Búið að draga í riðla í Meistaradeildinni, erum í riðli A.

Jæja núna er búið að draga í riðlana í Meistaradeildinni og erum við í riðli A með Porto, Marseille og Besiktas. Í fljóti bragði er ég bara sáttur við þennan riðil, gat verið verra. Riðlarnir eru eins og ævinlega missterkir en Chelsea, Barcelona og Man Utd eru öll í sterkum riðlum en það mun ávallt eitthvað lið koma á óvart.

A-riðill: LIVERPOOL, Porto, Marseille, Besiktas.
B-riðill: Chelsea, Valencia, Schalke, Rosenborg.
C-riðill: Real Madrid, Werder Bremen, Lazio, Olympiacos.
D-riðill: AC Milan, Benfica, Celtic, Shakthar Donetsk.
E-riðill: Barcelona, Lyon, Stuttgart, Rangers.
F-riðill: Man Utd, Roma, Sporting, Dynamo Kiev.
G-riðill: Inter, PSV, CSKA Moskva, Fenerbache.
H-riðill: Arsenal, Sevilla/AEK Athens, Steaua Bucaresti, Slavia Praha.

Verðlaun sem voru veitt þegar dregið var í riðlana:
Markvörður ársins: Petr Cech.
Besti varnarmaður ársins: Paulo Maldini.

Besti miðjumaður ársins: Clarence Seedorf.
Besti framherji ársins: Kaká.
Leikmaður Ársins: KAKÁ.

27 Comments

 1. Þetta lítur ágætlega út. Hefði viljið losna við ferð til Tyrklands en hin tvö liðin voru mjög heppileg. Ég held að við eigum nú ekki að lenda í miklum vandræðum með að komast upp úr þessum riðli.

 2. ánægður með allt nema Tyrkina. Hefði viljað þá Rosenborg. En riðill E og C eru klárlega erfiðastir.

 3. Aldrei þessu vant fá United ekki skítléttan riðil til að labba í gegnum. En annars líst mér vel á þetta hjá okkur. Porto og Besiktas eru skemmtileg lið sem ættu að geta velgt okkar mönnum undir uggum, en þó eigum við að komast framhjá þeim að öllu eðlilegu. Marseille er að sama skapi skeinuhætt lið, sérstaklega með einbeittan Djibril Cissé innanborðs sem vill eflaust ólmur sýna Rafa hvar Davíð keypti ölið, þannig að ég sé fram á sex skemmtilegar viðureignir þar sem enginn leikur er unninn fyrirfram.

  Hlakka til, Meistaradeildin er að byrja enn eitt árið.

 4. Kannski ekki léttur riðill enda erfitt að spá fyrir um hvaða lið koma á óvart þetta árið. Verður það Porto? Eða kannski Marseille?

  En á pappírnum lítur þetta út fyrir að vera yfirstíganlegt og gott betur!

 5. Riðill G er svakalegur, að öllum öðrum ólöstuðum er hann sá sterkasti.

  Við komum annars hvað best útúr þessu af öllum ensku liðunum, svo að “ósanngjarna” leikjafyrirkomulagið (að mati Rafa) í deildinni ætti ekki að bitna svo mikið á okkur eftir allt saman.

  En djöfull er gott að boltinn sé byrjaður að rúlla aftur…

 6. Svaklega sáttur með þennan riðil! Kannski ekkert spennandi að fá tyrkina í restina, en… eru Besiktas ekki í Istanbul? Góðar minningar…

 7. vá hvað E riðillinn er erfiður…..
  spænsku, frönsku, þýsku meistararnir og liðið í öðru sæti í Skotlandi…….

 8. Barca eru nú ekki spænskir meistara, bara til að hafa það á tæru þó svo að það hefði verið mun betra en Real Madrid.

  Annars er ég bara nokkuð sáttur við dráttinn. Hefði getað verið mikið verra og við losnum við ferð til Austur Evrópu (norðarlega allavega). Bara Besiktas sem maður var ekki ánægður með, en maður fær ekki allt í þessu 🙂

 9. Þetta er allt í lagi riðill svona í meðallagi sterkur. Sleppum ágætlega með tilliti til ferðalaga þó svo að það sé engin lautarferð að fara til tyrklands.

  Mætti jafnvel segja að liverpool hafi sloppið einna best af ensku liðunum. Arsenal fær t.d. sterkt lið Sevilla (að öllum líkum) og 2 ferðir austur fyrir járntjald. Manu með Roma og Kiev og Chelsea fá Valencia.

  Hefði þó viljað sjá skosku liðinn lenda í riðlum með einhverju af ensku liðunum svona uppá stemminguna. En öll ensku liðin fara áfram það er nokkuð öruggt, nema að manu haldi áfram að drulla uppá bak sem ég á eiginlega ekki von á.

  En A riðillinn á að vera okkar 😉

 10. Ég var einmitt að vonast eftir stuttum ferðum og ferðir til Portúgals og Frakklands uppfylltu þá ósk. En þegar ég sá liðin sem voru í 4. styrkleikaflokki, sem voru eintóm Dynamo Stolinsnaya lið, þá var ljóst að smá ferðalag væri nánast óhjákvæmilegt.

  Vonandi verður útileikurinn gegn Besiktas síðasti leikur og að Liverpool verði búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum, eins og í fyrra gegn Galatasary.

 11. ROSALEGA ER ÉG FEGINN AÐ VERA EKKI MEÐ CHELSEA!

  🙂

  (veit að það var ekki hægt…er bara svona ánægður)

  Mæta ekki gamlir félagar, Cisse og Zenden?

  Hvað er alltaf með Arsenal og auðvelda riðla?

 12. Ég er sáttur við Porto og Marseille, en hefði viljað fá annað lið í stað Besiktas. Hefði verið flott að fá t.d. Rangers eða Rosenborg upp á ferðalagið að gera.

  Þó ég sé sáttur við riðilinn okkar, þá er ég hins vegar allt annað en sáttur við verðlaunaafhendinguna. Nefni tvær ástæður máli mínu til stuðnings:

  1) Ok Petr Cech er mjög góður markmaður og á flest það sem hann hefur unnið skilið…EN getur einhver útskýrt fyrir mér hvað hann gerði í Meistaradeildinni sem rökstyður það að hann sé valinn besti markmaður keppninnar í stað Pepe Reina. Ég fór inná Youtube og horfði aftur á vítaspyrnukeppnina í undanúrslitunum (Liverpool – Chelsea) og sá þá tvo toppmarkmenn, einn þeirra tryggði liði sínu þátttöku í úrslitaleik keppninnar, hinn brást liði sínu algjörlega á ögurstundu og lagðist í grasið í vonleysi sínu eftir leikinn.

  2) Paulo Maldini. Hvað kemst sá ágæti maður langt á nafninu og þeirri staðreynd að hann er einn sá elsti í boltanum sem er enn á meðal allra bestu í heiminum. Ég viðurkenni það alveg að hann er mjög góður, en hins vegar myndi ég aldrei viðurkenna að hann sé betri en t.d. John Terry eða Jamie Carragher. Maldini var það kannski fyrir nokkrum árum en það var verið að veita verðlaun fyrir Meistaradeildina tímabilið 2006/2007…..ekki tímabilið 1989/1990

 13. Sammála Bjöggi, og ekki nóg með það heldur missti Cech af 4 af leikjum liðsins í CL. Virkilega góður markmaður, engin spurning um það. Er samt ekki að skilja þetta val á honum fyrir þessa keppni á síðasta tímabili.

 14. Nákvæmlega, Bjöggi – Af hverju í ANDSKOTANUM er Cech valinn umfram Reina? Ha? Hvaða rugl er þetta?

  Ég skal sætta mig við þessi heiðursverðlaun Maldini, en það er fáránlegt að Reina skuli ekki hafa verið valinn.

  Simmi, það er dregið sérstaklega í 16 liða úrslit (ég er allavegana 90% viss um það).

 15. Jamm, sammála við Petr Cech. Hefði verið eðlilegra að Dida hefði fengið þetta þar sem hann vann allavega Meistaradeildina og í stíl við hinar afhendingarnar. En auðvitað var Pepe bestur af þeim í á síðustu leiktíð.

  Ég held að það sé dregið í 16 liða úr tveimur pottum; þau sem unnu riðlana gegn þeim sem lentu í 2. sæti en landaverndin gildir samt sem áður fram í 8 liða úrslit minnir mig.

 16. Held reyndar að landaverndin sé einungis í riðlakeppninni núorðið. Þori nú samt ekki að hengja mig uppá það.

 17. Hérna eru reglurnar um Meistaradeildina fyrir þá sem vilja hafa þetta á hreinu: Regulations

  Í 16 liða úrslitum er þetta svona:
  Lið frá sama landi geta ekki mæst, lið sem voru í sama riðli geta ekki mæst, liðin sem unnu sinn riðill mæta liði sem var í 2.sæti í sínum riðli, liðin sem enda í 2.sæti spila fyrst heima.

 18. Sammála að þetta með Cech er eiginlega óskiljanlegt þar sem að hann missti stóran hluta af síðasta tímabili. Hefði frekar haft trú á að Dida eða Reina hefðu fengið þessi verðlaun þar sem báðir áttu stóran þátt í að lið sín fóru í úrslitaleikinn. Set líka spurningamerki við Seedorf, Ronaldo hefði hugsanlega getað komið til greina þar. Maldini þarna af gömlum vana en Kaka átti þetta fyllilega skilið.

  Með riðlana er þetta mjög hefðbundið. Arsenal fær “léttan” riðil að venju. E-riðill gæti orðið áhugaverður, hef trú á að Stuttgart og Rangers gætu strítt Barcelona og Lyon.
  Hvað Liverpool varðar er ljóst að fyrri umferðin gæti orðið strembin þar sem fleiri útleikir eru á dagskrá. Hef þó trú á að Liverpool klári þetta og barátta verður á milli Marseille og Porto. Besiktas verða erfiðir heim að sækja að venju. Þrír heimasigrar og eitt jafntefli á útivelli ætti að duga til að fara áfram.

 19. Mér er bara eiginlega skítsama um þessa meistaradeild í ár. Þó við förum auðvitað upp úr þessum riðli leikandi létt væri mér sama þó við færum ekkert mikið lengra. Verðum að fara að afgreiða þessa deild.

 20. en teljast C.Ronaldo og Kaká ekki sem miðjumen, og ættu því að hafa keppst um þann titil en ekki sóknarmaður??

  annars anægður með riðilinn, hlakka til að sja cisse aftur a anfield

 21. Jú Kristinn, þessir UEFA karlar virðast alveg vera clueless í vali sínu, þeir geta ekki einu sinni stillt mönnum rétt upp. Kaká reyndar vel að sigrinum kominn, enda “átti” hann þessa keppni á síðasta tímabili, en það vita það allir að bæði hann og Ronaldo eru miðjumenn.

Dregið í Meistaradeildinni í dag!

Hægri kanturinn hjá enska landsliðinu