Eru ekki allir í stuði?

Jæja, hvað segir fólkið?

Það er afskaplega lítið hægt að skrifa um Liverpool í þessu landsleikjahléi. Einhver blöð eru að skálda upp sögur um að við séum á eftir hinum mexíkóska [Giovanni dos Santos](http://en.wikipedia.org/wiki/Giovanni_dos_Santos) hjá Barcelona. Það væri náttúrulega stórkostlegt enda virkar sá strákur frábært efni og auk þess er hann frá Mexíkó, sem er land sem ég dýrka og dái og held mikið með.

En þetta er sennilega bara slúður, sem að blöðin skálda upp í fréttaþurðinni.

Ég sá ekki nema fyrri hálfleikinn af Ísland-Spáni, þar sem ég var á Chris Cornell tónleikunum. Sá ekki mikið af Liverpool mönnunum. Sá þó brotið hjá Xabi, sem ég skildi ekki alveg. Það sást allavegana ekki í sjónvarpinu að þetta væri rautt spjald, þar sem það vantaði myndavél hinum megin við völlinn. En þó var línuvörðurinn í góðu færi við þetta brot og gat því séð það.

Ég sá svo lítið til Torres. En það væri gaman að heyra frá fólki sem veit eitthvað hvernig Liverpool mönnum gekk í gær. Sá til dæmis einhver Agger í Dana leiknum? Gerrard spilaði víst ekki mjög vel í Englandsleiknum (ég sá hann ekki) og Benayoun var auðvitað í byrjunarliði Ísraels. Ryan Babel spilaði í þriggja manna framlínu Hollands ásamt RVN og RVP. Dirk Kuyt var á bekknum og ég veit ekki til þess að hann hafi komið inná.

Riise var í byrjunarliði Noregs og Hyypia auðvitað hjá Finnlandi.

Endilega setjið inn komment ef þið vitið eitthvað um það hvernig gekk hjá okkar mönnum.

17 Comments

 1. Ryan Babel lagði allanveganna upp 1 mark í gær, en ég sá lítið af hinum leikmönnunum!

 2. Torres var nokkuð slakur í leiknum og skapaði lítið og fór útaf snemma í seinni hálfleik. Það er umdeilanlegt hvort þetta hafi verið rautt spjald á Alonso. Held það að þetta hafi verið réttláttur dómur og kvarta ég ekki yfir því að Alonso fái frí á miðvikudaginn.

  Vídeó hérna af atvikinu
  http://www.d1g.com/video/show/?id=1355366

  Agger var solid í fyrri hálfleik gegn dönum. Sá ekki seinni en átti víst að hafa fengið rautt undir lokin.

  PS: Hvað er málið að taka Cornell fram yfir Ísland :p

  Ég ætlaði eftir leikinn á Cornell en hann hafði byrjað klukkan 21 en ég hélt að húsið hefði opnað þá og hann myndi ekki byrja fyrr en um tíu. Var því frekar svekktur en samt tæpum tólf þúsund krónum ríkari. Asnalegt þar sem fullt af fólki á leiknum ætlaði á tónleikana en allir hættu við þegar það kom í ljós að það var bara tæpur tími eftir að þeim.

 3. Þessir tónleikar voru náttúrulega bara svakalegir. Bestu rokk tónleikar sem hafa verið á Íslandi leyfi ég mér að fullyrða 🙂

  En mér fannst þetta spjald á Xabi algjört bull og eru mér flestir sammála sem ég hef rætt við.

 4. Alonso stígur á hann. Gæti hafa verið slys. En öll hans viðbrögð sýna síðan að hann vissi alveg hvað hann var að gera. Hann er ekkert svona grófur leikmaður en allir geta misst sig útí vitleysu. Hann á þetta til, hefur gert svona áður. En það er svo sjaldan að það skiptir engu máli. Verður ferskur á móti portsmouth. Sem er fínt þar sem Gerrard verður örugglega þreyttur og Mascherano örugglega ekki með.

 5. Það sást greinilega í endursýningu að Xabi traðkar á lærinu á Arnari eftir að Arnar hafði haldið honum, klemmdi hann einhvern veginn með löppunum. Einnig gáfu viðbrögð Xabi ekki til kynna að þar færi saklaus maður. Ég var bara mjög glaður að hann fékk rautt, minni líkur á að hann fari eitthvað að slasa sig.

  Hlakka til að sjá Liverpool spila við Reading, Ívar var svo langt frá því að eiga séns í Torres að það eina sem hann gat gert þegar Fernando fékk boltann var að stökkva á hann og reyna að hömpa hann.

 6. Ég er á því að þetta hafi verið viljandi hjá Alonso því miður. Mér finnst endursýningin ekki gefa rétta mynd af þessu en þetta gerðist í beinni sjónlínu við mig og ég var alveg við völlinn. Hann setti löppina ansi kröftuglega niður. Ljótt að sjá menn gera svona þótt þeir spili fyrir Liverpool.
  Viðbrögð hans sýndu að hann vissi upp á sig sökina. Var mjög skömmustulegur greyið.

  En jákvæða við þetta er að hann verður ferskur í leikinn gegn Portsmouth sem er það sem skiptir máli ekki satt.

 7. Ég var á leiknum og það vildi svo til að ég horfði ekki á eftir boltanum heldur einmitt á þetta klafs Arnars og Alonso. Mér fannst þá augljóst að Alonso væri að traðka viljandi á Arnari og það ansi kröftuglega. Mér finnst endursýningin sýna að hann traðki á Arnari þó ekki alveg eins fast eins og ég hélt. Alonso hefði samt að mínu mati auðveldlega geti komist hjá því að stíga á Arnar og því finnst mér rautt spjald réttur dómur. Línuvörðurinn var greinilega með það alveg á hreinu.
  Þetta var líka það besta sem gat gerst. Alonso fær gott frí fram að næsta Liverpool leik!

  Sammála því að Íslendingarnir höfðu lítið í Torres að gera, enda var hann hættulegastur, átti gott skot og fékk aukaspyrnur rétt fyrir utan teiginn. Snilld að hafa keypt þennan mann.

 8. Veit ekkert um þessa blessuðu landsleiki! Eyddi gærkvöldinu á geggjuðum tónleikum. Chris Cornell var tvímælalaust besti maðurinn í dalnum í gær 🙂

 9. Held að það hafi ekki leikið neinn vafi á að þetta var beint rautt á Alonso. Enda sýna viðbrögð hans það nokkuð klárlega. Torres var hættulegur enda er þessi maður alltaf líklegur. Hins vegar fagna ég því að David Villa hafi ekki verið keyptur í sumar. Þvílík guðsgjöf að hafa fengið frekar Torres. Villa mjög ofmetinn leikmaður að mínu mati.

 10. Ok, það er greinilegt að menn hafa séð þetta betur en ég. Ég sá þetta ekki endursýnt nema tvisvar.

  Samt magnað ef að Agger fékk líka spjald að tveir Liverpool menn skuli hafa fengið rautt í gær.

 11. Agger fékk ekki rautt spjald, hins vegar var hann bókaður í fyrri hálfleik og vildu svíar fá rautt á hann þegar að hann handlék boltann, ekkert var dæmt á það.
  Ég var á Ísland vs Spánn en sá ekki þetta með Alonso.

 12. Það er nokkuð ljóst að þetta var viljaverk hjá Alonso. Það er alltaf jafn leiðinlegt að sjá svona á vellinum. Svona verknaður er ekki íþróttamannslegur, en þrátt fyrir það þá er ég nokkuð sáttur að spili ekki næsta landsleik. Mjög gott fyrir okkur poolara.
  Svo er eitt sem ég skil ekki. Það eru allir hér að hrósa þessum tóleikum í gær….ég fór bæði á leikinn og tónleikanna (frítt á bæði by the way) og ég verð eiginlega bara að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hann Cornell því svona rock guð á ekki að vera rólegur eins og hann var á tólneikum. Það var fyrir mína parta eins og hann væri að gera þetta með hálfum hug. Svekkjelsi.

 13. Ég sá alla leikinn hjá Dönum gegn Svíum og var Agger ágætur en þetta var skemmtilegur leikur þrátt fyrir markaleysið. Svíar voru sterkari en Danir hefðu getið stolið öllum stigunum.

 14. Ég skil ekki hvernig menn geta verið svona vissir um að brotið hjá Alonso hafi verið ásetningur. Eins og ég sá þetta rákust þeir saman, Alonso datt yfir Arnar, sem læsti fótunum utan um fætur Alonso (hvers vegna?). Fyrir vikið var Alonso fastur þegar hann ætlaði ofan af Arnari og varð að setja fótinn niður til að detta ekki aftur – því miður lenti hann beint á lærinu á Arnari. Ég geri enga athugasemd við að hann hafi fengið rautt spjald, því vissulega var um háskalegt brot að ræða, en miðað við það sem ég sá fannst mér líklegast að þetta hefði verið óviljaverk.

 15. Ég var mjög vel staðsettur á vellinum, betur en línuvörðurinn og þetta var beint rautt spjald. Algjör ásettningur.

  Ótrúlegt afhverju Torres hafi verið tekin útaf í staðin fyrir Villa. Torres er mun sterkari líkamlega til að eiga við Ragnar og Ívar.

 16. Ég var staddur á Wembley á England-Ísrael þar sem að Gerrard var einn af albestu mönnum enska liðsins. Annars voru Englendingarnir ekkert allt of sannfærandi þrátt fyrir að hafa unnið 3-0. Ísraelarnir voru einfaldlega hundlélegir. En það var frábært að sjá til Gerrards í leiknum og hann fékk verðskuldaða hvíld þegar hann fór út af um miðjan seinni hálfleik þannig hann ætti ekki að vera neitt allt of útkeyrður fyrir Rússaleikinn.

Meistaradeildarhópurinn

Zidane: A 21st Century Portrait