Derby County á morgun!

Stundum koma svona leikir þar sem maður telur sig hafa réttmæta kröfu á öruggum sigri síns liðs. Eftir góða byrjun í deildinni og örugga inngöngu í Meistaradeild Evrópu mætir heitasta lið Úrvalsdeildarinnar, Liverpool FC, því liði sem virðist vera langveikast og væntanlega á leiðinni beint niður aftur, Derby County. Þessi leikur verður spilaður á Anfield, heimavelli fyrrnefnda liðsins, og því er ljóst að ekkert nema öruggur sigur okkar manna kemur til greina í þessum leik.

Hvað Derby-liðið varðar veit ég ekki nógu mikið til að tjá mig um þá. Ég sá einn leik með þeim í Championship-deildinni í fyrra og mér sýndist þeir vera baráttuglatt lið sem sækir stíft (allavega á heimavelli) og skorar slatta. Þeim hefur þó gengið illa að skora mörk í upphafi leiktíðarinnar í Úrvalsdeildinni, enda um talsvert sterkari mótherja að ræða þar heldur en í Championship-deildinni. Þeirra stærsta vandamál í fyrstu leikjunum hefur hins vegar verið vörnin. Þetta eru úrslitin í leikjum þeirra í deildinni hingað til:

 • Derby 2-2 Portsmouth
 • Man City 1-0 Derby
 • Tottenham 4-0 Derby
 • Derby 1-2 Birmingham
 • Derby 2-2 Blackpool

Blackpool unnu þá síðan í vítaspyrnukeppni í vikunni og slógu þá út úr Deildarbikarnum. Þannig að á meðan okkar menn spiluðu á þriðjudag auðveldan heimaleik gegn Toulouse þar sem margir lykilmenn voru hvíldir þurfti Derby-liðið að keyra á sínum bestu mönnum í 120 mínútur + vítaspyrnukeppni á þriðjudaginn. Þeir hafa fengið á sig 9 mörk í fyrstu 4 deildarleikjum sínum, þar af fjögur í leiknum gegn Tottenham sem er langsterkasta liðið sem þeir hafa mætt til þessa, og fengu í þokkabót á sig tvö mörk á heimavelli gegn neðrideildarliði í vikunni.

Þið verðið að fyrirgefa, en ef við vinnum þennan leik ekki örugglega er eitthvað stórkostlegt að hjá okkar mönnum. Það er bara þannig.

Hjá Liverpool-liðinu er allt við það sama; Carra og Gerrard eru enn frá vegna meiðsla, sem og Aurelio og Kewell. Aðrir eru heilir og miðað við hverjir voru hvíldir á þriðjudag og hvernig menn spiluðu í þeim leik gæti ég ímyndað mér að við sjáum þetta lið mæta Derby á morgun:

Reina

Finnan – Agger – Hyypiä – Riise

Pennant – Mascherano – Alonso – Babel

Kuyt – Torres

**Bekkur:** Itandje, Arbeloa, Sissoko, Benayoun, Crouch/Voronin.

Þannig spái ég þessu allavega. Sókndjarft lið þar sem Pennant og Babel ættu að geta rifið vörn Derby í sig og Alonso blandað sér af fullum krafti í sóknina með Mascherano fyrir aftan sig. Kuyt heldur sæti sínu í liðinu eftir tvennuna á þriðjudag og Torres kemur að sjálfsögðu inn. Arbeloa hefur byrjað alla deildarleikina hingað til þannig að það er komið að honum að víkja fyrir Riise í sókndjarfri uppstillingu.

**Mín Spá:** 4-0 sigur fyrir Liverpool og allir fara skælbrosandi inn í landsleikjahléð. 🙂

22 Comments

 1. Mjög líklegt byrjunarlið að mínu mati fyrir utan Arbeloa. Ég held að hann byrji leikinn fyrir annað hvort Riise eða Finnan vegna þess að hann fær gott frí á meðan aðrir fara í landsleiki.

 2. Ég er alveg pottþéttur á því að Rafa finnur pláss fyrir Arbeloa í liðinu, hvort sem það verður á kostnað Finnan eða Riise. Kæmi mér ekki á óvart að sjá Riise á vinstri kanti og Arbeloa fyrir aftan hann. Eins finnst mér ákaflega líklegt að Sissoko verði í byrjunarliðinu. Bara spurning hvort það verði Xabi eða Masch sem víki. Ég ætla að spá byrjunarliðinu svona:

  Pepe, Finnan, Agger, Sami, Arbeloa, Pennant, Momo, Xabi, Riise, Kuyt og Torres.

 3. Hugsa þetta eins og SSteinn er að gera það. Arbeloa og Sissoko verða inni, gæti samt trúað að Alonso verði á bekknum og JM inná.

 4. Þetta er það byrjunarlið sem ég tel að byrji leikinn:
  Reina – Finnan, Agger, Hyypia, Riise – Pennant, Alonso, Mascherano, Benayoun – Kuyt, Torres.
  Bekkurinn: Itandje, Arbeloa, Sissoko, Babel og Crouch.

  Hann hvílir annað hvort Riise/Finnan í næsta leik eftir landsleikina og þess vegna mun Arbeloa byrja á bekknum í þessum leik. Rafa er ekkert sérstaklega að hugsa um að hvíla menn fyrir landsliðin. Þess vegna tel ég að Finnan og Riise byrji þennan leik.

  Hvað varðar Mascherano þá tel ég að hann byrji á kostnað Sissoko þar sem ljóst er að Mascherano mun ekki vera með gegn Portsmouth vegna væntanlegrar “Jet-lag” en hann þarf að ferðast hálfan heiminn til að spila æfingaleik með argentínska landsliðinu.

  Kuyt byrjar eftir að hafa skorað 2 góð mörk gegn Toulouse. Crouch kemur inná. Voronin verður ekki í hóp aftur þótt hann hafi byrjað vel hjá okkur. Þetta er einfaldlega hans hlutskipti hjá Liverpool í vetur, spilar kannski 2 leiki í röð og er 3 leiki ekki einu sinni í hóp.

  Benayoun mun byrja inná í stað Babel vegna þess að hann stóð sig fantavel gegn Toulouse. Pennant byrjar þar sem hann var á bekknum gegn Toulouse og Babel mun vera út og inn í hóp/liðinu í vetur. Hann er einfaldlega squad player í vetur.

  Þetta er einfaldlega svona og málið er látið.

 5. Ég er nú nokkuð svartsýnn á þennan leik. Tel ég að menn Benitez muni koma of afslappaðir til leiks og Derby kemst yfir. Með harðindum mun Torres skora sigurmarkið á 87 mín.

 6. liðið verður svona.. bókað mál

       Reina
  

  Finnan Agger Hyypia Riise
  Mascherano
  Pennant Benayoun/Babel
  Benayoun/Babel
  Voronin Torres

  bekkur: Itandje, arbeloa, sissoko, alonso, crouch/kuyt

 7. Reina
  Finnan Agger Hyypia Arbeloa(Klárlega)
  Pennant Mascherano Sissoko Benayoun/Babel
  Kuyt Torres

  Nokkuð Viss um að þetta verði svona, og leikurinn endar 4-0 þar sem Torres fer mikinn og setur fyrstu þrennuna fyrir Liverpool og Babel opnar markareikninginn fyrir Liverpool:)

 8. Gummi Óli, skoðaðu færsluna á undan þessari.

  En við vinnum þetta Derby lið 3-0 að minnsta kosti. Ég vona bara innilega að Pennant verði í liðinu. Hann verður ábyggilega ákveðinn í að sanna sig.

 9. Ég æta að spá liðinu svona:

  ____________Reina
  —Finnan Hyypia Agger Arbeloa
  ————-Mascherano
  ———–Alonso Benayoun
  ———Kuyt Torres Babel

  Subs: Itjande, Riise, Sissoko, Pennant, Crouch.

 10. ég held að það verði reina finnan, agger, hyypia og arbeola í vörninni
  Pennant, mascherano, alonso og babel á miðju og torres og crouch í sókninni og við rassskellum derby 5-0 torres með þrennu, babel eitt og crouch eitt

 11. Magnús Agnar afhverju segir þú að Voronin verði að spila svona í vetur (2 leiki og 3 ekki á bekknum) ég sé ekki að hann eigi ekki að spila þettað er pottþéttur fótboltamaður ég sé frekar fyrir mér að Crouch verði frekar á bekknum,en LIV tekur þettað ST’ORT

 12. svona til gamans langar mig til að raða framherjum eins og ég held að þeir séu sem marksæknir og klári dæmið. NO 1 torres, NO 2 voronin.NO 3 koyt og NO 4 crouch en koyt gæti orðið NO 2 ef að hann verðu gráðugri að skjóta, hvað finnst ykkur ?

 13. Skýlaus krafa um fjögurra marka sigur gegn Derby – 4-0 eða 5-1, ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að Sissokoko (eins og fjögurra ára sonur minn kallar hann) skori aftur – Torres og Kuyt skipta hinu einhvern veginn á milli sín.

 14. Þetta á ekki að vera mikið mál fyrir sterkt lið Liverpool. Derby verður ekki langlíft í deildinni ef eitthvað er að marka fyrstu leiki liðsins á þessari leiktíð.

  Maður verður að passa sig að vera ekki hrokafullur gagnvart svona “litlum” liðum en á Anfield á Liverpool að stilla upp mjög svo sókndjörfu liði og slátra því á fyrsta hálftímanum.

  3-0 fyrir Liverpool.

 15. 6-0 ekki spurning, Torres setur 4, Babel 1 og Kuyt !! Arbeola er snillingur, bara varð að koma því frá mér!!!

 16. Liverpool vinnur þennan leik en ég held að við munum ekki ná að halda hreinu í dag, því miður.

 17. Sammála Hraundal með Arbeloa, hann er búin að vera alveg frábær undfarna leiki. Stöðugur, hvort sem er á hægri eða vinstri og fátt sem kemst í gegnum hann og einnig er hann að loka vel á alla krossa. Klassa leikmaður.

Pako á förum

Liðið gegn Derby komið: