Leikir helgarinnar

Jæja, landsleikjahléinu er að ljúka þennan mánuðinn og eftir tvo daga byrjar deildarkeppnin víðast hvar í Evrópu að rúlla aftur. Okkar menn ríða á vaðið með hádegisleik á laugardaginn en ef maður skoðar leikina sem eru um helgina eru nokkrar áhugaverðar viðureignir:

**Portsmouth – Liverpool:** Þetta er erfiður útileikur hjá okkar mönnum. Ef við getum unnið þennan leik erum við í góðum málum út mánuðinn, að mínu mati, en það er þó langt frá því að vera öruggt. Verður áhugavert að sjá hvernig liðið bregst við hádegisleik á útivelli langt frá Liverpool-borg eftir landsleikjahlé.

**Everton – Man Utd:** Hinn hádegisleikurinn á laugardegi, og sennilega eina skiptið á tímabilinu sem ég mun halda með Everton í leik. Ég hef engar áhyggjur af þeim bláu í titilbaráttunni, þannig að ef þeir gætu hirt eins og heil þrjú stig af United væri ég sáttur.

**Tottenham – Arsenal:** Úff, þetta er rosalegur leikur eins og venjulega þegar þessi lið mætast. Við getum bókað það að Arsenal-menn munu selja sig dýrt og reyna að ná sigri, og þeim hefur svo sem gengið vel á White Hart Lane undanfarin ár. En best fyrir okkur væri náttúrulega bara sigur heimamanna, þá gætum við náð forskoti á Arsenal-liðið líka.

**Chelsea – Blackburn:** Eftir tap í síðasta deildarleik eru yfirgnæfandi líkur á að blái her Mourinho taki þrjú stig í þessum leik, en þó skal maður aldrei afskrifa þrautseigt Blackburn-liðið. Þeir hafa spilað vel í vetur, fengið á sig fá mörk og eru enn taplausir í deildinni. Líklega sigur Chelsea, en látið ykkur ekki bregða ef Blackburn hanga á jafnteflinu.

Sem sagt, áhugaverðir leikir hjá toppliðunum. Þessi helgi gæti farið afskaplega vel fyrir okkar menn, sér í lagi ef United og Arsenal tapa á erfiðum útivöllum, en að sjálfsögðu veltur það allt á því hvað menn gera í sínum eigin leik. Þetta verður athyglisverður laugardagur.

24 Comments

 1. Já erfiðir leikir hjá ölum stórliðunum. Nú reynir á okkur að sanna hversu öflugir við erum í raun og veru. Við skulum vona að Agger sé ekki meiddur, en kannski er Carra tilbúinn ég veit ekki með það. Við tökum þennan 0-1 og ætli kóngurinn (Gerrard) bjargi okkur ekki í þetta skiptið.

 2. Gylfi, Aggi (okkar sérfræðingur í Agger-málefnum) sagði frá því í gær í ummælum síðustu færslu að dönsku þjálfararnir tóku Agger útaf snemma í leiknum af því að Danir voru að vinna 3-0 og þeir vildu ekki taka sénsinn á að hann fengi gult spjald, því þá væri hann í banni gegn Spánverjum.

  Þannig að hann er heill heilsu og jafnvel ferskur ef eitthvað er eftir að hafa spilað lítið í gær. Ekkert að strák.

 3. Hvað varðar Agger þá bendi ég á þennan link þar sem Agger segir m.a.:

  “Det er aldrig 100 procent sikkert, at man ikke får et gult kort. Men det er forkert at sige, at jeg ikke er træt af at blive skiftet ud. Jeg vil jo bare gerne spille fodbold. Men det skete for at være forsigtig. Og det med en udskiftning er ikke noget, jeg bestemmer, det er træneren”.

  Portsmouth – Liverpool: Mjög erfiður útileikur sem við megum samt alls ekk tapa ef við ætlum okkur eitthvað í vetur. Sigur væri frábær en ég lifi fullkomlega með jafntefli. Ég tel hins vegar að við séum betra lið en Portsmouth og eigum að geta unnið þennan leik ef allir spila á eðlilegri getu.

  Everton – Man Utd: Þetta er erfiður leikur fyrir Man Utd því Everton er komið með ágætis mannskap af knattspyrnumönnum. Það hefur ekkert gengið of vel hjá Sir Alex og co. og yrði það mikil lyftistöng að krækja í 3 stig á Goodison. Jafntefli er líklegasta niðurstaðan (vonandi).

  Tottenham – Arsenal: Þótt ég voni að Spurs vinni þá tel ég næstum öruggt að Arsenal vinni þennan leik. Lenda undir snemma og síðan pota tveimur mörkum inná á síðustu mín. Leikur sem skiptir bæði lið meira en 3 stig, spurning um stolt.

  Chelsea – Blackburn: Þetta ætti að vera frekar auðveldur heimasigur en þar sem Chelsea liðið virðist brothætt þá gæti Mark Hughes og félagar vel nælt sér í stig. Munurinn er samt það mikill að Chelsea þarf að spila illa á meðan Blackburn menn eiga topp leik.

 4. Já, maður getur farið að taka gleði sína á ný (fótboltagleðina þ.e.a.s.).

  Tricky helgi, engin spurning. Við EIGUM að taka þetta Portsmouth lið, alveg sama hvort við séum að spila á þeirra heimavelli. Mér finnst okkar menn hafa verið afar sannfærandi og hefði ekki verið í neinum vafa með þennann leik ef hann hefði verið spilaður helgina á eftir Derby leiknum. Eina sem hræðir mann er að menn séu ekki jafn þéttir saman eftir landsleikjahléið og gætu hafa misst smá fókus. Þetta eru þó atvinnumenn í sínu fagi og er því mjög bjartsýnn á það að við höldum áfram okkar góðu spilamennsku og vinnum þennann leik.

  Everton – Man.Utd. Þetta eru erfiðustu leikir tímabilsins fyrir mig. Það er ekkert lið sem er ofar á “ég þoli ekki” listanum mínum heldur en Everton, og það kemst í rauninni ekkert lið nálægt þeim á þeim lista. Þar á eftir koma svo Man.Utd, og er svo himinn og haf í þriðja sætið á listanum. Man.Utd eru að keppa við okkur (eða verða það) á toppnum, en það eru ekki miklar áhyggjur yfir því að þeir blái komi þangað. Draumadæmið væri því 0-0 jafntefli þar sem 7 mönnum úr hvoru liði er vísað af velli 🙂

  Tottenham – Arsenal. Tottenham upp við vegg og verða hreinlega að fara að hala inn sigrum ef þeir ætla að láta taka sig alvarlega. Þeim gefst ekki betra tækifæri en þetta á sínum heimavelli. Ég hef ekki alveg skilið þetta “hype” í kringum Arsenal liðið það sem af er tímabili. Rétt mörðu Fulham á heimavelli, og sama með City. Gerðu jafntefli við Blackburn á útivelli og unnu svo Portsmouth sannfærandi heima. Þeir voru sterkir á heimavelli á síðasta tímabili, og hafa áfram verið að ná í stig þar. Þeir eru búnir með heila 3 af þessum fjórum leikjum á heimavelli. Vinni þeir sannfærandi á laugardaginn, þá verður fyrst hægt að fara að tala um improvement hjá þeim frá fyrra tímabili.

  Chelsea – Blackburn. Hef akkúrat enga trú á því að Chelsea tapi á heimavelli. Er 100% á því að þeir sigri (djöfull vona ég innilega að ég hafi rangt fyrir mér, en afskaplega held ég að það sé lítil von).

  En stórkostlegu fréttirnar í dag er að landsleikjahléinu er formlega lokið 🙂

 5. Pennant, Arbeola og Carragher eru ekki landsliðsmenn og Agger, Alonso og Voronin spiluðu minna en aðrir í landsleikjahléinu. Þetta er því allt spurning um hvernig Benayoun, Babel, Gerrard, Riise og fleiri koma til baka. Ég ætla að giska á þetta lið.

         Reina
  

  Arbeola Carragher Agger Riise
  Pennant Alonso Gerrard Babel
  Voronin Kuyt

 6. Benayoun var ekki að spila landsleik í gær, minnir að hann hafi spilað varaliðsleikinn gegn Crewe á þannig að ég mundi frekar tippa á hann á kantinum eða Leto heldur en Babel sem spilaði allan leik Hollendinga í gær

 7. Já, auðvitað. Mín mistök. Efast samt um að Leto byrji inná, en aldrei að vita samt.

 8. Ég neita því ekki að ég er svartsýnn – 1-1 og Kuyt með markið.

 9. Jóhannes: Kewell er byrjaður að hlaupa og ætti því að verða klár innan skamms. Las einhversstaðar að miðað væri við að hann færi af meiðslalista 15.sept.

 10. mundi skjóta á þetta lið:
  Reina
  Arbeloa Agger Carragher Riise
  Pennant Alonso Gerrard Benayoun
  Torres Kuyt

 11. Út frá landsleikjunum o.s.frv. þá tel ég þetta lið líklegt:

  Reina

  Finnan – Agger – Carragher – Arbeloa

  Pennant – Sissoko – Alonso – Benayoun

  Kuyt – Crouch

  Bekkur: Itandje, Hyypiä, Gerrard, Riise, Voronin.

  Riise hvíldur, Finnan klár eftir góða hvíld og búinn að ná sér af hnémeiðslum sem komu í veg fyrir hans þátttöku í leikjum Íra. Mascherano hvíldur eftir langt ferðalag. Gerrard byrjar á bekknum eftir tvo leiki á skömmum tíma og þeir Sissoko og Alonso vel hvíldir og hungraðir. Kuyt og Crouch báðir full frískir og spiluðu lítið á meðan Torres og Voronin spiluðu meira. Þannig að ég gef Torres alveg hvíld fyrir Porto leikinn. Pennant og Benayoun ferskir á meðan Babel er þreyttur eftir að hafa spilað 180 mín. fyrir Holland.

 12. Ef að Benitez væri svo vitlaus að stilla Kuyt og Crouch upp saman frammi þá getur hann gleymt þessum leik.
  Torres og Voronin og ekkert annað, þá gætum við fyrst farið að tala um stig.

  Og Stefán: Af hverju segirðu að Voronin hafi spilað minna en aðrir í landsleikjahléinu?

 13. og eftir síðustu fréttir þá spilar hann ekki marga landsleiki í viðbót (Voronin):)……En allavega game on,og CL að byrja svo í næstu viku einnig;)..Allt að gerast,meiriseigja litli Owen að hrökkva í gírinn

 14. held þessi leikur verður mikilvægur því ef við vinnum þennan leik erum við búnir að vinna alla útileikina okkar sem við höfum við að klikka síðustu ár vorum að tapa fyrir liðum í fyrra eins og portsmouth, fulham og fleiri þannig vonandi er þessi útivallar draugur buinn og við vinnum loksins lið sem við eigum að vinna á útivelli.

 15. Jæja, drengir

  Ég er að fara norður á Akureyri um helgina. Þarf þá að finna einhvern stað sem sýnir leikinn.

  Er einhver sem getur mælt með einhverjum góðum sportbar sem opnar snemma og sýnir leikinn??

  písát
  Johnny Haim

 16. JOHNNY H!!!! það er einn pottþéttur…STRIKIÐ…. ég fer allavega alltaf þangað, enda bý á akureyri, þar er geggjað góður matur, svo klikkar bjórinn ekki

 17. Hann er niðrí miðbæ á efstu hæð í sama húsi og Glitnir

 18. Glæsilegt Roberto.

  MEGA TAKK

  Allir með eitt klapp fyrir Roberto

  KLAPPPPP !

 19. Hmmm. Tim Howard mun ekki spila með Everton á móti Man UTD, vegna fingurmeiðsla. Ætli hann eigi einhverntíma eftir að spila á móti Man UTD. Af hverju í ósköpunum eru þessi félagaskipti ekki rannsökuð, þegar menn á seinustu leiktíð viðurkenndu að hafa gert ólöglegan samning um að hann myndi ekki spila á móti UTD.

Biðin senn á enda

Voronin er feitabolla