Tottenham á morgun

Nú er bara eitt fyrir liðið okkar að gera, rífa sig upp á rasshárunum og sýna okkur hvernig á að spila knattspyrnu. Afar einfalt mál. Ef einhverjir muna eftir gömlu “Fótboltafélagið Falur” bókunum (minnir að þeir hafi heitið þetta), þá var einmitt góð og gild speki sett upp þar. Ráðinn var afar virtur þjálfari hjá liðinu, sem var reyndar uppfullt af stórskrítnum mönnum, en þjálfarinn var afar lítið tengdur liðinu. Hann var í fríi á Spáni eða eitthvað álíka, á meðan liðið var að spila. Ekki misskilja mig sem svo að ég sé á einhvern hátt að bera Rafa saman við þann þjálfara, nei. Bottom line-ið í þessu hjá mér er það að þegar allt var komið í bál og brand hjá liðinu í hálfleik á leik í HM þá var hringt í þjálfarann. Hann var erlendur og enginn skildi hvað hann var að segja, það var ekki fyrr en menn fundu orðabók og náðu að þýða þessa stuttu setningu þjálfarans: “Bara spila fótbolta”. Þegar boðin voru send út á völlinn til liðsins, þá sáu menn ljósið “já, gerum það” og liðið fór í gang og vann leikinn. Fótbolti er hræðilega einföld íþrótt sem oft á tíðum er flækt um of með alls konar pælingum. Hann Rafa okkar virðist stundum tapa sér í of miklum pælingum og persónulega finnst mér hann á stundum spá of mikið í mótherjunum, sér í lagi á heimavelli okkar Anfield. En hvað um það, mín krafa er “Spila fótbolta” sýna að menn hafi gaman að þessu og sigra heillum horfið lið Tottenham. Ekki flókið og ég fer ekki fram á mikið.

Ég ætla ekki að ræða neitt sérstaklega um lið Tottenham. Þetta er og hefur alltaf verið svona “næstumþvílið” sem ég hef alltaf fílað ágætlega. Þeir ásamt Newcastle eiga líklega metið í heiminum yfir eyddar krónur deilt með bikurum. Þarna hefur verið eytt alveg lifandis skelfingar ósköpum af peningum, en árangurinn kemur ekki. Tottenham er stórlið þegar kemur að eyðslu, en því miður þeirra vegna þá komast þeir ekki úr “næstumþvílið” pakkanum. Þeir geta náð góðum úrslitum gegn hvaða liði sem er. Þeir gætu alveg tekið upp á því á morgun að koma á Anfield og sækja öll stigin. Þeir eru með lið í það, engin spurning. Á venjulegum degi eigum við aftur á móti að snýta þessu liði. En hvað er venjulegur dagur hjá okkar mönnum? Eru það dagar eins og í upphafi móts þar sem við vorum að spila þræl vel og mörkin létu ekki á sér standa? Eða eru það dagar eins og eftir síðasta landsleikjahlé þar sem allt virðist hafa hrokkið úr gír og liðið bara runnið áfram í hlutlausum (nema í síðasta leik þar sem brekkan var á enda og við runnum tilbaka)? Ég ber þá von í brjósti að fyrra tilvikið sé okkar venjulegi dagur og hitt undantekning.

Leikur á morgun og svo hvað? Jú, enn eitt HELV……………………. landsleikjahléið. Ég missi af leiknum á morgun og þar með sé ég ekki fótbolta næstu vikurnar. Sem betur fer verð ég á ferðalagi vegna vinnunnar, en ég mun reyna að komast persónulega á fund með bakkabræðrunum Platini og Blatter og binda enda á þessi landsleikjahlé fyrir fullt og allt. En það er nú allt önnur Elín.

Nú vil ég bara sjá okkar sterkasta lið í þessum leik. Enga hvíld fyrir næstu leiki, enda á ekki að hvíla menn fyrir landsleiki, þeir eiga helst að vera svo þreyttir í þeim að þeir hafi ekki orku í að spila. Því vil ég fá bara alvöru lið inn á völlinn. Hvað er okkar sterkasta lið? Ég er ekki í nokkrum vafa með það, nema er varðar eina stöðu. Ef Harry Kewell væri heill, þá væri ég ekki í vafa með neina stöðu á vellinum. Ég ber mikla virðingu fyrir Hyypia, Arbeloa, Aurelio, Sissoko, Alonso, Benayoun, Crouch, Babel, Voronin og öllum hinum. Sterkasta lið Liverpool í dag að mínu mati er einfaldlega þetta hérna:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Gerrard – Maschareno – Kewell

Torres – Kuyt

Kewell og Agger geta klárlega ekki spilað leikinn á morgun, og því þarf að skipta þeim út úr þessu liði. Hyypia kemur inn í stað Agger og svo er það spurningin hver kemur í stað Kewell? Babel? Benayoun? Leto? Ekki setur hann Riise á kantinn, þar sem Aurelio meiddist smávægilega í síðasta leik. Nema hann hendi Insúa inn, sem ég stórlega efast um. Leto átti slakan dag gegn Marseille og því finnst mér ólíklegt að hann haldi áfram í þeirri stöðu. Þá eru þeir Babel og Benayoun eftir. Ég á hreinlega erfitt með að ákveða hvor ég teli að hefji leikinn. Ég hallast þó að Babel. Ég ætla því að spá liðinu svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Pennant – Gerrard – Maschareno – Babel

Torres – Kuyt

Torres og Kuyt eru okkar langsterkasta framherjapar, og mér er nokk sama þótt margir telji Kuyt “of vinnusaman”. Plássið sem hann er að skapa fyrir samherja sína er ótrúlegt og Torres á eftir að njóta góðs af þessari samvinnu. Annars ætla ég ekki að útskýra val mitt neitt meira, enda þýðingarlaust því Rafa hefur pottþétt aðra sýn á þetta lið. Þetta er engu að síður það sterkasta sem við getum stillt upp að mínu mati. Ég vil sigur og ekkert annað. Leikurinn er á Anfield og þar eigum við ALLTAF að taka þrjú stig. Ég ætla að halda minni bjartsýni áfram og spá því að liðið fari að smella í gírinn sinn aftur og sigri þennann leik 2-0. Við eigum hreinlega að skora 2 mörk hjá liði sem er með 150 kg fjall í markinu hjá sér. Ef framherjar okkar verða á tánum, þá fá þeir tækifæri á silfurfati frá Santa Robinson.

YNWA

35 Comments

 1. Kuyt er að mínu mati ekki of vinnusamur, mér finnst hann svo vinnusamur á vitlausum stað. Hann er að djöflast á miðjunni og jafnvel aftar, svo þegar að við vinnum boltann aftarlega þá þurfum við hann þarna frammi til þess að taka á móti botlanum með hinum framherjanum. Hann mætti vera bara frammi og djöflast í varnarmönnunum. Við höfum Gerrard, Macherano, Sissoko og Alonso til þess að vinna vinnuna hans Kuyt.

  Mín spá 2-0 eftir okkar skásta leik í langan tíma

 2. Hvernig er staðan á meiðslum leikmanna Liverpool?
  Veit einhver hve langt er í þá Kewell,Alonso og Agger?

 3. ég er nokkuð sammála þér með sterkasta lið liverpool, en ég myndi nú samt skipta mache út fyrir alonso, gerrard þarf með sér mann sem getur tekið boltann upp og skilað honum, svo hann þurfi ekki að húka fyrir aftan miðju að ná í boltann, maður hefur alveg tekið eftir því að síðan alonso meiddist, þá hafa framherjarnir haft mun minni stuðning og ég tel það vera vegna fráhvarfi alonso… en það er ómögulegt að vita hvernig þessi leikur á morgun fer í miðað við spilamennsku síðustu vikurnar… ég vona bara það besta

 4. Góð upphitun.

  Athyglisverð þykir mér að taka upp þá umræðu hvort Alonso eða Mascherano sé við hlið Gerrard í okkar sterkasta byrjunarliði. Alonso hefur einhvernveginn alltaf verið þar sjálfkrafa og á góðum degi er hann með betri miðjumönnum deildarinnar. Það er gaurinn-sem-West-Ham-gat-ekki/vildi-ekki-nota líka.. 🙂

  Sigur er eðlileg og réttmæt krafa í þessum leik. Ætla bara að vera sammála Steina í þessu, enda góð upphitun á ferð.

 5. Eitt sem mig langar að segja, ekki svo mikið um rotation policy-u Benítez, heldur bara um hvernig hann leggur upp leiki. Oft er það þannig að menn eru settir út úr liðinu ekki til að hvíla þá heldur því að Benítez heldur að einhverjir ákveðnir liðsmenn nýtist best gegn einhverjum ákveðnum liðum. Þetta hefur hann sagt sjálfur í viðtölum. Þetta hefur t.d. verið ástæðan fyrir að Torres er settur út úr liðinu eða að Sissoko er settur inn í liðið etc.
  Er það bara ég eða er þetta ekki gallsúr hugsunarháttur? Er það sem sagt þannig í huga Benítez að Torres, t.d., nýtist bara ENGANN VEGINN á móti liði B? Það sé bara ekki séns að Torres geti boðið upp á neitt á móti þessu liði? Og höfum í huga að oftar en ekki þá er þetta lið eitthvað eins og Wigan, Middlesbrough eða eitthvað álíka. Ef Liverpool væri með Leo Messi myndi hann spila alla leiki? Eða myndi Benítez hugsa: “Nei, á móti liði sem spilar eins og Aston Villa gerir þá er sennilega skynsamlegra að hafa Crouch inn á frekar en Messi”?
  Lýsir þetta bara ekki þjálfara sem hefur annað hvort allt of háleitar hugmyndir um sjálfan sig og eigið mikilvægi eða algeru skorti á trausti til leikmanna sinna?

 6. Finnst þetta nú vera eins og breska pressan virkar í hnotskurn Kjartan. Tekur hlutina algjörlega úr samhengi og notar hluta þeirra til að snúa sér í hag. Þú minnist ekkert á það að Rafa hefur einmitt talað mikið líka um heildarmyndina, þ.e. allt tímabilið og hvíld leikmanns getur komið liðinu að góðu seinna meir, því lendir það í hans hlut að reyna að ákvarða hvaða leiki hentar best að hvíla ákveðna leikmenn. Þessi margfrægi leikur sem Torres byrjaði á bekknum var á Anfield gegn Birmingham. Þar setti hann traust sitt á menn sem höfðu einnig verið heitir í markaskorun fyrir liðið. Menn ætla endalaust að tönglast á þessu rotation dæmi, þrátt fyrir að menn viti það mæta vel að Rafa róterar ekki meira en aðrir topp stjórar.

  Eigum við ekki bara að einbeita okkur að næsta leik og vona að liðið smelli saman á ný í stað þess að halda áfram tuði um það að Torres hafi byrjað á bekknum geng Birmingham?

 7. Liverpool F Aurelio Calf/Shin Injury 7th Oct 07
  X Alonso Metatarsal Fracture 3rd Nov 07
  D Agger Metatarsal Fracture 3rd Nov 07
  H Kewell Groin Strain no return date

  Veit ekki hvernig þetta kemur út, allavega þá eru dagsetningarnar fyrir aftan hvern leikmann sem sýnir hvenær búist er við honum.

  Sammála langflestu í þessari upphitun og sérstaklega þessu með að Rafa sé að flækja hlutina einum of. Alltaf einhverjar djúpar pælingar um hvernig eigi að taka á ákveðnum mótherjum. Þetta er nú bara einu sinni fótbolti fjandakornið! Spilaðu 11 bestu leikmönnunum og hvíldu þá þegar þeir eru þreyttir.

  Ég las einu sinni sögu Liverpool og þar kom fram að á gullaldarárunum var leikjaálagið skuggalegt, ég þori ekki að fara með hvað leikirnir voru margir en þeir voru mjög margir á færri daga millibili. Hvað hefur breyst síðan þá? Jú til dæmis: betra og heilbrigðara fæði, heilbrigðara líferni, betri aðstaða til líkamsræktar, betri aðstaða til æfinga, betri knöttur, betri skór, léttari búningar….á ég að halda áfram?

  Bottom-lænið er: Til hvers er verið að hvíla menn endalaust í þessu helv…. fótbolta!!!!!!

 8. sammála uppstillinguni ssteinn (hefði viljað hafa alonso ef að hann væri heill)ef liðið verður þannig á morgun þá vinnum við 2eða3-0 getur þú ssteinn ekki gerst aðstoðarþjálfari hjá liv?

 9. Aurelio verður í vinstri bakverði en ekki Riise. Skil ekki hvernig SSteinn getur séð Riise sem okkar sterkasta vinstri bakvörð, anstæðingar annað hvort klobba hann reglulega eða bara labba fram hjá honum upp kantinn. Einnig er hann einstaklega lélegur í að stöðva fyrirgjafir. Aurelio er svona sjilljón sinnum betri varnarmaður en Riise, enda er hann einn af þeim sem hefur byrjað flest alla leiki á tímabilinu.

 10. Er alveg sammála því að miðað við leikmennina sem slíka, það sem ég sá af Aurelio hjá Valencia, þá væri hann vinstri bakvörður í sterkasta liði okkar. Vandamálið er bara að hann hefur verið óheppinn með meiðsli og hefur ekki náð að sýna okkur almennilega hvað hann getur í Liverpool treyjunni. Riise er ekki sá sterkasti, en hefur samt verið hlekkur í afar traustri vörn lengi. Hann er á botninum á mínum lista yfir uppáhaldsleikmenn hjá Liverpool FC, en hann verður engu að síður að fá sitt credit where it’s due.

  Reyndar hefur nú Aurelio blessaður ekki byrjað flest alla leiki á tímabilinu, ertu ekki að rugla honum saman við Arbeloa.

  Er reyndar nokkuð viss um að Arbeloa komi inn í vinstri bakvörðinn á morgun og Riise sé settur á kantinn, þó svo að ég myndi frekar kjósa mína uppstillingu 🙂

 11. Legg undir kippu af bjór fyrir hvert skipti sem þið hittið á rétt byrjunarlið ;)….svona svipaðar líkur og að fá 11 rétta í getraunum.

  Annars er mér nokkuð sama hverjir byrja inná á morgun, fer bara framá að menn berjist og leggi sig 110% fram. Lykilatriði að halda hreinu á morgun og treysta á að pota inn einu marki a.m.k. Veikleiki Tottenham liggur tvímælalaust í varnaleiknum þannig að ég trúi ekki öðru en að Liverpool nái að skapa sér einhver færi sem það hefur ekki gert mikið af undanfarið.

  Hvað er annars málið með Kewell Kjarklausa? Eru sömu meiðsli að plaga hann núna og var í fyrra?,,,,hvernig stendur á því að þessi maður er alltaf heill þegar ástralska landsliðið er að á leið í mót.

 12. ég held að menn vanmeti riise hann á það til að vera með slæmann dag og góðan, lætur kanski klobba sig o.s.f.en hann vinnur það upp með því að skora, held að hann sé markahæstur af varnarmönnum, svo fer hann mjög oft með kantmanninum upp og hjálpar þar og sem er +++hann getur spilað kantinn og á oftast ágætis sendingar(á torres, liv-reading smá dæmi)eins er með hyypia ekki amarlegt að hafa svona mann ef einhver meiðist

 13. Sælir félagar
  Ég bæði hlakka til og kvíði fyrir að sjá uppstillingu Rafa fyrir leikinn. Ég hallast þó að því að SSteinn hafi rétt fyrir sér og Pennant verði á hægri kantinum. Þar hefði ég frekar viljað sjá Benayoun en þetta kemur í ljós.
  Það er auðvitað ekkert vit í að vera að horfa á síðustu leiki og bölva einstökum leikmönnum. Amk ekki fyrr en þessum er lokið.
  Ef ég tryði á Guð þá mundi ég liggja á bæn núna og uppihaldslaust fram að leiktíma og biðja þess að okkar menn rífi síg upp og spili bullandi sóknarbolta og skori fleiri mörk en andstæðingarnir hvað svo sem þau verða mörg. Sókn er besta vörnin og þetta snýst um það einfalda atriði að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Leggjumst nú öll á eitt og verum okkar mönnum hugumhollir.

  YNWA

 14. Þetta er ein besta upphitun sem ég hef lesið á þessari síðu.

  Gæti ekki verið meira sammála því sem þú ert að segja SSteinn. Spilið bara helv. fótbolta og ekki vera að breyta honum í kjarneðlisfræði.

  Á þessum nótum…hvað ætli Rafa sé alltaf að skrifa á bekknum…og hvenær les hann þetta? 🙂 Þegar maður er sjálfur að þjálfa skrifar maður að hámarki 3 atriði til að segja liðinu í hálfleik…því oft þarf bara einfaldar breytingar til að ná árangri og menn meðtaka bara svo mikið á þessum stutta tíma. En Rafa segist eiga allar glósurnar sínar!!! Ætli hann lesi þær fyrir Montse á kvöldin?

 15. held að heinse ?(þessi sem liv vildi kaupa af mu)komi til okkar í jan glugga ,og sigtryggur þú trúir gerðu það leggstu á bæn

 16. ég skýt á að arbeloa byrji í annarri hvorri bakvarðarstöðunni þar sem hann var á bekknum í síðasta leik, mér finnst hann vera okkar besti bakvörður til þessa á tímabilinu annars er ég sammála uppstillingunni

  áfram Liverpool

 17. Sammála Ssteini í einu og öllu þarna. Þetta er það lið sem ég vill sjá á morgun. Er sannfærður ef Rafa hefur vit á því að kíkja á þessa síðu áður en hann velur liðið verður hann hetja á morgun :). Segi það enn og aftur, þessi leikur sker úr um það hvort við verðum með í titilbaráttu eða ekki. Hann verður að vinnast. Koma svo. Við tökum þennan leik – neita að trúa öðru!!

 18. Auglýsi eftir upplýsingum!
  Hvaða ölstofur / kaffihús eru að sýna leiki í beinni. Þá er ég að fiska sér í lagi eftir á svæði 101.

  Með fyrirfram þökk
  /Siggi

 19. og koma svo liverpool, benni er örugglega búinn að lesa þeim rækilega pistilinn og ég held að mínir menn mæti eins og hungruð ljón og klári þessa svona 3 til 4 núll. Torres setur hann allavega 2 og the king setur 1, svo kemur snillingurinn carra og klárar þetta… þetta hljómar allavega helvíti vel en án djóks þá held ég að þetta verið bara formsatriði.

 20. Hver einasti leikur er úrslitaleikur. Hver einasti leikur skiptir máli. Það er alveg saman hvað mótið er langt eða hvað mótið heitir. Maður á að taka hvern leik alvarlega, ef það á að ná einhverjum árangri. Þess vegna er maður stundum alveg PISSED þegar leikmenn nenna ekki hreyfa sig eða þegar þjálfarinn tekur leikinn ekki alvarlega og er með tilraunastarfsemi á uppstillingu. Slíkt getur hann gert í ÆFINGALEIKJUM, til dæmis í þegar tilgangslausu vináttulandsleikirnir eru. En nú er svo komið að ég er skíthræddur fyrir hvern einasta leik. Það er eitthvað að í herbúðum Liverpool. Hvað sem það er. Meðan leikmenn taka ekki hvern einasta leik alvarlega sem úrslitaleik þá er ástæða til að vera hræddur. Vonandi sýna þeir okkur eitthvað í dag.

 21. Um daginn sá ég heimildarmynd um meistara Bergman ,sem var gerð rétt áður en hann féll frá. þar var hann spurður hvernig það ferli hefi verið þegar hann skrifaði allar fjórar kvennpersónurnar i perluna Hvisk og råb út frá móður sinni ,svona stuttu eftir dauða hennar.
  Gamli maðurinn fór að skelli hlæja. sagði myndina eða persónur hennar ekkert hafa með móður sína að gera. Hann hefði bara svarað einhverju því að hann hefði fengið heimskulega spurning sem beið svars. Jafnframt ætti fólk ekki að taka mark á neinu sem hann hafði sagt um vinnubrögð sín því meirihlutinn af því væri kjaftæði til að svara lélegum blaðamönnum.

  Skiljanlega er mikið rætt um hvað Rafa tjáir sig um það lið sem hann velur hverju sinni. Sitt sýnist hverjum og lendum við oft í hár saman. Stundum ber hann við að ákveðnir menn/kerfi hafi verið valin vegna andstæðinga okkar, að við séum á heima/útivelli, þreytu vegna landsleikja, annara leikja og svo framvegis.

  En afhverju göngu við að því gefnu að það sem Rafa segir í viðtölum hafi eitthvað með sannleikann að gera. Afhverju ætti hann yfir höfuð að veita of miklar upplýsingar um hvernig hann hugsar. Kannski hefur hann það bara á tilfinningunni að Voronin muni standa sig vel í dag. Hvað veit ég…

 22. auðvita veistu það ekki og skiljanlegt að rafa gefi ekki upp hvað hann er að gera með kerfið sitt en þegar hann var spurður af hverju hann hafi ekki tekið sissoko út af í síðasta leik svaraði hann,allt liðið spilaði illa og ég ætla ekki að ræða einstaka leikmenn ,hann vissi upp á sig sökina liðið spilaði illa út af 1 manni þettað er eins og í hljómsveit eða kór ,ef 1 spilar illa eða falskt eða ein rödd er fölsk þá eiðileggur það fyrir öllum hinum koma svo LIVERPOOL OG RAFA

 23. Arsenal er að spila núna. Vitiði hvað? Persie er í liðinu. Alveg er það merkilegt. Og skoraði á 7. mínútu. Hann er búinn að vera heitur í haust og skorar nánast í hverjum leik. En Rafa og Wenger eru ekki með svipaðan stíl. Hvað myndi Rafa gera við Persie? Getiði ímyndað ykkur það?

 24. sunderland búið að minnka muninn, ef persie væri hjá liv þá væri hann inná í hverjum leik af því að hann er sjóðheitur það er bara enginn sjóðheitur hjá liv

 25. Og nú er Sundeland búið að jafna! Kannski er Persie ekki eins heitur og ég hélt! En hann skorar þá. Og lykilatriði til að skora er að fá að spila. Ekki bara annan hvern leik í þremur ólíkum keppnum.

 26. Það væri auðvitað óskastaðan OG svo að Liverpool taki 3 stig eftir hádegi. Helvíti væru það fín úrslit.

 27. Ææææ. Hver haldiði að hafa skorað fyrir Arsenal? Þið megið giska einu sinni. Betra að hafa svona menn á vellinum heldur en bekknum.

 28. sá sjóðheiti ands……jæa við tökum þettað á eftir er það ekki veit einhver uppstillingin er hjá liv

 29. Talaðu um nettó eyðslu Tottenham ef þú vilt láta taka eitthvað mark á þér

Hvað gerist á sunnudaginn?

Liðið gegn Tottenham: