Liverpool leikmenn í eldínunni.

Það eru 13 leikmenn Liverpool sem spila landsleiki núna í þessar landsleikjahrinu frá 10 löndum. Ég geri ráð fyrir því að allir leikmennirnir séu í byrjunarliði síns lands nema markverðirnir Reina og Carson.

England (3) – Peter Crouch, Steven Gerrard og Scott Carson.
13. okt England – Eistland
17. okt Rússland – England

Englendingar eru í góðum séns að fara áfram eftir tvo örugga sigra í síðustu tveimur leikjum gegn Ísrael og Rússlandi 3-0 báðir. Eru í öðru sæti með 20 stig.

Ísrael (1) – Yossi Benayoun
13. okt Króatía – Ísrael

Ísreal á ennþá séns að komast áfram en hann er að verða minni og minni. Þeir verða að vinna þennan leik gegn Króatíu (sem gerist ekki). Væntanlega gott sumarfrí framundan fyrir Yossi.

Spánn (2) – Fernando Torres og Pepe Reina.
*Xabi Alonso er meiddur.
13. okt Danmörk – Spánn

Ef Spánn vinnur þennan leik gegn Danmörku þá eru þeir gott sem öruggir áfram sem og möguleikar Dana úti.

Írland (1) – Steve Finnan
13. okt Írland – Þýskaland
17. okt Írland – Kýpur

Steve Staunton og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram en þá þurfa þeir að vinna næstu tvo leiki og Tékkland að tapa. Raunhæft má telja að Finnan og Yossi geti farið að panta sér flugmiða í sól í sumar.

Holland (1) – Ryan Babel
* Dirk Kuyt er meiddur.
13. okt Rúmenía – Holland
17. okt Holland – Slóvenía

Holland á alla möguleika á að tryggja sig endanlega áfram með tveimur góðum úrslitum í næstu leikjum, sérstaklega er mikilvægt fyrir þá að tapa ekki gegn Rúmeníu sem er á toppnum með jafn mörg stig og Hollendingar.

Finnland (1) – Sami Hyypia
13. okt Belgía – Finnland

Finnland á góða möguleika á að komast uppúr sínum riðli (eru í 2 sæti með 19 stig) og yrði það í fyrsta skipti sem þeir komast á lokakeppni landsliða í Evrópu. Þeir eru að keppa við Pólland, Portúgal og Belgíu. Það væri frábært fyrir Sami að enda landsliðferilinn á EM næsta sumar.

Úkranía Úkraína (1) – Andriy Voronin
13. okt Scotland – Úkraína
17. okt Úkraína – Færeyjar

Möguleikar Úkraínu eru úti eftir að þeir töpuðu síðast gegn Ítalíu. Voronin kemur því líklega ferskur til leiks á næsta tímabili.

Noregur (1) – John Arne Riise
17. okt Bosnía – Noregur

Noregur hefur alla möguleika á því að komast áfram í lokakeppnina en þeir eru í harðri keppni við Grikkland, Tyrkland og Bosníu. Ef þeir ná hagstæðum úrslitum í þessum leik þá lítur þetta vel út fyrir Riise og co.

Argentina (1) – Javier Mascherano
13. okt Argentina – Chile
17. okt Venezuela – Argentina

Argentína er að byrja sínu fyrstu leiki á leiðinni til að tryggja sig á HM í Suður-Afríku 2010.

Malí (1) – Momo Sissoko
12.okt Togo – Malí

Sissoko og félagar mæta Togo í mikilvægum leik uppá Afríkukeppnina sem fram fer snemma á næsta ári.

11 Comments

 1. “*Xabi Alonso er meiddur” hann tekur auk þess út tveggja leikja bann.
  Annars fín samantekt : )

 2. Nei skv. síðasta símtali við McClaren þá mun Crouch og Owen byrja frammmi…. 🙂

  Hafliði: Rétt.

 3. Strákar, strákar, strákar. Ledley King verður í framlínunni. Og í vörninni. Og sennilega á miðjunni líka. Hann er einn af þeim sem McClaren treystir. 😉

 4. Var að spjalla við Steve Round þjálfara og hann vill meina að Rooney sé ekki í hóp vegna þess að hann er með kossageit. Bill Beswick er einnig á því að Ledley King sé ekki í andlegu standi til að skalla boltann.

  Þannig að King og Rooney eru skv. nýjustu fréttum ekki með á morgun.!

 5. JMB, þetta heitir að vera með Liverpoolfráhvarf. Tekur sig stundum upp í landsleikjahléum.

 6. Að hætti Finns, burt með Mclaren og Robinson. Óafsakanlegt að England sé í þessari stöðu, þeir verða nú að treysta á Andorra Ísrael ef þeir ætla sér að komast á mótið.

Gerrard á kantinn

Kewell nálgast endurkomu.