Crouch, Leto og Aurelio í byrjunarliðinu!

Byrjunarlið kvöldsins er ljóst:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Aurelio

Benayoun – Gerrard – Sissoko – Leto

Crouch – Torres

Bekkurinn: Itandje, Riise, Voronin, Arbeloa, Kuyt, Babel, Mascherano.

Það kemur kannski á óvart að Aurelio, Leto og Crouch eru í byrjunarliðinu í kvöld og þá sérstaklega Leto og Aurelio. Þetta lítur samt vel út og ég hef fulla trú á öruggum sigri með fullt af mörkum.

45 mín. í leikinn og ég er SPENNTUR!

Þess má geta að Zenden byrjar inná hjá Marseille en Cisse verður að sætta sig við tréverkið.

6 Comments

 1. Þetta er byrjunarliðin:

  Liverpool – Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Aurelio, Benayoun, Gerrard, Sissoko, Leto, Crouch og Torres

  Marseille – Mandana, Taiwo, Rodriguez, Givet, Bonnart, Ziani, Zenden, Cheyroi, Ziani, Valbuena, Niang

  Cheyrou í Marseille, er þetta Bruno Chreyrou sem gat ekkert í liverpool?

 2. Sælir félagar
  Þetta er náttúrulega bara hörmung. Þrátt fyrir að Sissoko vinni marga bolta þá kemur hann nánast ekki einni einustu sendingu á samherja. Aurelio og Leto eru ömulegir og liðið virðist í heild vera í sumarleyfi ennþá. Miðjan hefur gjörsamlega tapast og frakkarnir hafa nánast ráðið lögum og lofum á ANFIELD. Þetta er bara ömurlegt uppá að horfa og verður að setja Babel og Mascherano inná strax og Gerrard verður að fara að haga sér eins og alvöruleiðtogi

 3. þetta getur ekki versnað mikið meira úr þessu, besti leikmaður okkar í fyrri hálfleik var aðstoðardómarinn… sem segir allt sem segja þarf

  ég á von á því að menn hysji upp um sig buxurnar og klári þennan leik með stæl í seinni hálfleik og rífi sig upp úr skítnum… ef ekki þá mun þetta enda illa í kvöld, svo mikið er víst

  vill fá Masch fyrir Sissoko til að byrja með, síðan mætti Babel koma inn fyrir Leto og Kuyt fyrir Crouch ef hlutirnir fara ekki að lagast

 4. Þetta er leiðinlegasti leikur í heimi !!!!!

  Sammála Sigga Trygg. Gerrard verður að fara að gera e-ð. Mér finnst hann reyndar ekki hafa gert neitt á tímabilinu fyrir utan markið hans í fyrstu umferðinni.

 5. Já og … jedúdamía er Sissoko að spila illa. Slær sjálfan sig út margfalt í þessum leik og þá er mikið sagt.

  btw. nett klárun í skeytin !

Marseille á morgun

Liverpool 0 – Marseille 1