Birmingham á morgun

Nýliðar Birmingham koma í heimsókn á Anfield á morgun. Þetta er drauma tækifæri til að koma liðinu á rétt skrið á nýjan leik eftir tvo dapra leiki. Það er hvergi betra að koma alvöru sjálfstrausti í liðið en á Anfield. Það er svolítið magnað að við skulum verða búnir að mæta öllum nýliðunum í deildinni eftir aðeins 6 leiki. Ég reikna því með grimmum og hungruðum rauðum her á morgun og menn séu staðráðnir í að sýna fram á að döpru leikirnir voru aðeins tveir í þessari hrinu.

Við höfum leikið 5 leiki á þessu tímabili og fengið á okkur 2 mörk í deildinni. Bæði komu þau frá vítapunktinum og því höfum við ekki ennþá fengið á okkur mark úr “open play”, sem er eiginlega með ólíkindum. Ég á nú ekki von á því að við förum að opna neitt á markið á morgun og býst frekar við að við reimum á okkur skotskóna og bætum aðeins á markahlutfallið. Þetta Birmingham lið er samt ekkert skítalið og að mínu mati sterkast af nýliðunum þremur. Við eigum ekkert eftir að valtra yfir þá eins og við gerðum gegn Derby, held að það sé alveg ljóst. Birmingham hafa unnið 2 af síðustu 3 leikjum sínum, þannig að þeir eru ekkert með sjálfstraustið í molum. Mér skilst að lítið sé um meiðsli hjá þeim, aðeins Damien Johnson telst vera tæpur.

Rafa hefur (samkvæmt SKY) gert þrjátíu og átta breytingar á liðinu sínu á þessu tímabili, og það eru engar horfur á því að það sé að fara að breytast. Daniel Agger og Xabi Alonso eru eins og flestir vita meiddir, og verða það næstu vikurnar. Það eina jákvæða við það er að það er aðeins auðveldara að rýna í hvernig Rafa stillir upp, en að öðru leiti eru þetta hrikalega vondar fréttir fyrir okkur. Ég hef ekkert heyrt af framvindu mála hjá Kewell, en það fer að styttast í hann. Aurelio er kominn tilbaka, þannig að það verður að segjast eins og er að meiðslaástandið er ekkert ofur slæmt. John Arne Riise og Momo Sissoko ættu einnig að vera orðnir heilir að heilsu á ný.

Ég reikna með sókndjörfu liði á morgun. Finnan tekur sína hægri bakvarðarstöðuna, um markið þarf ekki að ræða og það er nánast sjálfskipað í miðvarðarstöðurnar (nema Rafa detti það nú allt í einu í hug að setja Arbeloa við hlið Carra, en ég reikna ekki með því). Stóra spurningin verður vinstri bakvörðurinn. Nú er Rafa með þrjá menn heila sem gætu verið að leysa þá stöðu. Ég ætla að tippa á að hann haldi Arbeloa þar á kostnað þeirra Riise og Aurelio. Eina ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að Rafa finnur alltaf stöðu fyrir hann í liðinu. Á miðjunni reikna ég með að þeir Stevie og Javier ráði ríkjum, og þrátt fyrir aulaskap sinn á þriðjudaginn, þá held ég að Pennant haldi kantstöðunni og spili gegn sínum gömlu félögum. Vinstra megin verður erfiðara að ráða í spilin. Þar snýst valið á milli Yossi, Riise, Aurelio og Babel. Sjálfur vill ég helst sjá Babel fá að spreyta sig áfram og spila sig saman við þetta lið okkar, en eitthvað segir mér nú samt að það verði Norðmaðurinn sem komi inn í liðið. Varðandi framherjana, þá er algjörlega útilokað að spá um það. Það er eiginlega líklegra að giska á rétt ef maður bara kastar upp á það eða dregur spil úr stokk. Mín spá verður að það verði Torres og Kuyt sem byrji (kannski enn og aftur bara óskhyggjan hjá mér).

Mín spá er því svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa

Pennant – Gerrard – Mascherano – Riise

Kuyt – Torres

Bekkurinn yrði þá einhvern veginn svona: Itandje, Aurelio, Sissoko/Lucas, Yossi/Babel, Crouch/Voronin

Ég ætla að gerast svo djarfur að spá 3-0 sigri okkar manna. Gerrard setur eitt, Torres annað og svo kemur Pennant öllum á óvart og skorar gegn sínum gömlu félögum. Góða skemmtun.

23 Comments

 1. Verðum í ströggli, eigum alltaf í ströggli með þetta helv….. Birmingham lið í deildinni. Ég spái 2-1 sigri, Birmingham skorar úr “open-play” en Gerrard og Kuyt setj´ann fyrir Liverpool!

 2. Er það ekki rétt hjá mér að Lucas sé ekki með leikheimild í deildinni? Ég hélt að hann væri bara löggiltur í meistaradeildinni…

 3. djöfull er gott að sjá þessi skástrik á varamannabekknum, segir manni það að samkeppnin er mikil um að komast einfaldlega í hóp!:)

 4. sælir veit enhver hvað veitingarstaðurinn heitir sem Agger var að versla
  fer út þann 5 til að sjá Liverpool- Tottenham og var að spá að kíkja á staðinn

 5. Við vinnum þennan leik og það örugglega. Núna erum við búnir að spila tvo milli leiki og það er búið í bili. Við vinnum þetta 4-1.

  Liðið verður svona:

  Reina

  Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa

  Benayoun – Gerrard – Sissoko – Babel

  Kuyt – Torres

  Bekkurinn: Itjande, Aurelio, Pennant, Masherano og Crouch/Voronin.

  Gerrard, Hyypia, Torres og Benayoun skora mörkin.

 6. Agger keypti 2 staði, báðir eru á Lark Lane í Aigburth – ca. 10 mínútur í lest eða leigubíl frá miðbænum. Þeir heita Que Pasa – mexíkóskur matur og 52 Lark Lane – ítalskur matur. Ég hef ekki enn skellt mér en hef enga trú á öðru en þetta séu magnaðir staðir. Skemmtu þér vel Sævar.

 7. Hef á tilfinningunni að Voronin verði frammi með Torres, fer 4-0, nei fer 5-0, Torres setur 3 kvikindi í það minnsta.

 8. Það væri nú gaman að fá pistil frá Liverpoolbúa um lífið og tilveruna í Bítlaborginni. En náttúrlega út frá knattspyrnulegu sjónarmiði enda er lífið fótbolti, ekki satt 🙂

 9. við vinnum þori ekki að spá ,síðast spáði ég að liv skoraði 3 mörk en það gekk ekki upp, og í sambandi við torres hann verður að fá meiri tíma við verðum að leifa honum að aðlagast liðinu ,sammála liðsuppstillingu hjá ssteinn ÁFRAM LIVERPOOL

 10. Við erum að fara í hörkuleik þar sem við munum vera meira með boltan og sækja en Birmingham ligga vel aftur og beita skindisóknum.

  Svona verður liðið á morgum.

                      Reina
  
       Finnan      Carrarger    Hyypia     Arbeloa
  
      Pennant     Gerrard    Sissoko      Riise
  
                Torres     Voronin
  
 11. ég held að crouch og voroin verði í framlínuni ,rafa vill að sjálfsögðu prufa þá saman ég held að þeir hafi lítið spilað saman en ég vil koyt og torres ,riise verður á morgun ,stundum er hann rosalegur en í næsta leik sjést hann ekki, en við vinnum ÁFRAM LIVERPOOL

 12. Reina
  Finnan Hyypia Carragher Aurelio
  Benayoun Gerrard Mascherano Babel
  Voronin Torres

  2-0 Bingó!

 13. Sælir félagar!
  Veit einhver meira um þetta kjaftæði með Pepe Reina. Vill hann fara eða er þetta bara bull????

 14. Sigtryggur, þetta sem var í slúðurpakkanum á BBC var í the sun sem segir allt sem segja þarf um (ó)áreiðanleikann

 15. Gott að heyra að þetta sé áreiðanlega óáreiðanlegt. Mikill léttir 🙂
  YNWA

 16. reina er nýbúinn að gera smning við liv. og hann er alltaf að spila svo hví ætti hann að hætta með besta félaginu nema að konan ráði

 17. Kjellinn hann Robbie Fowler skoraði áðan með glæsilegum skalla á móti Preston North End. Kjellinn!

 18. Pabbi hans Reina spilaði fyrir Atletico Madrid og því vel hugsanlegt að Reina vilji einhvern tímann spila fyrir það lið. Mér þætti það allavegana eðlilegt. Það er hins vegar ekki að fara að gerast næstu árin. Kannski þegar hann kemst yfir þrítugt, en það eru nú 5 ár í það – þannig að það er lítil ástæða til að stressa sig.

  Ég held að það sé haft eftir honum í einhverju blaði að hann geti vel hugsað sér að spila einhvern tímann fyrir Atletico.

Úffff

Liðið gegn Birmingham