Bloggarar óskast!

Við á Liverpool Blogginu erum að leita okkur að nýjum bloggurum! Allar frekari upplýsingar má finna á sérstakri síðu sem tileinkuð er þessari leit okkar!

Næstu daga munum við velta hverri þúfu í leit að næstu Liverpool-bloggurum landsins. Ef þú, lesandi góður, hefur einhvern áhuga á þessu geturðu séð upplýsingar um hvað þarf til og hvernig þú sækir um með því að smella á tengilinn hér að ofan. Einnig verður tilkynning efst á síðunni út þessa viku, eða þangað til umsóknarfrestinum lýkur.

Ég vek athygli á því að við erum að leita að fleiri en einum bloggara, þannig að líkurnar eru ykkur í hag! Við á Liverpool Blogginu vonumst til að sem flestir sæki um. Ef þið teljið þetta vera eitthvað sem gæti átt við ykkur, EKKI HIKA!

Umsóknarfresturinn er fram á sunnudaginn 14. október n.k., og vonandi munum við geta kynnt nýja bloggara fyrir ykkur áður en landsleikjahléð er úti. Það eru spennandi tímar framundan á þessari síðu. 🙂

3 Comments

  1. Mæli með Benna Jóni. Óvenju málefnalegur og góðurpenni. Talar í frábærum líkingum og notar litbrigðaríkt, myndrænt og fallegt má. :-O

Liverpool 2 – Tottenham 2

Kuyt meiddur