And the Oscar goes to…

Dida!

Ætli enginn hafi sagt Dida að það séu myndavélar á Parkhead?

28 Comments

  1. Þetta er rosalega fyndið…sérstaklega að hann hafi látið þá taka sig af velli á börum 😉

    hann er jafn heimskur og Rivaldo og ég væri ekki hissa ef þeir væru hreinlega skyldir 🙂

    Að mínu mati ætti Dida að fá lengra bann fyrir aumingjaskap heldur en áhorfandinn sem, í besta falli, klappaði honum.

    (en ég sé ekki video-ið hérna!!)

  2. Shit! Eruð þið ekki að grínast? Hvernig hefði Dida brugðist við ef “árásarmaðurinn” hefði verið danska fyllibyttan af Parken sem sló í gegn í 3-3 leiknum fræga? Dida hefði spilað sig dauðan, ekkert minna 🙂

    En í alvöru talað þá eiga báðir mennirnir að skammast sín. Því báðir urðu þeir liðum sínum, og evrópskri knattspyrnu, til skammar!

  3. háalvarlegt að áhorfandi komist inná völlinn, kæmi manni ekki á óvart að Celtic þyrfti að leika fyrir luktum dyrum í CL á næstunni… en það er ekki annað hægt en að hlægja af tilburðum DIDA, bjóst hann við að dómarinn mundi flauta af og dæma Milan 0-3 sigur svipað og gerðist á Parken á dögunum ?

  4. Þetta er Dida til skammar(og öryggisgæslu líka en…) að hafa tekið á sprettinn og síðan skutlað sér með tilþrifum í grasið og liggja þar eins og hann hafi verið illa tæklaður….

  5. Það langversta er samt að hann lét bera sig útaf eins og að hann væri alveg stórslasaður! Haha þvílíkur endi þessi maður!

  6. Þetta er bara rugl. Hann liggur þarna á börunum með stóran íspoka á hægri hlið andlitsins. Og honum var klappað rétt fyrir ofan brjóstkassann. Þetta er bara of fyndið!! :D:D:D

    Engu að síður þá eru Celtic í djúpum skít.

  7. Mér finnst þetta ekki vera svo ólíkt þegar að einhver markvörður í Suður-Ameríku skar sig í framan (var það nokkuð Chilavert) eftir að blysi var kastað inná.

    Auðvitað er þetta þessari skosku fyllibyttu til skammar.

    En Dida er þekktur markvörður, fyrirmynd margra og á gríðarlega háum launum. Hann var í raun að biðja um það að leikurinn yrði flautaður af. Ímyndið ykkur ef það hefði verið gert (þetta gerðist á síðustu sekúndunum, þannig að það var óþarfi) einsog í Svíþjóð-Dk. Það hefði verið rosalegt.

    Dida á að fá langt bann fyrir þetta.

  8. Sammála því að Dida þarf refsingu, en það er háalvarlegt mál að áhorfandi hafi komist að markmanninum og ýtt í hann, náð svo að halda áfram algerlega óáreittur. Skulum ekki gleyma því að ef að Celtic fær ekki harða refsingu, er verið að gefa mönnum séns á því að áhorfendur megi hlaupa inná og atast í aðkomuleikmönnum, bara ef þeir ráðast ekki almennilega á þá eða dómarann.
    Er alls ekki viss að úrslitin fái að standa, Celtic gæti alveg lent í því að verða dæmt til að tapa og/eða leika fyrir luktum dyrum, því glæpur áhorfandans og slök gæsla dæmist á þá.
    Dida oflék og á að fá bann.

  9. Af hverju að gera upp á milli góðs leikaraskaps og slæms leikaraskaps eins og hjá Dida? Það eru menn að leika í fótboltaleikjum í hverri viku, á hverjum degi. Á að taka harðar á Dida af því að hann er lélegur leikari (eða heimskur)? Nei, málið er að leikaraskapur er orðinn alveg stórkostlegt vandamál í nútíma fótbolta og þarf virkilega að taka á.

  10. Ég sé mun á því að leikmenn fiski vítaspyrnur, eða að menn geri sér upp líkamsárás og hættuleg meiðsli einsog Dida gerði. Bæði eru dæmi um slæma hegðun, en þó er stigsmunur á þeim að mínu mati.

  11. lélegt af reyndum og góðum leikmanni eins og Dida.

    Auðvitað á hann að fá bann fyrir að láta svona !!!

  12. Það er stór munur á þessum sirkus og t.d. þegar Drogba stingur sér eins og Örn Arnarsson inni í teig og Dida á að fá stóra refsingu miðað við það.

    Hann er svo greinilega að reyna að nýta sér þetta og fá þennan leik flautaðan af að það er svakalegt.

    p.s. talandi um AC Milan….fáið þið líka hausverk á því að heyra Valtý Björn gaspra um Liverpoolliðið? jesús minn

  13. Leikbann ekki spurning,,,fæ bara hausverk að heyra minnst á Valtý Björn :s

  14. Rivaldo varð gleymdur og grafinn eftir að hann fékk boltann í kálfann og hélt um andlitið… Ég þori að veðja á það að það sama mun nú gerast um Dida.

    Ég ætla að taka undir þetta með Úlla… leikaraskapur á ekki að sjást í þessari íþrótt… skiptir engu hvort hann er illa eða vel leikinn enda gerist hann á eðlilegum hraða…. jú hann gerist í leiknum sjálfum – leikaraskapurinn kemur í ljós í endursýningum og þá skal sekta menn ! Góður leikaraskapur er ekkert skárri.. stimplar menn bara sem aumingja, líkt og góðvinur okkar Drogba.

    YNWA

  15. Hann er svo gjörsamlega búina að skí.. upp á bak að það hálfa væri nóg, menn láta sér fátt um finnast um eins leiks bann, eitthvað meira ætti að gera í málinu, láta hann borga smá aur til stirktar góðu málefni eða eitthvað þessháttar væri líka góð lausn, sko auk banns ekki spurning :c)

    Ég ætlaði að sjá leikinn í beinni en það var verið að sýna Rosenborg ….. hérna í Noregi :c( þanni að ég skundaði heim af pöbbnum og lét mér nægja að gráta yfir slakri frammistöðu okkar manna með tölvuna í fanginu og einn kaldann … hef ekki séð slakri leik í langann tíma.

    Við getum betur það er ekki spurning en það er alveg ljóst að það vantar Paco, jafnvel gæti eitthvað annað verið að plaga drengina okkar!!!

    Avanti Liverpool

  16. Jesús góður, þetta er sorglegt atvik fyrir milan menn, ég myndi ekki sjá mig í milan treyju lengi eftir þennann sirkus…. Dida gjörsamlega eyðinlagði reppann sinn þarna

  17. Svona miðað við þetta Dida mál og Rivaldo um árið þá er ég ekki frá því að brassar og skotar ættu bara að gera með sér samning sem ætti að koma öllum vel….

    Brassar sjá um fótboltann og skotar um leiklistina, verður vandræðalegt hjá báðum aðilum þegar þeir fara mikið yfir á yfirráðasvæði hinna!!! 🙂

  18. Re: komment Einars Arnar. Þótt Chilavert hafi verið skrautlegur karakter þá var þetta ekki hann heldur markvörður frá Chile sem hét Rojas held ég. Hann faldi rakvélarblað á sér sem hann notaði til að skera sig í framan og kenndi svo um einhverju sem hafði verið kastað úr stúkunni :S

  19. Ah, ok takk kærlega Kjartan. Minnti að þetta hefði verið markvörður frá suðurhluta S-Ameríku og eina nafnið sem mér datt í hug var Chilavert og Google hjálpaði ekki.

    En já, hann heitir Rojas.

  20. Er AC. Milan maður en núna skammast ég min fyrir það. Taka leikaraskapinn í Dida fyrir og gæsluna hjá Celtic reyndar líka. En hvað er að gerast á okkar heimavelli?

  21. Einar: markvörðurinn umræddi var Roberto Rojas”

    During Brazil’s home game against Chile in the 1989 qualifiers, a spectator from the stands threw a firecracker that landed close to Chilean goalkeeper Roberto Rojas. Rojas began bleeding and had to be helped off the field and his teammates, losing 1-0 at the time, refused to play on, citing the dangerous conditions. Video examination of the incident later on showed Rojas feigned injury (the firework did not make contact with him) and that he deliberately cut himself. Rojas was given a lifetime suspension (later overturned in 2001) and Chile was banned from the 1994 World Cup.

Liverpool 0 – Marseille 1

Hvað gerist á sunnudaginn?