Yfir hverju var Rafa að kvarta?

Við munum að ekki er langt síðan að Rafa var að pirrast yfir leikjauppröðun hjá Liverpool eftir landsleikjahlé. Ég er ekki viss um að allir hafi náð því sem hann átti við þá. Hann sagði þetta í síðasta landsleikjahléi, og kom ég með dæmi um það þá. Í því tilviki þá náði liðið í heild sinni ekki fullri æfingu saman fyrir leikinn gegn Sunderland. Landsleikirnir eru á miðvikudagskvöldi og leikmenn eru að skila sér tilbaka á fimmtudegi og langt fram á kvöld þann dag. Á föstudegi þurfti svo að ferðast til Sunderland, því það er nyrsti staður sem liðin í Úrvalsdeildinni ferðast til og það vildi svo skemmtilega til að Liverpool þurfti að spila hádegisleik fyrir aðal umferðina.

Kíkjum nú á hvað verður í lok þessa landsleikjahlés. Sama staða er uppi með að landsleikirnir eru á miðvikudagskvöldi og leikmenn eru að koma sér tilbaka á fimmtudeginum. Föstudaginn þarf svo að nýta í að ferðast með liðið því á laugardeginum er Liverpool enn og aftur sett á hádegisleik og í þetta sinn er það til Portsmouth, sem er syðsti staður sem liðin í Úrvalsdeildinni þurfa að ferðast til. Reyndar mun Javier Mascherano ekki vera kominn í tæka tíð þar sem hann þarf að ferðast til Ástralíu í æfingaleik með Argentínu, en hvað um það. Það er eitt að vera með landsleikjahléin, en annað að geta ekki fengið liðið saman til æfinga vegna þess að leikurinn er svo snemma á laugardeginum að það verður ekki komið við æfingu þá.

Fjöldi hádegisleikja hjá Liverpool er alveg ótrúlega mikill, og á síðasta tímabili minnir mig að Liverpool hafi spilað lang flesta hádegisleiki. Það þarf ekki að tala við marga stuðningsmenn liðsins sem sækja leiki til að heyra hversu illa mönnum líkar þetta. Það er nefninlega ekki bara liðið sem þarf að ferðast, heldur stuðningsmennirnir líka. Leikir fara fram á alls konar tímum, en það er hreint út sagt ótrúlegt hversu oft við lendum í þessu. Það getur vel verið að einhverjir líti á þetta sem væl, en þetta er bara staðreynd. Ekki nein afsökun fyrir slökum úrslitum eða neitt þannig, maður bara heyrir gríðarlega óánægju meðal stuðningsmanna með þetta, enda skiljanlegt.

Ég hef oft velt fyrir mér fyrirkomulaginu á þessum landsleikjum. Það er alveg vitað mál að menn eru að ferðast þvert og endilangt út um allar trissur. Það er líka vitað að deildarkeppnin er svo strax helgina á eftir. Þetta á ekkert bara við Liverpool, heldur er þetta þannig í mjög mörgum deildum. Myndi það ekki gera mikið ef þessir leikir færu fram á þriðjudagskvöldum? Heill dagur í þessu getur skipt máli fyrir félagsliðin. Er of stutt að spila á laugardegi og svo strax aftur á þriðjudegi? Er það ekki gert allan veturinn í sambandi við deildarkeppnir og Meistaradeild Evrópu? Finnst mönnum virkilega skrítið að það sé kergja á milli þeirra sem eru að stýra félagsliðum og svo landsliðanna? Það er hreinlega ekkert verið að hugsa í þessu sambandi, einfalt mál. Bara þetta litla atriði gæti verið skref í rétta átt. Það eru jú einu sinni félagsliðin sem borga laun leikmanna en ekki landsliðin.

Nú krosslegg ég bara fingur um að Stevie G sjái að sér og dragi sig út úr hópnum fyrir leikinn gegn Ísrael. Hann er meiddur, hefur ekkert náð að spila og nánast ekkert æft. Finnan búinn að draga sig út úr hópnum en Torres ætti að vera klár á Laugardalsvöllinn. Vonandi koma menn heilir tilbaka. Get ekki beðið eftir að laugardagurinn 15. september renni upp á ný, þá byrjar boltinn að rúlla á ný. Var ég einhvern tíman búinn að segja frá því að ég HATA LANDSLEIKJAHLÉ? 🙂

27 Comments

 1. Ha, hatar þú landsleikjahlé? Nei hættu nú alveg, þetta hef ég aldrei heyrt áður 😉

  En svona að öllu gríni slepptu þá finnst mér fáránlegt ef Steve G. spilar þennan leik. Bæði af McClown að spila honum og af Steven Gerrard sjálfum að taka þennan óþarfa séns og sýna að England sé honum mikilvægara en Liverpool…fyrirliðinn sjálfur!!!

 2. Eg var að tala við gerrard áðan í símanum og hann talaði um að það vær svona hemings líkur að hann spilaði ég bað hann nú um að kvíla sig og vera frekar góður þar næstu helgi og hann sagðist hugsa sig vel um aður fyrir mig.

 3. Flott Simmi, góðar fréttir.

  Hvernig er það, fannstu ekki grænu pillurnar 😉

 4. Allir tímar eru að breskum tíma.

  Í næstu umferð verða 3 hádegisleikir á laugardeginum 15. sept.: 12:00 Everton – Man. Utd., 12:45 Portsmouth-Liverpool og 13:30 Tottenham – Arsenal. Þá eru 3 dagar frá miðvikudeginum. Held að það sé útaf því að á þriðjudeginum 18. sept og miðvikudeginum 19. sept. spila þessi lið í Meistaradeildinni (liverpool með þriðjudagsleik). Myndi sennilega einnig heyrast í Benitez ef þeir væru að spila seint á laugardegi eða sunnudegi.
  Menn geta ekki bara litið á leikinn á undan.

  Tók saman hádegisleiki á laugardögum í fyrra, þá léku liverpool 3 útileiki og einn heimaleik. Chelsea 2 útilieiki og tvo heimaleiki og Man. Utd. 1 heimaleik og 1 útileik.

  Benitez er farinn að líkjast meira og meira móra hjá chelsea. Þegar Benitez kom fyrst talaði hann bara um fótbolta og lét verkin tala inná velli, nú er hann kominn í sama far og móri og greinilega búinn að liggja yfir tuðinu hans fyrir tveimur árum, en þá fékk maður að heyra þetta væl um leikjafyrirkomulagið í hverri viku frá Móra: Landsleikjahlé við fáum erfiðan leik á eftir, Meistaradeildarleikur við fáum erfiðan leik á eftir.

  Þetta gengur upp og niður og jafnt yfir alla. Erfitt að búa til prógram þannig að eftir alla landsleiki, meistaradeildarleiki og bikarleiki fái öll betri liðin þægilegan leik á eftir. Eins hugsa ég að löggan hafi eitthvað með þetta að gera. Þeim er illa við að hafa stóru leikina klukkan 15 á laugardögum.

  Þetta með ferðalögin, á að láta Liverpool alltaf fá leik í grenndinni eftir landsleikjahlé? Flytjið bara klúbbinn til London 🙂

 5. Allir þessir blessuðu þjálfarar nöldra yfir þessu þegar þeir fá lítinn undirbúning fyrir leiki vegna landsleikjahléa eða annars.
  Staðreyndin er sú að svipað gengur bara yfir alla, þessu er raðað upp með löngum fyrirvara og enginn ætlar að leggja neinn í einelti…….

 6. Já það er sjálfsagt rétt hjá þér en það er samt staðreynd að LFC eru búnir að vera fá ískyggilega marga hádegisleiki undanfarin tímabil og UTD eru mjög oft með leiki seinnipartinn eða á sunnudögum, sem hentar óneitanlega betur. En svona er þetta bara, það geta ekki allir fengið það sem þeir vilja 🙂

 7. Baldur, er ekki algjört lágmark að þegar þú ert að reyna að véfengja það sem ég er að setja fram að kynna sér málið aðeins. Á síðasta tímabili þá spilaði Liverpool FC 12 leiki klukkan 12:45 á síðasta tímabili, ekki 4 heldur TÓLF. Ég get alveg talið þá upp fyrir ef þú hefur áhuga á því. Þú tekur það fram að það séu einmitt þrír hádegisleikir á laugardaginn 🙂 Jú, það sama á yfir alla að ganga og að mínum dómi ættu ekki að vera svona hádegisleikir eftir þessi helvítis landsleikjahlé. En jú, það eru svaðaleg ferðalög framundan hjá Man.Utd og Arsenal um helgina 🙂

  Svo ertu að fara með algjört þvaður þegar kemur að því að tala um að það yrði kvartað ef liðið spilaði seint á laugardegi og svo aftur á þriðjudegi. Ertu virkilega að reyna að halda því fram að Meistaradeildaliðin sem spila á þriðjudögum séu alltaf með hádegisleiki á laugardögum. Reyndu nú að koma með skárra þvaður en þetta.

  Þú annað hvort last ekki greinina hjá mér eða skildir hana ekki (seinasta hlutann). Það sem ég var að segja þar var að fyrst félagslið geta (og gera með glöðu geði) spilað á laugardegi og þriðjudegi, hvers vegna ekki landsliðin líka?

  Svo tókstu nú steininn úr með þessu sem átti aldeilis að vera fyndið í restina. Þú sannaðir það að þú náðir engu af því sem ég skrifaði þarna, þannig að þetta þýðir víst lítið hjá mér að reyna að ræða þetta meira við þig.

  Og United-maður, þessu er nú ekkert raðað upp með löngum fyrirvara. Í byrjun þá eru allir leikir í helgarumferðunum á laugardögum. Það eru svo Sky sokkarnir sem dreifa þessu út og suður án nokkurrar rökhugsunar og FA/PL gleypir við því.

 8. Það er ekkert einkennilegt við það að Steve G vilji spila þennann leik,enda metnaðurinn hjá honum sem leikmanns alveg skuggalega mikill og þetta er mikilvægur leikur fyrir Englendingana og Steve G er nátturulega margbúinn að sanna að hann er maður stórleikjana og vill fyrir alla muni hjálpa Enskum að komast á EM og því ekkert við hanna að sakast..En aftur á móti þá er þetta allt gert í samráði við lækna Liverpool og ef þeir telja hann ekki leikhæfann þá held ég að hann geti lítið sagt við því,Liverpool á hann og þeir ákveða hvort hann geti spilað eða ekki nema ef McClown og félagar ætli að beita þessum þrysting sem þeir voru eitthvað að tala um……..En bara til að koma því á hreint þá er ekkert við Steve G að sakast þótt hann vilji spila þennann leik,en það er læknaliðið sem tekur endanlega ákvörðun

 9. Það er alveg hægt að ræða það hvort þetta er væl í stjórum félagsliða eða ekki, en eftir stendur sú ákvörðun fólks að hafa landsleikina á laugardögum og miðvikudögum. Af hverju í ósköpunum mega þeir ekki vera á laugardögum og þriðjudögum? Og ef landsliðin bara VERÐA að fá þrjá daga á milli leikjadaga, hvers vegna er þá svona útilokað að spila á föstudögum og þriðjudögum? Landsliðin hafa alla vikuna fyrir leik til að undirbúa sig, þannig að það væri varla erfitt fyrir þá að spila á föstudagskvöldi frekar en um miðjan laugardag.

 10. Það verður alveg sama hvað læknar Liverpool segja didi, það verða McClown og félagar sem ráða þessu, og jú Stevie mun ekki skorast undan, hann er bara þannig karakter.

  Og það er einmitt pointið sem menn eru ekki að ná KAR. Það var enginn að tala um að Liverpool ætti alltaf að spila í grenndinni eftir landsleikjahlé. Það er bara furðulegt að vera með þessa morgunleiki sí og æ og að landsliðin geti ekki spilað á þriðjudegi svo liðin geti gert sig klár fyrir deildarkeppnina helgina á eftir.

 11. Já ég mana þig til að finna þessa 12 hádegisleiki, hádegið er reyndar lengra hjá sumum 🙂
  Síðasta tímabil var svona lið tími Ú=útileikur, H=heimaleikur.
  Liverpool 1245:ÚÚÚHH, 13:00: Ú, 13:30: Ú = 7 leikir
  Man. Utd. 12:45 ÚH, 13:00: H, 13:30 H = 4 leikir
  Chelsea 12:45: ÚÚHH, 13:00: H, 13:30: HÚ, 13:45: Ú = 8 leikir

  Allt eru þetta enskir tímar.
  Ekkert þessara liða spilaði leiki klukkan 14:00.
  Svo samkvæmt þessu spiluðu Chelsea flesta hádegisleikina, reyndar finnst mér gróft að segja eftir klukkan 13 séu hádegisleikir, en þar sem þú varst með einhverja 12 leiki hjá liverpool í huga þá reyndi ég að fylla í þá tölu.

  Ég hélt því ekki fram að liðin spiluðu alltaf hádegisleiki fyrir þriðjudagsleiki, en ef þeir þurfa að leika seint á laugardegi fyrir þriðjudagsleiki heyrist sama vælið og nú er að koma frá Benitez (ég er alls ekki að segja að hann sé verstur í þessu væli, þeir eru allir með það. Það var bara þannig að Benitez var sérstæður meðal manageranna þangað til í ár því hann vældi aldrei).

  Liverpool er nú bara þannig staðsett að ef þeir spila útileik þá er mjög sennilegt að þeir þurfi að fara í löng ferðalög, bara vegna þess að það er ekki mörg lið á sama svæði. Annað gildir um liðin í London og það er bara erfitt fyrir mótastjórnina að taka mikið tillit til þess.

  Grunar að rökin sem landsliðsþjálfarar kæmu með ef þeir fengju bara 2 daga milli leikja að hópurinn er saman í svo stuttan tíma að þeir þyrftu að æfa fyrir leikina tvo á 2-3 dögum fyrir fyrri leikinn, því tíminn á milli leikja færi bara í ferðalög. Leikmennirnir eru aðeins lengur saman hjá félagsliðunum og því auðveldara að þjálfa fyrir leiki fram í tímann.

  Svo er það þannig að nokkrir leikir verða alltaf hádegisleikir vegna krafna frá lögreglu, t.d. báðir leikirnir á milli Man. Utd og Liverpoo eru alltaf í hádegi af kröfu frá lögreglu.

  Einnig er alltaf reynt að láta Everton og Liverpool spila í sitthvorri borginni, þannig að það eru alveg svakalega margar breytur í þessu skipulagi og öfunda ég mennina sem standa að því. Mjög auðvelt að horfa á einn og einn leik og spurja af hverju má hann ekki vera þarna eða þarna.

  En ég bíð allavega spenntur eftir upptalningunni á þessum tólf leikjum Liverpool sem byrjuðu klukkan 12:45 í fyrra. Treysti að þú verður fljótur að koma með þá, því ég hef mikinn áhuga á að sjá þá.

 12. Efast um að stuðningsmenn landsliða yrðu sáttir með að leika á föstudagskvöldum, þá sérstaklega hjá barnafólki. Fólki finnst best að hafa leiki á laugardögum, þá er mesta getan til að fylgjast með þeim. Jafnframt myndu sjónvarpsstöðvarnar væntanlega kvarta mikið.

 13. Ekki málið, hérna koma þeir:

  19.ágúst, Sheff.Utd kl:12:45
  26.sept., West Ham kl:12:45
  9.sept., Everton kl:12:45
  23.sept., Tottenham kl:12:45
  30.sept., Bolton kl.12:45
  16.des., Charlton kl.12:45
  1.jan., Bolton kl.12:45
  13.jan., Watford kl.12:45
  20.jan., Chelsea kl.12:45
  3.feb., Everton kl.12:45
  3.mars., Man.Utd kl.12:45
  31.mars., Arsenal kl.12:45

  Þetta gera 12 leikir.

  Ég hef aldrei heyrt menn væla yfir því að spila leiki seinnipart laugardags vegna CL leikja á þriðjudegi, þú kannski bendir mér á það ef ég er að fara með rangt mál (með Benítez þá).

  Þú ert sem sagt sammála því að blessuð félagsliðin eiga bara að lúffa þegar kemur að þessum landsliðum. Það er ljóst að með þessu fyrirkomulagi þá ná stjórarnir ekki neinni æfingu með leikmönnum sínum fyrir leikina. Myndu þessir vælukjóar sem sjá um landsliðin sætta sig við slíkt? Nei, þeir fá heila viku fyrir fyrsta leikinn og svo HEILA 3 daga fyrir næsta leik þegar um slíka er að ræða.

  Hádegisleikirnir eru fyrst og fremst ákveðnir af Sky, því þetta með lögregluna er history núna eftir að opnunartími pöbba var gefinn frjáls á Englandi.

 14. Setja bara landsliðin alltaf með hádegisleiki á laugardögum og þá væri hægt að setja hina leikina á þriðjudagskvöld og málið er leyst 🙂

 15. Bara til að bakka Benitez upp í þessu þá skulum við skoða leikina hjá Liverpool eftir landsleikjahlé á þessu ári:

  September:
  Portsmouth-Liverpool Morgunleikur

  Október:
  Everton-Liverpool Morgunleikur

  Nóvember:
  Newcastle-Liverpool Morgunleikur

  Þetta þýðir að Liverpool liðið mun ekki geta æft saman í rúma viku fyrir mjög erfiða leiki. Það segir sig sjálft að Liverpool er með mun fleiri landsliðsmenn en þessi lið sem þýðir að hin liðin geta undirbúið sig nánast eðlilega fyrir þessar rimmur. Ég man eftir leiknum á móti Everton í fyrra þar sem liðið steinlá á Goodison í hádegisleik eftir landsleikjahrinu. Það er með hreinum ólíkindum að liðið landsleikir skuli ekki vera leiknir á þriðjudögum eða að næsta umferð skuli ekki fara fram í Englandi á sunnudegi eftir landsleiki. Finnst að stóru liðin ættu hreinlega að fara neita leikmönnum að fara í landsleiki þegar þeir gera lítið annað en að koma niður á árangri og starfsemi félaganna.

 16. ná menn eitthvað frekar föstudagsæfingu ef leikurinn fer fram kl. 15:00 á laugardegi heldur en 12:45 ?

 17. Vantar Sunderland – Liverpool þarna inn hjá þér einare.

  Já, Nonni, það munar bara talsvert um þetta. Liðið á litla möguleika á að ferðast á leikdegi þegar um morgunleik er að ræða. Það er líka stundum um að ræða morgunæfingar á laugardögum (létt æfing) þegar svo ber við, það er heldur ekki hægt. Eins og þetta er núna, þá eru menn að mæta á föstudögum og kallinn hefur ekki allt liðið hjá sér þó svo að hann myndi vilja hafa eina morgunæfingu þá. Síðan þarf liðið að koma sér til Sunderland/Portsmouth með rútunni, sem getur verið ágætis ferðalag.

  Pointið er að þetta þarf ekki að vera svona. Það væri afar auðvelt að laga svona hluti. En áhuginn virðist ekki vera fyrir hendi hjá UEFA/FIFA og því mun þetta Club vs Country mál halda áfram að blossa upp og það mun verða verra með hverju árinu. Mér finnst hroki landsliðsdæmisins orðinn mjög mikill. Gleymi enn ekki Makalele málinu, jafna mig væntanlega aldrei á því 🙂

 18. SSteinn, fyrir minnislausan mig, viltu rifja upp í stuttu þetta Makalele mál ?

 19. en þessi leiktími 12:45 var honum fyrst og fremst ekki komið á vegna sjónvarpsútsendinga ?

 20. Ekki bara það að liðið þurfi að leika þessa hádegisleikir sem flestir leikmenn eru óánægðir með og voru settir á hérna fyrir nokkrum árum hjá stóru liðinum til þess að draga úr ölvun á stórleikum þá þarf liðið alltaf að leika á útivelli. Ekki óeðlilegt að það vakni spurningar hjá Benitez og hann geri athugasemdir.

 21. Þegar Makalele ætlaði að leggja landsliðsskóna á hilluna, þá hótuðu menn því að setja hann í leikbann með Chelsea og ætluðu að gera alvöru úr því máli.

 22. Gerrard skorast ekkert undann kallinu ef hann er með grænt ljós frá Liverpool um að spila…Sannur fótboltamaður með metnað á við heilt lið…..Ef það er einhver sem getur bjargað Englendingum þá er það hann ,en bara ef lampart verði sagt að vera ekkert að þvælast fyrir honum:)

 23. Málið er nú bara samt að það hefði verið nokkuð sama hvað Liverpool hefði sagt í málinu, forráðamenn liðsins (Liverpool) ráða ekki baun í bala um þetta þegar kemur að landsliðinu. Hann vill spila, það er engin spurning, hann vill spila alla leiki og væri búinn að spila síðustu 2 leiki Liverpool ef hann hefði sjálfur fengið að ráða.

 24. Enda maðurinn með metnað á við heilt fótboltalið..En samt efast ég um að hann myndi spila þennann leik að eiginn ákvörðun ef Liverpool myndi ekki gefa honum grænt ljós,eins og menn hafa verið að tala um og gagnryna hann þá í leiðinni fyrir að setja hag landsliðsins ofar hag Liverpool,hef bara einga trú á að hann taki eitthvað annað framyfir Liverpool……..

  En sem betur fer fyrir mig greinilega Steini þá fyla ég þessi landsleikjahlé og meiriseigja styð Enska liðið, en þetta eru samt bölvaðir lúsablesar sem stjórna þarna,einginn spurning um það og ljót er að þeir geti skykkað meiddann mann til þess að spila fyrir þá gegn vilja eigenda leikmannsins

Masche

Meistaradeildarhópurinn