Aggi

Það er ekki úr vegi að fagna því að hann Aggi okkar eignaðist í nótt litla stelpu! Við óskum honum auðvitað innilega til hamingju með þennan merka áfanga.

Við treystum því að litla stelpan muni verða dyggur Liverpool aðdáandi og muni deila aðdáun á John-Arne Riise með pabba sínum. 🙂

14 Comments

 1. Til hamingju Aggi!

  Ég sting upp á nafninu Robbie Fowler Magnúsdóttir. 🙂

  Ég veit, þetta er stúlka. En nafnið Robbie Fowler á alltaf við!

 2. Sæll Aggi..
  Egill Þórðar hér á kanntinum…
  Til lukku með stúlkuna…

 3. Innilega til hamingju með stúlkuna, ávalt gleðiefni þegar nýjir Poolarar koma í heiminn. Það er mjög gaman að versla Liverpool föt á litlu krílin í official búðinni. Ef þið eruð ekki búin að ákveða nafn á hana legg til að hún verði skírð Jóna Árný til heiðurs Riise;)

 4. Til lukku með þetta Aggi.

  Mín tillaga að nafni er Stefanía Geirþrúður 🙂

 5. Sælir allir saman…

  Ég þakka fallegar kveðjur. Stúlkan hefur verið nefnd Nanna Kolbrún, Jóna Árný náði ekki í gegn frekar en Magnúsína.

Porto 1 – Liverpool 1

Agger og Alonso lengi frá?