Gerrard á kantinn

Ég VISSI að [þessi grein](http://blogs.guardian.co.uk/sport/2007/10/11/time_for_benitez_to_give_gerra.html) myndi að lokum koma. Ég var eiginlega búinn að skrifa pistil í hausnum á mér um nánast sama málefnið.

Málið er einfaldlega að Steven Gerrard hefur fengið að spila á miðjunni fyrir Liverpool á þessu tímabili. Og hann hefur sjaldan verið jafn slappur. Hann hefur í mínum huga ekki komist nálægt þeim hæðum sem hann náði árið 2005/2006. Þá völdum við Kristján og Aggi Steven Gerrard [leikmann tímabilsins](http://www.kop.is/gamalt/2006/05/26/0.00.25/).

Hvar spilaði Gerrard mestallt það tímabil? Jú, á hægri kantinum. Hversu oft þurftum við Kristján og Aggi að réttlæta það að hann væri á kantinum og hversu oft þurftum við að lesa greinar um að einstaka slæm frammistaða hans væri kantstöðunni að kenna? Sirka milljón sinnum.

Ég held ennþá að ef það væri ekki fyrir enska fjölmiðla og stanslausan þrýsting þeirra þá væri Steven Gerrard ennþá á hægri kantinum okkar. Þá gætum við stillt upp Masche og Xabi á miðjunni og honum á kantinum. Það væri okkar sterkast lið í uppstillingunni 4-4-2 (ég er reyndar á því að 4-5-1 með þá alla þrjá á miðjunni væri enn sterkara, en það er annað mál).

27 Comments

 1. Heyr Heyr!

  Ekki má heldur gleyma þrýstingi frá Gerrard sjálfum. Hann hefur aldrei varið ákvörðun stjórans að hafa sig á kantinum, aðeins sagst hlýða henni.

 2. Það þarf ekkert að spila 433 til að hafa Gerrard úti á kanti. Ég gleðst alveg í mínum huga yfir því að þessi umræða er í gangi, hvort sem eitthvað annað verður. Lengi var röflað yfir “svæðisdekkun” í hornum. Benitez var nú ekki smá gagnrýndur, t.d. eftir Arsenal leikinn á Arab Stadium í fyrra. Enginn talar lengur um það, enda gamall skjálfti sem alltaf tók sig upp þegar við fengum á okkur horn og aukaspyrnur löngu horfinn. Þá var komið að umræðunni um Gerrard. Allan þann tíma horfðu menn blindir á þá staðreynd að Gerrard er ekki mikill varnarmaður, þ.e. ef hann á að sækja líka. Hann vill vera playmaker liðsins og sem slíkur þarf hann að fá fullt frjálsræði. Til dæmis má benda á Zinedine Zidane. Sá bara hreint stoppaði um leið og hans lið tapaði boltanum, en var fljótur að mæta þegar boltinn vannst. Málið er að raða upp miðju þar sem Gerrard fær að vera lausari. Eins og var gert þegar Riise var vinstra megin og Pennant hægra megin. Vandinn í fyrra var að Sissoko og Alonso náðu ekki nægilega vel saman, en ég er handviss að Mascherano er alveg maðurinn í slíkt. Svo er vissulega hægt að setja hann undir senter, sér í lagi þegar við erum með svo fljótan mann eins og Torres. Þá vantar okkur þó enn aggresívari vinstri kantmann að mínu viti. Að sama skapi voru flottir leikir í fyrra þar sem við spiluðum 343 með Gerrard hægra megin og Riise vinstra megin. 3-0 sigrar á Watford og Charlton úti. Ég vona innilega að Benitez hlusti ekki of mikið á röfl um annað, því auðvitað er enn verið að röfla um eitthvað. Nú “Rotation policy”. Reina, Carragher, Agger og Gerrard spilað alla leiki sem þeir hafa verið heilir. Torres komið tvisvar inn sem varamaður og Arbeloa, Mascherano og Finnan leikið nánast alla. Hyypia komið inn fyrir Agger meiddan og Sissoko fyrir Alonso. Vissulega verið að láta Voronin, Kuyt og Crouch skiptast á að vera með Torres, auk þess sem í einstaka leikjum Aurelio og Leto hafa verið settir inn. Eru menn í alvöru að tala um þessi mál? Er ekki bara tími til að sjá hvort þetta rotation rugl deyr ekki, eins og svæðisvarnargráturinn og leikstöðuvælið með Gerrard????

 3. Sá smá bull, þegar Riise var vinstra megin eða Pennat hægra megin, þá Gerrard á hinum kantinum.

 4. Alveg sammála þessu með 4-5-1. Alger misskilningur að þetta sé eitthvað varnarkerfi, 4-5-1 þegar það er varist og svo 4-3-3 þegar sótt er. Þarna er líka komin draumastaða fyrir Babel, hann þyrfti ekki að hafa eins miklar áhyggjur af varnarleiknum eins og í 4-4-2 þar sem að miðjan yrði það þétt. Síðan er það bara spurning hver ætti að vera með Torres og Babel frammi, í augnablikinu væri það Pennant en hann er samt ekki í þeim klassa til að vera byrjunarliðsmaður hjá Liverpool. Reyndar alveg á því að hann eigi heima í enska landsliðinu en það segir kannski meira um enska liðið en Pennant!

 5. Ef að þetta er málið…. Ef Gerrard á kanntinn kemur Liverpool aftur á sigurbraut…

  ..þá skal ég fyrstur manna steinhalda kjafti.. éta minn eiginn hatt ..gleypa bullið í sjálfum mér ..eða gera “whatever” sem mér er sagt að gera!!!!
  Ég skal stofna “Ekki-Grátkór-“Gerrard alltaf á miðjunni”-Klúbb” og vinna að því ötullega það sem eftir er, að þagga niður væl um að Gerrard eigi aðeins að spila á miðjunni.

  Því mér er eiginlega nokk sama hvaða stöðu Gerrard spilar svo lengi sem Liverpool vinnur leiki. En til að láta mig ekki líta út eins og ég hafi nú ekkert vit á fótbolta!!!!!! Þá hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að stórsnjallt sé að spila Gerrard sem afturliggjandi framherja ..og já eða bara sem fremmsta manni!!! Hefur engum dottið í hug að tækni og hraði Gerrards gæti nýst sem súperframherjinn sem við höfum verið að leita að í svo mörg ár?? En höfum að vísu fengið einn slíkan núna. Torres.

  Ef að þetta er málið. Að Gerrard eigi að spila kanntara og láta aðra um miðjuna. Plssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss Benites. Settu Gerrard á kanntinn í gær.

  Respect…^^

  YNWA

 6. Þetta er góð og tímabær grein… og sammála því. Gerrard er bestur á kantinum (með litla varnarskyldu).

 7. hvernig hefði samt bara verið að leysa þetta kant manna vesen í sumar og taka bara upp veskið og kaupa almennilega kantara(ekki aulann hann yossi) þá væri þetta ekki svona,
  Þetta rugl er búið að vera núna undanfarin ár og allltaf er talað um að leysa þetta og svo byrjum við enn eitt tímabilið með rauðhausinn á kantinum þrátt fyrir loforð um aukna peninga til leikmannakaupa.

 8. Ekki gerist þetta oft, en ég er 100% sammála þér Einar, 4-3-3/4-5-1 með Gerrard sem þriðja miðjumann eða fyrir aftan sóknarmann er kerfið sem Liverpool ættu að spila. Leyfa honum að þurfa að hafa litlar áhyggjur af varnarleiknum, svona svipað og Lampard hjá Chelsea. Ef Gerrard fengi að spila sama hlutverk og Lampard hjá Chelsea, þá myndi það ekki koma mér á óvart ef Gerrard yrði markahæstur í deildinni.

 9. Flott umræða Einar, er hjartanlega sammála þér um stöðu Gerrards. Eins og liðið er að spila í dag væri mun meiri styrkur og stöðuleiki á miðjunni með Gerrard á hægri kantinum. Tímabilið 2005/2006 var miðja Liverpool ein sú besta í heiminum, hana skipuðu Kewell, Alonso, Sissoko og Gerrard. Síðan þá hefur miðjan ekki náð sér eins vel á strik, hver skýringin er veit ég ekki en auðvitað hlítur það eitthvað að gera með gæði kantamanna okkar. Fyrir mér eru ljósár í gæðum milli Kewell/Gerrard og Riise/Pennant á köntunum.

  Það sem gleymdist oft í umræðunni um Gerrard á hægri kanti var sú að hann var ekki fastur á kantinum. Gerrard hafði frjálsræði innan liðsins, hann gat komið sér í stöðu fyrir aftan sóknarmann eða skipt við Kewell á vinstri kanti. Eins og maggi nefnir þá var hann playmaker liðsins auk þess að skora helling af mörkum.

  Manni hefur oft þótt varnarskilda Gerrards á miðjunni í vetur hafa verið helst til of mikil, stundum svo mikil að Sissoko eða Macherano hafa sótt með hann fyrir aftan sig. Því ætti 4-5-1 með Torres fremstan og Gerrard fyrir aftan að vera góður kostur líka. Eina vandamálið við þessa taktík er sú að gæði kantmanna Liverpool þessa stundina er ekki næg og því spurning hversu mikið bit yrði í sóknaleik liðsins.

  Krizzi

 10. Hvernig stendur á því að til þess að Liðið spili mannsæmandi bolta þurfi að henda besta miðjumanni í heimi á kantinn?
  Svarið er einfalt, þess á ekki að þurfa.

  Annað hvort tekur Steven Gerrard til í sínum ranni eða liðinu er betur borgið án hans. Allt tal um að hann geti ekki skilað varnarvinnu er bara rugl! Hann virðist bara vera miklu latari við það heldur en þegar hann var yngri (og ekki er hann gamall).

  Ég er orðinn þreyttur á því sem mér finnst vera andleysi í fyrirliðanum og kannski er hann bara orðinn þreyttur á liðinu, ég veit það ekki.

 11. Svakalega er ég sammála þessu. Draumakerfið mitt er án efa og hefur verið 4-2-3-1 sambærilegt og það sem Benitez spilaði hjá Valencia. Þetta kerfi er vissulega bara ákveðin útgáfa af 4-5-1/4-3-3. Hjá Valencia var sterkasta liðið oft svona:

  ————————Canizares————————–
  Curro Torres—-Ayala——–Marchena—Fabio Aurelio
  —————-Albelda———–Baraja——————-
  Miguel Angulo———-Pablo Aimar————–Vicente
  —————————Mista—————————–

  Hreint út sagt svakalega flott lið. Hjá Liverpool mundi ég vilja sjá sterkasta liði stillt upp svona:
  —————————Reina—————————-
  Finnan——–Carragher———-Agger———Arbeloa
  —————Mascherano——–Alonso——————
  Pennant—————–Gerrard——————–Babel
  ————————–Torres—————————-

  Svo er hægt að leika sér með þetta endalaust, setja Kuyt inn fyrir Pennant, eða bara í stöðuna hans Gerrard og skella Gerrard á kantinn. Sama má segja með Voronin. Benayoun gæti dottið inn í allar stöðurnar þrjár fyrir aftan Torres. Vonandi finnur Leto sig fljótlega og gæti þá dottið inn á vinstri kantinn. Lucas og Sissoko eru ágætis backup fyrir Mascherano og Alonso og Riise, Aurelio og Hyypia eru backup-ið fyrir varnarmennina en vissulega mætti bæta við einum manni þar. Þar fyrir utan eru svo menn eins og Kewell og Crouch (enn þá) sem geta fengið leik og leik ef þeir haldast heilir eða í formi.

 12. Það væri fróðlegt að sjá hvernig 4-3-3 kæmi út hjá Liverpool núna, því nú erum við loksins mann sem getur notið sín einn frammi (TORRES ef einhver var að velkjast í vafa um hvern ég var að tala um)… mér finnst Kuyt og Crouch ekki valda því og ég efast um að Voronin sé týpan í það…

 13. Þið vitið það að Gerrard er ekki enn alveg búinn að ná sér af tábrotinu .Hann á eftir að koma til baka á móti Everton og vera eins og hann var,sí vinnandi og með sínar frábæru stungusendingar, það er ég viss um.ÁFRAM LIVERPOOOOOOOOOOOOL

 14. Með fullri virðingu fyrir þessu tábroti, þá á nú ekki endurhæfing eftir tábrot að hafa mikil áhrif á frammistöðu manna.

 15. Ég er sammála þessari grein, þó að ég sé ekki búinn að lesa hana alla.. Liverpool varð Evrópumeistari með Gerrard á kantinum. Hef, eins og Einari, lengi langað til að ræða þessi mál.

  Okkar sterkasta lið er með Gerrard í frjálsu hlutverki á kantinum í 4-4-2 eða fremstan á miðjunni í 4-5-1 / 4-3-3!

 16. Ég hef nefninlega verið að komast meira og meira á þá skoðun að þessi hópur sé með sterkasta byrjunarliðið í 4-5-1 kerfinu
  Macserano aftastur Xabi við hliðina en aðeins ofar og Gerrard í free role fyrir framan þá, svo eigum við nægan mannskap til að rótera við þá á miðjunni.

  En svo er líka puntur á móti að liðið þarf kannski bara tíma til að breyta í 4-4-2 kerfið og Rafa þarf líklega bara smá tíma líka til að sjá að Sissoko hentar ekki í 4-4-2 kerfi 😉

 17. hehe já Ásgeir, okkar sterkasta lið væri klárlega með 4-6-1 því þá værum við manni fleiri en hin liðin! 🙂

 18. ég er ekki alveg sammála tér.. en mér finst ad teyr ættu ad spila 1-8-1 og ekkert rugl

 19. Einar Örn ,ég hef sjálfur lent í tábroti og stóð í því í marga mánuði ,var haltur og fann til,enda sagði læknirinn að tábrot væri mikið verra en menn héldu (smá bein og þú ert alltaf að nota tærnar ,nema kanski ekki þegar þú sefur)Gerrard er ekki orðin 100% góður það sést bara á leik hans.ÁFRAM LIVERPOOOOOOL

 20. Þetta er það sem við félagarnir erum búnir að vera að ræða síðustu daga og vikur. Held að það myndi barasta henta Liverpool að nota þetta Barcelona-kerfi þar sem þú ert með einn hund fyrir framan miðjuna (Masche) svo tvo kreatíva miðjumenn fyrir framan hann (Gerrard og Xabi) og svo tvo vængframherja (t.d. Babel og Benayoun) og einn uppi á toppi (Torres). Þetta gæti í kenningunni amk boðið upp á meira flæði í leik liðsins.

 21. Já, nett innsláttarvilla, þakka stjórnendum fyrir að laga villuna… en miðað við seinustu leiki þá mundi okkur ekkert veita af smá forgjöf.

  Svo ég bæti nú við það sem máli skiptir – Liverpool – þá tippa á að Babel verði enn betri og fastamaður í liði okkar strax eftir áramót.

 22. Ég braut tána eitt sinn þegar ég var sautján ára og að spila knattspyrnu á fullu með mínu liði (FH). Ég þurfti að hvíla í tvær vikur og svo mátti ég byrja að hlaupa aftur og eftir þriðju vikuna var ég kominn aftur í liðið og fann ekki fyrir tánni. Spilamennska Steven Gerrard undanfarið er ekki tánni að kenna.

  Varðandi greinina um Gerrard á kantinn: ég var á þessari skoðun árið 2006, ég var á þessari skoðun vorið 2007 … og ég er ennþá á þessari skoðun núna. Ef Gerrard getur ekki verið þriðji miðjumaður fyrir framan tvo af þeim Mascherano, Alonso og Sissoko á hann að vera úti á kantinum. Eins vel og Pennant hefur staðið sig á árinu 2007 er Gerrard honum fremri sem hægri kantari. Ef við gætum svo t.d. haft Benayoun og Babel til skiptis vinstra megin (og Pennant þá rúllandi á móti Gerrard hægra megin) værum við komnir með miðju sem gæti fúnkerað rétt.

  Þessi grein er góð. Mjög góð. Vonandi er Rafa að hugsa það sama.

 23. Já ok, enn ein ný ástæða sem gæti mögulega skýrt lélegt gengi okkar manna. Fyrst var málið það að Pako hætti, næst að það vantaði Alonso til að stjórna miðjunni, svo það að okkur vantaði Agger inn fyrir Hyypia, og núna er málið það að besti miðjumaður í heimi ætti frekar að fara á kantinn af því að hann spilaði nokkra leiki vel þar 2005-2006. Það er ekki öll vitleysan eins.

  Má ég spyrja þig Einar, varstu að sjá Gerrard spila í fyrsta sinn á miðjunni á þessu tímabili? Útaf því að hann hefur ekki verið uppá sitt besta það sem af er tímabils er hann þá slakur miðjumaður? Gerrard hefur átt flesta af sínum bestu leikjum á miðri miðjunni, og er einmitt þess vegna talinn einn af bestu miðjumönnum heims. Tímabilið 2005-2006 var mjög gott í deildinni og þá náðu Liverpool sínum mesta stigafjölda frá stofnun úrvalsdeildarinnar, en það var að stærstum hluta útaf því að allt liðið var mjög vel stemmt, og unnu t.d. 11 leiki í röð í kringum áramótin. Það væri að sjálfsögðu stórkostleg einföldun að halda því fram að ástæðan hafi af stærstum hluta verið sú að Gerrard spilaði nokkra leiki á kantinum. Tímabilið 2003-2004 bar Gerrard Liverpool algjörlega á herðum sér og kom því nánast einsamall í meistardeildina. Man hreinlega ekki eftir tímabili þar sem nokkurt lið hefur treysti svona algjörlega á frammistöðu eins manns. Tímabilið á eftir urðu Liverpool svo Evrópumeistarar, og var Gerrrad kosinn besti maður keppninnar. Bæði þessi tímabil spilaði Gerrard á miðjunni.

  Ég man að flest allir Liverpool aðdáendur voru froðufellandi af reiði þegar Gerrard var settur á kantinn í tíma og ótíma, enda skil ég það vel þar sem það er stórfurðuleg ákvörðun að láta einn besta leikmann í heimi ekki spila í sinni bestu stöðu. Þó kemur mér það alls ekki á óvart að Gerrard hafi staðið sig með sóma í flestum þeim leikjum þar sem hann þurfti að spila á kantinum, enda er hann einn af bestu og fjölhæfustu miðjumönnum í heimi og getur leyst allar stöður á miðjunni betur enn flestir.

  Allt liðið er í einhverri stórfurðulegir lægð núna og flestir eru að spila undir getu. Carra, Hyypia, Riise, Pennant, Sissoko, Gerrard, Crouch, Mascherano og Kuyt hafa heilt yfir verið lélegir í síðustu leikjum. Að kenna einum leikmannni um er í besta falli fáranlegt. Gerrard klassa fyrir ofan Sissoko, Mascherano og Alonso, og alltaf að vera fyrsti kosturinn á miðjunni hjá Liverpool. Í einu skiptin sem hann mætti vera á kantinum er þegar liðið lendir í meiðslavandræðum, enda er hann eini miðjumaðurinn í liðinu sem getur leyst nokkrar stöður.

 24. Mér finnst hann virka þreyttur. Held að hann hefði gott af að hvíla sig og leyfa Lampard að spila með Barry á miðjunni í landsleikjunum. Er á því að hann nýtist betur á miðjunni en á kantinum.

 25. Það sem fer mest í mig þegar Gerrard er á kantinum er að hann virðist aldrei vera þar, færir sig alltaf inná miðju. Við þetta minkar víddinn í sóknarleik okkar til mikilla muna því oft er kanturinn alveg opinn en engin maður þar til að gefa á því Gerrard er einhverstaðar í miðjuhnoði.

  Ég hef sagt það áður að ég hallast frekar að 4-5-1 / 4-3-3 / 4-2-3-1 kerfi…útfærsla á þessum þremur. Til að þetta gangi þarf Pennant að bæta sig eða að fá nýjan hægri kantmann(Youssi Benayoun?). Í þessu kerfi sé ég fyrir mér Mascherano og Alonso aftasta(mikill misskilningur hjá mönnum að Alonso sé einhver sóknarmiðjumaður, hann er afturliggjandi en dreyfir samt spilinu vel með sendingargetu sinni, ekki ósvitað og Pepe Guardiola á sínum tíma hjá Barcelona og spænska landsliðinu), Gerrard þar fyrir framan með Kewell/Babel og Pennant/Benayoun/nýr leikmaður sér við hlið og allir þrír styðja vel við Torres uppá topp. Í þessu kerfi er líka nauðsynlegt að hafa bakverði sem rata um handan miðlínunnar því fyrir eru tveir afturliggjandi miðjumenn til að covera.

  Ég tek því vel undir með þeim sem segja vandamál Liverpool sé ekki það að Steve G. sé ekki á kantinum, það vita allir að vandamálið er mun dýpra.

  Ég er alls ekki að skíta á Rafa núna, ber meira að segja mikla virðingu fyrir honum og finnst hann hafa gert marga frábæra hluti fyrir okkur, en hversu oft munið þið eftir því að hafa verið í skýjunum með ótrúlega beittann og skemmtilegan sóknarleik eftir að hann tók við?(…and don´t get me started og Houllier!!!) Getur verið að leikmennirnir spili jafn illa og raun ber vitni því Rafa skipuleggur allt í þaula og leikmenn eiga erfitt með að fylgja of flóknum fyrirmælum? Bara pæling.

Er titilbaráttan búin áður en hún hófst?

Liverpool leikmenn í eldínunni.