Liverpool 0 – Birmingham 0

Ég nenni ekki að skrifa leikskýrslu um þriðja jafnteflisleikinn í röð þar sem Liverpool leikur illa. Ég hef margt þarfara við tíma minn að gera. Þar sem hinir þrír bloggararnir gátu ekki tekið skýrslu þá neyddist ég til að taka hana, þrátt fyrir að ég hefði bent á að ég hefði þurft að skrifa um alla þrjá jafnteflisleiki tímabilsins.

Liðið var svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Riise

Pennant – Gerrard – Mascherano – Babel

Kuyt – Voronin

Ég er einfaldlega ekki í stuði til þess að eyða tíma mínum í þá fjórðu. Nógu slæmt er að hafa eytt síðustu 90 mínútum í að horfa á þessa hörmung. En ég efast ekki um að kommentaþráðurinn við þessa skýrslu verði ljómandi hressandi.

En þetta var ömurlegt. Leikmennirnir sem spiluðu í dag ættu að skammast sín fyrir hundleiðinlegan fótbolta, baráttuleysi og algert hugmyndaleysi í sókninni. Arsenal er þar með komið fjórum stigum á undan okkur og Liverpool hefur ekki skorað mark í deildinni í þrjár vikur. Góða helgi.

78 Comments

 1. Þetta var vægast sagt mjög slappur leikur.
  Babel fann sig aldrei í leiknum og því fór allt í gegnum Pennant.
  Ég er alveg til í það að fá Kewell inn í liðið í næsta leik.
  Þetta var ekki að gera sig og ég er farinn að verða þeirrar skoðunar að Kuyt sé ofmetnasti leikmaður Liverpool.

 2. Hvað er RB að hugsa. Er Torres hvílíkur gulldrengur að ekki má nota hann nema spari. Til hvers er verið að kaupa mann á milljarða ef ekki er hgt/má ekki notA HANN. Og hvusslags djö… skiptingar um miðjan hálfleik. Fannst RB VCoronin vera að leika slíkan snilldar bolta að ástæða væri til að halda honum inná. Og andleysið í sókninni maður lifandi. Það var að vísu það sama og í uppstillingu og skiptingum stjórans. Þetta er að verða eins og á síðustu leiktíð. Við erum komnir 5 stigum á eftir efsta liði eftir 6 leiki. Og ekkert sem segir að það sé von um annað. Helvítis helvíti bara.

 3. Mér finnst að Benítez eigi að skamma sín og reyna að drullast til að fatta það að hann hvílir ekki lykilleikmenn í úrvalsdeildinni því þeir spiluðu í Meistaradeildinni. Ég óska þess að við lendum í neðsta sæti í riðlinum okkar og drullumst til að setja alla einbeitingu á enska titillinn því það er eini bikarinn sem ég vill sjá í ár.

  Pennant, Voronin, Riise og Gerrard, já Gerrard ættu að skammast sín fyrir að þiggja laun frá Liverpool í þessari viku og reyndar Benítez líka.

  Það vantar alveg creative midfielder í þetta lið okkar, t.a.m. mann eins og Lucas kannski. Gerrard var gjörsamlega ófrjór í leiknum í dag. Að sigra ekki Birmingham á Anfield er skandall og ekkert annað.

 4. Já mér finnst óskiljanlegt af hverju hann byrjaði ekki með Torres inná. Það er ömurlegt að horfa uppá þetta. Allavega gera þá breytingu strax í hálfleik í stað þess að bíða fram á 60. mín.

  Ég held nú líka að þetta sé soldið í leikmönnunum. Þeir þurfa að berjast og gefa sig í þetta frá 1. mín í stað þess að ætla að redda málunum á síðustu 10.

 5. Vá !
  Sá ekki leikinn (sem betur er) en eru menn ekki pínulítið að sleppa sér í árásum á stjórann ?
  Birmingham er svona lið sem leggur rútunni fyrir framan markið og Liverpool er svona lið sem kann ekki að spila framhjá rútunni : )
  MR.DALGLISH hvern villt þú fá sem stjóra og hversu miklum árangri þarf hann að ná með liðið til að þú sért sáttur ?

 6. Vá hvaða djöfullsins væl er þetta í ykkur öllum. Getið aldrei rætt neitt án þess að beinlýnis drulla yfir leikmenn. Mér er sama hvað þið segið ég stend með mínum mönnum í gegn SÚRT og sætt þrátt fyrir að ég sé ekki sáttur með leikmennina. Vissulega var þetta bitlaust í dag, en afhverju þessi árekstur á Rafa? Ok ég skil ekki afhverju Torres var á bekknum en ég skildi alveg að halda Voronin þarna inná lengur því jú hann er framherji.

  MR.DALGLISH: Þetta er ógeðslegasta comment sem ég hef séð lengi og ætla að hvetja Einar og co. að eyða út þessu commenti þínu því það meikar bara ekkert sens og ég ætla ekki að fara e-ð frekar útí það.

  Svo kæru Liverpool aðdáendur, róum okkur niður, þetta eru tvö töpuð stig sem er vissulega sárt en þetta er svo langt frá því að vera búið, nú fara leikmenn að hugsa sinn gang og koma þríefldir til leiks í næsta leik.

  YNWA og Áfram Liverpool!!!

 7. Þessi leikur minnti óneitanlega á haustleiki Liverpool síðustu ára. Þegar 10 mín voru liðnar af leiknum af hverju ég var svona hrikalega ánægður með að liðið féll fyrir nokkrum árum, minnir óneitanlega á gamla góða Wimbledon liðið. Það verður þó að hrósa Birmingham að þeir spiluðu góðan varnarleik og fengu var á sig færi. Ástæða jafnteflisins var samt sem áður ekki frábær leikur Birmingham heldur léleg framistaða Liverpool. Set nokkur spurningamerki við leik liðsins. Af hverju byrjaði Torres ekki inná? Af hverju á liðið svona erfitt með að brjóta niður varnarleik hjá liðum sem liggja aftarlega?
  Svo voru það nokkrir einstaklingar þarna sem voru enganveginn að vinna fyrir kaupinu sínu í dag…..Riise, Voronin, Babel og Kuyt…..Reyndar auðveldara að telja upp þann sem vann fyrir sínu kaupi, Mascherano.

 8. Reyndar auðveldara að telja upp þann sem vann fyrir sínu kaupi, Mascherano.

  Já, Mascherano var góður varnarlega, en hann var fullkomlega vonlaus sóknarlega og gaf boltann oftar frá sér en Momo Sissoko í banastuði. Ef Masche hefði verið svartur og frá Malí þá hefðu menn fríkað út yfir því hversu oft hann gaf boltann frá sér í dag. (Innskot EÖE): Einhverjir hafa misskilið þetta hjá mér sem svo að gagnrýni á Momo sé af einhverju leyti tengd kynþætti hans. Það er er auðvitað langt frá sannleikanum. Ég var bara að meina að ef að Momo hefði skilað sömu frammistöðu og Mascherano, þá hefði hann verið gagnrýndur gríðarlega. Það er nefnilega oft ekki sama um hvern er að ræða þegar að menn gagnrýna menn. Eflaust eru stjórnendur þessarar síðu jafn sekir í þeim dilkadráttum. Eflaust hefði ég mátt orða þetta betur til að forðast þennan misskilning. Ég bendi á þetta og útskýri í þessu kommenti.*

  Kommentum Mr Dalglish var hent út, enda álíka heimskuleg og flest sem frá honum kemur. Óþolandi þegar einhver nafnleysingi notar þetta nafn besta knattspyrnumanns Liverpool til að koma með eitthvað skítkast.

  En að kenna róteringum Benitez um þetta er fáránlegt. Ef við getum ekki unnið Birmingham á heimavelli án þess að einn ákveðinn leikmaður spili, þá eru róteringar Benitez okkar minnsti hausverkur.

 9. Ég hef hér með strokað út Liverpool af þeim lista liða sem geta unnið deildina í ár. Þau lið sem berjast um dolluna þetta árið verða Scums, “Rússland” og Arsenal. Á meðan við við tökum ekki svona leiki þrátt fyrir að spila ömurlega segir allt sem segja þarf.

  PS: Afhverju er Torres ekki inná með alla sína tækni, hraða og snerpu þegar við spilum við lið sem kemur á liðsrútunni og leggur henni fyrir framan markið?? Rafa á 50% í þessu “tapi”.

 10. Það má auðvitað kenna leikmönnum um þetta. En ég vil benda á að það eru komnir nýir leikmenn (þó ekki megi nota þánema spari,suma) og samt er sama tilhneiging hjá liðinu og í fyrra. Sóknin bitlaus, jafntefli eftir jafntefli meira að segja á Anfield. Það hefur eitthvað með stjórann að gera ef svona lagað endurtekur sig leiktíð eftir leiktíð. Það er amk mitt mat og skilningur ná árangri liðsisns. Ef ekkert breytist við komu nýrra og öflugri manna hverju á þá að kenna um? Grasinu???

 11. Það má kannski benda mönnum á að eina liðið, sem hefur tapað færri stigum en Liverpool í deildinni, er Arsenal. Rosalega þurfa menn að vera svartsýnir ef þeir ætla að afskrifa okkur eftir tvö jafntefli í röð.

  Yfir og út.

 12. Nei, fyrirgefið West Ham hefur líka tapað færri stigum. Liverpool hefur tapað 6 stigum, Arsenal 2 og West Ham 5.

  Heimsendir er í nánd!

 13. Þetta er málefnalegt svar frá Einari eða hitt þó heldur

 14. Hvað er ómálefnalegt hjá mér?

  Er það að benda á það að aðeins tvö lið eru búin að tapa færri stigum en Liverpool?

  Ég er bandbrjálaður yfir þessum úrslitum, en ólíkt mörgum öðrum (t.d. þér Sigtryggur) þá fríka ég ekki út eftir hvert einasta jafntefli og heimta að benites verði rekinn.

 15. Eins og einhvert pundit sagði í byrjun tímabils: “Liverpool could win the title but they probably won’t”. Sannaðist bara í þessum leik að Liverpool hafa ekki gæðin innan sinna raða til að brjóta svona lið niður eins og Arsenal, Utd og Chelsea hafa. Sást aftur og aftur að menn gátu ekki skilað basica sendingum frá sér og þá allt of hægt og móttakan var að bregðast mönnum fram og til baka. Þriðja sætið er það besta sem hægt er að vonast eftir í vetur og svo aftur að teikniborðinu.

 16. Skilur einhver í því af hverju Torres byrjaði ekki þennan leik? Ekki skil ég neitt í því. Ekki neitt. Er pirraður.

 17. Auðvitað eru ömurlegt að vera að horfa uppá sama ruglið og undanfarinn ár, það eru 90% líkur á að við endum í 4. sæti.

 18. Þetta er álíka málefnalegt Einar. Málið er að tilhneiging liðsins til að tapa stigum sem ekki eiga að tapast er sú sama og á síðasta tímabili. Þetta er þriðja jafnteflið í deildinni. Það fyrsta var dómaraskandall, annað var eðlilegt á erfiðum útivelli og svo í dag þriðja jafnteflið og nánast ófyrirgefanlegt. Þaðp var rætt á þessum spjallsíðum að byrjunin í fyrra hefði verið með þeim hætti að ekki hafi verið hægt að vinna það til baka.
  En á þessari leiktíð mætti það ekki gerast og Benitez væri búin að vera ef það gerðist aftur.
  Nú er það þannig drengur minn að þetta virðist vera að gerast aftur. Ef það er og verður rétt þá er það fyrst og fremst einum manni að kenna. Fram hjá því verður ekki horft. Hitt er annað að ég hefi ekki minnst á það ennþá að reka Benitez. Þú ert eini maðurinn sem það hefur gert.
  En ef svo heldur fram sem horfir þá er það engin spurning að sú tillaga þín fær stuðning minn 🙂

 19. Nú er það þannig drengur minn að þetta virðist vera að gerast aftur

  Ekki kalla mig drenginn þinn!

  Ég ætla að leyfa mér að koma með einn jákvæðan punkt í viðbót áður en ég segi þetta gott í dag.

  Eftir 6 umferðir í fyrra vorum við 11 stigum á eftir Chelsea.
  Eftir 6 umferðir í ár erum við 4 stigum á eftir Arsenal.

  Já, þetta er ekki óskabyrjun og já leikurinn í dag var ömurlegur, en andskotinn hafi það, þetta er ekki jafn slæmt og síðustu ár (við erum nota bene í **öðru sæti**. Hvernig ætliði að tala þegar að liðið stendur frammi fyrir alvöru krísu?

 20. Skandall….er gott orð yfir frammistöðu dagsins!!

  Ég var að fríka út að horfa á þennan leik. Af hverju halda menn að þeir hafi allann tíma í heiminum?? Þetta Helvítis hangs á boltanum inn á okkar eigin vallarhelmingi var að gera mig brjálaðan.

  Þegar “rútunni” er lagt svona fyrir framan markið er leiðin ekki í gegnum rútuna heldur fram hjá henni. Babel og Riise gátu ekki blautann skít í dag og Pennant fór ekki í gang fyrr en um miðjan seinni hálfleik.

  Eftir Portsmouth leikinn varð mér að orði við vin minn að það væru margir þjálfarar í úrvalsdeildinni sem myndu horfa vel og lengi á þann leik. Harry Redknapp tók okkur í nefið þann dag og Steve fo…….. Bruce lék sama leikinn í dag. Guð minn góður…ég segi ekki bara annað. Þessi spilamennska er farinn að vekja upp hryllingsminningar byrjun seinustu leiktíðar.

  Næsti leikur ….Reading …takk fyrir á útivelli…. Getur ekki komið nógu snemma til að gleyma þessari hörmung.

  Liðið allt og stjórinn á skilið skömm í hattinn fyrir þennan SKANDAL. Engin ástæða til að taka einhvern einan út úr. Það eru eiginlega færri syndir stærri fyrir lið eins og Liverpool … en að spila andlausan leik á Anfield.
  Hvar er baráttan sem við sáum á móti Chelsea ….???? Spyr sá sem ekki veit?

  YNWA

 21. Afsakaðu Einar en það hafa menn verið kallaðir í gegnum tíðina sem eru drengir góðir??

 22. eSeason lýsendur Liverpool sögðu eftir 30 mínútna leik að heyra mætti saumnál detta á Anfield, því áhorfendur væru í losti yfir því að Torres byrjaði ekki. Auðvitað viljum við að varalið Lpool vinni Birmingham, en þegar liðið er í lægð, og að því gefnu að úrvalsdeildin sé forgangsatriði, þá hefði ég viljað sjá sterkasta liðið byrja leikinn í dag.

  En auðvitað veit Rafa meira en áhorfendur um gang mála hjá áhorfendum, en má gjarnan varpa meira ljósi á ákvarðanir sínar undanfarið. Enda verður mikill þrýstingur á hann núna að útskýra nánar.

  Áfram lpool!

 23. Verst þykir mér að KAR hafi verið vitni að þessum ósköpum! Einn af stofnendum þessarar síðu.

 24. þetta var víst taktísk ákvörðun hjá benitez að spila ekki Torres í byrjunarliðið, ef að birmingham menn liggja svona djúpt þá er ekki málið að reyna að keyra í gegnum vörnina og skora meter fyrir framan markið. Ég fékk þá tilfinningu leikmennirnir voru að reyna að spila boltanum í gegnum beinan klett en allt liðið þeirra lá í vörn og þar með erfitt að sóla sig í gegnum hana. Í svona leikjum væri eflaust mjög sniðugt að reyna að fiska aukaspyrnur rétt fyrir utan teig eða draga vörn andstæðinganna lengra út á kantinn, langskot eru vel þeginn. En það verður að segjast að þetta skrifast alfarið á liðið sjálft því það sá hvert mannsbarn að engin baráttuhugur var í mönnum. kannsk mættu áhorfendur púa aðeins meira á okkar menn þegar þeir eru að spila svona illa, það hvetur þá frekar áfram heldur en að klappa þeim lof í lófa fyrir svona lélega spilamennsku.

 25. Það er ljóst að með svona frammistöðu vinnur Liverpool ekki deildina. Tvö töpuð stig, alveg klárlega. Menn mega ekki gleyma því að Bruce og co hafa reynst Liverpool erfiðir í gegnum tíðina og var 7-0 sigurinn í bikarnum undantekning. En það afsakar ekki neitt, né heldur leikstíll Birmingham sem komu til að sækja 1 stig. Það tókst vegna þess að hugmyndaleysi Liverpool var algjört í sóknarleiknum.

  Allt tal um að Rafa leggi nú mesta áherslu á deildina finnst mér ekki alveg nógu sannfærandi ennþá. Nú hefur Torres, dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, setið á bekknum í tveimur síðustu deildarleikjum en var að sjálfssögðu í byrjunarliðinu í Meistaradeildinni í vikunni. Nú er ég ekki að segja að árangur liðsins standi og falli með “El Nino” en þetta segir samt sína sögu að mínu mati. Mér finnst að hann eigi að byrja sem flesta, ef ekki alla, leiki í deildinni vegna þess að hann er klárlega lykilmaður í þessu liði!

  Ég kann ekki skýringu á getuleysi Gerrard þessa dagana. Hann byrjaði leiktíðina af miklum krafti en virðist engan veginn vera að ná sér á strik eftir landsleikjahléið. Til að Liverpool verði í toppbaráttunni þá þarf hann að eiga góða leiki.

  Ég er samt ekki byrjaður að örvænta. Liverpool er 4 stigum á eftir Arsenal eftir 6 leiki, sem er alveg í lagi en fleiri óþarfa stigum má ekki tapa. Menn fóru mikinn vegna tveimur töpuðum stigum gegn Chelsea á dögunum en töpuð stig gegn Birmingham svíða mun meira – Þetta eru nýliðar í deildinni og á Anfield á að slátra nýliðunum og sýna þeim um hvað Úrvalsdeildin snýst!

 26. Elsku drengurinn Einar!
  Hvernig dettur þér í hug að kalla alla sem setja inn komment inná þessa síðu Rasista!!! samanber komment þitt um að ef Mascerano væri SVARTUR og frá Malí þá væru allir brjálaðir. Ég held að þú mættir alveg biðjast velvirðingar á þessari yfirlýsingu í átt að öllum sem skrifa komment á þessa síðu.

 27. Það er auðvitað bara fokking óþolandi ef verið er að hvíla Torres útaf einhverju helvítis “squad rotation Championship Manager” maníu hjá þjálfaranum. Að sjálfsögðu á maður á svona launum og getu að byrja þessa leiki og vera síðan skipt útaf á 60-70.mín þegar við erum 2-3 mörkum yfir.

  Afsakið orðbragðið, en hvar í andskotanum var Benayoun sem var keyptur akkúrat fyrir leiki eins og þennan? Af hverju er Steven Gerrard búinn að vera með hausinn í rassgatinu á sér síðan hann meiddi sig í litlu tánni rétt fyrir landsleikjahléð?!

  Annars gerði þessi leikur ekkert nema að styðja orð mín úr öðrum þræði hér að Jermaine Pennant er og verður aldrei nógu góður fyrir Liverpool. PUNKTUR.
  Það fór mestallur sóknarleikurinn í gegnum hann og liðið var gjörsamlega steingelt. Hvað segir það manni hmm?

  Sorglegt í alla staði. Fari landsleikjahléin fjandans til.

 28. Ó, ég vona að þetta sé grín, Holly.

  Ég hefði alveg getað sagt að ef að Mascherano væri með sítt ljóst og slétt og frá Hollandi, eða rauðhærður Norðmaður, þá hefði fólk verið brjálað. Eða ef að hann væri sköllóttur maður frá Malí.

  Pointið var bara að þegar að sumir menn spila illa þá reiðast ansi margir, en þegar að aðrir menn spila illa, þá tekur enginn eftir því. Mascherano var í dag einfaldlega alveg einsog Sissoko, vann boltann oft en tapaði honum svo jafnharðan aftur.

  Og mér fannst skýringin hjá Benitez á fjarveru Torres vera ágæt. Sé ekki að hann hefði gjörbreytt leiknum miðað við það hvernig Birmingham spiluðu.

 29. hefði viljað sjá sigur en við höfum ekki tapað leik og markatalan frábær þettað er rétt að birja ,svo O K en við áttum að vinna þennan djöööööö leik ÁFRAM LIVERPOOL

 30. Nú er best að taka það fram að ég ber mikla virðingu fyrir Rafa og treysti honum enn fullkomlega til að ná árangri með liðið. En ég kaupi ekki skýringu hans fyrir fjarveru Torres, ég efast ekki um að Rafa finnist hann hafa verið að gera rétt taktískt séð, en ég kýs að horfa öðruvísi á þetta.

  Rafa hefur 1000 sinnum meira vit á knattspyrnu en ég en mér finnst bara að hann flæki hlutina stundum um of. Rafa talar oft um að hann vilji ekki vera að hugsa of mikið um önnur lið, það sagði hann einmitt í vikunni aðspurður um hlutskipti Jose Mourinho. Af hverju að horfa svona mikið á það hvernig Birmingham leggur leikinn upp? Af hverju að hafa áhyggjur af því að Steve Bruce er að hugsa? Af hverju ekki bara að stilla upp sínu sterkasta liði og segja því að rúlla yfir nýliðana á heimavelli? Er þetta full mikil einföldun hjá mér? Kannski, en stundum eru hlutirnir einfaldari en menn halda. Ég myndi halda að gegn flestum liðum í deildinni eiga sterkasta lið Liverpool að eiga fullt af svörum og Fernando Torres á að vera hæfur byrjunarliðsmaður gegn hvaða liði sem er!

 31. Rosalega var þetta dapurt. Sendingar frá öftustu vörn oftast hræðilegar. Vantaði allt hugmyndaflug og Torres á nátturulega að vera inni frá byrjun. Ef hann hefði skorað með klippingunni aftur þá hefði verið lítð hægt að segja 🙂

 32. Mjög slæm frammistaða í dag. Það gékk nákvæmlega ekkert að skapa opin færi. Það getur oft verið erfitt að skora á móti þessum minni liðum sem mæta á Anfield og pakka svona rosalega í vörn. Takist hinsvegar að ná inn þessu marki er mjög líklegt að fleiri fylgi á eftir þar sem andstæðingurinn þarf að sækja til að eiga möguleika á að fá eitthvað útúr leiknum, og opnar þar með vörnina aðeins meira. Þetta tókst á móti Derby, en ekki gegn Birmingham í dag, því miður.

  Mér fannst vanta allt hugmyndaflug í sóknarleikinn. Alveg er það ótrúlegt að þurfa að horfa upp það svona oft hvað menn eru áhugalausir gegn þessum minni liðum. Menn ætla bara að taka þetta létt og passa að svitna helst alls ekki, og þess vegna klúðrast þetta svona oft. Alveg ótrúlega svekkjandi helvíti. Átta menn sig ekki á því að það eru jafnmörg stig í boði fyrir þessa leiki eins og á móti Manutd, Chelsea eða Arsenal? Það er eitthvað mikið að hjá Rafa þarna að mínu mati. Hann bara nær ekki að mótivera leikmennina fyrir þessa leiki.

  Þegar ég sá að Torres var á bekknum þá gat maður lítið annað gert en að ranghvolfa augunum og hrista hausinn. Að kaupa einn besta framherja í Evrópu á 26 milljónir punda og hafa hann svo á bekknum þegar hann er heill er ekkert annað en fíflaskapur! Mikið er ég orðinn leiður á þessu andskotans róteringa kerfi. Fyrir hvað var verið að hvíla Torres? Það er ekki leikur fyrr en um næstu helgi! Var hann þreyttur? Eftir hvað? Kuyt og Voronin voru líka að spila landsleiki í síðustu viku, og Kuyt spilaði allann leikinn á móti Porto. Einhverra hluta vegna voru þeir þó taldir tilbúnir í þennan leik. Torres kom einu sinni í mynd á skjánum þegar hann sat á bekknum og virtist skiljanlega hundfúll yfir þessu djöfulsins rugli. Hann skilur eflaust ekkert í þessu frekar en ég. Hann hefur örugglega getað bent Rafa á það að hann hafi spilað alla leikina fyrir A. Madrid í öllum keppnum + landsleiki á hverju tímabili án þess að finna fyrir því. Þetta eru atvinnu íþróttamenn for crying out loud! þeir þola það mjög vel að spila 1-2 leiki í hverri viku.

  Þetta er óskaplega einfalt að mínu mati. Ef þú vilt vinna fótboltaleiki þá notarðu bestu fótboltaleikmennina sem eru til staðar hverju sinni. Torres, Gerrard, Carragher og Reina eru máttarstólpar liðsins og eiga að vera í byrjunarliðinu í hverjum einasta leik ef þeir eru ekki meiddir. Mourinho og Ferguson skilja þetta alveg. Menn eins og Drogba, Lampard, Essien, Terry, Ferdinand, Scholes, Ronaldo og Rooney myndu ekki missa út eina mínútu á tímabilinu ef þeir myndu ekki meiðast. Því miður fyrir okkur notar Rafa allt aðra hugmyndafræði og virðist harðákveðinn í að nota hana þrátt fyrir slakan árangur í deildinni.

 33. Þó svo að við séum “einungis” 4 stigum á eftir Arsenal eftir 6 umferðir en vorum 11 stigum eftir Chelsea í fyrra þá finnst mér það ekkert svakalegt afrek í ljósi þess að við höfum spilað við alla 3 nýliðana.

 34. Reka Slenitez strax. Ekki neitt í leik liðsins sem segir að þetta verði eitthvað skárra en síðustu season, um að gera að losa sig við þennan aula áður en hann tekur houlla á okkur. Liðið er hreinlega hlægilegt.

 35. Alltaf er þetta eins. Eftir svona leiki er maður í vondu skapi og svo kemur maður hingað inn og ohh my god. Á endanum er maður farinn að verja allt liðið í huganum gegn þessum ummælum sem koma hérna.
  Það eina sem svona lið eins og Birmingham hugsa um er að halda hreinu. Ef það tekst þá er það stórsigur. Það mun alltaf takast hjá einhverju liði á hverju tímabili. Ég skil alveg hvernig Einari Erni líður því mér líður eins yfir sumum af þessum kommentum. Hvað ætla menn að segja ef við förum að tapa og lenda í alvöru erfiðleikum. Jújú við erum sjálfsagt búnir að tapa niður þessu forskoti sem við vorum komnir með á Chelsea og manu en það er langur vetur eftir.

 36. Meiriháttar hvað það eru til margir “expertar” um hvernig Benitez á að stilla upp liðinu og hvernig og hvenær hann á að skipta inn á.

  Sá ekki leikinn, en þetta kemur nú ekkert sérstaklega á óvart þar sem þetta er Birmingham sem kann ekki að spila annað en varnarleik.
  Smáslys í byrjun tímabils sem bætist upp þegar á líður.

 37. strákar þettað er rétt að byrja (er upsilon í b???)strákar við erum taplausir,við áttum að vinna ,en ég og margi aðrir erum sáttir,við erum á réttri leið koma svoooooooooooooo LIVERPOOL

 38. Hversu langt aftur í tímann þurfum við að fara til að finna lélegri úrslit en þessi?

  Jafntefli gegn nýliðum á Anfield?

  Þessi leikur var svo lélegur að ég bara hreinlega skil það ekki. Heimskan í sóknarleiknum var vítaverð. Engin yfirsýn, engin yfirvegun. Menn gátu ekki einu sinni drullast til að halda boltanum á jörðinni.

  Ég man hreinlega ekki eftir því að lið hafi spilað jafn rosalega aftarlega og Birmingham gerði í dag. Oft hafa lið lagt áherslu á varnarleikinn en Birmingham liðið í dag gerði eitthvað allt annað og meira.

  Ég leyfi mér jafnvel að segja að Birmingham liðið hafi legið of aftarlega. Líkt og lið vilja oft gera skömmu eftir að þau hafa skorað.

  En Liverpool liðið var bara svo algerlega steingelt að það gat ekki nýtt sér það.

  Það sem hvert heilvita mannsbarn með lágmarks þekkingu á fótbolta veit að til að brjóta svona vörn á bak aftur þarf fyrst og fremst þolinmæði. Yfirsýn og yfirvegun. Halda boltanum innan liðsins, koma boltanum úta kantana, koma fleiri leikmönnum inn í sóknarleikinn með því að spila boltanum aftur. Ýta andstæðingunum aftar.

  Ekkert af þessu sást í leiknum í dag. Annaðhvort reyndu menn krúsídúllusendingar inn fyrir vörnina (sem var ómögulegt) eða þá að kýla boltann inn í box.

  Krúsídúllið finnst mér bera vott um algjört hugsana og áhugleysi fyrir því verkefni að vinna leikinn.

  Kýlingarnar fá mig til að hugsa til hvers við séum að eyða milljörðum í hæfleikaríka leikmenn ef við getum alveg eins keypt íslenska landsliðið og notað það í kýlingarnar.

  Í dag saknaði ég Xabi Alonso. Með hans yfirvegun, yfirsýn og leikskilning hefði verið mun auðveldara að spila sig í almennileg færi.

  Í dag saknaði ég einhvers leiðtoga. Hvar í f****** anskotanum var Steven Gerrard??? Hann sást ekki. Þegar hann sást í mynd var hann með vonleysissvipin á andlitinu og varirnar límdar saman. Í alvöru talað ég er orðinn þreyttur á þessu. Carragher sem fyrirliða. Fyrirliðar eiga að halda mönnum við efnið og gera leikmenina í kringum sig betri. Gerrard gerir hvorugt. Það liggur við að ég segi að hann sé dragbítur á liðinu(nema í stærstu leikjunum). En ég held ég sleppi því samt.

  Jújú, ástandið er ekki alslæmt. Á töflunni erum við í fínum málum, en spilamennskan er í skítnum. Spilamennskan er sú versta sem ég hef séð síðan ég byrjaði að fylgjast með Liverpool í tíð Roy Evans.

  Í lokin verð ég síðan að taka undir þessi ummæli Einars Arnar: ,,Ef Masche hefði verið svartur og frá Malí þá hefðu menn fríkað út yfir því hversu oft hann gaf boltann frá sér í dag.”

 39. Spilamennskan er sú versta sem ég hef séð síðan ég byrjaði að fylgjast með Liverpool í tíð Roy Evans.

  Kristinn, varstu í dái þegar að Houllier var við stjórnvölinn?

 40. Kristinn, ertu að tala um spilamennskuna í dag eða bara almennt undir stjórn Rafa? Spilamennskan í dag var vissulega ekki upp á marga fiska en 6-0 sigurinn gegn Derby var bara nokkuð góð, ekki satt?

 41. Sá reyndar ekki leikinn í dag. Hef augljóslega ekki misst af miklu. Er þó ekki á því að tapa mér í neikvæðninni þrátt fyrir þessi arfaslöku úrslit. Það sem ég hef séð af liðinu það sem af er tímabilinu gefur mér mun meiri von en ég hef haft í mörg ár. Hins vegar er alveg ljóst að liðið verður að klára svona leiki ætli það sér eitthvað. Ég hefði klárlega viljað sjá Torres byrja en Voronin hefur svo sem verið mjög góður þannig að ég skil Rafa að hafa notað hann. Undir venjulegum kringumstæðum ætti þetta lið að duga gegn Birmingham og vel það. Jafntefli á morgun á Old Trafford myndu henta okkur best. Þá værum við með jafn mörg stig og CHE og MAN U og ættum leik inni. Þetta er það sem ég tel að skipti máli – þ.e. að missa þessi tvö lið ekki framúr sér. Þegar við erum fyrir ofan þau tel ég okkur eiga raunhæfa möguleika á titlinum. Hef ekki trú á að önnur lið haldi þetta út, þ.m.t. Arsenal. Tel okkur því fyllilega vera með í titilbaráttu.

 42. Hér hrauna menn yfir allt og alla þegar illa gengur hjá Liverpool..þau fáu skipti sem ég kem hér inn og hrauna yfir Rafael Benetiz er mér “umsvifalega” hent út af því ég má ekki segja sannleikann..það virðist fara agalega í taugar ..EINAR ÖRN ..sem í mínum huga hefur EKKERT vit á LIVERPOOL FC..eins og ég hef sagt hér áður hef ég verið í Liverpool meira en nokkur hér inni því ég bjó þar í 5 ár á arum áður og þá á gullaldar árum Kenny Dalglish og kynntist ég honum þá og höfum haldið sambandi alveg til dagsins í dag..EINAR ÖRN þú þarft ekkert að segja mér neitt um Liverpool FC..ég á vini í Liverpool og það er mikill hiti í mönnum í borginni um spanjólann..sitt sýnist hverjum..en það er orðinn mikill efi hvað spanjólinn er að fara með LIVERPOOL FC og ég er næsta viss um að RAFA BENITEZ verður ekki næsti stjóri LIVERPOOL FC 1.ágúst 2008

 43. Er sammála síðasta ræðumanni. vildi reka RB eftir bikarhryllinginn í fyrra Vanræðaguttar eins og Pennant munu aldrei koma okkur á efsta stall. Annars virðst ekki skipta máli þó við eigum heimsklassaleikmenn það má ekki nota þá. Vinnum því miður ekki deildina með Raffa í brúnni

 44. Sælir
  Kannski er ég einn um það, en mér fannst Liverpool ekki vera svona arfaslakt í leiknum (í alvöru), amk ekki eins slakt og menn eru að skrifa hérna. Ég er ekki að segja að við höfum verið góðir, og meira að segja þá vorum við frekar slakir en góðir, en ekki neitt að leikur sé eitthvað topp 10 yfir lélegustu leiki síðustu ára.
  Birmingham gerði einfaldlega vel það sem þeir lögðu upp með. Hef ennþá trú á þessu seasoni, og þessi leikur breytir ekki neinu um trú mína á liðinu. Alltaf hægt að vera vitur eftir á með hverjir hafi átt að byrja inn á.

 45. MR Dalglish – sama hvað þú þekkir marga og merkilega menn þá ertu einfaldlega heimskasti og leiðinlegast kommentari hér á blogginu. Og ég ætla að leyfa mér að vera ekki málefnalegri en þetta – þín ummæli í gegnum tíðina eru einfaldlega ekki þess virði að leggja meiri vinnu í að svara þeim.

 46. Bjóst nú við því að ég yrði látin útskýra þetta nánar.

  Spilamennskan í dag, (og á móti Pourtsmouth, Derby og Toulouse) byggðist á tilviljunum. 50/50 boltum. Nákvæmlega EKKERT gert til að brjóta vörn andstæðingana á bak aftur eða nýta sér veikleika hennar. Bara hjakkað endalaust í sama farinu, krúsídúllusendingum og kýlingum.

  Viljinn til að spila sig í færi var nákvæmlega enginn.

  Það er þess vegna sem að ég segi að spilamennskan sé sú versta síðan ég byrjaði að fylgjast með. Jújú sóknarleikur Houllier var oft á tíðum alltof varfærnislegur og hægur. Svo þaulskipulagður og agaður að oft varð það liðinu að falli.

  Það er einmitt það sem okkur vantar í sóknarleikinn í dag. Skipulag og aga.

  Í dag sakna ég Liverpool-liðsins 2005-2006. Það tímabil töpuðum við ekki stigum í leikjum sem þessum.

  Þá voru leikmenn eins og Xabi Alonso, Steven Gerrard, Djibril Cisse og þegar líða fór á tímabilið Robbie Fowler og Peter Crouch í essinu sínu. Sóknarleikur þess liðs var ekki nándar nærri eins hraður og sóknarleikur okkar er núna. Hann bauð ekki upp á sömu tækifæri og hefði aldrei náð að yfirspila Chelsea eins og við gerðum um daginn. En hann var agaður og skipulagður. Menn höfðu ekki hraðan(nema Cisse) og menn höfðu ekki tæknilegu getuna til að gera hlutina öðruvísi en að spila sig í færi.

  Með tilkomu Jermaine Pennant og Craig Bellamy, og þá sérstaklega Craig Bellamy. fannst mér verða ákveðin afturför. Sóknarleikurinn fór í auknum mæli að snúast um tilviljanir, 50/50 tækifæri. Hann varð jú hraðari, en hættulegri? Nei. Óútreiknanlegri? Nei.

  Í dag eigum við að vera með sterkari hóp heldur en í langan tíma. Sem býður upp á fleiri og hættulegri sóknarmöguleika. Þess vegna svíður mig sáran að horfa upp á spilamennsku eins og í dag. Spilamennsku þar sem vantar öll grundvallaratriði. Þolinmæði, spil, vinna svæði, yfirvegun, yfirsýn. Menn voru ekki að nota hausinn.

  Vissulega getur þessi 50/50-Tilviljanaspilamennska(Standpínubolti?) skilað ýmsu. Annars hefði Craig Bellamy aldrei skorað mark í fótbolta. Stundum gengur hann upp, eins og gegn Derby og Toulouse. En stundum gengur hann ekki upp, eins og í dag. Því sannleikurinn er sá að við spiluðum ekkert verr í dag en gegn Derby eða Toulouse. Alveg sömu krúsídúlluboltarnir. Lið sem ætlar sér að sigra ensku úrvalsdeildina getur ekki leyft sér að spila upp á tilviljanir. Jafnvel þó einstaklingarnir í liðinu séu sterkir. Frekar kýs ég fótbolta sem er hægur en skipulagður, þar sem stigin tapast á takmörkum leikmanna en lið fullt af hæfileikaríkum knattspyrnumönnum, þar sem stigin tapast á agaleysi, skipulagsleysi og hugsanaleysi leikmanna.

 47. Við getum gleymt þessum Englandsmeistara titli bara strax í dag! Erum bara búnir að eiga skítlétta leiki fram að þessu (fyrir utan Chelsea sem við btw náðum bara stigi útúr) og erum samt komnir 4 stigum á eftir eftir 6 umferðir. Ég spái að við eigum eftir að gera uppá bak næstu tvo mánuði!!
  (Vona þó innilega að þessi spá mín sé röng)

 48. Skil ekki hvað fólk hér inni sér við Rafa Benitez..hvað hefur hann gert umfram.. SNILLINGINN HOULLIER..Rafa Benitez vann meistaradeildina á liði Houllier..hann vann Super Cup á liði Houllier..hann vann FA CUP á liði Houllier..nú þegar hann losar sig við leikmenn Houllier 1 af öðrum verðum við bara lið sem keppir að ná 4 sæti..trúi ekki að Ameríkanarnir og alvöru LIVERPOOL aðdáendur vilji svona stjóra..reikna með að Einar Örn hendi þessu út af því hann hefur aldrei séð alvöru Liverpool lið spila eins og ég..hann hefði gott af því að pannta sér leiki með Liverpool frá 1965 – 1990 þá kannski skilur hann hvað ég og Dalglish erum að tala um..

 49. Þið eruð rosalega skrýtinn hópur stuðningsmanna. Liverpool er sennilega með bestu og flottustu breiddina af öllum liðunum í úrvalsdeildinni. Þeir gera eitt slæmt jafntefli á móti Birmingham og þá verður allt vitlaust. Jafnteflið á móti Porto var allt í lagi á sterkum útivelli. Jafnteflið á móti Portsmouth var skiljanlegt miðað við landsleikjahrinuna á undan, tímasetninguna á leiknum og þá staðreynd að Portsmouth spila mjög vel á heimavelli. Er ekki alveg að skilja svona panic. Tek það fram að ég er Arsenal-maður. Skil bara ekki að menn þurfi að vera svona ómálefnalegir.

 50. Gerir enginn sér grein fyrir því að við erum búnir að spila við alla nýliðana og erum bara með 12 stig..hvað gerist þegar við förum að spila við topp 10..mig hrís hugur..ekki er liðið svo burðugt..góða nótt

 51. Það er alveg ljóst að menn eru ansi heitir eftir þennan leik í dag. Ef til vill við hæfi að horfa á ljósu punktana í þessu. Liðið hefur spilað síðustu þrjá leiki virkilega illa, en hefur samt sem áður ekki tapað leik. Held að þeir sem eru hvað svekktastir með framistöðu liðsins séu leikmennirnir sjálfir og vonandi verða þessi úrslit í dag ágætis spark í rassinn uppá framhaldið.

  Held að leikmenn Liverpool líti á þessi úrslit í dag sem tapaðan leik. Benitez verður ekki rekinn hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, nema þá að Mourinho verði ráðinn í staðinn 🙂 Það eina sem hægt er að gera úr þessu er að horfa á framá veginn og styðja við bakið á liðinu. Það var mikið stemmningsleysi í liðinu og það sem kom mér einnig á óvart var stemmningsleysið í stúkunni.

  Það eru allir hér sammála um að hvíldin á Torres er með öllu óskiljanleg. Með fullri virðingu fyrir Kuyt og Voronin þá hafa þeir ekki tærnar þar sem Torres hefur hælanna. Efast ekki um að varnarmönnum Birmingham hafi létt að sjá hann á bekknum. Þá held ég að Crouch hefði nýst frammi í þessum leik en þeir tveir sem byrjuðu. Ætla þó ekki að fara taka neinn einn og hrauna yfir. Liðið í heild var virkilega slakt og engan veginn tilbúið andlega í þennan leik.

 52. Mér finnst undarlegt að Benítez haldi að Voronin geti labbað inn í eitt best mannaða lið Evrópu eftir áratuga meðalmennsku og orðið einhver stjarna!!!!
  Þetta er bara miðlungsleikmaður sem á að vera 4 stræker og ekkert annað. Mascherano var besti leikmaður Liverpool í dag þrátt fyrir nokkrar lélegar sendingar……það eru menn eins og hann sem ná upp baráttuanda í liðinu…..sérstaklega þegar Gerrard gerir það ekki.

 53. Mr dalglish. Afhverju ertu að lesa Þessa síðu? Skítandi út stjórnendur síðunnar eins og það sé sjálfsagt og eðlilegt. Þú ert greinilega vitleysingur miðað við þessi komment um að kalla dalglish vin þinn og þess vegna vitir Þú svona mikið um LFC. Minnir á grunnskólakrakka á leikvellinum. Það eru önnur spjallborð á netinu fyrir menn eins og þig. Prófaðu barnaland þar er svona bjánasmkoma.fyrir utan alla umræðu um ágæti Benitez þá er Það aldrei vænlegt til árangurs að skipta Þjálfara út á 2. Ára fresti. Sbr tottenham. Sérstaklega ekki eftir sigur ímeistaradeild og FA cup á Þremur árum.

 54. Mér sýnist nú á skrifum Mr. Dalglish (t.d. um Houllier) að hann er bara að bulla og þekki ekki einn né neinn og eigi bara ímyndaða vini. Held að þessi tiltekni og hrútleiðinlegi kverúlant sé ansi einmana einstaklingur. 😉

  Varðandi “skýringar” Rafa á fjarveru Torres þá hef ég alltaf verið talsmaður þess að fótbolti sé liðsíþrótt og ekki sé alltaf rétta lausnin að kaupa dýra menn. Leikmenn þurfa að geta unnið saman sem heild og réttu mennirnir þurfa að vera inná hverju sinni til að nýta veikleika andstæðinganna.

  Hinsvegar bara get ég engan veginn skilið uppstillinguna í gær…..

  1) Næsti leikur Liverpool er í Deildarbikarnum.
  2) Torres er mikið meira en einhver hlaupatík sem þarf stór svæði til að hlaupa í. Hann er með mjög gott touch á boltanum, fljótur að hugsa, góður að pressa andstæðinga, sterkur líkamlega og spilar boltanum vel frá sér. Hann getur alveg spilað “Between the lines”. Fyrir utan sýndi hann vel í 3 markinu gegn Derby að hann er öskufljótur að refsa andstæðingunum séu þeir pressaðir almennilega.
  3) Ef Rafa þykist hafa vitað að Birmingham myndu pakka í vörn – af hverju í andskotanum notar hann þá ekki Peter Crouch inná frá byrjun??? Þar er leikmaður sem hefur skorað mörg mörk utá lappalengdina og stærðina þegar hann hefur lítið sem ekkert pláss inní teig.
  4) Hvar í fjáranum var okkar besti leikmaður í að opna mannmargar varnir = Yossi Benayoun? Átti Gerrard að sjá um þetta? Nei hans stungusendingar eru alls ekki góðar. Pennant? Nei það eina sem hann kann er að senda blint fyrir og rekja boltann. Babel? Já kannski, en hann er ekki enn orðinn vanur hraðanum í Englandi.

  Fyrir utan það, af hverju er Gerrard enn fyrirliði þegar allir sjá að hann drýpur bara höfði pirraður leik eftir leik í stað þess að drífa liðið áfram inná velli? Carragher á auðvitað að taka við þessu hlutverki og frelsa Gerrard undir svona skyldum. Við getum einfaldlega gleymt því að verða Englandsmeistarar ef hjarta liðsins spilar ekki af meiri ástríðu en þetta.

  Ég hef alltaf trúað því að Rafa Benitez væri stórkostlegur taktíker en skýringar hans á fjarveru Torres eru ekki traustverðugar finnst mér. Er hann hugsanlega losing the plot? Running out of excuses?

  Að lokum legg ég til að Jermaine Pennant verði settur í unglingaliðið.

 55. Þetta er nú meiri bíósýningin hér inni, allir að missa sig í þunglyndinu.

  Ég er viss um við rífum okkur upp og tökum 3 punkta í næsta leik.

  Og allt tal um að Rafa nái ekki meira út úr þessu liði er bull, man ekki betur en að allir hafi verið í Happylandi eftir stórsigurinn á móti Derby.

 56. Ég er búinn að loka á IP tölu “Mr Dalglish”. Ég nenni einfaldlega ekki að standa í svona vitleysu. Leyfi þessum ummælum um mig að standa, þar sem þau dæma sig sjálf. Það ætti að vera honum hollt að hætta að lesa þessa síðu, því ég sé ekki tilganginn í að lesa síðu sem er skrifuð af vitleysingum, sem vita ekkert um fótbolta. 🙂

  Annars höfum við verið að velta fyrir okkur einhverju kerfi þar sem að menn geta gefið ummælum einkunnir og ef að einhver ummæli fá neikvæðar einkunnir frá 10 manns, þá eyðist þau sjálfkrafa út.

  Það er allavegana áhyggjuefni hvað ummælaþræðirnir, sérstaklega eftir leiki og á laugardagskvöldum, eru orðnir uppfullir af drasli á milli þess sem að auðvitað mjög góð umræða þrífst. Við lentum til dæmis í því eftir Derby leikinn að eyða út 10-15 kommentum, þar sem menn virtust vera að kommenta fullir á laugardagskvöldi. Skiljanlega getum við ekki vaktað þessa síðu allan sólahringinn, þannig að við verðum að gera þetta með einhverjum öðrum hætti til að halda uppi gæðum umræðna.

  Þetta eru allavegana vandamál sem koma til vegna aukinna vinsælda þessarar síðu. Við vissum að auknum vinsældum myndu ekki fylgja eintómir kostir.

 57. Hvað hefur þú fyrir þér í því að Rafa nái meira út úr liðinu? Þurftum engan stórleik til þess að rúlla yfir Derby. Hann týmdi a.m.k að nota Torres í þeim leik. Man samt ekki betur en RB hafi bannað liðinu að sækja síðustu 15 mín leiksins

 58. Verð að commenta aðeins á þessi ummæli Benitez…

  Benitez added: “We knew they would be deep and narrow and compact, so we needed the strikers to play between the lines.

  “Kuyt and Voronin can do this. After, when we needed fresh legs, we brought on Fernando, but you could see how many times he got behind defenders – never. That’s because there was no space.”

  Þar sem öll lið fyrir utan Utd, Arsenal og Chelsea munu líklega pakka 11 mönnum inní teig þegar þau koma til Anfield, þyðir það að Torres mun ekki koma til með að spila neina heimaleiki nema á móti þessum toppliðum?
  Þó að ég sé Benitez maður þá skil ég ekki svona hugsunahátt. Well árangurinn í þessum tveimur leikjum sem Torres hefur byrjað utan vallar segir allt sem segja þarf, 0-0 gegn Portsmouth og Birmingham. Næsta laugardag á Liverpool Wigan á útivelli og þá er vonandi að Wigan spili ekki djúpan varnarleik svo að Torres fái eitthvað að spila í þeim leik.

 59. eruð þið ekki að grínast með öllu þessu væli…….. liðið í hörku toppbaráttu og mótið allt í járnum. Ef það á að örvænta strax eftir smá hikst þá ættu menn að horfa aftur á við….þetta er allt á fínu róli..
  Þeir sem skrifa formála og leikskýrslur hérna á þessari annars frábæru síðu mættu líka aðeins draga andann djúpt áður en þeir hella sínu svekkelsi á netið opnun á þessum þræði
  Þessi opnun……..
  ” þetta var ömurlegt. Leikmennirnir sem spiluðu í dag ættu að skammast sín fyrir hundleiðinlegan fótbolta”
  ………………..Býður ekki upp á neitt nema neikvæða umfjöllun í kjölfarið. Haldið þið virkilega að leikmenn fari inn á völlinn og nenna þessu ekki, er RB óhæfur af því að Torres byrjaði ekki inn á….Neeee…..áfram LFC….gegnum súrt og sætt……næsti leikur og þið lofsyngið Rafa

 60. Þetta er svo sem ágætis punktur, “Alan Hansen” (jedúddamía hvað ég er orðinn þreyttur á þessum nafnlausu kommentum), að leikskýrsla mín hafi ekki boðið uppá jákvæðar umræður.

  Þó leyfi ég mér að fullyrða að það hefði engu breytt hvernig skýrslan hefði verið, því ummælin hefðu alltaf verið í rugli.

  Hins vegar má benda á það að ég geri þetta í sjálfboðaliðastarfi. Ég hef núna þrjá leiki í röð “þurft” að skrifa leikskýrslur eftir afleita jafnteflisleiki. Í gær langaði mig hins vegar mest að slökkva á tölvunni og byrja að hugsa um kvöldið í stað þess að hafa áhyggjur af fótbolta. Ég ákvað hins vegar að setja eitthvað inn.

 61. ég veit ekki hvað er í gangi hjá mönnum hér á síðuni torres gat ekki rass….. á móti porto hefði hann átt að gera eitthvað betur í gær, en ég er sammála að crouch hefði átt að spila allan leikinn, í svona leik á að dæla boltum í boxið, og svo sagði dalglish að liv væru bara búið að spila á móti smáliðum ég spyr er chelsea smálið

 62. Porto wing ace Ricardo Quaresma has put Liverpool and Chelsea on red alert.Fint eg vil að lfc losi sig við pennant fái sma klink og kaupir quaresma það hljomar vel i minum eirum.

 63. Sælir félagar.
  Það er mál til komið að fara að enda þessa umræðu. Það er skiljanlegt að allir séu drullusvekktir eftir þessa afarslöku frammistöðu okkar manna , bæði liðs og stjóra. Það er líka gott að menn geti rasað út í tiltölulega vernduðu umhverfi þar sem allir (nánast) eru í sama liði.
  Hitt er annað að ekki er nokkur ástæða til að drulla yfir stjórnendur þessara síðna en auðvitað hafa menn leyfi til að vera þeim ósammála.
  Við vonum allir (öll) að liðið og stjórinn reki af sér slíðruorðið, girði sig í brók, taki sig á, taki sig saman í andlitinu o.s.frv. Ég er í sjálfu sér viss um það og vona af öllu hjarta að efasemdir mínar um Rafa Benitez verði jarðaðar á sex fetum í grýttri jörð.
  Það er eðlilegt að menn eins og sá sem kennir sig við einn albesta knattspyrnumann sem leikið hefur fyrir LFC sé útilokaður vegna dónaskapar og svívirðinga um þá sem halda þessu úti af miklum myndarskap og ósérplægni. Látum þann mann vera okkur víti til varnaðar. Reynum að vera málefnalegir og tala saman af virðingu og ef menn vilja rífast að gera það þá án persónulegra svívirðinga. Fyrirgefum mönnum þó þeir missi sig smá í svekkelsi því flestir náum við áttum og jöfnum okkur á vonbrigðunum. Þökk sé ykkur strákar, sem ég veit að eruð drengir góðir ;-), fyrir að halda þessari síu úti.
  YNWA

 64. Vó, maður sér varla hvar tungan á Sigtryggi endar og rassinn á Einari byrjar….fékk kjánahroll þegar ég las þetta.

  Skil heldur ekki afhverju MR. Daglish var bannaður. Það sem ég hef lesið eftir hann hérna er ekkert verra en t.d. það sem Einar Örn segir þegar hann ásakar alla lesendur þessarar síður um að vera rasistar. Leiðinlegur karakter kannski hann Mr. Daglish, en það sem hann er að segja um Rafa er því miður bara alls ekki svo vitlaust. Meiga menn ekki vera ósammála þér Einar? Eru þeir þá bannaðir? Þá held ég að þú getir bannað mig strax! …og kanski þónokkra aðra líka.

  Sóknarlegt geturleysi okkar manna, þetta er SKAMMARLEGT!…og ekki bara þessi leikur, ég hef margoft komið inná getuleysi okkar sóknarlega. Ég er ekki að segja að það eigi að reka Rafa, en shit hvað ég er orðinn leiður á leik liðsins undir hans stjórn. Maðurinn verður bara að fara vakna. Að það vantaði Alonso, Torres, Agger eða Kewell í gær skiptir bara engu máli. Liðið spilar lélegan og leiðinlegan sóknarleik og ef Rafa er ekki maður í að sjá það og laga, þá þarf hann að víkja. Rafa er ekki Liverpool. Rafa er bara spánverji sem hefur náð ágætis árangri í sínu heimalandi. Liverpool mun lifa vel þó það hendi Rafa í burtu og ráði stjóra með snefil af sóknarleiksþekkingu…eitthvað sem er framandi í eyrum Rafa.

 65. Vá, þessi umræðuþráður minnir mig um margt á spjallborðið á liverpool.is undir lok Houllier tímans þegar sumir eyddu meira tíma í að tala illa um stjórnendur spjallborðsins en spilamennsku liðsins og Houllier.

  Vonandi er þetta ekki það sem koma skal hér. Getum við ekki sammælst um að ræða um knattspyrnu og vera sammála um að vera ósammála þegar það á við? Leiðist ekki öllum svona bölvað kjaftæði eins og hefur verið borið á borð hér í þessum þræði?

 66. Þetta skiptist í tvær fylkingar , þeir sem “væla” og þeir sem “væla” yfir vælurunum.

  En það eru nokkrar staðreyndir sem verður ekkert horft framhjá:

  1) Ef við ætlum okkur að ná PL titlinum einhvertíman þá eru leikir eins og B.ham á heimavelli skyldusigrar. Auðvitað koma slys fyrir en þetta er þriðji MJÖG svo slappi leikurinn í röð, og í samkeppni við lið eins og Arsenal, ManU, Chelsea þá meiga þeir ekki verða mikið fleiri í röð ef við ætlum ekki að vera komnir langt eftir á þegar des. kemur.

  2) Róteringar eru til staðar, þær eru pirrandi. Auðvitað eiga hinir að klára verkið, en það er lykilatriði gegn svona liðum sem pakka í vörn að skora snemma, og til þess þurfum við réttu mennina. Það hefur án efa áhrifa á aðra leikmenn liðsins sem og stemmninguna á vellium þegar það er stillt fram liði sem er ekki nærrum því það sterkasta.

  Ég er ánægður með Rafa í alla staði , nema þegar það kemur að róteringum. Það er óþolandi að hvíla algjöra lykilmenn leik eftir leik í miðjum sept. Það er líka algjör óþarfi. Það virðast því miður allir sjá það nema hann

 67. Sælir, hef fylgst náið með síðunni og commentum upp á síðkastið. Ég verð að segja að ég er að ég er kominn með nóg af fölskum liverpool-aðdáendum sem poppa alltaf upp þegar illa gengur, maður spyr sig, hvar voru þið þegar liverpool vann meistaradeildina eða FA-cup. Ef ég skil eitthvað í söngnum okkar “you´ll never walk alone” að þá snýst það einmitt um að styðja liðið í gegnum súrt og sætt. En nóg um það….
  Auðvitað er leiðinlegt að sjá ekki Torres byrja, en common ef Voronin hefði skorað þá hefði enginn verið að pirra sig á þessu. Rotation-skipulagið virkar ekki fyrr en seinni partinn á tímabilinu, þá spilar liverpool sinn besta bolta. Þess vegna spilaði Liverpool í annað sinn í úrslitaleik meistaradeildar á þremur árum…..
  Annars held ég að fráhvarf pako sé að angra liðið þessa stundina…
  Liverpool verða meistarar í vor, hlakka til að sjá hversu margir andskotast þá yfir rotation-skipurlagi Benitez

 68. Bouna sera tutti…

  Byrjum á því að þakka stjórunum á síðunni með síðuna og einnig hinum fyrir að vera með. Ég tek undir komment nr. 71.

  Hef ekki skemmt mér eins vel og akkúrat núna við lestur í langann tíma, hreint ótrúlegt hvað menn eru úrillir og svektir yfir “smáatriðum” leifi ég mér að segja, það er SEPTEMBER í dag… (sorry allar stafsetningarvillurnar heheh)

  Ég ætla ekki að fara hamförum með hvað er rangt og hvað er rétt að gera í stöðunni akkúrat núna en eitt er víst að við skiptum ekki út RB bara svo að það sé á hreinu.

  Kæri Einar Örn og félagar sem haldið úti þessari síðu, ÞIÐ ERUÐ DRENGIRNIG OKKAR, án ykkar værum við ekki hér.

  Takk fyrir mig í bili og það hlakkar í mér fyrir næsta leik…

  og koma svo allir saman – YNWA – Avanti Liverpool

 69. Sælir félagar enn og aftur
  Gaman að sjá að til skuli vera menn málefna og skynsamlegrar umræðu eins og benni jón. Fáir menn hafa líklega rifist meira á þessum síðum en við Einar og eigum ábyggilega eftir að gera það aftur því við höfum ekki sama álit á stjóranum okkar. En við getum rifist (svona oftast) án þess að missa okkur út í persónulegar svívirðingar og leiðindi. Og hvað sem ágreiningi líður þá er það vel af sér vikið að halda þessum síðum úti. Og svo má benda á það að lokum aðlengstu tungurnar eru rægitungurnar og þær sleikja mesta óþverrann. Það er nú bara þannig.

  Kveðjur og svo tek ég ekki þátt í þessum þræði meira.

 70. Mig langar að mótmæla því að ef maður gagnrýnir spilamennsku Liverpool þá sé maður “falskur stuðningsmaður”, sbr. komment #71. Ég mun verja klúbbinn Liverpool fram í rauðan dauðann en það þýðir ekki að mér þurfi að líka við allt sem er gert í hans nafni. Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvernig knattspyrna á að vera spiluð og hún er ansi fjarri hugmyndum Rafa Benítez þessa dagana. Ég hef reynt að verja Benítez og hans fótbolta frá gagnrýni félaga minn sem halda með öðrum liðum en það verður bara efiðara og erfiðara. Held að margir sem kommenta hér og “væla” séu bara eins og ég, þreyttir á að gera sig að hræsnurum með að verja alltaf Benítez þegar fótboltinn sem hann spilar er ekki hót jákvæðari en Chelsea undir Mourinho.

 71. sælir við hér á síðuni hvörtum ef liv gengur illa og er það kanski eðlilegt að svo sé (rafa er lélegur af hverju gerði hann svona o,s,f,)en þegar uppúr er staðið vinnur hann við þettað og veit betur en við liv er í 4 sæti og eigum leik til góða og getum farið í 2 sætið ,er það ekki í lagi við getum rifist hér á síðuni EN hættum að svívirða menn við segum ekki þú ert fífl,asni heimskur o,s,f en við getum verið ósammála, vona að menn verði kurteisir í framtíðinni þessi síða er jú fyrir liverpool aðdáendur og fleira gott fólk .Áfram Rafa og Liverpool

 72. Ákvað að fá að vera með. Löngu hættur að nenna að kommenta á grátsíðunni liverpool.is en finnst þessi síða skemmtilegri og vona að eins fari ekki fyrir henni.

  Sammála Sigtryggi Karlssyni um margt. Allavega það að vera ósáttur með úrslitin. Langar nú samt til að bíða rólegur með afhausun þjálfarans. Mér finnst ekki lengur fyndið hvað verið er að rífa niður störf þjálfara og gleyma þætti leikmannanna. Liðið sem spilaði leikinn var skipað 10 landsliðsmönnum og Jermaine Pennant sem hefur spilað frábærlega þangað til í Portúgal. Andleysi þeirra og almenn lélegheit voru ástæður þess að við gátum ekki meira. Dirk Kuyt er duglegur leikmaður, en verður að vera í boxinu til að skora. Gerrard vinur okkar sem allir grétu gegn Portsmouth var skelfilega lélegur allan leikinn. Torres vissulega líflegur þegar hann kom inná, en hinir leikmennirnir áttu “off” dag. Mér fannst þetta fyrstu vondu úrslit vetrarins og ef þetta verða þau einu erum við í lagi. United byrjaði tímabilið á 0-0 jafntefli gegn Reading og Chelsea búið að misstíga sig, t.d. á Villa Park þar sem við unnum góðan sigur.
  Varnarvinna liðsins í vetur er afar góð og eitthvað sem hefur verið fullkomnuð. Miðjumenn liðsins, þ.e.a.s. inni á miðjunni eru frábærir og samsetning þeirra orðin góð. Senterarnir eiga að vera nokkuð vel mannaðir, þó ég hafi efasemdir um Kuyt og sé orðinn leiður á vælinu í Crouch.
  Mér finnst vængspilið spurningin. Var ákaflega glaður með byrjun Pennant og tel hann geta orðið klassa vængmaður. Vinstri kanturinn er enn dauður og mig langaði mikið í Quaresma og Nani fyrir tímabilið, leikmenn sem geta komist á bak við bakverði svona varnarliða eins og Birmingham stillti upp um helgina. Kannski það verði með Kewell, en maður er eiginlega hættur að reikna með honum. Ef Pennant missir formið verðum við í vandanum, en stóri vandinn held ég að það vantar slíka leikmenn í flest lið í heiminum. United eiginlega eina undantekningin, og kannski Real Madrid. Það þýðir að miðjan verður að vera aggressív sóknarlega og það á að vera hlutverk Gerrard. Ef hann væri í svipuðu formi og Fabregas værum við ekki að gráta. Ef hann ekki hristir sig í gang verðum við kannski að fara að skoða Brassann unga, sem væntanlega fær að spila gegn Reading.
  Auðvitað veit ég að þjálfarinn spilar rullu og ég var ekkert glaður með að Torres spilaði ekki frá byrjun. Hins vegar spilar hann ekki 70 leiki og það HLJÓTA að vera svona leikir sem á að vera í lagi að hvíla hann, heima gegn Birmingham! Come on!
  En leikmennirnir sem spiluðu þennan leik áttu að klára hann. Ekki gleyma því.
  Varðandi Mr. Dalglish og kynni hans af Liverpool skulum við ekki gleyma okkur alveg í gleðinni. Ein stóra ástæðan fyrir vanda Liverpool var að King Kenny var kominn í þrot með liðið sitt, hafði ekki unnið í unglinga- og varaliðsstarfinu þegar hann svo stökk frá borði á vondum tíma, með liðið í efsta sæti deildarinnar þá! Jafn mikið og ég dýrka manninn get ég ekki alveg fyrirgefið honum síðasta veturinn hans þegar hann keypti snillinga eins og David Speedie og Jimmy Carter, svo stökkva bara í burtu. Auðvitað kláraði Souness svo málin illa, reif allt niður til að byrja upp á nýtt en leikmennirnir sem hann keypti brugðust illa. Kenny Dalglish hefur í haust hrósað liðinu mikið og ég verð nú bara að viðurkenna það að ef hann er að spjalla við Íslending um annað, er hann nú minni maður en ég hélt! Enda er alveg hlægilegt að ætla að bera saman Liverpoollið Dalglish og lið dagsins í dag. Ég hef nú líka bara verið talsvert í Liverpool að undanförnu og í sambandi við fólk þar. Ég heyri nú ekki þessa bullandi óánægju því fólk veit það t.d. að Torres kom til Liverpool bara vegna Benitez og það hefur líka fylgst með vinnu hans undanfarin ár við erfiðar aðstæður. Allir gera um það kröfu að vera í toppbaráttu í vetur. Ef það verður ekki mun Benitez sjálfur setja á sig pressu. Það sá maður eftir Meistaradeildarúrslitaleikinn í fyrra og það er vel. Ég vill sjá hvað verður nú í framhaldinu, liðið þarf að rífa sig upp, sér í lagi Gerrard vinur okkar sem hlýtur að vera búinn að átta sig á því að hann er leiðtogi liðsins, eins og Fabregas hjá Arsenal og Lampard hjá Chelsea.

 73. Sælir, ég gleymdi að kynna mig, ég heiti Ingi. Ég vona að Kjaratan og aðrir hafi ekki tekið þetta nærri sér sem ég sagði síðast. Það sem ég á við er að í staðinn fyrir að kvarta um leið og illa gengur að þá væri spuning að bíða smá og sjá til hvernig gengur í næstu leikjum. Ég fer ekki ofan af því að framtíð Liverpool hefur ekki verið bjartari í mörg ár og Benítes er snillingur, en eins og með marga aðra snillinga er hann dálítiið misskilinn. Ég bendi bara á að ef hann getur gert Liv að Evrópumeisturum með menn á borð við Traore og milan baros(með fullri virðigu fyrir þeim), ímyndið ykkur þá hvað hann getur gert með mannskapinn í dag.

 74. Sá sem betur fer ekki leikinn en af því að hafa horft á Liverpool í gegnum tíðina þá kemur hann mér ekkert á óvart. Sama sagan, vonin fer upp, vonin fer niður, yfirleitt með einhverjum óskiljanlegum ákvörðunum þjálfara sem telja sig vita eitthvað sem aðrir vita ekki.

  Var að lesa ævisögu Robbie Fowler. Ansi margt farið að hljóma líkt með Benitez og Houllier þessa dagana. Frábært komment frá Robbie þar sem hann segir að sínu mati segi “long ball” taktík að þjálfarinn sé hugmyndalega gjaldþrota og hræddur. Það smitar útfrá sér til leikmanna og rotið byrjar (sjá brottför Patrice Bergues/Pako, Fowler/Torres á bekknum þrátt fyrir að vera hættulegustu markaskorararnir).

  Vona að hann snúi þessu við.

One Ping

 1. Pingback:

Liðið gegn Birmingham

Babel um lífið í Liverpool