Reading á morgun

Jæja, á morgun spila okkar menn við Reading í deildarbikarnum. Það er svo sem alltaf erfitt að skrifa upphitanir fyrir leiki í deildarbikarnum, enda er erfitt að sjá hversu sterkum liðum menn stilla upp. Ég býst þó fastlega við að Rafa hvíli mjög marga lykilmenn á morgun.

Reading liðinu hefur gengið afleitlega á þessu tímabili og eru núna í 4. neðsta sæti eftir sigur á Wigan um helgina. Þeir hafa unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað fjórum leikjum. Þetta kemur dálítið á óvart, enda gekk liðinu mjög vel í fyrra og endaði í 8.sæti. Reading liðið getur stillt upp nokkurn veginn sínu sterkasta liði á morgun fyrir utan það að Ibrahima Sonko er meiddur.

Hjá okkar mönnum geri ég fastlega ráð fyrir því að ansi margir ungir leikmenn fái að spreyta sig. Ég hef litla trú á því að Rafa leggi einhverja áherslu á deildarbikarinn í ár. Skemmtilegast væri auðvitað að stilla upp ungum strákum, sem að næðu að sanna sig. Ég held þó að einhverjir úr aðalliðshópnum fái að spreyta sig

Ég veit að það eru sirka 2% líkur á að ég hafi rétt fyrir mér varðandi liðsuppstillingu, en ég ætla þó að spá henni svona:

Itandje

Finnan/Darby – Hobbs – Carragher – Insúa

Benayoun – Leiva – Sissoko – Leto

El Zhar – Crouch

Þarna eru nokkrir úr aðalliðshópnum, sem koma til greina. Itandje fær pottþétt að spila sinn leik fyrir Liverpool og svo býst ég við að Rafa hafi annaðhvort Carra eða Hyypia í liðinu með Jack Hobbs. Ég spái því að Sissoko verði á miðjunni með Leiva og svo Crouch frammi og Benayoun á kantinum, þar sem Momo, Crouchy og Yossi hafa lítið spilað að undanförnu.

Af ungu strákunum, þá gæti verið að Stephen Darby kæmi inní bakvörðinn (annars verður Finnan þar) og svo býst ég við því að Insúa og Hobbs komi inní vörnina. Leto verður nánast pottþétt á vinstri kantinum og Leiva pottþétt á miðjunni. Býst svo við að El Zhar fái tækifæri frammi. Það gæti líka verið spennandi að gefa Babel tækifæri frammi.

En þetta verður allavegana spennandi. Ég vil auðvitað að Liverpool komist áfram svo að þessir ungu strákar fái að spreyta sig áfram. Ég er sérstaklega spenntur að sjá Leiva stjórna miðjunni.

Ég get ómögulega spáð um þetta þar sem að ég veit ekki hversu sterku liði Reading menn stilla upp. En ég ætla að spá 2-1 sigri Liverpool. Leiva og Benayoun setja mörkin.

10 Comments

  1. vonandi að hobbs spili.. alltaf verið að tala um hann en nú fær maður að sjá hann að spila loksins

  2. Sælir félagar
    Ég ætla rétt að vona að Benitez láti kjúklingana um þetta og hvíli þessa menn sem hann hefur verið að spara að undanförnu svo hægt verði að nota þá óþreytta???? nokkra leiki í röð. Þessir strákar sem hafa verið að spila í varaliðinu eru mjög áhugaverðir. Gaman að sjá þá í nokkurnveginn alvöruleik. Þða er þeim líka mjög hollt að taka ábyrgð á keppni eins og deildarbikarnum og fá ef til vill liðstyrk af 2 til 3 aðalliðsmönnum. Ekki satt????

  3. Verður virkilega gaman að sjá þessa ungu stráka spreyta sig, þar á meðal Lucas Leiva, Sebastian Leto, Jack Hobbs, Insua og El Zhar. Spái 0-3 sigri okkar manna, Lucas Leiva, Crouch og Babel setja mörkin.
    Vill sjá byrjunarliðið svona:
    Itandje
    Finnan – Carra – Hobbs – Insua
    Benayoun – Lucas – Sissoko – Leto
    Crouch – Babel
    Bekkurinn: Martin, Aurélio, El Zhar, Plessis, Brouwer

  4. Babel hlýtur a.m.k. að vera á bekknum og spilar örugglega a.m.k. einn hálfleik, úr því hann hefur ekki spilað mikinn. Síðan er spurning hvort hann hvíli Carra eða Agger, ég hefði haldið að Carragher, Gerrard og Torres yrðu einu leikmennirnir sem myndu pottþétt ekki spila leikinn á morgun.

    Mæli með að menn lesi þetta, scrolli niður í “Your questions answered” og lesi hvað Tim Vickery, sérfræðingur BBC í suður-amerískum fótbolta hefur að segja um Lucas Leiva: http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/internationals/7009897.stm

  5. Það væri gaman að fá gott flæði í spilið og svo setja nokkur mörk. Þar sem Reading er á heimavelli og þar sem þetta er bikarleikur munu þetta væntanlega verða opinn og skemmtilegur leikur. Hlakka til að sjá Lucas spila, er mjög spenntur fyrir kauða.

  6. get engu spáð en gaman fyrir ungu mennina að spila og vona að þeir vinni en ef þeir tapa tel ég það ekki með og segi að LIV séu taplausir þar sem B liðið er að mestuleiti að spila og svoleiðis ætti það að vera í þessum bikar að B liðin ættu að spila um hann

  7. Tímabilið er rétt að byrja og það er byrjað að tala um að hvíla menn svo þeir verði ferskir og Rafa er ekki að nota menn sem kosta 20+ milljónir punda í deildinni sem á að vera no. 1 í ár. Ég skil þetta einfaldlega ekki, eru menn ekki í formi til að spila þessa leiki??? Hvíla Hvíla Hvíla. þetta er óþolandi.

  8. Ég vil endilega sjá Torres spila leikinn. Hann hefur ekkert nema gott af því að hlaupa aðeins, venjast enska boltanum betur og ekki væri verra uppá sjálfstraustið ef hann myndi setja mark. Það er einmitt í svona leikjum sem er minni pressa á liðinu en vanalega og þá er tilvalið að láta nýja (og unga) menn spila. Og þó að ég myndi vel skilja, og vona, að Gerrard verði hvíldur ásamt Carragher og jafnvel fleiri reyndari mönnum, þá sé ég enga ástæðu fyrir því að Torres ætti ekki að spila 90 mínútur í kvöld.

    Vonandi sér Rafa þetta komment bara…

One Ping

  1. Pingback:

Babel um lífið í Liverpool

Smá plögg: Síam