Í fyrsta skipti í 5 ár

Bara til þess að þetta sé skjalfest.

Liverpool á toppnum

Árið 2002 byrjaði Liverpool liðið vel og var á tímabili 7 stigum á undan Arsenal. En tap gegn Middlesboro í nóvember var byrjunin á hruni liðsins, sem að nokkrum dögum síðar var slegið útúr Meistaradeildinni af Basel frá Sviss.

Liðið sem að spilaði fyrir Liverpool þegar þeir voru [síðast](http://lfchistory.net/viewgame.asp?game_id=2404) í efsta sæti deildarinnar leit svona út (nota bene, ég gæti hafa svissað á stöðum hjá Carra og Traore).

Dudek

Babbel – Carragher – Hyypiä – Traore

Murphy – Hamann – Diao – Riise

Owen – Heskey

Á bekknum: Kirkland, Smicer, Gerrard, Cheyrou, Baros.
Utan hóps m.a.: Henchoz, Heggem, Xavier, Diomede, Litmanen, Diouf

Reina

Finnan – Agger – Hyypiä – Arbeloa

Pennant – Mascherano – Alonso – Babel

Kuyt – Torres

Bekkur: Itandje, Riise, Sissoko, Benayoun, Voronin.
Utan hóps m.a.: Gerrard, Carragher, Aurelio Crouch, Kewell, Leiva

Það deila sennilega fáir um þá staðhæfingu að þetta Liverpool lið í dag er umtalsvert betra en Liverpool liðið fyrir 5 árum.

13 Comments

  1. Maður fyllist af ánægju við þessa sjón, það er nú að vonast að þeir haldi þessu út tímabilið:D

  2. Við getum allavega dáðst að þessari stöðu fram í miðjan mánuðinn. Vonandi er þetta það sem koma skal. Gaman að vera í toppbaráttunni en ég hef það fyrir venju að spá ekki of mikið í stöðunni í deildinni fyrr en eftir 10 umferðir eða svo. Sjáum til þá.

  3. Sumir Púllarar eru alveg obsessívir að bera saman liðið í dag og fyrir einhverjum árum, alveg eins og þeir báru saman liðið hjá Houllier og Evans. Jújú, liðið á pappírnum er mun betra núna en fyrir fimm árum. Enda væri annað óafsakanlegt miðað við hversu miklu peningum hefur verið hent í liðið.

  4. Þú gætir líka hafa svissað á Babbel og Carragher.
    Var einmitt að horfa á Sýn 2 “Classic Matches” í leiknum þar sem Viduka gerði 4 mörk á móti okkur. Þar var Babbel einmitt í miðverðinum og Carragher í hægri bak, þó sá leikur hafi reyndar verið frá 2000.

  5. Þetta er yndislegt… og má alveg halda áfram svona.

    Ánægður með O´Neill og félaga í Villa. Núna er bara að vona að menn meiðist ekki í þessum landsleikjum á næstunni.

  6. Já, september byrjaður og við ekki einhverjum x mörgum stigum á eftir Chelsea eða Man.Utd. Það er kærkomin breyting, þó svo að maður þurfi að halda sér kyrfilega á jörðinni. Við erum ekki búnir að vera að mæta sterkustu andstæðingunum í þessum leikjum. Chelsea jú, og Villa úti en svo tveimur af þremur liðum sem komu upp í Úrvalsdeildina og eiga eftir að ströggla verulega í vetur.

    Engu að síður frábært að hrista svona strax af okkur erfiða drauga sem fylgt hafa liðinu undanfarin ár. Það hefur fram að þessu litlu máli skipt hvað mótherjinn hét þegar kom að útileikjum, það hefur sem betur fer snúist við og vonandi verður það þannig áfram.

    Jú Makkari, oft hafa menn gaman að því að bera saman lið, svona fyrir og eftir. En þetta peningadæmi er nú voðalega tæpt hjá þér. Frá þessu 2002 liði þá held ég nú að Liverpool hafi nú ekki verið að vera með eitthvað óeðlilegt net spending, sér í lagi þegar miðað er við lið af svipaðri stærðargráðu. Meira að segja hefur verið talsvert gagnrýnt hversu litlu hefur verið eytt miðað við samkeppnisaðilana.

  7. Þetta er fögur sjón… vonandi að þetta verði veturinn sem 17-18 ára bölvuninni verði aflétt !

    YNWA

  8. Já drengir mínir, ég á von á mínu fyrsta barni í mars og ef þetta verður tímabilið sem Liverpool vinnur úrvalsdeildina í fyrsta skipti þá fær krakka greyið ALDREI að gleyma því 🙂

  9. Sznilld. 🙂
    Bara vona að þetta verði líka svona eftir 38 umferðir eða hvað það nú er. Manni líður allavega eins og við höfum núna allavega breiðan leikmannahóp og gæði á bekknum.
    Kannski er þetta sísonið sem við erum búnir að bíða svo lengi eftir, en sjáum til uppúr áramótum.

  10. Gaman að sjá þetta en maður er nú alveg á jörðinni ennþá, það er hinsvegar gaman að sjá hvernig liðið er að spila og hversu rosalega massíft það virkar á mann.

    Varðandi samanburð á liðunum 02 og 07 þá mætti alveg setja inn í jöfnuna að andstæðingarnir hafa líka styrkt sig GRÍÐARLEGA á þessum árum.

  11. Hvað vildi Rafa mörg ár aftur?
    Hann er búinn að búa til frábært lið sem spilar skemmtilegann bolta! Þessi maður hefur unnið frábært starf og er einn hæfasti og hógværasti stjórinn í deildinni, allavega er hann ekki þessi sandkassatýpa eins og mourinho, wenger vælukjói og sir alex.

    Ég hugsaði alltaf þegar hann var búinn að vera í 1 ár. Ok, gott að vinna Champions League, en ég sé þetta lið ekki vinna deildina, það vantar almenninlega menn inn á milli, meiri breidd! Nú fékk hann fjármagnið f. þetta season og hvað gerist? Allt annað lið! Meiri breidd, skemmtilegir leikmenn hafa komið og samkeppnin um stöður hlýtur að vera svakaleg fyrst að markahæsti maður síðasta tímabils kemst varla í HÓPINN!!

    Rafa er að gera frábæra hluti og ég vona að hann verði hjá klúbbnum þangað til það kemur að því að hann hætti sökum elli;)

    Ekki má svo gleyma eigendum klúbbsins.

    Þvílík stakkaskipti sem hafa orðið á einum klúbbi eru hreint með ólíkindum, þetta er svo sannarlega að skila sér inni á vellinum:)

Nýr haus fyrir veturinn

Lið vikunnar.