Torres: ég ætla að spila gegn Everton

Ég er nú hálf efins um að Rafa muni leyfa Torres að spila um næstu helgi, en það er allavega hughreystandi að sjá hversu ákveðinn hann er:

“I intend to be fit for Saturday. I don’t want to miss out on the derby against Everton. I’ve been told how special the game is and I need to be ready in time. I am very happy at Liverpool and I’ve learnt a lot – I love being at a big club like this. I have played in big derby matches before. I played for Atletico against Real Madrid and I’m looking forward to enjoying something similar in the Premier League.”

Torres er einn fárra nýliða hjá Liverpool sem þekkir af eigin raun þá grimmd sem fylgir leik eins og Liverpool v Everton, enda lék hann í mörgum slíkum leikjum fyrir Atletico gegn Real í Madrídarborg. Ég vona að hann geti leikið á laugardag, en eins og ég sagði efast ég um að Rafa taki sénsinn á honum, jafnvel þótt hann fái sig heilan í tæka tíð. Það er þó gaman að sjá hann svona ákveðinn.

5 Comments

 1. Sælir félagar
  Gott að heyra andann í Torres fyrir leikinn. Auðvitað teflir Rafa honum fram. Það er ekki hægt annað en taka einhverja sénsa. Hann tók séns á því að láta hann spila heilan deildarbikarleik þar sem menn eins og Torres eru í stórhættu. Þeir leikmenn sem teflt er fram í svoleiðis leikjum leggja sig 150% fram til að sanna sig fyrir sínum stjóra og því eru tæklingar og allar snertingar í grófara lagi og oft stórhættulegar.
  Það er amk. lágmark að láta strákinn byrja og setja 1 til 2 og svo má tylla honum á bekkinn til hvíldar og endurnæringar.

  YNWA

 2. Ég held að lækna liðið þarna hjá Liverpool vita alveg hvað þeir eru að gera. Ef þeir telja að Torres verður fitt þá spilar hann en ef það eru einhverjar líkur á að hann geti slasað sig mun meira(er að tala um svipuð meiðsli, ekki fótbrot eða annað slíkt) þá held ég að við eigum ekki að taká áhættuna.
  Ég vill frekkar láta hann hvíla og verða heilan heldur en að láta hann spila og verða svo ónýttur í nokkrar vikur.
  p.s Arsenal leikur vikuna á eftir sem mér langar að sjá hann í.

 3. “I played for Atletico against Real Madrid and I’m looking forward to enjoying something similar in the Premier League.”
  Ég vona að hann sé ekki að meina að skora eitt mark í tíu leikjum á móti Everton líka 🙂

 4. Kjartan, hann skoraði lítið gegn Real en var vanur að raða mörkum gegn Barcelona. Þannig að ef hann ætlar að skora reglulega gegn Man Utd skal ég alveg fyrirgefa honum markaleysi gegn Everton. Við höfum Voronin til að sjá um þá bláu. 🙂

 5. Ég vona að þú sért að líkja Real Madrid við Everton en ég er ekki svo hrifin ef Barcelona er þá Man Utd 😉

Umsóknarfrestur að renna út (Uppfært)

Hrikalegt fjör bara