Tomkins um róteringu Rafa

Í kjölfar ansi líflegra ummæla í leikskýrslu minni í gær tók ég mig til í morgun og þýddi pistil Paul Tomkins frá því í ágúst. Við vorum búnir að ræða okkar á milli, stjórnendur síðunnar, að þessi pistill þyrfti að vera tiltækur á íslenskri tungu á þessari síðu, því okkur finnst við svo oft vera að vísa á hann og benda fólki á að lesa hann.

Þannig að þið getið lesið hann hér, þýddan af mér: Paul Tomkins um Róteringu Rafa.

Málið er einfaldlega það að sú goðsögn lifir að Rafa róteri liði sínu allt of mikið, en eins og þessi pistill sýnir fram á svart á hvítu róterar hann nánast nákvæmlega jafn mikið og Sir Alex Ferguson og José Mourinho síðustu tvö árin. Það er einfaldlega kominn tími til að menn leggi þessa goðsögn um róteringu Rafa á hilluna og fari að einbeita sér að einhverju öðru.

Gott dæmi um slíka gagnrýni er leikurinn á laugardaginn gegn Birmingham. Í stað þess að spyrja okkur hvers vegna leikmenn á borð við Steven Gerrard, Jermaine Pennant, Ryan Babel, John Arne Riise, Javier Mascherano, Steve Finnan, Dirk Kuyt, Andriy Voronin og í hálftíma Fernando Torres og Peter Crouch gátu varla búið til nema örfá hálffæri gegn liði eins og Birmingham virtust menn einblína á þá staðreynd að Rafa lét Torres byrja á bekknum. Eins og Einar Örn sagði í umræðunum eftir þann leik; ef Liverpool getur ekki unnið Birmingham án Fernando Torres erum við í vondum málum. Það er ekki hægt að ætlast til að einn leikmaður geri allt – en um leið er hreinlega ósanngjarnt hversu mikla gagnrýni Rafa Benítez fær fyrir að rótera liði sínu, þegar sú gagnrýni einfaldlega heldur ekki rökum.

Lesið greinina. Hún er stórgóð og ætti að kála þessum umræðum í eitt skipti fyrir öll. Mér er alvara – LESIÐ ÞESSA GREIN!

E.s.
Framvegis verður þessi grein á netseðlinum hér til hægri, þannig að það er auðvelt að finna hana hvenær sem þið viljið. Verið nú dugleg að benda þeim sem vilja gagnrýna Benítez fyrir róteringu á að lesa þessa grein. 🙂

26 Comments

 1. Já, las þessa stórgóðu grein fyrir þó nokkru.

  Hún eiginlega staðfesti það sem mig hafði alltaf grunað. Það eru ekki meiri róteringar í Liverpool heldur en í aðal keppinautum okkar.

 2. Ég hef aldrei haldið öðru fram en það sem kemur framm í þessari grein, Rafa er að vinna vinnuna sína :c) en mennirnir sem hann hefur í vinnu verða að vinna betur vinnuna sína það er alveg ljóst. Hef það á tilfinningunni að þetta verði stórgóður vetur hjá okkar mönnum. Við höfum ALLT það sem þarf til að vinna ekki nokkur spurning :c)

  Avanti Liverpool – nú sem ALLTAF

 3. Þú færð 10 stig fyrir þessa þýðingu. Klassagrein og skyldulesning fyrir þá sem segja að Alex Ferguson spili á sömu 11 mönnunum heilu og hálfu tímabilin.

 4. Nýja greinin hjá Tomkins er mjög góð. Ég held að fólk ætti bara að leyfa Benitez að vinna vinnuna sína. Öll þessi neikvæðni gagnvart Benitez er virkilega niðurdrepandi og ég trúi ekki öðru en að hún nái til liðsins. Liverpool aðdáendur ættu að sýna það í verki að þeir séu bestu stuðningsmenn í heimi og hvetja hverja þá sem Benitez velur í liðið hverju sinni áfram. Getiði ýmindað ykkur hvað það er ömurlegt að vera t.d. þriðji stræker sem valinn er í liðið og fá allt þetta mótlæti, a.m.k. stuðlar það ekki að því að þeir standi sig betur næst.

 5. Þessi Tomkins er svona gaur sem ef að Rafa væri gagnrýndur fyrir að rotate-a ekki liðinu nógu mikið þá myndi hann skrifa um hvernig það sé best að keyra á sömu mönnum, og ef Rafa væri gagnrýndur fyrir að rótera of mikið þá myndi hann segja að það skipti öllu að rótera liðinu etc etc

 6. Kjartan samt efa ég stórlega að þú ættir mikið í hann í rökræðum.

  Hann reynir að skilja hvað stjórinn er að hugsa hverju sinni og hver framtíðarsýn hans er….og Tomkins er að mínu mati bara þó nokkuð góður í því.
  Eins er hann það skarpur að vera ekki alltaf með eintómar blammeingar um leið og á móti blæs heldur reynir hann frekar að einbeita sér að björtu hliðinum.

  Fyrir utan að hann hefur ekki alltaf lofsungið framkvæmdastjóra Liverpool fyrir allt sem þeir gera(hóstHoullierhóst).

 7. Kjartan, Tomkins hefur sjálfur sagt að hann eigi það til að vera of bjartsýnn. Hann segir líka í nýjustu grein sinni um Torres, sem ég vísaði í hér að ofan, að honum fannst sem Benítez hefði getað notað hann gegn Birmingham. Þannig að það er ekki eins og hann gagnrýni aldrei eða sjái bara það góða í Benítez.

  Greinin sem ég þýddi talar sínu máli. Hann hafði fyrir því að grafa upp tölfræði sem kálar goðsögninni um ofur-róterarann Benítez. Ekki reyna að malda í móinn með því að einblína á jákvæða aðdáandann Tomkins, þegar það er tölfræðin í greininni hans sem er aðalmálið. Þetta kemur Tomkins persónulega ekkert við.

 8. Já frábær grein og segir okkur mikið. Hins vegar má ekki gleyma að munurinn á róteringum Ferguson og Rafa er sá að Ferguson skiptir aldrei lykilmönnum út nema um meiðsli sé að ræða. Það gerir Rafa hins vegar ótt og títt, m.a. með að smella Gerrard á hægri kantinn í einum leik, miðjuna hinum og jafnvel vinstri kant næsta. Mín skoðun er einfaldlega sú að ég styð Rafa og ég styð skiptingakerfið. Hins vegar eiga Reina (ekki það að Rafa sé eitthvað mikið að skipta honum, enda stendur hann sig alltaf vel samkvæmt því), Carra, Gerrard og Torres að spila alla leiki. Það er bottom line-ið í þessu öllu. Ferguson skipti kannski Flethcer, O´shea, Brown og Heinze oft í fyrra en hann skipti heldur aldrei Ronaldo, Rooney, Scholes eða Ferdinand. Ég sé ekkert að því að skipta mönnum eins og Pennant, Riise, Babel, Kuyt og fleiri en lykilmennirnir eiga að spila alla leiki sem þeir geta. Einfalt mál.

  Þess vegna er ég ekki sammála þessum pistli því þetta er að mínu mati munurinn á Man Utd. og Chelsea annars vegar og Liverpool hins vegar.

 9. Persónulega finnst mér Tomkins vera einn sá besti sem skrifar um Liverpool. Ég les alltaf pistlana hans og alltaf virðist hann koma með skemmtilegan og öðruvísi vinkil á umræðuna en hefur verið í gangi.

  Mæli með öllu sem hann skrifar (þeas á netinu ekki lesið neina bók eftir hann).

 10. Mín tilfinning er þrátt fyrir allt að Rafa róteri mönnum á vitlausum tíma, meðan hinir ,,stóru stjórarnir” rótera sínum mönnum (sérstaklega framlínumönnum) þegar þeir eru ekki í formi og að spila illa þá virðist Rafa reyna að kæla framherja sem eru heitir. Þetta virtist allavega vera málið með okkar markahæsta mann í fyrra, Peter Crouch og sama munstrið virðist eiga við okkar markahæsta mann í ár, Fernando Torres

  Held að það sé alveg rétt að róteringar Rafa séu fullkomlega réttlætanlegar. það þarf að halda öllum mönnum ferskum, hann þarf bara að velja rétta leiki til þess að hvíla tiltekna menn (á sérstaklega við Carra, Gerrard og Torres). Carling cup ætti því að vera fullkominn staður til að hvíla einmitt þessa menn, nánast öllum fótboltaáhugamönnum er alveg sama um þessa dollu, og menn vilja að þetta sé keppni þar sem ungu mennirnir fá að sína sig og sanna og þetta eru alltaf leikir sem ég er spenntur að sjá, hvort að það sé einhver efnilegur að koma upp úr akademíunni

  þó að það sé frábært að sjá Torres skora sína fyrstu þrennu þá hefði ég frekar viljað sjá hann skora hana á móti Birmingham 🙂

 11. Brúsi, það er einmitt einn punkturinn hjá Tomkins að lykilmenn spili alveg jafn mikið með Liverpool og United – og jafnvel meira hjá okkar mönnum ef eitthvað er… Hefurðu fylgst það mikið með byrjunarliði United að þú getir fullyrt að skiptingar lykilmanna þar séu bara vegna meiðsla?

 12. Og hvað er þetta með að kælingu á framherjum – fyrir leikinn á laugardaginn voru þrír framherjar með þrjú mörk á tímabilinu – Torres, Kuyt og Voronin… Má ekki alveg eins segja að það hefði ekki átt að “kæla” annan hvorn hinna tveggja? Og ekki virðist þessi svakalega kæling á laugardaginn hafa haft alvarleg áhrif á sjálfstraustið hjá Torres…
  Rafa hefur sínar ástæður fyrir þessu án efa og fáranlegt að segja heima í stofu að hann sé heimskur af því að hann gerir ekki eitthvað sem “allir” vita að sé það besta. Hafandi sagt það, þá hefði ég persónulega spilað Torres í 90 mínútur á laugardaginn en ekkert í gær – en ég er líka heima í sófa eins og allir hinir…

 13. Ég er sammála Brúsa og miklu í nýjustu grein Tomkins frá því í dag.

  Kristján þegar þú segir að Tomkins káli skiptinga/hrókeringa gagnrýni í 8. ágúst grein sinni þá er það ekki rétt hjá þér, því miður. Það vantar tölfræði yfir samanburð á skiptingum á lykilmönnum og taka tillit til þess hvenær þeir voru ekki með vegna meiðsla – Tomkins krafsar bara lauslega í það mál. Þannig að þessi grein er enginn biblía sem þarf að þýða :-). Ég hef það á tilfinningunni að Tomkins hafi komist að niðurstöðu áður en hann skrifaði greinina. Og hann nennti ekki að kafa almennilega í tölfræðina, eða hafði ekki tíma.

  Vissulega er gott að styðja sinn þjálfara og allt það, en það má samt ekki gleypa allt hrátt, ef við gerum það, til hvers erum við þá að spjalla, spjall með eintómum lofsyrðum og engri gagnrýni er eitthvað sem á við í Burma og Kína en ekki Evrópu.

 14. Þannig að þegar Benitez gerir sínar 118 breytingar yfir tímabilið þá er það síður vegna meiðsla og meira af geðþótta heldur en breytingarnar 118 hjá Ferguson og Mourinho. Sem þýðir þá væntanlega að Liverpool leikmenn hafa síður meiðst síðustu tímabil heldur en United / Chelsea menn? Er það staðreynd?

 15. Er það staðreynd? Er það staðreynd??

  Liverpool-leikmenn hafa brotið FIMM bein á fyrsta rúmlega mánuði þessa tímabils. Ég veit ekki með ykkur, en ef Rafa hefur ekki gert aðeins fleiri breytingar en Utd- og Chelsea-menn í fyrstu sjö umferðum þessa tímabils, þá er eitthvað að.

  Annars finnst mér frekar ódýrt að ætla að reyna að finna glufu í rökfærslu Tomkins með því að halda fram að Rafa stundi útafskiptingar lykilmanna eitthvað grimmt. Ef eitthvað er hefur hann verið gagnrýndur síðustu árin fyrir að gera skiptingar of seint í leikjum, þannig að hann er varla að láta Gerrard hvíla heilu og hálfu leikina yfir tímabilið, er það nokkuð?

 16. Björn A, að segja að Tomkins hafi “ekki nennt” að kafa í tölfræðina þegar hann hefur skoðað hvert einasta byrjunarlið Liverpool, Chelsea og Man utd. síðustu tvö árin og reiknað season-prósentu hvers einasta leikmanns sem tekur þátt finnst mér frekar hart…
  Geturðu ímyndað þér vinnuna sem færi í að kafa í fréttir af hverri einustu umferð til að finna út hver hafi verið meiddur hvenær og finna nákvæmlega ástæðuna fyrir því hverjir spiluðu ekki í þessum 76 leikjum fyrir hvert lið – sem er beisiklí það sem þú segir að sé það eina sem blífar til að fá niðurstöðu?
  Nei, málið er að þú hefur rétt fyrir þér þegar þú segir að ekki megi gleypa allt hrátt. Það sem er hins vegar að gerast er að allir eru að gleypa það hrátt að Benitez róteri miklu meira en hinir. Þótt grein Tomkins sanni e.t.v. ekki neitt, þá kemur hún a.m.k. með mjög góð rök fyrir því að allt of mikið er gert úr þeim þætti. Og ef það á að hrekja þau rök þarf að koma með eitthvað miklu betra en “ég er viss um að það voru bara meiri meiðsl hjá United…”

 17. Fyrirgefið frönsku mína en…það er hreinn og beinn bjánaskapur að nota ekki (mögulega) besta framherja í heimi frá upphafi í leik í deildarkeppninni sem mest áhersla er á að vinna nú og nota hann síðan í leik sem skiptir nánast engu máli.

  Hvaða rök geta hugsanlega verið á bak við slíkan gjörning?

 18. Ekki gleyma að það er nú eiginlega ekki hægt að gera tölfræði yfir samanburð á skiptingum á lykilmönnum með tilliti til meiðsla o.þ.h.
  Þetta ætti líka að jafnast út yfir tímabilið, þ.e að það sé ekki tilviljun að
  þessir 3 stjórar skipti svona rosalega líkt tímabil eftir tímabil, heldur eru þeir að vinna eftir sömu formúlunni.

 19. Þessi pistill frá Tomkins er góður, las hann sama dag og hann var birtur á netinu. Ég er samt sem áður á þeirri skoðun að Rafa eigi það oft til að gera breytingar á mjög furðulegum tímum. Ég skil ekki þessi rök sem hann notaði þegar hann var að útskýra það af hverju Torres var á bekknum um helgina. Hann talaði eitthvað um að Torres væri leikmaður sem byggði leik sinn að stórum hluta á hraða sínum, og myndi eflaust eiga erfitt uppdráttar gegn liði eins og Birmingham sem myndi liggja mjög aftarlega. Ég skil ekki af hverju Rafa segir þetta, sérstaklega í ljósi þess að hann lét Torres byrja inná gegn Derby, sem er enn lélegra lið en Birmingham og mun líklegra til að pakka í vörn. Hvernig stóð svo Torres sig annars gegn Derby? Torres er með miklu betri tækni en Kuyt og Voronin, miklu hraðari, og eins og við höfum séð þá er hann mjög sterkur í návígum og heldur boltanum vel. Er ekki einmitt mjög gott að hafa svona leikmann í þéttum pakka inni í teig? Ég held að hann hefði nýst miklu betur en þeir Kuyt og Voronin. Enda gerðist nákvæmlega ekki neitt fyrr en Torres kom inná.

  Tomkins talar um að Rafa noti alltaf ákveðinn kjarna byrja alla leiki. Á meðan Torres er ekki í þeim kjarna þá mun ég halda áfram að gagnrýna hann.

 20. Ég held að við séum flest sammála um að Torres sé yfirburðamaður í sóknarleik liðsins. Ég hef alltaf stutt Rafa og hans “rotation” (sem vissulega er ekkert meira en gengur og gerist hjá stórklúbbum í Evrópu). En að hafa Torres á aftur bekknum gegn Birmingham eftir Portsmouth lágdeyðuna skil ég ekki og ef þetta endurtekur sig þá fer ég að missa trúna á Rafa. Torres getur vel spilað 1 til 2 leiki í viku eins og Fabregas, Lampard, Rooney, Messi og Kaká.

 21. sælir félagar,
  ég hef lesið þessa síðu í nokkurn tíma núna og sýnist sem hér fari fram nokkuð skynsamlegar umræður sem ég gæti átt erindi í.
  Varðandi róteringuna og jafnteflið við Birmingham þá hafi Benitez misreiknað hversu sterkt lið hafi þurt til að vinna leikinn. Hann var ekki að hvíla lykilmenn fyrir Readingleikinn. Eins og hefur komið í ljós með Gerrard þá hefur hann ekki náð sér á strik eftir landsleikjahléið og að sjálfsögðu hefði allt orðið vitlaust ef hann hefði ekki byrjað á móti Birmingham. En hann gat ekkert. Benitez veit betur en við hvaða menn eru líklegir til að geta eitthvað án þess að hann geti verið 100% á því. Torres spilaði erfiðan gegn Porto og þess vegna hefur Benitez líklega talið að hann yrði ekki endilega frískur gegn Birmingham. Vona að þið skiljið hvað ég er að fara með þessu.

 22. Jæja, róteringar, ekki róteringar. Eigum við ekki bara að játa það að það voru mistök að hafa Torres á bekknum gegn Birmingham?

 23. Eins og fleiri hafa bent á hérna þá eiga einhverja róteringar alveg rétt á sér. En það er dagljóst að það er óska ALLRA að standa sig vel í deildinni. Það er jú kominn tími á að vinna hana og gott betur en það. Því þurfa róteringarnar að ganga útá að spila með sterkasta liðið í deildinni en hvíla frekar lykilmenn í öðrum keppnum, meira að segja meistardeildinni. Því verður mér flökurt að horfa uppá sl. 2 leiki gegn portsmouth og birmingham og hafa Torres á bekknum. Það sér hver heilvita maður (meira að segja ManU menn segja þetta og hlæja yfir að hann sé á bekknum) að þetta er LANG besti striker sem við erum með, hvort sem hann er að skora í öllum leikjum eða ekki.

  Ef hann verður ekki inná á móti Wigan eins og Benitez er nánast að “hóta” með yfirlýsingum sýnum (amk virðist hann vilja ögra einhverjum með því að tala svona) þá trompast ég!

  http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=52775

Reading 2 – L’pool 4

Hinn fullkomni Alex