fyrir svona bloggsíðu. 🙂

  Menn eru ekki að blogga hérna til að reyna að herma eftir einhverjum öðrum. Ef Olli vildi skrifa eins og ég gæti ég alveg eins skrifað það sjálfur.

 8. Til hamingju með fyrstu færslunar Olli og til hamingju með sigurinn Liverpool menn. Missti því miður af leiknum þannig að það er fínt að fá þetta svona beint í æð eftir leikinn meðan maður á að vera að læra. Ætla ekki að hafa neina skoðun á þessu í bili en það er aldrei að vita nema maður fari að fylgjast betur með þessu þegar þú ert farinn að skrifa hérna.

 9. Flott leikskýrsla.
  Ég er svo algjörlega ósammála Kristjáni. Það að Rafa hafi gert rétt með að taka Gerrard útaf í stað Sissoko er bull. Við vissulega unnum leikinn en það var svo langt í frá þessari skiptingu að þakka. Everton menn voru einfaldlega orðnir dauðþreyttir í lokin enda ekki auðvelt að vera einum færri í svona leik. Er sammála greinarhöfundi með miðjuval Rafa. Stundum skilur maður hann bara engan veginn. Það er ekki allt heilagt og gott sem Rafa gerir þótt þú haldir annað.
  Og það að þúi sjáir ekki hversu yfirnáttúrulega slakur Sissoko var nær engri átt. Maðurinn leit út eins og hann hafi aldrei séð bolta á ævinni! Það að Momo Sissoko fái borgað fyrir að spila knattspyrnu er mér gjörsamlega óskiljanlegt. Mascherano er í allt öðrum klassa en Sissoko, það er staðreynd.
  Flottur sigur en ósanngjarn var hann.

 10. Flottur sigur og bráðnauðsynlegur, sammála Kristjáni Atla með skiptinguna á Gerrard, að sjálfsögðu reif maður hár sitt og skegg, en við þurftum meiri ró á miðjuna og Lucas veitti okkur hana. Stundum þarf að spila með heilanum, ekki hjartanu eins og Rafa sagði!! Tek hatt minn ofan fyrir Rafa, það hefði ENGINN þorað að taka fyrirliðann útaf í derby slag, Rafa er maður með pung!

 11. Frábær úrslit en ekki góður leikur af okkar hálfu. Eitt stendur upp úr varnarlega sem má bæta en það varnarspilið hjá Rise og vængmanninum vinstra megin. Galopin hurð vinstra megin og í hinu óverjandi marki Hyppia þá var innleggið gefið af háflu Rise sem átti slæman leik í dag og má hvílast í næsta leik fyrir mér. Einnig lét Finnan Arteta vinna af sér boltan full klaufalega á körflum. Sóknar og miðju-spil má ennþá bæta mikið og Leiva klárlega framtíðarmaður hjá okkur. Sætur sigur:-)

 12. Pétur Þ., sagði ég að Momo hefði verið góður? Nei, það sagði ég ekki. Ég var ekki að verja hann og benti meira að segja á að hann (og Mascherano) hefði gott af smá tíma á bekknum fyrir Leiva og Alonso í næstu leikjum.

  Og einnig: Rafa framkvæmdi skiptingu sem við aðdáendurnir vorum ósammála. Skiptingin gekk upp. Í mínum bókum þýðir það að það er óþarfi að gagnrýna hann. Hann tók vissulega séns með þessu en hann treysti greinilega stráknum og það skilaði sér í þessum leik. Og að segja að markið í lokin hafi komið bara af því að Everton-menn voru orðnir þreyttir, í stað þess að minnast á það að Leiva dreifði spilinu vel út á kantana og að Babel opnaði svæði á kantinum sem seinna vítið kom úr, er að mínu mati bara augljós tilraun til að einblína á það neikvæða. Sumir vilja bara gagnrýna Rafa, sama hvað það kostar.

  Ég? Ég tel Rafa ekki vera gallalausan og hann hefur gert mistök í undanförnum leikjum, en í dag var hann með tap í höndunum þegar hann tók erfiðar ákvarðanir (fyrst: Gerrard og Benayoun skipta um kanta. svo: Gerrard út fyrir Leiva) sem skiluðu sér í tveimur mörkum og sigri. Ég hef meiri áhuga á að gleðjast yfir sigri á Everton en að rembast við að finna hrukkur í enni stjórans í dag.

  Góða helgi!

 13. Ætla að fá að vera algerlega ósammála nokkrum veigamiklum atriðum í þessari leikskýrslu og vera sammála Kristjáni Atla í báðum tilvikum. Steven Gerrard átti vissulega góðan dag fyrstu 25 mínútur seinni hálfleiks, en ákvörðun Benitez að setja Lucas inná hefur klárlega verið fyrirfram ákveðin, enda lítur sá drengur hreint hrikalega vel út! Sissoko var náttúrulega svona 300% betri en Mascherano í dag og eini sénsinn hefði verið að taka Mascherano út í stað Gerrard. Gerrard var búinn að spila 2 heila landsleiki og þjálfarinn mat það svo að hann hefði minni orku en Mascherano. Ég var ekkert sammála því þá, en fagna enn meira í lokin. Lucas átti FRÁBÆRA innkomu, líkt og Babel og eina svekkelsi dagsins er að Neville tók skutluna frá honum. First team debut á Goodison, kom inná fyrir Gerrard og stóð sig stórkostlega. Svo fannst mér skiptingin á Pennant hrein snilld, allir að búast við Crouch inn, en í staðinn kom kvikur leikmaður hlaupandi á miðja vörnina, sem át alla skallabolta. Enda kom seinna vítið í spil í gegnum vörnina miðja og síðan víti.
  Því miður eru menn að tapa trúverðugleikanum. Leikkerfi Rafa í dag gekk upp. PUNKTUR! Það að vera neikvæður eftir 2-1 sigur á erkifjendenum í erfiðasta útileik hvers tímabils finnst mér bara fúlt! Gerrard lék vel í dag, því Mascherano og Sissoko sópuðu undan honum. Voronin sýndi oft á tíðum frábæra varnarvinnu og féll í holuna sem skapaðist við þau hlaup sem Gerrard tók. COME ON! Everton áttu 5 skot á markið í það heila!!!! Skoruðu með sjálfsmarki!!!! Auðvitað var meiningin að standa af sér slagsmálin, útileikur á Goodison Park þýðir bara slagsmál og hasar. Ekki séns að reikna með einhverjum dúkkuleik.
  Í stað þess að ganga í lið með hreinræktuðum United mönnum, Bjarna vini mínum Jó og Gumma Ben eigum við að gleðjast af öllu hjarta eins og allur rauði helmingur Liverpool í kvöld. Sáuði ekki leikmennina í lok leiks! Ætlum við svo að fara að grenja núna um liðsval?
  HVAÐ ÞARF BENITEZ AÐ GERA TIL AÐ VIÐ VERÐUM JÁKVÆÐIR! Setja hann í vinkilinn af bekknum??????
  LFC er stærra lið en svo að allt standi og falli með Gerrard. Á slíkum degi þar sem pælingar þjálfarans og leikskipulag virkuðu 100% er það að mínu viti rangt að væla. Nóg er nú samt!
  Svo er ég hrópandi ósammála því að Mascherano hafi leikið betur en Sissoko, bara alls ekki.
  Kuyt á maður leiksins að mörgu leiti skilinn fyrir stáltaugar, en mér fannst Voronin leggja mest á sig í þessum leik og innkomur Babel og Lucas frábærar!

 14. Djöfulsis snilldar sigur var þetta, Clattarinn fær feitan tékka í fyrramálið frá klúbbnum 😀

  Og skýrslan, svona eiga þær að vera, ánægður með þig Siguróli!

 15. Góð úrslit og sammála skýrslu með furðulega miðju, sem leiddi til þess að Lescott lék lausum hala upp kantinn og bit vantaði í sókn Liverpool. Rafa gerði vel í að taka Gerrard út – er þetta ekki einmitt það sem Jolli hefur ekki þorað með Eið Smára?

  Moyes missti sig í viðtali eftir leikinn og kenndi dómara um allt, en hafði þó rétt fyrir sér að Everton spilaði vel og átti skilið stig en að lokum voru það mistök hjá Hibbert sem kostuðu Everton leikinn.

 16. Kristján minn, hver var að tala um að herma eftir einhverjum, þetta var bara vinsamleg ábending ekki einhver illa meint gagnrýni. Ég fagna fjölbreytninni en er kannski bara orðinn of gamall…bíddu annars, var ég að svara þínum pósti?

 17. Maggi: “LFC er stærra lið en svo að allt standi og falli með Gerrard.”

  Ég er sammála því, algjörlega. En Sissoko betri en Mascherano í dag, ég sá það eiginlega ekki og verð að vera ósammála því. En að sjálfsögðu hafa menn rétt á sínum skoðunum í því.

  Ég ætla ekki að fara að munnhöggvast við menn á slíkum dýrðardegi um hvor miðjumanna okkar hafi verið betri í dag, við skulum bara njóta þess að hafa loksins fengið 3 stig 🙂

 18. Ég er svo sammála Kristjáni með Momo og Mascherano, Mascherano skilaði boltanum hræðilega frá sér í þessum leik eins og í undanförnum leikjum. En flestir hérna virðast samt bara sjá þennan löst hjá Momo og finna honum allt til foráttu. Ég er aðdáandi beggja leikmannanna en viðurkenni að getuleysi þeirra í sendingum fer mikið í taugarnar á mér en furða mig oft á því að menn virðast ekki sjá þennan löst á leik Mascherano, aðeins hjá Momo.

  Sigurinn var annars alveg dásamlegur og það er fátt skemmtilegra en að leggja Everton á Goodison með sigurmarki rétt fyrir leikslok, eitthvað sem gæti alveg vanist. Einnig fannst mér gaman að sjá flotta innkomu hjá Leiva, hann var mjög yfirvegaður og skapandi og með svona spilamennsku bankar hann hraustlega á dyrnar hjá byrjunarliðinu.

 19. Ég ætla ekki að fara að munnhöggvast við menn á slíkum dýrðardegi um hvor miðjumanna okkar hafi verið betri í dag, við skulum bara njóta þess að hafa loksins fengið 3 stig 🙂

  Amen!

  Mínir punktar:

  1. Masche sást lítið í dag.
  2. Momo sást þegar hann vann bolta frá Everton mönnum, en hann virðist eiga í stökustu vandræðum með að koma jafnvel einföldustu sendingum á samherja. Sjálfstraustið er augljóslega í molum hjá honum og honum er enginn greiði gerður með því að hafa hann inná þegar svona er. Gerrard, Masche, Alonso og Lucas eiga að vera á undan Momo einsog Momo spilar þessa dagana. Ég er enn á því að Momo sé gríðarlega mikið efni, en það er alveg ljóst að sjálfstraustið er ekki til staðar þessa dagana.
  3. Er mjög ósammála Olla um að leikurinn hafi verið í einhverju jafnvægi eftir jöfnunarmarkið. Mér fannst Liverpool liðið leika mjög vel einum fleiri, en mér fannst spilið oft stoppa á Momo.
  4. Skiptingar Rafa heppnuðust fullkomlega. Það er alveg hægt að hugsa um “hvað ef”, en í dag þá urðu skiptingarnar til þess að Liverpool vann Everton á útivelli. Það er frábært. Babel var góður, sem og Lucas. Þessir strákar eiga að fá að spila meira!

  En þetta er að mínu mati aukaatriði í dag. Ég held að það móralska boozt sem menn fá núna eftir þennan sigur muni þýða að menn verði svo sannarlega tilbúnir í næstu leiki. 2-1 sigur á Goodison Park eru svo sannarlega úrslit sem maður getur verið sáttur við og það er langt síðan ég hef fagnað svona í leikslok.

  Mikið afskaplega var það yndislegt að sjá Liverpool vinna aftur. 🙂

 20. Já, og ég horfði á þennan leik á Sýn 2 í HD gæðum. Það var gargandi snilld! Munurinn á að horfa á leikina í HD og svo leiki á Sýn Extra 4 er einsog munurinn á Rúv og Youtube.

 21. Vel mælt Olli og ekki amalegt að skrifa leikskýrslu eftir sigur á Everton á Goodison.

  Þetta var hitaleikur þar sem taugarnar voru þandar og á endanum höfðum við betur. Hvernig sem við fórum að því er mér í raun nok sama. Við þurftum að vinna þennan leik “no matter what” og það tókst.

  Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur í Tyrklandi gegn Besiktas. Vonandi verða þeir Alonso, Agger og Torres klárir fyrir þann leik. Við söknum þeirra.

 22. Ágætis sigur en tvennt sem má alveg nefna:

  Fyrra vítið okkar var ekki víti, Hibbert braut á Gerrard fyrir utan teig, Gerrard byrjar að detta fyrir utan teig, en er svo inni í teig.

  Vítið sem Lescott átti að fá var hreint og klárt víti.

  Það er ekki hægt að agnúast lengur yfir vítinu sem Chelsea fékk gegn okkur án þess að vera himinlifandi yfir að hafa ekki náð jafntefli, eða tapað þessum leik, því enginn veit hvernig hefði farið ef við hefðum ekki náð að jafna svona snemma í seinni hálfleik. Annars fín leikskýrsla Siguróli.

 23. Ætla leiðrétta misskilning sem hefur verið á gangi síðan í Moskvu.
  Hagnaðarreglan er hin gullna regla í boltanum. Bæði í Moskvu og á Goodison er um víti að ræða, þegar brotið hefst fyrir utan teig, sóknarmaðurinn heldur áfram, varnarmaðurinn heldur áfram að brjóta á inn í teiginn.
  Það væri hagnaður fyrir varnarliðið að færa brotið út fyrir teiginn aftur, og það virkar ekki í fótbolta. Sóknarmaður á að njóta hagnaðar. Í dag byrjaði Hibbert vissulega að toga fyrir utan vítateiginn, en ef hann hefði sleppt Gerrard inní teignum þá er ljóst að SG var í “deaddara”. Það að færa brotið þar sem það hófst væri hagnaður fyrir varnarmanninn. Það virkar ekki svoleiðis.
  Þvílík gargandi snilld að hafa náð Babel og Lucas fyrir framan nær öll helstu stórlið heims. Hjartanlega til hamingju njósnarar og samningamenn LFC.

 24. Gylfi Freyr. Ég sá nákvæmlega ekkert að málfari Siguróla. Þessi skýrsla var fyndin, hress og vel skrifuð.

 25. Gerrard lét sig detta????????????Sindri hvað er að ,togað í treyju o,s,f .En er Koyt aðal vítaspirnumaðurinn?Frábært að vinna þennan leik.En var ekki Hyypia rangstæður ha ha

 26. Að sjálfsögðu vill ég óska Siguróla til hamingju með fyrstu skrifin! Þó ég hafi ekki verið honum sammála í öllu var skýrslan skemmtilega skrifuð og ljóst að flottur penni er hér á ferð.
  Styrkur þessarar síðu hefur mér fundist vera leyfi manna til að vera á misjafnri skoðun án leiðinda, og er sannfærður um að svo verður áfram.
  Flottur Siguróli!

 27. Frábært að vinna Everton úti, tala nú ekki um þegar það er þökk víti á P.Neville á síðustu mínútu fyrir framan hardcore stúku Everton.
  Hins vegar er ekki annað en hægt að vera hræddur fyrir leikinn við Arsenal. Þangað til fyrra vítið kom þá var Everton í raun mun betra liðið og ekkert sem benti til að við kæmumst aftur inn í leikinn. Gerrard var pottþétt að leita að vítinu og engu öðru en þó að brotið byrji kannski fyrir utan teig þá er það á endanum í teignum sem Gerrard getur ekki staðið það af sér lengur. Hibbert byrjaði kannski að rífa fyrir utan teig en hann hafði 10 metra til að sleppa..
  Varðandi Sissoko vs. Mascherano þá er það alveg augljóst að Masche er mun betri knattspyrnumaður en er kannski frekar “exposed” þegar hann þarf að vera playmaker verandi með pappakassann Momo við hliðina á sér. Masche var kannski ekkert frábær í dag en það breytir ekki því að Mohamed Sissoko á ekki eitt einasta erindi inn í lið sem ætlar sér að berjast um titilinn.

 28. Góð leikskýrsla Siguróli og til hamingju með hana. Mér finnst ágætt að menn séu ekki alltaf sammála, og bloggarar/ritstjórar þessarar eru það ekki heldur. Stundum eru sigrar eins og þessi sætustu sigrarnir. 3 stig í höfn og mórallinn hækkar. Nauðsynlegt!

 29. Þrátt fyrir að Dirk koyt hafi skorað bæði mörk okkar manna í þessum leik og hafi unnið af krafti þá verð ég eiginlega að láta viðurkenninguna “maður leiksins” fara til eins ákveðins Everton manns Lescot var ekkert nema rosalegur í þessum leik, þar sem hann fór mjög illa með okkar menn oft á tíðum í þessum leik.

  En 3 stig í hús og ekki hægt að vera annað en bjartsýnn á framhaldið……

  Áfram Liverpool

 30. Brillíant sigur í dag. Manni er spurn varðandi Sissoko. Leikmaður á þessu stigi í atvinnumennsku, ætti hann ekki að vera með aðeins betri sendingargetu? Við vorum með ólíkindum miklir klaufar fyrir framan markið; Voronin og Sissoko, en sem betur fer kom það ekki að sök.

 31. Ég get nú alls ekki hrósað Rafa eða liðinu neitt rosalega fyrir þennan frekar ósanngjarna heppnissigur. Liðið var langt frá því að vera sannfærandi og Gerrard bjargaði okkur þegar hann komst í gegn og fékk víti. Framm að því höfðum við vægast sagt ekki verið sannfærandi frekar en í síðustu leikjum.

  Rótin að okkar vandamálum finnst mér nánast að öllu leiti liggja á miðjunni, þar eigum við, hvort um sé að kenna skorti á sjálfstrausti eða ekki, einhvern lélegasta leikmanninn í enska boltanum, Momo Sissoko. Þessi drengur er svo lélegur þessa dagana að ég held að það ætti að selja hann í desember, bara fá undanþágu. Þvílíkur farþegi sem þessi piltur er á mðjunni, úff.

  Hann gerði bara afar fátt rétt í þessum leik og samanburður á honum og Masccerano á enganvegin við, JM er fyrir það fyrsta mikið mikið betri þó hann geti vissulega bætt sig, og hann er að spila þá stöðu sem Sissoko ætti að vera hugsaður í. Sissoko spilar sem fremri miðjumaður og það er bara djók, það er eins og að hafa liðið í handbremsu, og það er Sissoko að þakka/kenna að við söknum Alonso svona mikið.

  Það ánægjulegasta við þennan leik (fyrir utan að hafa stolið sigri á móti Everton á Goodison) var að sjá Leiva og innkomu hans í þennan leik.
  En eftir að hafa tuðað hátt yrir Sissoko í þessum leik var mér eiginlega bara öllum lokið þegar Rafa tók GERRARD útaf í þessum leik fyrir Leiva en hélt Sissoko ennþá inná (ég hélt að hann væri að stríða mér)…….og það í þessum leik, af öllum leikjum. Gerrard var fyrir það fyrsta bestur á vellinum, hann er fyrirliði, staðan var 1-1! ALDREI TAKA GERRARD ÚTAF Í DERBY LEIK nema að sá leikur sé þegar unnin.

  En Leiva átti frábæra innkomu og Rafa má þakka guði (já þó hann sé í Cardiff) fyrir að þessi sigur hafi náðst, en Leiva fór inn á miðjuna í stöðuna sem Sissoko var búinn að fokka upp fram að því. Vonandi að hann fari að fá fleiri sénsa í liðinu, sérstaklega þegar Alonso er ekki því hann virðist geta náð boltanum OG skilað honum frá sér…..þó það sé ekki þá nema bara á næsta mann.

  Niðurstaða, FRÁBÆRT að vinnan þennan leik, en að mínu mati hringja ennþá allar viðvörunarbjöllur, við þurfum að ná upp svipuðu momentum og Arsenal og ManU hafa, það er að sama hvaða ullarhattur kemur inná þá er hann með sitt hlutverk á hreinu og veikir liðið ekki mikið.

 32. Sammála flestu í leikskýrslunni sem var mjög góð en pínu löng. Það sem ég hef áhyggjur af eru framherjar Liverpool frekar en miðjan. Jújú…Sissoko er alveg út að aka í síðustu leikjum og ég er farinn að efast um að hann festi sig í sessi hjá Liverpool. Persónulega finnst mér Kuyt og Voronin meðal leikmenn ef litið er á sóknarþunga hjá þeim. Hvorugur er góður slúttari og geta hvorugur tekið mann á og skorað. Báðir eru frekar hægir miðað við sentera. Báðir eru fullkomlega að vilja gerðir en einfaldlega ekki nógu góðir sóknarlega.
  Hvorugur þeirra kæmist í liðið hjá Everton þegar Johnson er heill og þeir kæmust ekki á bekkinn hjá liði eins og Tottenham. Það góða við þá hinsvegar er að þeir eru frábærir sem “second striker” með Torres en saman eru þeir ónýtir til að klára leiki.

 33. Yndislegur leikur hinsvegar og ég held að þetta hljóti að hafa verið leikaraskapur hjá Lescott. Trúi þessu bara ekki upp á Carra…..hehe.

 34. Maður leiksins í dag var að mínu mati Rafael Benitez og loksins er heppnast fullkomlega skipting hjá honum en það hefur að mig minnir ekki gerst í nokkurn tíma. Ég skellti þússara á lengjuna á jafntefli og vissi varla hvort ég ætti að hlægja, gráta, skalla vegginn eða hoppa upp af fögnuði þegar Liverpool skoraði sigurmarkið. Ég hlýt samt að geta séð á eftir þessum þússara í þetta skiptið

 35. …..og þetta með vítina í leiknum í dag í endann á leiknum. Pottþétt víti en þetta allavega leit svoleiðis út bæði í endursýningum sem og í beinni að hinn vel klippti Lescott væri kipptur niður og um víti væri að ræða. Hann er allavega djöfull góður leikari og sterkur í þokkabót Everton-maðurinn því hann dregur Carragher niður með sér eins og hann sé tómur ruslapoki! En ég tek undir ummæli Rafa eftir leik um 3-0 tapið í fyrra gegn Everton þar sem þeir fengu gefins 2 mörk sem áttu að vera aukaspyrna. Nú vona ég að Everton taki skrefið alveg til fulls og falli ásamt Middlesbro.

 36. Ég held að spilið fari að fljóta í næstu leikjum, maður sér í leikjunum undanfarið og í leiknum í dag hversu mikilvægir Agger og Alonso eru. Alonso bindur spilið svo rosalega vel saman á miðjunni og agger er mjög traustur og hann er MIKLU betri en Hyypia gamli. Í næsta leik verða Agger, Alonso og Torres vonandi komnir og ég er ekki í nokkrum efa um það að þá fari hlutirnir að snúast við, við vorum heppnir með dómgæslu í dag en við eigum ekki að þurfa heppnina í næstu leikjum. ÁFRAM LIVERPOOL!

 37. Heppnissigur í baráttuleik, vorum ekki að spila vel frekar en undanfarið en stig eru stig og vonandi bætir þetta sjálfstraustið og spilamennskuna þá einnig. Verð að lýsa vonbrigðum með Rafa sem greinilega er ennþá fastur í meistaradeildinni á kostnað deildarinnar, það sést greinilega á fjarveru Torres í þessum leik og útafskiptingunni á Gerrard. En við sluppum með skrekinn og heppnin var a þessu sinni með okkur bæði í leiknum og dómgæslu. Svo bara að vinna Arsenal og komast á flug, höfum mannskap til að gera góða hluti. Já og að lokum burt með Sissoko greyjið sem allra fyrst.

 38. Tek eiginlega undir af fullu með Babu hér að ofan. Góður sigur, kannski ekki sangjarn, en allar viðvörunarbjöllur hljóta að vera á fullu ennþá. Enn og aftur vorum við steingeldir og algjörlega hugmyndasnauðir í sóknarleiknum, meira að segja einum fleirri. Þó við höfum komist upp með það í dag meiga menn ekki halda að allt sé í sómanum því það er svo fjarri því.

  Besta dæmið með sendigargetuleysi Sissoko var þegar hann gaf tvisvar á ca tveim sek langt fyrir aftan Gerrard af ca 2-4 metra færi…aðeins barátta og hæfileikar SG sáu til þess að þeir boltar töpuðust ekki. Ég hef svolítið, og hef alltaf haft, soft spot fyrir Sissoko, sjálfsagt útaf baráttuviljanum í honum, en enough is enough. Að bera hann saman við JM er vanvirðing við Argentínumanninn. Ekki að hann hafi verði eitthvað frábær í dag, alls ekki, en hann var mun betri en Momo. Leiva-Sissoko skipting hefði átt að koma á ca 50. min.

  Allavega, frábær þrjú stig en leikmenn og Rafa bara verða að fara læra hvað sóknarleikur er. Annars eigum við ekki séns í vor.

 39. Hvernig geta menn haldið því fram að brotið á Gerrard hafi ekki verið víti? Kannski ekki gróft brot en brot engu að síður og dómarinn átti ekki annan kosta en að reka hann útaf.

  Hef ekki verið mikill aðdáandi Sissoko en það er alveg ljóst að kappinn er ekki með neitt sjálfstraust. Hélt hann væri að koma sterkur inn í þetta tímabil eftir glæsilegt mark á móti Sunderland en því miður virðist kappinn ekki vera skila miklu til liðsins undanfarið.

  Vissulega má segja að Liverpool hafi unnið heppnissigur í dag en það skiptir nákvæmlega engu máli. Liðið þurfti sigur til að endurheimta sjálfstraustið og framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir upp á framhaldið. Með tveimur sigrum verður liðið áfram í baráttu í öllum keppnum en tapi liðið þessum tveimur leikjum gætu örlög Liverpool þessa leiktíðina verið ráðin.

 40. “Dómarinn Mark Clattenburg sem var fjórði dómari á leik Íslands og Letta hér fyrir viku stóð sig mjög vel og átti fínan dag.”

  Þetta vil ég taka undir, þvílíkur snillingur, hann gerði allt rétt í dag til að tryggja okkur 3 stig. Verðum að panta hann í fleiri leiki.

 41. Davíð: Á ég að trúa svona heimsku…þið fyrirgefið!!!!

  TORRES MEIDDIST Í VIKUNNI OG ER KANNSKI ENNÞÁ MEIDDUR!! GERRARD VAR EKKI AÐ GERA NEITT SÉRSTAKT Í LEIKNUM OG ÞESS VEGNA VAR HONUM KANNSKI SKIPT ÚTAF!!!!? Ef Gerrard er tekinn útaf, er þá Rafa að gera mistök????
  HÆTTU AÐ SPILA CHAMPIONSHIP MANAGER OG MÆTTU RAUNVERULEIKANUM!

 42. Ég biðst innilegrar afsökunar á gagnrýninni hér að ofan, ég er bara orðinn gamall og þarf að venjast nýjum töktum. Annars þá er ég orðinn verulega þreyttur á þessari friðhelgi sem sumir Liverpool leikmenn virðast hafa (svipurinn á Gerrard þegar honum var skipt út af!) og kominn tími til að það sé þjálfari sem þorir að taka á málunum. Eins og Rafa sagði: We had players playing with their heart but we needed players playing with their mind. Lucas kom inn á til þess að koma boltanum í fætur á leikmönnum, gera einföldu hlutina þegar við vorum manni fleiri og þurftum skynsemi, ekki brjálæði, í sóknina.
  Báðar vítaspyrnurnar voru fullkomlega réttmætar (Gerrard var amk kominn á vítalínuna þegar brotið var á honum) en mér fannst einnig sem Everton ætti – með heppni – að hafa fengið tvær vítaspyrnur er leikmenn þeirra voru togaðir niður. Ef þetta hefði komið fyrir Liverpool leikmenn þá veit ég að ég hefði froðufellt fyrir framan skjáinn og blótað dómarakvartettinum í sand og ösku.
  Annars þá var bara yndislegt að sjá að við nutum smávegis (meistara)heppni, loksins, loksins, loksins!!!

 43. Flott færsla hjá þér Olli og þetta ver góður leikur og sigur hjá okkar mönnum. En ég var að læra og gat að vísu ekki fylgst með honum öllum, en samt sem áður góður leikur og sigur.

 44. Allt tal um að aldrei megi taka Gerrard útaf í derby-leik er bara alger þvæla.
  Gerrard lét t.d. reka sig útaf fyrir 2 árum gegn Everton í 3-1 sigurleik eftir mjög heimskulega tæklingu. Liverpool spilaði miklu betur eftir að hann fór útaf þá sem og nú.
  Þrátt fyrir ótal kosti sem fótboltamaður er Gerrard ekki beint klókasti né tæknilega besti leikmaður í heimi. Hans vinnusemi og stöðug villt hlaup útúr stöðum er ekki það sem þarf þegar þú ert 1 fleiri.
  Þá skiptir máli að vera yfirvegaður og geta stimplað stöðugt útí hornin og komist fyrir aftan bakverðina í 9 manna varnarmúr hæfileikalausra Everton lúða.

  Við söknum Daniel Agger eiginlega mest af öllu finnst mér. Hyppia er að spila verulega illa, vörninni ekki vel stjórnað og jafnvægið milli varnar og miðju slakt. Mascherano, Riise og Sissoko eru bara svipur að sjón þessa dagana. Allt leikmenn sem þurfa gott sjálfstraust til að spila vel.
  Carragher er ekkert tæknitröll heldur og við þurfum nauðsynlega mann sem getur spilað boltanum útúr vörninni og komið boltanum á miðjumennina áður en þeir lenda undir pressu. Útileikurinn gegn Porto fór illa með sjálfstraust Liverpool því okkar atvinnumenn fóru á taugum í þeim leik og litu út eins og byrjendur.

  Benitez hefur reynt að breiða yfir þessa veikleika í kringum Hyppia með tilraunastarfsemi varðandi taktík en ekki tekist. Held það sé samt hárrétt skref hjá Rafa að setja Gerrard á hægri kantinn núna þangað til liðið öðlast meira jafnvægi og nær að spila sig saman á ný og endurheimtir lykilmenn. Rafa sýnir líka mikinn styrk og að hann sé með hreðjar að þora taka Gerrard útaf. Held að svona skýrt merki um hver ræður og sigurinn hjálpi Liverpool mikið í næstu leikjum.

  Annars ágæt fyrsta leikskýrsla. Þó full ungæðingsleg á köflum, flausturslegur húmor og pínu langloka. Kemur allt með æfingunni.

  Það er síðan alger skylda fyrir Liverpool aðdáendur að fagna því opinberlega á strætum úti þegar svona nístandi útisigur næst gegn Everton. Þvílík sæla! Skilst að David Moyes sé enn vælandi yfir dómaranum og hafi bitið extra fast í koddann í nótt 😉

  Þá hætta menn tímabundnu jarmi um Sissoko, hversu sóknarspilið sé stirt og skella sér á fyllerí.

  Segið með mér…………..Liverpool er æðislegt lið og ég er einstaklega heppin(n) að halda með þessu yndislega liði!! 🙂

 45. Gerrard er uppalinn Liverpool-drengur og þvi mjög eðlilegt að hann spili meira með hjartanu en höfðinu i leikjum við everton.Hingað til hefur hann nað að lata reka sig ut af gegn þeim þvi Liverpool stoltið slær örara i þessum leikjum en nokkurntimann höfuðið,og tel eg nokkuð vist að Rafa se að meina það að stoltið raði ferðinni i leikjum við everton en nokkurntiman almenn skynsemi hja honum Gerrard….

  Og annað að það hefði alveg matt gagnryna þa akvörðun Rafa að taka Gerrard ut af EF Liverpool hefði tapað EN leikurinn vannst með mikilli hjalp þeirra sem komu inna og þvi skilur maður einganveginn þetta væl i sumum herna ut af þessari skiptingu..Hun heppnaðist vel og eingu yfir henni að kvarta og svo er svaka leikur a miðvikudaginn og þvi gott að na að kvila Gerrard eftir mikið alag undanfarið

 46. Allt tal um að aldrei megi taka Gerrard útaf í derby-leik er bara alger þvæla.

  Nákvæmlega. Það var svo augljóst að Liverpool liðið batnaði umtalsvert við skiptinguna. Af hverju geta menn ekki bara viðurkennt að Rafa hafði hárrétt fyrir sér? Ég var alveg jafn sjokkeraður og flestir yfir því að Momo skyldi vera haldið inná. En ég sá svo hvernig leikurinn þróaðist og sá það að Rafa hafði rétt fyrir sér.

  Það er aumt þegar menn eru orðnir svo á móti Benitez (ég eyddi í morgun út nokkrum kommentum þar sem hann er kallaður öllum illum nöfnum) að þeir geti ekki einu sinni hrósað honum fyrir að gera skiptingar, sem virka fullkomlega í sigri á Everton á Goodison Park.

  Ég hef fulla trú á að við getum endurtekið leikinn frá því í vor á móti Arsenal á Anfield í deildinni.

 47. loksins fóru hlutirnir að detta fyrir liverpool.. erum búnir að vera ansi óheppnir á þessu tímabili! og það eru örugglega einhver ár síðan við fengum 2 vítaspyrnur í sama leiknum og ekki nóg með það heldur var skorað úr báðum! Sem hefur ekki gerst á þessari öld!

 48. Veit ekki hvað er að hjá þér GBE en menn hljóta að geta haft aðrar skoðanir en þú án þess að vera fífl er það ekki? nenni ekki að fara í svona sandkassaleik, annars sammála öðrum hér um að Leiva sem kom inn á átti góðan dag en átti að mínu viti að koma inn fyrr Sissoko ekki fyrir Gerrard þegar við erum í jöfnum leik einum fleiri það er bara mín skoðun. Gerrard var að eiga betri leik í seinni hálfleik og er liðinu mikilvægur sérstaklega í svona leik.
  Varðandi Torres skilst mér samkvæmt netmiðlum að hann hafi verið tilbúin fyrir þennan leik, ef hann var úti vegna meiðslana er það í góðu, ef hann var úti af öðrum ástæðum er það bara ekki í góðu lagi að mínu áliti.

 49. Davíð, finnst þér það virkilega líklegt að Benitez hafi haldið Torres fyrir utan hópinn ef hann gæti mögulega spilað gegn Everton? Í leik sem þarf ekki einu sinni að fara í ferðalag til að spila.

 50. Því miður sá ég ekki leikinn en frábært að ná að klára þennan leik. Einkum vegna þess að við vorum á þriggja algjörra lykilmanna, Torres, Alonso og Agger. Það hefur verið magnað að fylgjast með umræðu hér undanfarið þar sem svartsýnin hefur verið í takt við það þegar liðið undir stjórn Houllier var upp á sitt allra versta og gat bókstaflega ekki neitt. Núna er staðan svona:
  1. Arsenal 9 8 1 0 21:6 25
  2. Man. Utd 10 7 2 1 15:3 23
  3. Man. City 10 7 1 2 15:7 22
  4. Liverpool 9 5 4 0 16:5 19
  5. Portsmouth 10 5 3 2 19:12 18
  6. Blackburn 9 5 3 1 13:8 18
  7. Chelsea 10 5 3 2 10:8 18
  Semsagt. Erum stigum á eftir Arsenal, sem ég hef ekki trú á að haldi þessu formi sínu mikið lengur, frekar en Man City. Við erum 4 stigum á eftir Man U, sem mér finnst klárlega vera það lið sem er líklegast, og eigum leik á þá. Með sigri í honum erum við stigi á eftir Man U. Við erum stigi á undan Chelsea og eigum leik til góða. Dettur einhverjum í hug að afskrifa Chelsea í titilbaráttunni? Held ekki. En samt erum við að byrja nokkuð betur en þeir. Þrátt fyrir að liðið hafi verið langt frá því að spila vel það sem af er tímabili erum við enn á fullu með í toppbaráttunni og það tel ég mikinn styrk. Og rétt að benda á það í lokin að við erum eina ósigraða liðið í deildinni. Því erum við í bullandi séns. Það er staðreynd.

 51. Hélt að enginn leikmaður væri stærri en klúbburinn sjálfur ? Nokkuð viss um þó kannski sé hægt að finna menn sem halda að Rafa haldi að hann sjálfur sé stærri en klúbburinn!

  Var hissa á skiptingunni í leiknum..en skildi hana svosem alveg…

  Rafa er að hugsa útí næstu leiki líka… Næstu tveir leikir geta verið nokkurnveginn úrslitaleikir.. hvort við ætlum uppúr riðlinum og láta Arsenal fjarlægast okkur. Held að Rafa sé nú að hugsa um liðið frekar en að Gerrard hafi langað að klára leikinn…

  Svo er alltaf spurning með það sem Rafa sagði eftir leikinn… Mergur málsins er að við unnum… Rafa gerði rétt í þessum leik… Og allir leikmennirnir fögnuðu líkt og við hefðum orðið Englandsmeistarar..

  Og samt erum við ennþá að rífast/skiptast á skoðunum hvort þessi skipting hefði átt rétt á sér… Verð að vera sammála stjórnendum að stundum finnst manni sumir vera bara að leita að einhverju til að böggast útí.. skiptir engu hvernig leikurinn fór… alltaf hægt að finna eitthvað… Hvað skyldi koma eftir miðvikudaginn? 🙂

  Lifið heil:)

  Njótum þess að vera Liverpool stuðningsmenn.

  Auðvitað erum við ósáttir við spilamennskuna en það er Rafa líka og segist vera að vinna í þessum málum og trúi honum alveg til þess!

  YNWA

 52. Að gefnu tilefni vil ég segja að ég skrifa alltaf undir fullu nafni.

  Hrikalega mikilvægt að ná í 3 punkta þarna, framför frá því í fyrra. 9 leikir, 5 sigrar, 4 jafntefli. Framför frá því í fyrra. Þrátt fyrir að dómarinn hafi kannski verið okkur örlítið hliðhollur (sá ekki leikinn samt) þá er þetta merki um gríðarlegan karakter og ég er klár á því að við tökum Arsenal í næstu viku, sjálfstraustið og hausinn er kominn í lag aftur.

  Og tilhugsunin um það að Xabi og Agger eigi eftir að detta inn bráðlega er mjög ljúf.

 53. Takk fyrir góða leikskýrslu Siguróli. Eina sem ég get sett út á er lengdin en það er samt algert aukaatriði. Og já.. ég hló af bröndurunum þínum. 🙂 Meira af þessu.

  Mikilvægasti sigur á þessu tímabili til þessa. Allt annað en sigur hefði verið “disaster” fyrir Liverpool á þessum tímapunkti. Getur einhver ímyndað sér gagnrýnina sem Benties hefði fengið vegna úfaf skiptingar Gerrards ef þessi leikur hefði ekki unnist??? Það er óhætt að segja að Rafa sé með risastór “hairy cojones” (hári vaxin eistu) “.

  Sammála Kommenti no 33 – Babu í flestu. Við vorum hársbreidd frá því að vera í kolsvörtu þunglyndi en í staðinn erum við skælbrosandi.

  Nú er að fylgja þessu eftir næstu helgi. Ef við vinnum þann leik. Þá fæ ég trúnna aftur á að Liverpool geti blandað sér í baráttu um titilinn þessa leiktíð. Algjör úrslitaleikur. Ef hann tapast eða fer í jafntefli getum við gleymt titilslag. Svo einfalt er það.

  YNWA

 54. Nú telst ég ekki til mestu stuðningsmanna Rafael. EN common, við vorum að vinna Everton! Gefum manninum það, hann stjórnaði liðinu til SIGURS! Það er allt sem skiptir máli. Vonum að við höldum áfram að sigra

 55. Það voru allir jafn ánægðir að vinna þennan leik í gær, það er enginn spurning.

  En mér finnst nú óþarfi að vera gagnrýna þá sem eru ekki að tapa sér í sæluvímu yfir að hafa rétt marið 10 Evertonmenn á tveimur vítum og vilja pæla og spekúlera í liðinu áfram, Á MÁLEFNALEGAN HÁTT auðvitað.

  Að mínu mati á gagnrýni á liðið svo sannarlega rétt á sér eftir leikinn í gær (og undanfarna leiki), en allt tal um að Benitez sé fáviti og allt í þá átt segir meira um þann sem það skrifar en um Benitez og slíkar blammeringar eru ekki alveg í anda þessarar góðu síðu. Skora á alla að halda sér alltaf málefnalegum þegar þeir skrifa hérna inn, enda hefur þessi síða verið afar gott afdrep fyrir okkur sem höfum flengið nóg af barnaskapnum og sandkassaleikjunum á Liverpool.is.

  Og EÖE og KAR, endilega ritskoðið þannig vitleysu áfram.

 56. Já Einar Örn mér finnst ekkert ótrúlegt að Benítez hafi Torres fyrir utan hóp þrátt fyrir að hann sé heill, ekki eins og hann hafi ekki gert það áður! Við eigum mjög mikilvægan leik í meistaradeild í vikunni og hvað sem hver segir þá hefur það sýnt sig ítrekað að Benítez hvílir lykilmenn í síðustu leikjum fyrir meistaradeildarleiki. Ég meina hann tekur Gerrard útaf í stöðunni 1-1 í derbyleik þrátt fyrir td að Sissoko hafi átt fáránlega lélegan leik. Leiva stóð sig vel það er ekki málið en af hverju að taka Gerrard útaf nema bara vegna þess að maðurinn var að hugsa um meistaradeildina eins og svo oft áður.

  Annars vil ég taka skýrt fram ef mönnum finnst ég neikvæður að ég er sáttur við stöðu liðsins í deildinni og ef við vinnum Arsenal er staðan bara fín. Ég hef hins vegar áhyggjur af spilamennsku liðsins og það breyttist ekkert við þennan sigur á Everton sem var sætur en ekki var frammistaða okkar merkileg fremur en í undanförnum leikjum. Við höfum mannskapinn til að gera góða hluti, Benítes hefur eytt miklum fjármunum og nú duga bara engar afsakanir lengur ég vil fara að sjá liðið spila almennilegan bolta eins og það reyndar gerði í fyrstu leikjum tímabilsins.

 57. Mig langar aðeins að kommenta á skiptinguna. Mér fannst greinilegt að Benitez vildi halda miðjunni passívri. Þess vegna heldur hann Masch og Sissoko inná. Hann ætlaði greinilega að fá Lucas inná til að skapa, sem heldur betur drengurinn gerði.
  Ef hann hefði tekið Sissoko eða Masch útaf hefði hann orðið að setja Gerrard í miðjuna ekki satt? Ég var mjög undrandi en held að hann hafi hugsað málið þannig að Masch og Sissoko væru bestu kostirnir í því dæmi og því hafi hann tekið Gerrard útaf.
  Ég er líka ósammála því að Crouch hefði átt að fara inná í þennan leik. Þurftum ekki fleiri menn inní til að skalla, fannst skiptingin með Pennant fyrir Sissoko ganga upp, ekki oft sem hægt er að segja það um skiptingu á 87.mínútu. Pennant á mikinn þátt í vítinu sem skóp sigurinn og ég segi enn að ef Neville hefði ekki tekið skutluna væru færri að undra sig á því að Lucas kom inná fyrir SG.
  Svo finnst mér eitt að lokum varðandi þennan leik. Leikir gegn Everton eru eins og bikarleikir. Ekki hægt að meta þá líkt og um venjulegan deildarleik sé að ræða. Það sáu allir fagnaðarlæti leikmanna eftir leikinn, slíkt hendir nú ekki oft í deildinni. Fótboltinn er oft útundan, baráttan ræður öllu, eins og í gær.
  Svo varðandi heppnina, mér fannst engin stór heppni liggja í leiknum í gær. Everton voru vissulega sterkir, en sköpunin þar var nú lítil. Langskot Yakubu það eina utan marksins. Fyrra mark Liverpool var vel unnið og að því loknu fengum við nokkur góð færi, þar af 2 dauðafæri (Riise og Sissoko). Vorum þolinmóðir og uppskárum víti eftir mjög flotta sókn.
  Varðandi vítið í lokin ætla ég að koma með þá kenningu að dómarinn sé mannlegur. Hann var búinn að gefa 3 mínútur sem uppbótartímann. Við skorum og Everton fær á sig rautt spjald. Það á ekki að skipta neinu máli varðandi tímann. Svo lætur hann leikinn ganga og Everton fær þetta innkast. Ég er handviss að ætlunin var að sjá Liverpool skalla boltann frá og þá flautað af. Skulum átta okkur á því að ef hann hefði dæmt víti þar hefði hann skv. reglum átt að flauta af áður en vítið var tekið. Hvað hefði verið sagt ef Everton hefði skorað úr víti á 5. mínútu í þriggja mínútna uppbótartíma?
  Allavega, mín hugmynd. Það að vinna jafna leiki tel ég ekki heppni……

 58. Sælir félagar.
  Skemmtileg leikskýrsla, annar stíll og léttari en hjá þeim eldri og ekkert nema gott um það að segja.
  Mat Kristjáns á skiptingu Rafa, Gerrard/Leiva er í besta falli barnalegt og harma ég að svo klár drengur skuli vera svo blindaður á Rafa. Auðvitað átti Sissoko að fara útaf í skiptingunni og við hefðum skorað þrjú mörk til viðbótar. Og að líkja saman Makaranum og Sissa er nánast guðlast 🙂

One Ping

 1. Pingback:

Liðið gegn Everton

Dagurinn eftir “Derby-ið”