Agger og Alonso lengi frá?

The Times greina frá því í dag að meiðslin sem Daniel Agger og Xabi Alonso hlutu um helgina og versnuðu á æfingu á mánudag gætu haft slæmar afleiðingar, því þeir gætu verið frá í einhvern tíma. Ef það gerist verður áhugavert að fylgjast með liðinu í næstu leikjum, því að mínu mati söknuðum við bæði yfirvegunar Aggers og yfirsýnar Alonso í gær. Sá síðarnefndi hefði að mínu mati bjargað liðinu út úr mörgum klemmum í gær, en í staðinn sáum við annars þá frábæru Javier Mascherano og Steven Gerrard ströggla við að stjórna auðveldustu boltum, hvað þá að ná að senda þá frá sér.

Eins og greinin nefnir erum við svo sem ágætlega í stakk búnir fyrir fjarveru Alonso; með Gerrard, Mascherano, Momo Sissoko, Lucas Leiva og jafnvel Yossi Benayoun færa um að spila á miðjunni verðum við vart uppiskroppa með menn í þá stöðu. Hins vegar þýða meiðsli Agger að aðeins þeir Jamie Carragher og Sami Hyypiä eru heilir í stöðu miðvarðar. Þannig að það gæti opnast leið fyrir einhvern eins og Jack Hobbs inn í hópinn, og jafnvel liðið í einhverjum leikjum, auk þess sem endurkoma Fabio Aurelio í liðið í gærkvöldi gæti þýtt að Alvaro Arbeloa og/eða John Arne Riise gætu tekið einhverja leiki í miðverði. Sjáum hvað setur.

9 Comments

 1. Ég ætla samt sem áður að leyfa mér að efast um að Riise verði treyst í miðvörðinn, ég myndi allavega verða órólegur í hvert skipti sem boltinn kæmi inn á okkar vallahelming vitandi af því að hann sé í hjarta varnarinnar.

 2. Sky að greina frá því að Afsökunarmeistari Ríkisins hafi hætt störfum!

 3. Langar einhverjum í Heinze núna?? skil ekki afhverju það var ekki fenginn annar miðvörður í sumar!!!! Vona innilega að Arbeloa láti mig skilja það ef Hyypia eða Carra þreytast eða meiðast lítillega!

  Eins mikið og ég feela Hyypia þá er hann bara hægari en hann var og meiðsli Aggers veikja okkur verulega! Hér er forgangsröð á þeim sem ég mundi síst vilja missa í meiðsli (tvo mánuði eða minna):
  1. Carra
  2. Agger
  3. Gerrard
  4. Torres
  5. Breidd okkar leysir meiðsli allra annara leikandi

  Hobbs er ekki miðvörður í liði sem ætlar að vinna deildina, so sorry – engin reynsla af first team football. Eins og deildin er í dag þá megum við ekki tapa “neinum” stigum.

 4. Hvað er eiginlega málið með þessi ristarbrot? Þetta er eins og faraldur!

  “Scans on Liverpool pair Daniel Agger and Xabi Alonso have confirmed that both have broken metatarsals”

  Er það að menn eru hættir að nota þykka og góða leður-Copa skó og nota þess í stað einhverjar plastpjötlur, eða er þetta eins og lesblindan, að áður fyrr var þetta bara ekkert greint og menn spiluðu í gegnum þetta. Ég er allavega forvitinn.

 5. Ég hef lesið einhverjar greinar um þetta og menn eru jú aðallega að kenna nýjum skóm um þessi brot. Það sé lögð alltof mikil áhersla á sendinganákvæmni við gerð nýju skónna, en engin áhersla á að venda ristina.

  Allavegana eru þessi ristarmeiðsli tiltölulega nýtt fyrirbrigði.

 6. Þetta eru slæmar fréttir, mjög slæmar. Varðandi miðjuna þá hef ég ekki eins stórar áhyggjur en það er ljóst að ekkert má klikka hjá Carra og Hyypia á næstu vikum. Vonandi sleppur þetta fyrir horn.

 7. Mig fýsir að vita afhverju lið með Jack Hobbs innanborðs vinni ekki deildina. Hefurðu séð það mikið af þeim efnilega dreng til að getað hálfshöggvið hann svona? Ferguson afsannaði það nú um árið(áratuginn!!!) að maður getur alveg unnið deildina með “börn”. Ef 19 ára fyrirliða varaliðsins og einn alefnilegasti leikmaður okkar er ekki treyst þá getum við ekki átt von á því að fá marga upp úr akademíunni.

  Ég er ekki að segja að það eigi að henda honum beint í aðalliðið, en mér finnst við heldur ekki meiga vera hræddir að að gefa ungum strákum smá smjörþef af aðalliðinu…sérstaklega ef um meiðsli/bönn er að ræða.

Aggi

Mourinho hættur! (Uppfært x2)