Liverpool ná í “næsta Messi”

Samkvæmt Marca, sem eru nú vel tengdir Real Madrid, þá hefur Liverpool náð að [krækja í Gerardo Bruna](http://www.marca.com/edicion/marca/futbol/1a_division/real_madrid/es/desarrollo/1041239.html), 16 ára argentískan strák, sem er talinn eitt mesta efnið hjá Real Madrid.

Einsog hefð er fyrir, þá verður þessi strákur auðvitað að vera næsti eitthvað og kalla Marca menn hann því “næsta Messi”, þar sem hann spilar í sömu stöðu, er argentískur og mjög leikinn. Strákurinn er þó með spænskt vegabréf.

4 Comments

Fowler aftur á Anfield

Liðið gegn Wigan komið – Torres inni!