Hvað gerist á sunnudaginn?

Jæja þá er ég búinn að taka mér eins dags frí frá Liverpool og er klár í slaginn aftur. Bara til að klára þennan Marseille leik þá vil ég einfaldlega segja þetta, betra liðið vann og andstæðingurinn spilar aldrei betur en þú leyfir… og við leyfðu þeim spila vel.

Næsti mótherji er Tottenham sem mæta á Anfield, þeir náðu jafntefli á dramatískan hátt 4-4 eftir að hafa verið 1-4 undir gegn Aston Villa. Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá hvernig okkar menn mæta til þessa leiks eftir að hafa spila frekar illa undanfarið en samt náð stigum þangað til gegn Marseille. Ég býst við okkar mönnum vel stemmdum og þeir hljóta að hafa áhuga á að bæta fyrir vondan leik í miðri vikunni. Ég get ímyndað mér að stemmingin hafi verið þung á æfingu í gær og að Rafa hafi lesið vel yfir hausamótunum á leikmönnunum.

Leikmenn eins og Gerrard, Carragher, Hyypia og Finnan verða að sýna meira og það eru einmitt þeir sem eiga að vera leikmennirnir sem “lead the way”. Hvað sem gerist þá er gríðarlega mikilvægt að liðið nái upp leikgleði og sýni að það sé betra en það hefur sýnt undanfarið.

Þetta er einnig gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báða þjálfarana, Martin Jol hefur ekki efni á því að tapa þessu leik sannfærandi og fyrir Rafa er allt nema sigur tap.

Ég hef alla trú á því að okkar menn sýni á sunnudaginn að leikurinn gegn Marseille var slys og að liðið hafi alla burði til að gera atlögu að enska titlinum.

Góðar stundir.

26 Comments

 1. Þetta getur farið á báða vegu en vona að við tökum þetta. Spái 3-1 sigri Gerrard með eitt og Torres með tvö.

  Crouch verður ekki einu sinni á bekknum og búið verður að reka Sissoko úr landi

 2. Mér finnst nú full mikið böggast út í Crouch eftir Marseille leikinn. Hann var líkt og allt liðið ekki neitt sérstakur, en þessi leikur tapaðist á miðjunni, hún var gjörsamlega ömurleg í leiknum og þjónustaði t.d. sóknarmennina okkar sama og ekki neitt. Það var ekkert farið upp kantinn og reynt að koma boltum fyrir þar sem hann ætti nú að vera hættulegastur.
  Ég gjörsamlega þoli ekki þessar kýlingar sem hafa verið sérlega áberandi í Wigan og Marseille leikjunum. Þær virka afar sjaldan og liðið þarf alls ekki að spila svona.

  Sissoko og Gerrard passa alls ekki saman á miðjunni enda báðir sókndjarfir, ég myndi vilja að Sissoko fengi ekki leyfi til að fara meter fram yfir miðju enda drepur hann gjörsamlega hverja sóknarlotuna á fætur annari, líkt og hann gerði í fyrra…því miður. Helst mættu Alonso og Sissoko mættu skipta um hlutverk í liðinu. Sissoko og Mascerano vinna allt á vallarhelmingi Liverpool en ættu að koma boltanum frá sér á eins einfaldan hátt og hægt er um leið og þeir fá boltann og láta aðra um að heimsækja vallarhelming andstæðingana.

  En ég vil sjá Torres og Crouch oftar saman, verð stundum pirraður á þessu frábæra vinnuframlagi frá Kuyt sem skilar samt oft á tíðum ekki neinu þegar öllu er á botninn hvolft og mér finnst hann ekki skapa jafn mikið fyrir aðra eins og Crouch gerir.

 3. Það er rétt að það sé ósanngjarnt að gagnrýna Crouch frekar en einhverja aðra eftir þennan Marseilles leik. En það var sérstaklega eitt sem fór í taugarnar á mér í þessum leik. Það er hvað Crouch á erfitt með að sjá stungusendingar möguleika eða opnunarleiðir í gegnum vörn andstæðinga. Það skal enginn skafa það af hlutunum að hann gerir vel í að halda bolta og skila honum á samherja en amk tvisvar sinnum í leiknum missti hann af gullnu tækifæri til þess að splundra Marseille vörninni. Þetta var staða sem Kuyt og kannski sérstaklega Voronin hefðu um leið tekið eftir.

  Að mínu mati er okkar hættulegasta framherjapar Kuyt og Torres. Virðast skynja vel hvorn annan inn á vellinum og hafa verið duglegir að skapa fyrir hvorn annan (oftast).

  Nú er samt tími til þess að Liverpool menn hysji upp um sig buxurnar og sýni að þeir séu lið sem geti gert tilkall til titilsins. Eitt er víst að frammistaðan á sunnudaginn mun vart verða verri en sú sem liðið sýndi á miðvikudaginn (guð minn almáttugur hvað maður er pirraður á henni).

  Góða helgi.

 4. Leikmenn eins og Gerrard, Carragher, Hyypia og Finnan verða að sýna meira hvað verður sissoko þá að sýna ??? úff má sýna sig upp í stúku, já verðum að vinna og þeir hljóta að gera það

 5. Já þetta var svo sannalega ein versta framistaða okkar manna sem ég hef séð í mjög langann tíma, og þar var Sissoko greyið í aðalhlutverki. Það er alveg með ólíkindum hvað hann kann ekki að skila boltanum frá sér eins og hann er nú baráttuglaður á miðjunni og hættir yfirleitt ekki fyrr en boltinn er hans.
  Miðað við framistöðu hans í undanförnum leikjum (þegar hann fær tækifæri þ.e.a.s.) þá má hann alveg fara í janúarglugganum mín vegna.

  En að öðrum sálmum, Tottenham um helgina………

  Þeir eru auðvitað með rosalegt lið og eru til alls líklegir, þá kemur á óvart hversu illa þeir hafa byrjað tímabilið.
  En þetta er ekki lið sem má vanmeta, þannig að……………

  Taka sig saman í andlitinu strákar!

  Go Liverpool

 6. Jæja,,,komin helgi og hægt að fara láta sig hlakka til leiki helgarinnar.
  Er búinn að segja nokkrum sinnum að botninum sé náð og leikmenn munu koma dýrvitlausir til leiks í næstu leikjum. Það hefur hins vegar ekki gerst. Liðið virkar enn andlaust og þungt. Það er hægt að sætta sig við tap en það er ekki sama hvernig leikurinn tapast. Það er nú alltaf þannig að þó svo að leikmenn séu ekki að spila stjörnu leik þá er það minnsta sem menn geta gert er að berjast og það hefur vantað í undanförnum leikjum.

  Nú vonar maður bara leikmenn taki sig saman í andlitinu og mæti tilbúnir til leiks.

 7. eftir 3 slappa leiki sagði ég allt er þegar þrennt er ,svo kom 4 leikurinn og eftir hann hugsaði ég full reynt í fjórða, þá hlýtur 5 leikurinn að þýða fimmti á flug KOMA SVO LIVERPOOL

 8. Að mínu mati sker þessi leikur um það hvort L´pool muni blanda sér í alvöru tiltilbaráttu eða ekki. Neita að trúa öðru en blóðbragð sé í munninum á mönnum eftir slaka leiki undanfarið. Rafa hefur ekki efni á neinni áhættu núna – besta mögulega liðið verður að byrja. Torres og Kuyt klára þetta og gefa okkur von á ný.

 9. Mér finnst allir réttlátir undir gagnrýni hvort sem það er þjálfarinn sem aðrir leikmenn. Í þetta skiptið var það ekki Benitez sem átti sök heldur leikmennirnir sem sýndu eflaust lélegasta leik sinn undir stjórn Benitez. Ég er kominn á þá skoðun að við eigum að selja Crouch því hann hreinlega passar engan veginn inn í liðið lengur! Eftir sumarinnkaupin finnst mér alltaf eins og Crouch sé að stoppa sóknir og hægja á öllu þegar hann spilar með fyrir svo utan þá staðreynd að hann er svona 80% líklegur með að fá dæmt á sig þegar hann fær boltann sem hjálpar okkur ekkert. Frekar að losa okkur við hann á meðan við getum fengið meira fyrir hann en þegar við keyptum hann til að sanna að hann hafi verið góð kaup.

 10. Þessi leikur sker ekki útum eitt né neitt.

  Trúi bara ekki að Anfield klikki í tveimur leikjum í röð…

 11. COMMMON !!! einn slakur leikur hjá þeim sem heild… liðið er búið að spila illa í síðustu deildarleikjum en samt náð að knýja fram sigur eða jafntefli… þetta er bara tímaspursmál hvenær þetta dettur í gang… berum saman byrjun þessa tímabils og þess síðasta !! hvað er í gangi?? margir nýjir menn og klárlega batamerki á mörgum hlutum.. þurfa bara tíma.. jú sissoko var slakur gegn Marseille en hver var það ekki? Hyypia? sá sem var gagnrýndur í upphafi tímabils á þessari síðu. Ég þoli ekki stuðningsmenn sem gagnrýna liðið og einstaka leikmenn þegar á móti blæs, það eru ekki stuðningsmenn, það eru pirripúkar!!! Tottenham liðið er ekki nálægt Liverpool í gæðaflokki og ég hef TRÚ á því að Liverpool taki þá létt á sunnudaginn. Ég ætla ekki að spá í mörk eða markaskorara því allt liðið er líklegt til þess að setja mark sitt á leikinn !

 12. Ef allt er eðlilegt eigum við að taka þetta uppáhaldslið Clintons. En hvað er eðlilegt? Liverpool byrjaði tímabili feykilega vel en svo kom dýfa niður … Hitt er annað að árangur liðsins eftir þessa fáu leikií deildinni er allmiklu betri en árangurinn á sama tíma í fyrra. Það er eiginlega sama hvernig með ber það saman, árangurinn betri. Merkilegt nokk. Og samt er maður búinn að vera argur út í leikmenn og þjálfara. Við tökum þennan leik og brosum í leikslok.

 13. mér finnst fullmikið drullað yfir Sissoko eftir þennan leik um daginn, þótt hann hafi verið lélegur. Mascherano var nú ekkert að brillera á stoðsendingunum á móti birmingham, en menn eru greinilega fljótir að gleyma því…
  En leikurinn fer 3-1 fyrir okkar menn…

 14. sissoko hefur ávalt spilað svona og ég held að þessi drulla sem hann fékk sé uppsöfnuð en bíð eftir að sjá upphitun liv- tott hans clinton

 15. Johnny, má ekki gagnrýna liðið þegar það spilar með kúkinn uppá bak því þá er maður ekki stuðningsmaður?

  …shit, ég ætti þá að hætta öllu Liverpool tengdu núna strax því ég er greinilega engin stuðningsmaður!!! …eða hvað?

 16. þessar tilfærslur hjá rafa eru til þess held ég að hann vill að allur hópurinn spili og að allir verði góðir spilarar ef einhver meiðist eða sé veikur að hann eigi góðan varamann en þegar á móti blæs og við hér á síðuni erum sammála með að hverjir séu bestir og eigi að nota þá sem mest (þegar á móti blæs)af hverju sér rafa þettað ekki eða sér hann þettað, en er of þrjóskur,frekur eigingjarn eða hvað þettað heitir nú allt saman hvað finst ykkur kæru LIVERPOOL aðdáendur

 17. Persónulega er mér nokk sama í ár um Meistaradeildina ef liðið er á topnum í úrvalsdeildinni í lok vertíðar. En frammistaða liðsins hefur auðvitað verið niðurdrepandi eftir landsleikjahléið, og enn meira niðurdrepandi að eini góði leikurinn hafi verið í bjórdollunni.

  Voru menn annars búnir að sjá að Gerrard keyrði á strák “daginn fyrir” Marsille leikinn:
  http://news.bbc.co.uk/1/hi/england/merseyside/7023109.stm
  Þetta var kannski ekki til að bæta skapið hjá meistaranum enda góðhjartaður og eflaust í áfalli eftir atvikið.

 18. Sælir félagar
  Þessi leikur sker úr um það eitt hvort okkar menn rífa sig uppúr þessari lægð allra lægða eða ekki. Fari svo að þeir verði í sama fari og í undanförnum leikjum verður erfitt að vera púllari næstu vikurnar. Þá verðum enn eitt tímabilið að elta “stóru liðin” þrjú. Og vel að merkja; stóru liðin eru þá í reynd bara þrjú. Enn eina leiktíðina verðum við að berjast við að halda 4. sætinu til að komast svo ekki uppúr riðlakeppni meistaradeildarinnar????? Það er um þetta sem þessi leikur snýst. Og fari hann illa þá má líka fara að ræða ýmsa aðra og erfiðari hluti. Því segji ég að liðið og STJÓRINN verða að sýna það í dag að undanfarnir leikir hafi verið tímabil sem er liðið.

  YNWA

 19. Hvaða bull er þetta Sigtryggur? Elta “stóru liðin þrjú?” Tekur þú bara árin sem henta þínum rökum? Höfum við ekki endað fyrir ofan lið Arsenal í tvö tímabil í röð núna? Enn eina leiktíðina að berjast um 4 sætið? Það er í góðu lagi að gagnrýna en svona bullshit gerir það ekki að verkum að menn hlusti meira á efasemdaraddir, þetta er eingöngu bölsýni og hjálpar ekki neinum að mínu mati. Ef menn vilja vera þunglyndir og reyna að draga upp sem dekksta mynd af öllu, þá er þetta einmitt aðferðin.

 20. Sælir aftur.
  Ég er að tala um ef leikurinn fer illa á morgun. Þá er staðan sú að við verðum enn og aftur að elta hina þó það hafi verið mismunandi frá ári til árs. Auðvitað vonar maður að til þess komi ekki og allt fari á besta veg.
  En ef illa fer þá erum vi’ð að komast í stöðu sem við þekkjum því miður alltof vel. Og því mitur er það ekkert bull SSteinn. Þetta er engin bölsýni heldur möguleiki. Því miður.

 21. Sælir aftur.
  Set hérna inn klipp af Liverpool.is til gamans fyrir morgundaginn!?!
  -Á síðasta tímabili vann Liverpool leik þessara liða á Anfield 3-0. Mark Gonzalez skoraði fyrsta mark sitt í deildinni fyrir félagið, og 200. markið í deildinni gegn Spurs, og Dirk Kuyt og John Arne Riise skoruðu hin mörkin.
  -Liverpool hefur haldið hreinu í fjórum leikjum í röð í deildinni gegn Tottenham.
  -Liverpool hefur ekki tapað sex síðustu deildarleikjum gegn Tottenham, bæði heima og heiman.
  -Á síðasta tímabili vann Liverpool báða deildarleikina gegn Tottenham í 12. sinn, og í 3. sinn síðan úrvalsdeildin var stofnuð.
  -Fyrsti deildarleikur Liverpool undir stjórn Rafa Benítez var gegn Tottenham í ágúst 2004.
  -Liverpool hefur ekki tapa síðustu 13 deildarleikjum gegn Spurs á Anfield, unnið níu og gert fjögur jafntefli.
  -Peter Crouch byrjaði feril sinn hjá Tottenham en lék aldrei með aðalliðinu. Hann lék sinn fyrsta deildarleik með Liverpool gegn Tottenham á White Hart Lane í september 2005.
  -Síðasta þrenna Liverpool gegn Spurs kom á Anfield 1974. Phil Boersma skoraði þá þrennu.
  -Javier Mascherano lék sinn þriðja og síðasta leik í byrjunarliði West Ham gegn Tottenham í október í fyrra.
  -Þó að Liverpool hafi tapað á heimavelli gegn Marseille á miðvikudag hefur liðið aðeins tapaði einum af síðustu 38 deildarleikjum á Anfield.
  -Síðasta deildarmarkið sem Liverpool fékk á sig í leik (þ.e. ekki úr vítaspyrnum) var skorað af Darren Bent í maí. Bent var þá hjá Charlton, en er nú hjá Tottenham.
  -Ef Liverpool nær að skora tvö mörk hefur liðið skorað 300 mörk undir stjórn Rafa Benítez.
  -Síðan úrvalsdeildin var stofnuð hafa liðin leikið 30 leiki þar. Liverpool unnið fjórtán leiki og tapað sjö . Á Anfield hefur Liverpool unnið tíu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað einum leik.
  -Jamie Carragher skoraði sjálfsmark í báðum deildarleikjunum gegn Tottenham tímabilið 1998-99.
  -Liverpool hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu deildarleikjum heima og heiman.
  -Sigurmark Yossis Benayoun gegn Wigan á laugardaginn var þýðir að -Liverpool fékk sitt 400. stig á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fyrir leikinn voru þau 397.
  -Sami Hyypia heldur upp á 34 ára afmæli sitt á leikdegi.
  -Liverpool hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni á þessu tímabili fyrr en á 62. mínútu leiks.
  -Síðasti sigur Spurs á Anfield var 25. ágúst 1993. Þá skoraði Teddy -Sheringham bæði mörkin í 2-1 sigri.
  -Stærsti sigur Liverpool á Anfield var í september 1978, 7-0. Þetta er enn stærsta tap Tottenham í deildinni. Liverpool hefur fimm sinnum tapað fyrir Tottenham á Anfield – í öll skiptin með einu marki.
  -Robbie Keane skoraði síðasta deildarmark Tottenham gegn Liverpool á Anfield í apríl 2005.
  -Paul Saltieri var rekinn útaf í 1-0 sigri Liverpool í janúar 2006.
  -Síðan 1912 hefur Spurs aðeins unnið þrisvar í 61 deildarleik á Anfield.
  -Jermaine Jenas og Young Pyo-Lee léku sinn fysta leik fyrir Spurs gegn Liverpool í London í september 2005. Það sama gerði Paul Robinson í ágúst 2004. Michael Dawson lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham á Anfield í apríl 2005, sem og Ledley King árið 1999.
  -Spurs hefur aðeins fengið tvö stig á útivelli á þessu tímabili. Þeir hafa gert jafntefli við Fulham og Bolton en tapaði 1-0 fyrir Sunderland og Manchester United.
  -Tottenham lé 59 leiki í öllum keppnum á síðasta tímabili – einum meira en Liverpool. Þeir komust í undanúrslit í deildarbikarnum og 8-liða úrslit í enska bikanum og UEFA-bikarnum.
  -Spurs endaði síðast fyrir ofan Liverpool í deildinni á tímabilinu 1970-71.
  -Þeir hafa endað í fimmta sæti síðustu tvö tímabili – sem er þeirra besti árangur í ensku úrvalsdeildinni.
  -Dimitar Berbatov skoraði fyrir Bayer Leverkusen í 4-2 sigri liðsins á Liverpool í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar árið 2002. Hann lék einnig gegn Liverpool í 16-liða úrslitunum árið 2005.
  -Síðasta þrenna Tottenham gegn Liverpool var skoruð af Jimmy Greaves, en hann skoraði fjögur mörk á White Hart Lane árið 1963.
  -Á þessu tímabili hefur Spurs aðeins sex stig eftir átta leiki. Aðeins tvö stig hafa komið á útivelli, gegn Fulham (3-3) og Bolton (1-1).
  -Þeir hafa fengið á sig 12 mörk í síðustu fimm deildarleikjum, gerðu jafntefli 4-4 við Aston Villa á mánudag eftir að hafa verið 1-4 undir þegar rúmar 20 mínútur voru eftir.
  -Aðeins Derby (21) og Reading (18) hafa fengið á sig fleiri mörk en Spurs (16) í deildinni í vetur.
  -Hins vegar hafa aðeins Arsenal (16) og Portsmouth (15) skoraði fleiri mörk en Tottenham (14).
  -Eins sigur Spurs í deildinni í vetur kom gegn Derby County (4-0) á White Hart Lane um miðjan ágúst.
  -Þeir hafa aðeins haldið hreinu í þremur af síðustu 36 deildarleikjum.

 22. Ef leikurinn fer illa á morgun, erum við þá að elta “stóru liðin þrjú”? Held ekki og ég legg til að þú lesir aftur það sem þú skrifaðir, og svo svarið mitt. Þetta með að elta stóru liðin 3 enn og aftur eins og þú orðar það og sífellt að berjast um að ná 4 sætinu. Það var punkturinn minn í þessu og því talaði ég um bull, því það stenst bara alls ekki hjá þér.

And the Oscar goes to…

Tottenham á morgun