Landsleikirnir um helgina og Carra klár gegn Porstmouth.

Skv. official heimasíðunni er Carragher á góðri leið eftir meiðslin og gæti verið með gegn Portsmouth um næstu helgi.
Rafa segir:

“He is running again and he will do more training and then maybe we can see if he has a chance to play at the weekend. At this moment, it’s still too early to say.”

Hvað varðar landsleikina þá er ljóst að enginn af landsliðsmönnum Liverpool meiddist í leikjunm helgarinnar:

England – Ísrael 3-0
Gerrard spilaði í 70 mín. án deyfingar og kenndi sér ekki meins. Ætti að spila allan leikinn gegn Rússlandi og síðan gegn Portsmouth um helgina. Crouch var í banni en er í hóp gegn Rússlandi, byrjar líklega á bekknum. Scott Carson var ekki í hóp, líkt og hann sjálfur hafði búist við.
Yossi Benayoun spilaði allan leikinn. Þar sem Ísrael spilar ekki á miðvikudaginn er hann væntanlega mættur til æfingar á Melwood.

Holland – Búlgaría 2-0
Ryan Babel var í byrjunarliði Hollands en Dirk Kuyt sat allan tímann á bekknum. Væntanlega verður það sama uppá teningnum á miðvikudaginn gegn Albaníu úti.

Slóvakía – Írland 2-2
Steve Finnan var ekki með vegna hnémeiðsla en talið er að hann sé klár fyrir leikinn gegn Tékklandi úti á miðvikudaginn.

Svíþjóð – Danmörk 0-0
Daniel Agger spilaði allan leikinn gegn Svíþjóð og verður það líklega einnig geng Liecthenstein á miðvikudaginn.

Ísland – Spánn 1-1
Xabi Alonso og Fernando Torres voru báðir í byrjunarliðinu en líkegt og alþjóð veit fékk Alonso reisupassann eftir 19 mín. leik. Hann er því væntanlega í leikbanni í næstu 3 landsleiki. Geri ráð fyrir því að hann sé mættur til Liverpool og verður fyrir vikið ferskur í leiknum gegn Portsmouth. Torres var tekinn út af í síðari hálfleik. Verður 100% í byrjunarliðinu þegar Spánn mætir Lettlandi heima á miðvikudaginn. Spánn verður að vinna og það stórt eftir slakan leik gegn Íslandi. Pepe Reina var á bekknum og verður það líklega áfram.

Serbía – Finnland 0-0
Sami Hyypia var í byrjunarliðinu og verður það væntanlega aftur þegar liðið mætir Póllandi heima á miðvikudaginn. Þess má geta að ef Finnland vinnur þennan leik þá eru þeir á toppnum í sínum riðli og alla möguleika á að komast í lokakeppni landsliða í Evrópu að ári.

Moldavía – Noregur 0-1
John Arne Riise var að vanda í byrjunarliði Noregs og verður það áfram þegar Noregur mætir Grikklandi á heimavelli á miðvikudaginn.

Georgía – Úkranía 1-1
Andriy Voronin var í framlínu Úkranínu ásamt Shevchenko og verður það örugglega áfram á miðvikudaginn þegar þeir fá Ítalíu í heimsókn.

7 Comments

  1. Ertu alveg viss um að Gerrard hafi leikið allan leikinn gegn Ísraelum? 😉

  2. Gerrard var tekinn útaf á móti Ísrael. Minnir að Bentley hafi komið inn fyrir hann á 70. mín.

  3. Þrátt fyrir að Gerrard hafi ekki átt neinn stjörnuleik á móti Ísrael þá gargaði samt á mann hversu mikið liðið saknaði EKKI Lampards. Gerrard og Barry voru mun betra miðjupar heldur en Frank “alliraðsjáhvaðégergóður” Lampard og Gerrard síðan djúpur til að skyggja nú ekki á hvað Lampard er góður. En Steve McClown setur sjálfsagt Lampard inn um leið og hann verður heill heilsu.

Zidane: A 21st Century Portrait

Fabio Aurelio orðinn heill