Sammy Lee hættur hjá Bolton.

Eftir einungis um 6 mánaðar starf er Sammy Lee hættur sem stjóri hjá Bolton. Stjórnarformaður Bolton, Phil Gartside segir þetta:

“This has been a difficult decision for all parties but we have agreed the time is right.”

Mig grunar að Sammy Lee hafi verið gefnir úrslitakostir eftir bæði slæmt gengi undanfarið sem og atburði síðustu viku þegar Gary Speed hætti sem þjálfari aðalliðsins vegna þess að hann ætlaði að einbeita sér að því að spila með liðinu. Það þótti óljóst hvort Sammy eða Gary hafi tekið ákvörðunina og í framhaldinu þótti ljóst að starf Sammy væri afar ótryggt.

Sammy Lee hóf störf hjá Bolton sumarið 2005 eftir að hafa verið áður hjá Liverpool bæði sem leikmaður og þjálfari í áraraðir. Hann tók síðan við starfi knattspyrnustjóra hjá Bolton eftir að Sam Allardyce tók við sem stjóri hjá Newcastle. Það var næstum öruggt að þetta yrði erfitt verkefni fyrir Sammy því oftar en ekki eftir að stjóri hættir sem hefur verið hjá liði langan tíma tekur tíma fyrir liðið að jafna sig (t.d. Charlton þegar Curbishley hætti). Skv. veðbönkum í Englandi er Paul Jewell, Chris Coleman og Phil Brown líklegastir arftakar Sammy.

Núna er spurning hvað Sammy Lee gerir? Gæti hann verið næsti aðstoðarmaður Rafa hjá Liverpool? Það er alla vega ljóst að Sammy Lee er hátt metinn bæði meðal leikmanna félagsins sem og stjórnarmanna. Einnig þekkir Sammy innviði Liverpool líklega betur en Rafa sjálfur. Þetta er alla vega ekki skot út í bláinn… eða hvað?

15 Comments

 1. Eitt er víst ….. Sammy sjálfur myndi fyllast eldmóði við að koma heim!! Og það myndi smita út frá sér. Alveg pottþétt.

  En er raunhæft að ætla mönnum að gerast stýrimenn þegar þeir eru einu sinni búnir að prófa skipstjórann?? Gengur ekki upp fyrir alla. En kannski það sé ekkert mál fyrir Sammy Lee.

 2. Ég vill fá Sammy Lee heim. Þótt að maðurinn sé stærsti dvergurinn í Evrópu þá er hann með stórt Liverpool hjarta sem ég held að myndi nýttast liðinu vel.
  Hann þekkir vel til innan liðsins enda búinn að vera þarna lengi bæði sem leikmaður og þjálfari.
  p.s ég held líka að Lee gæti hjálpað Benitez mikið með sínum skilningi á Enska boltanum og sögu Liverpool

 3. Styð heilshugar að hann komi heim, var svekktur þegar hann ákvað að taka ekki tilboði Rafael á sínum tíma um að vera aðstoðarmaður hans. Krossa fingurna að þetta takist, Benitez fær ekki betri mann með sér og ég væri alveg til í að sjá hvort hann yrði bara næsti stjóri í framhaldinu, góður maður sagði að enginn yrði almennilegur stjóri nema að hafa verið rekinn minnst einu sinni……

 4. Af hverju ætti hann að gera eitthvað fyrir liverpool ef hann gat ekkert með bolton?

 5. Einsi kaldi: Það eru ekki allir sem geta verið nr.1 þe. stjórarnir sem taka ákvarðanirnar heldur vilja vera nr.2 og eru frábærir sem aðstoðarmenn og ég ávallt haldið því fram að Sammy Lee sé einmitt þannig týpa.

 6. Einsi, líka af því að Liverpool er gott lið en Bolton skít-lélegt lið.

 7. Hélt nú líka alltaf að nærveru hans hefði ekki verið lengur óskað hjá Liverpool. Kannski er það vitleysa hjá mér. Kannski að einhver sem sé með þetta á hreinu geti upplýst mig.

  Ef Benitez hinsvegar vildi halda honum á sínum tíma…þá gæti hann verið prýðis kandídat í aðstoðarmanninn.

 8. Magnús og Hannes ég trúi ykkur og sérstaklega Hannesi .Þá hlýtur Rafa að tala við hann, er það ekki?

 9. Nei, ég efast um að hann tali við hann. Ég var bara að spurningunni þinni. Ég myndi allavega halda að það væri auðveldara að gera eitthvað með gott lið en lélegt lið.

 10. Ég las bók Guillem Balagué – “A Season on the Brink” og þar er löng umfjöllun um Sammy Lee og uppsögn hans hjá Liverpool. Samkvæmt þeirri umfjöllun er alveg klárt að Lee sagði upp en Benitez hafði hugsað sér að halda í hann.

  Gæti Benitez hugsað sér að nýta starfskrafta Sammy Lee í dag? Það væri forvitnilegt að sjá það. Sammy Lee er klárlega reynslunni ríkari eftir dvölina hjá Bolton og kannski komist að þeirri niðurstöðu að hann er góður sem #2 en ekki sem aðalmaðurinn á svæðinu. Sjáum hvað setur.

 11. Er viss um að næsti þjálfari Bolton W. verði úr neðri deildum…jafnvel Paul Sturrock hjá Swindon Town.

 12. Það hafa kannski fáir tekið eftir því, en íþróttadeild blaðsins “24 stundir” gerði sig að algerum fíflum í þessu máli.

  Þeir stæra sig af því á blaðsíðu 26 í dag að “spádómsgáfa” þeirra eigi sér “fá takmörk” vegna þess að þeir hafi spáð því að Sammy Lee myndi fyrstur allra stjór láta af starfi þetta tímabilið og það hafi nú sýnt sig að sú spá hafi staðist.

  Ætli það sé einhver sem fylgist eitthvað með enska boltanum, aðrir en blaðamenn “24 stunda”, sem halda að Jose Mourinho sé enn þjálfari Chelsea? Fór “stóra Mourinho málið” virkilega framhjá einhverjum?

  Vonandi eru aðrar fréttir blaðsins traustari en þetta.

Hrikalegt fjör bara

Landslið eða landslýti?