Biðin senn á enda

Ég verð nú bara að viðurkenna það að mér finnst vera alveg óratími síðan Liverpool spilaði leik síðast. Við unnum Derby 6-0 og mér finnst mánuður/mánuðir hafa liðið síðan þá. Sem betur fer er þessi bið senn á enda og maður getur farið að horfa á fótbolta á ný. Það er bara akkúrat ekkert í fréttum þessa dagana, ekkert.

Nokkrir ljósir punktar þó. Fabio Aurelio spilaði í gær sinn fyrsta leik síðan hann sleit hásin í leik gegn PSV í apríl. Ég hef aldrei farið leynt með skoðun mína á þeim leikmanni, mér finnst hann virkilega góður. Hann var byrjaður að sýna sitt rétta andlit rétt fyrir meiðslin, en áður hafði ég mikið séð af honum með Valencia og hreifst alltaf af leik hans. Fyrir mér þá er þetta okkar besti vinstri bakvörður og haldi hann sér heill, þá gæti hann tekið þessa stöðu og eignað sér hana. Velkominn tilbaka. Hann verður þó tæplega klár í slaginn um helgina.

Aðrir ljósir punktar eru þeir að í leiknum í gær (æfingaleikur gegn Crewe sem vannst 2-1) þá spiluðu þeir Xabi Alonso og Yossi Benayoun. Alonso fékk frí vegna rauða spjaldsins gegn Íslandi og Ísrael spilar bara einn leik í þessu landsleikjahléi. Þeir gátu því snúið tilbaka strax eftir landsleiki síðustu helgar. Xabi skoraði einmitt úr víti í þessum leik, en aðrir sem byrjuðu leikinn voru t.d. Arbeloa, Hobbs, Pennant, Leto, Sissoko og Lucas. Rafa reyndar skipti út öllum leikmönnum í hálfleik, nema David Martin markverði.

Framundan eru svo tveir virkilega erfiðir útileikir. Það er aldrei auðvelt að fara til Portsmouth og ná í stig þar, og svo strax í næstu viku verður okkar erfiðasti leikur í riðli okkar í Meistaradeildinni (að mínu mati allavega), en þá fer liðið til Portúgal og mætir Porto á þeirra heimavelli. Sem sagt tveir erfiðir leikir framundan og enn og aftur þurfa menn að sýna úr hverju menn eru gerðir og hvort þeir ætli sér að halda áfram af alvöru að minna á sig í titilbaráttunni. Bring it on.

13 Comments

 1. Sammála þessu það er mjög spennandi tími framundan og bara gaman að sjá hvernig þetta fer..

 2. Það var líka gaman að sjá að Daniel Pachecho(er það skrifað svona?), þessi 16 ára gutti, hafi fengið að spreyta sig með stóru strákunum, og vonandi sér maður meira af honum. Hann þarf að fá að sanna sig, eins og reyndar flestir, en það er orðið langt síðan það kom einhver virkilega góður upp úr unglingastarfinu(hjá Barca;) ) Það er ekkert skemmtilegra en að fylgjast með einhverjum svona óslípuðum verða að aðalliðsmanni, og það góðum, eins og t.d. Fowler, Owen og Gerrard.

 3. krúsíjal leikur leikur í PL á móti Portsmouth og líka í CL gegn Porto. Ef þessir tveir leikir vinnast þá er Liverpool heldur betur búið að senda tónin! ég hins vegar sætti mig við 2 stig úr báðum þessum leikjum, 2 MJÖG erfiðir útileikir.

 4. Sætturu þig við 2 stig úr 2 leikjum. Heldur þú með Norwich eða? Auðvitað í minnsta lagi 4 til að vera sáttur, 6 til að vera ánægður. Ekkert persónulegt:)

 5. Halló halló halló, 6 stig og ekkert annað, ef annað, þá verðu bara að hafa það en fyrir alla muni ekki láta svona sjást á bestu stuðningsmannasíðu í heiminum í dag!!!!

  Brosa brosa brosa oooooso allir saman nú
  Við ætlum að vinna… og ekkert annað

  Avanti Liverpool – líka í noregi :c)

 6. Daniel Agger kominn útaf eftir 27 mín. hjá Dönum enda 3-0 yfir gegn Liecthenstein. Morten Olsen fær plús í kladdann!

 7. Riise spilaði allan leikinn með Noregi á móti Grikkjum og skoraði þetta svaka mark. Fékk boltann fyrir utan teig og hamraði honum í vinkilinn, reyndar kom markmaðurinn aðeins við boltann en flott engu að síður.

 8. Harry Kewell spilað fyrir Ástralíu gegn Argentínu í gær eða fyrra dag man ekki hvenær sá leikur var. Svo skoraði Fernando Torres fyrir Spánverja í kvöld og kom þeim í 2-0.

 9. Veit einhver hvort Agger meiddist einhvað mikið áðan? Hann fór víst útaf á 28.mín 🙁

 10. Babu: Agger fór útaf þar sem sigurinn var í höfn hjá Danmörku og Morten Olsen vildi ekki taka neina áhættu á því að hann myndi fá gult kort og þar með vera í banni í næsta leik Dana gegn Spánverjum á heimavelli.

 11. Hjúkk, félagi minn sem er bölvaður Arsenal maður sem var að gera mann hræddann með að spyrja að þessu.

 12. Hvaða blammeringar eru þetta út í Norwich, Stefán? Það er nú bara alveg ágætis lið. Spiluðu einn skemmtilegasta boltann í úrvalsdeildinni fyrir þónokkrum árum síðan. Hefði skilið þetta ef þú hefðir tekið Rushden&Diamonds sem dæmi, en ekki Norwich. 🙂

 13. Ég ætla ekki einu sinni að afsaka mig.. Norwich geta ekki skít 🙂

Fabio Aurelio orðinn heill

Leikir helgarinnar