Kewell nálgast endurkomu.

Skv. BBC Sport þá segir Rafa að Kewell mun líklega hefja æfingar með aðalliðinu í næstu viku og hægt er þá að búast við að hann færi að spila með liðinu eftir ca. mánuð ef allt gengur vel. Ennfremur er ljóst að Rafa kann vel að meta Kewell:

“Harry is very important for us. A player with pace and ability who can score goals is always important. It’s clear he’s someone with great quality and experience and we need these kind of players for the rest of the season.”

Ég gæti vel trúað því að ef Kewell haldi sér heilum út tímabilið að hann fái nýja samning. En hverjar eru líkurnar á því að hann haldi sér heilum?

17 Comments

  1. Ég hef eins og áður hefur komið fram í commentum misst trúna á Kewell, þ.e.a.s. á að hann verði nokkurn tíma heill að viti.
    Elska samt leikmanninn og vil ekkert frekar en að hann nái sér og spili hvern einasta leik, en ég óttast bara að hann sé búinn.

  2. Hef haft trú í öll þessi ár, sérstaklega eftir allar yfirlýsingarnar hans í sumar eftir aðgerðirnar, svo kom undirbúningstímabilið – hann spilaði helling, svo “búmm” kominn október og hann hefur ekki spilað á tímabilinu.

    Ég held að ég verði í fyrsta skipti að játa að trú mín á að hann komist heill í gegnum meira en 2-3 mánuði er lítil, og hvað þá að hann hafi ennþá töfra í skónum eftir öll þessi ár á hliðarlínunni…synd.

  3. Hann verður orðinn hress og leikfær um það leyti sem úrslitaleikirnir fara að detta inn…. 🙂

  4. Já, rétt Kiddi. Væri ekki hægt að stofna einhvern gervibikar, sem yrði keppt um í september? Ég er handviss um að Kewell myndi mæta eldhress í þann úrslitaleik.

  5. Því miður þá er kallinn búinn á því. Spurning með að leyfa honum bara fara aftur heim”Down under”. Mér finnst bara kominn tími á annan kantara en hann. Þrátt fyrir að Kewell sé ágætis púlari inn við beinið.

    Okkur vantar bara smá sjálfstraust og heppni þá kemur þetta.

  6. Afsakið þráðránið, en vitið þið hvort Liverpool búðin í Austurveri sé farin á hausin, eða ?
    Heimasíðan þeirra er allavega búin að vera niðri í smá tíma.
    Ég var að eignast strák núna 1 okt og var að velta því fyrir mér að fara á morgun og kaupa samfellur og eitthvað þesslegt á soninn.
    Hafið þið hugmynd ?

  7. Djöfull eruði leiðinlegir! Ég vona að Kewell komi aftur og troði öllum svepp-grónu tánum sínum upp í kjaftinn á ykkur! Maður á að hafa trú á svona afburðar leikmönnum fram í rauðan dauðann! Skömm sé með ykkur öllum!

    Lifi Kewell og haldist heill!

  8. Ok takk Elías.
    Lifi Kewell………….alveg örugglega.
    Haldist heill…………afar ólíklegt.

    Áfram Ísland !

Liverpool leikmenn í eldínunni.

Torres er …