Voronin er feitabolla

Þetta er frekar skrýtin frétt: Andriy Voronin reifst við þjálfara Úkraínu á miðvikudag og gæti misst sæti sitt í landsliðshópnum fyrir vikið.

Sagan er sú að Oleg Blokhin, landsliðsþjálfari Úkraínu, tók Voronin út úr liðinu fyrir leikinn gegn Ítalíu. Þegar langt var liðið á leikinn virðist hann hafa sagt eitthvað við varamannabekkinn, og Voronin þar á meðal, sem reitti Voronin til reiði og úr varð hávaðarifrildi þeirra á milli. Eftir leikinn baðst Blokhin afsökunar á sínum þætti en sagði um leið að tapið væri að vissu leyti Voronin að kenna, því hann hefði komið inn í þessa landsleikjahrinu **þremur kílóum þyngri** en hann var í haust og að Ítalir hefðu skorað sigurmarkið *eftir* að Voronin kom inná.

Ég veit ekki hvað Blokhin er að meina. Við vitum ekki málavöxtu með fullu, en ég verð samt að taka upp hanskann fyrir Voronin því hann hefur verið allt annað en slappur fyrir okkur í upphafi tímabils. Ég á hreinlega erfitt með að trúa því að hann hafi þyngst að því leytinu til að það hamli honum, hvað þá að hann sé í lélegra formi en hann hefur verið undanfarin tímabil. Ég trúi því bara eiginlega alls ekki. Varðandi það að hann sé þremur kílóum þyngri, þá kann vel að vera að hann hafi styrkt sig í sumar og haust á undirbúningstímabilinu til að búa sig undir enska boltann. Það er ekki beint sjaldgæft að menn þyngist um 2-5 kíló við að lyfta lóðum.

Ég veit það ekki, kannski sagði Voronin eitthvað á hliðarlínunni sem hann hefði ekki átt að segja, en ef þjálfarinn var tuldrandi yfir hausamótum varamanna um meint líkamsástand hans get ég skilið ef hann hefur reiðst. Og að kenna framherja um það að liðið fái á sig mark eftir að hann kemur inná er algjörlega fáránlegt.

6 Comments

  1. Eitthvað hallar á þennan landsliðsþjálfara þeirra í þessum efnum. Ef það er satt að Voronin sé í slöppu formi (sem sést ansi illa í ensku deildinni), þá er það ekki hann sjálfur sem ákveður að skipta sér inná. Ætti þá ekki að spyrja hver setti feitabolluna inná? 🙂

  2. Þessi landsliðsþjálfari er í ruglinu. Voronin er í fínu formi að mínu mati, hraustur og fljótur. Ég skil ekki svona pirring í þjálfurum, hefur ekkert upp á sig.

  3. Ég held að þetta snúist að mestu leitu um eitthvað sem hefur gerst þeirra á milli fyrr og kemur út í þessum pirringi. Voronin vill örugglega vera “treat-aður” á sama hátt og Shevchenko o.s.frv.

    Hvað sem kemur út úr þessu þá er ég alls ekki mótfallinn því að Voronin spili ekki áfram með úkraínska landsliðinu. Minni hætta á meiðslum og ferskari leikmaður sem er ávallt 100% klár fyrir Liverpool.

  4. Sheva lenti nú rifrildi við Blokin minnir mig rétt fyrir HM 2002 eða 2006 man það ekki en það var útaf einhverju svipuðu. Sheva spilaði ekki einhverja 4-5 leiki í röð vegna ósættisins, minnir þetta allavega.

  5. Þessi gæi er snargeðveikur. Er þetta ekki sami gaurinn og talaði um hvað það væri slæmt í úkraínsku deildinni að menn gætu “borgað hvaða n*gra” tvo banana fyrir að koma niður úr tré og spila í deildinni”? Bætti svo víst við að það væri ekkert gaman að það væru útlendingar í deildinni því ef menn berðu þá út á götu færu þeir bara heim ólíkt heimamönnunum (já, það var víst góð og gegn hefð að lemja leikmenn sem þóttu ekki standa sig nógu vel).

  6. Ekki að maður eigi að dæma fólk eftir útlitinu einu saman en miðað við hvernig þessi blessaði þjálfari Úkraínumanna lítur út, þá er meiri séns á að hann hafi verið nývaknaður eftir 3ja vikna vodkadrykkju en að hann sé landsliðsþjálfari!

    Síðan hvenær hafa aukakíló verið fótboltamönnum til trafala?? Sjáði t.d. hlunkinn hann Rooney, Feita-Lampard, Neil Ruddock, Jan Molby, John Barnes, Mick Quinn, Neville Southall, Paul Gascoigne, Ference Puskas og goðið sjálft…Diego Armando Maradona. Feiti-Lampard ber þó af í aukakílóunum af þessum öllum 🙂

Leikir helgarinnar

Portsmouth á morgun